Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 32
Frambjóðandi Alþýðuflokks- ins farinn til r Astralíu BJARNI Guðnason. efsti maður á lista Alþýðuflokksins í Austur- landskjördæmi, er nú farinn af landi brott og er á leið til Ástralíu. þar scm hann verður næstu sex vikurnar. Bjarna er boðið til Ástralíu af einum háskólanna þar. Á Bjarni að flytja fyrirlestra um íslenzk íræði á meðan hann dvelur þar. Neskaupstaður; Síldarvinnsl- an greiðir ekki fullar vísitölubætur SÍLDARVINNSLAN h.f. í Nes- kaupstað hefur enn ekki greitt starfsfólki við fyrirtækið fullar vísitölubætur á laun, þrátt fyrir að ýmsir forystumanna fyrirtæk- isins eru meðal þeirra sem hafa kallað Iök ríkisstjórnarinnar „kaupránslög“ ok heimtað samn- ingana í gildi. Fékk Morgunblað- ið þessar upplýsingar austur í Neskaupstað í gær. Hjá Síldar- vinnslunni og dótturfyrirtækjum starfa að meðaltali kringum 200 manns. Hins vegar hefur Neskaupstað- arbær gert samning við sitt starfsfólk um fullar vísitölubæt- ur. Fyrst var samið við skrif- stofufólk bæjarins. en á síðasta fundi bæjarstjórnar fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar báru þeir Gylfi Gunnarsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Sigfinnur Karlsson forseti Alþýðusam- bands Austurlands og þáverandi Framhald á bls. 18 Sjálfstæðismenn í Reykjavík efndu í gær til útifundar á Lækjartorgi í tilefni af alþingiskosningunum á sunnudaginn og var fundurinn fjölmennur. Ljósm. Mbl. Ól.K.Mag. Júní setti sölumet í Englandi: Seldi 219 tonn fyrir rétt um 50 milljónir kr. Hafnarfjarðartogarinn Júní GK-345, eign Bæjarút- gerðar Ilafnarfjarðar, setti nýtt sölumet í Englandi, þegar togarinn seldi í Hull í gær og í fyrradag. Júní seldi alls 219 tonn fyrir 103.126 sterlingspund eða 49.4 millj. kr. ísl. Er þetta hæsta sala nokkurs skips í Englandi til þessa. Skip- stjóri á Júní er Þorleifur Björnsson. Aflinn, sem Júní var með, var blandaður, um 60 tonn var ufsi, 10 tonn karfi, 10—11 tonn ýsa, 2—3 tonn koli en annars þorskur. Þessi sala vakti gífurlega athygli í hafnarbæjum Bretlands í gær, þar sem mjög sjaldgæft er að hátt verð fáist fyrir fisk að sumarlagi, bezti sölutíminn hefst í október. Þá vekur það einnig athygli að Júní fór á veiðar þann 31. maí s.l. þannig að elzti hluti aflans var orðinn meira en tuttugu daga gamall þegar hann kom til Eng- lands, en frystihúsamenn hér á landi tjáðu Morgunblaðinu í gær, en svo gamall fiskur þætti vart vinnsluhæfur á Islandi. Gamla sölumetið í Englandi átti annar íslenzkur togari, Ögri RE, sem skömmu fyrir jólin 1976 seldi fyrir 98 þús. sterlingspund Pétur Sigurðsson á útifundinum í gær Hætta á válegri þróun þjóðmála — fái S j álfs tæðisflokkurinn ekki traust kjósenda „Ef kjósendur bera ekki gæíu til að veita Sjálfstæðis- flokknum traust í alþingis- kosningunum er hætta á vá- legri þróun þjóðmála á næstu misserum. Sigur vinstri flokk- anna í þessum kosningum kallar einnig skilyrðislaust á myndun vinstri ríkisstjórnar,“ sagði Pétur Sigurðsson, sem skipar 8. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík í ræðu á fjölmennum útifundi sjálfstæðismanna á Lækjartorgi í gær. Pétur Sig- urðsson sagði, að aðeins eitt gæti komið í veg fyrir áform um vinstri stjórn að kosning- um loknum. „Það er að sjálf- stæðismenn snúi vörn í sókn í alþingiskosningunum og sýni að þeim loknum þann styrk- leika. sem verður að taka tillit til við næstu stjórnarmyndun. Þetta getur tekizt með þrot- lausri vinnu og aftur vinnu.“ Pétur Sigurðsson sagði enn- fremur: „Fyrir nokkrum dögum géngu inn á þetta torg lúnir og fótfúnir, menn, sem komu nokkrir sunnan úr Keflavík. I málgagni þeirra, Stóra-sann- leik, var daginn eftir mynd af fundi þeirra hér og frétt þess efnis að á fundinum hefði verið sjö til átta þúsund manns. Ef við berum okkur saman við þá frétt, þá eru hér um 20 þúsund manns. Og það er góður fundur. Góðir fundarmenn! Þegar sú staðreynd sveitar- stjórnakosninganna lá fyrir að Reykjavíkurborg væri komin undir ráðstjórn, leituðu margir svars við spurningunni: hvað olli þessum mikla kosningaósigri Sjálfstæðisflokksins? Við þessari spurningu komu réttilega fram mörg svör, enda um margar samverkandi ástæð- ur að ræða. Ekki skal hér á þessum lokafundi okkar Sjálfstæðis- manna í Rvk. í þéssari kosninga- baráttu farið í saumana á einstökum málum sem þar hafa óneitanlega verið orsök að, en ég viðurkenni hreinskilningslega að mörg mistök hafa verið gerð í tíð núverandi ríkisstjórnar og skal axla minn hluta þeirra, sem einn stuðningsmanna hennar á Alþingi. En mistök eru ekki aðeins til að viðurkenna, þau eru til að læra af og sá lærdómur á að fyrirbyggja endurtekningu þeirra. Það málið sem þyngst hefur vegið hjá kjósendum, tel ég hafa verið vanhæfni ríkisstjórnar- innar í baráttunni við verðbólg- una, þótt margt hafi þar áunnist sem óneitanlega er jákvætt. — Ennfremur framkvæmd síðustu efnahagsaðgerða, sérstaklega í launamálum, og sá áróður and- stæðinga okkar, sem virðist hafa hitt í mark, að ríkisstjórn- in hafi svikið samninga við launþegasamtökin. I þessu máli virðist alveg geymast síendurtekin varnaðar- orð ráðamanna sem fram komu á s.l. ári vegna kröfu- og samningsgerðar launþegasam- takanna, að ef fram úr greiðslu- getu atvinnuveganna yrði farið, yrði að gera ráðstafanir til að halda þeim gangandi til að koma í veg fyrir stöðvun þeirra og atvinnuleysi, mestu ógæfu og böl sem eina þjóð getur hent. Að þessi áróður vinstri flokk- anna hitti í mark er m.a. vegna þess, að ekki var strax í upphafi hlítt því ráði, að láta þá skerðingu vísitölubóta sem nauðsynleg var talin, koma fram í sömu mynd og bráða- birgðalög ríkisstjórnarinnar í maí kváðu á um. Einnig vegna þess að fleiri keðjuverkandi verðbólguvaldar voru ekki hala- stífðir samhliða. En þessi áróður er kald- hæðnislegur, þegar haft er í huga að vinstri flokkarnir hafa Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.