Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1978 29 „Þegar varanleg vegagerð verður hafin ætti að byrja framkvæmdir frá Akureyri og halda suður" - rætt við Ásgrím Hartmannsson á Ólafsfirdi „Ég skil satt að segja ekki þá ölafsfirðinga sem ekki styðja hann til þings ... “ — Ásgrímur og Helga eiginkona hans. Ólafsfjörður er ört vax- andi bær, sem á allt sitt meira og minna undir sjávarútveginum. Þaðan eru tveir skuttogarar gerðir út og þar eru tvö frystihús, hraðfrystihús ólafsfjarðar h.f. og hrað- frystihús Magnúsar Gamalíelssonar. Ásgrímur Hartmannson fyrrverandi bæjarstjóri á Olafsfirði er framkvæmda- stjóri hraðfrystihúss Ólafs- fjarðar h.f., en Mbl. átti spjall við hann í vikunni. „Rekstur hraðfrystihúss- ins hefur gengið sæmilega undanfarin ár, hús hafa verið endurbyggð og á það sinn stóra þátt í því að afkoma fyrirtækisins var allgóð á síðasta ári, þrátt fyrir ýmsar hækkanir, en það má jafnframt þakka því, að við höfum haft duglegan verkstjóra og yfirleitt mjög gott starfs- fólk. Enda hafa Ólafsfirð- ingar löngum verið rómaðir fyrir dugnað í starfi og ekki sízt hafa sjómennirnir okk- ar þótt afburða duglegir. Héðan eru gerðir út tveir skuttogarar og báðir voru þeir komnir hingað á með- an sjálfstæðismenn höfðu meirihluta í sveitarstjórn. Bæjarfélagið á Ví hluta í öðrum togaranum og hrað- frystihús Ólafsfjarðar og hraðfrystihús Magnúsar Gamalíelssonar % hluta en sérstakt hlutafélag á hinn skuttogarann. Það fer ekki á milli mála að megin- ástæða þess hve atvinna hefur verið jöfn og almenn er þessi togaraútgerð okk- ar. Vegamálum, þeim hefur miðað mjög hægt hérna. Samgöngur eru fyrst og fremst undirstaða þess að byggðin þróist eðlilega. Það átti fyrir mörgum árum að fullgera veginn hér fram sveitina og yfir Lágheiðina og fá snjóblásara hingað til Ólafsfjarðar sem gæti séð um snjóruðning héðan til Siglufjarðar, Skagafjarðar og Akureyrar. Ég tel að Ólafsfjörður eigi siðferðis- legan rétt til þess, að hingað verði þegar í stað fengið slíkt tæki sem haldið getur opnum leiðum héðan til tveggja átta en það var aðallega fyrir tilstuðlan okkar Ólafsfirðinga að fyrsti snjóblásarinn var á sínum tíma keyptur hingað til landsins. Múlavegi hefur verið heldur illa haldið við en hann er ekki fullgerður enn. Það sem skortir þar helzt á framkvæmdir er að vegurinn er ekki orðinn jafn breiður og upphaflega var ákveðið og svo hefur heflun og ófaníburði héðan og til Akureyrar verið afskaplega ábótavant. Vitanlega hefði það marg- borgað sig ef varanlegt slitlag væri komið á allan þann veg. Þau ár sem ég hef haft afskipti af byggðamálum hef ég m.a. bent á að þegar varanleg vegagerð verður hafin ætti að hefja „ þær framkvæmdir við Akureyri og halda suður til Reykja- víkur, en ekki byrja að sunnan og halda noröur. Stefnunni hefur verið snúið við með því að byrja allar stórframkvæmdir á Suður- landsbyggðakjarnanum. Hér er nýlokið flugvall- argerð og ég veit ekki betur en að áætlunarflug hefjist hingað á næstunni. Hitaveitan, hún hefur reynzt vel. Vatnsskortur er nú fyrirsjáanlegur, en það eru taldar líkur fyrir því, að hægt sé að fá miklu meira heitt vatn hér með borunum. Við sjálfstæðis- menn vildum láta bora hér eftir heitu vatni á síðasta ári. Það var ekki gert en mér er sagt að það sé fyrirhugað á næsta ári. Félagsleg aðstaða er afar lítil hér og hefur á síðasta kjörtímabili verið alger kyrrstaða í þeim málum. Undanfarin ár hefur lítið sem ekkert verið unnið að því að byggja hér upp aðstöðu fyrir dagvistun barna og tel ég það einna mest aðkallandi varðandi félagslega aðstöðu og má segja atvinnulega líka, þar á ég við konur sem vinna úti. Þetta hefur verið eitt af baráttumálum okkar sjálf- stæðismanna síðasta kjörtímabil en það var fyrst núna á síðasta ári að fjárveiting fékkst til þess- ara mála hjá bæjarstjórn. Fjárveitingar til Ölafs- fjarðar hafa verið sæmileg- ar á þessu kjörtímabili miðað við aðra staði á landinu og hafa skapað möguleika til þess að halda áfram þeim framkvæmdum sem hafnar voru í byrjun kjörtímabilsins. Þar má fyrst nefna frekari bygg- ingu heilsugæzlustöðvar- innar. Það hefur ekki reynt á það, að fá fjárveitingu til annarra framkvæmda en áður voru mótaðar af meirihluta bæjarstjórnar hér, en þar er náttúrulega heimamönnum um að kenna en ekki þingmönn- um. Hvernig kosningarnar sem framundan eru leggjast í mig? Ég hef mest starfað að sveitarstjórnar- málum og byggðamálum og hef reynt að vinna eftir mætti að málum eigin sveitar og málum fjórð- ungsins í heild. Ég hef alltaf litið svo á að það beri að hafa þessi mál í huga fyrst og fremst bæði þegar velja á menn í sveitarstjórn og til Alþingis. Eftir að ég hætti sem bæjarstjóri og nú sem bæjarfulltrúi hef ég dregið mig nokkuð út úr og hef sjálfsagt verið búinn að vera allt of lengi við þessi mál. Eftir því sem mér er sagt bæði hér á Ólafsfirði og inni á Akureyri, þá hef ég komizt að þeirri niðurstöðu að þingsæti Lárusar Jóns- sonar sé í alvarlegri hættu. Það væri mikið áfall fyrir allt kjördæmið, ekki sízt Akureyri, ef ástæða er til að óttast um þingsæti annars manns á lista Sjálf- stæðisflokksins. Lárus Jónsson hefur einna bezt þingmanna kjördæmisins menntað sig í sveitar- stjórnamálum og unnið að þeim. Hann var fyrsti framkvæmdastjóri Fjórð- ungssambands Norðlend- inga eftir að það samband var skipulagt. Það er þeim ljóst, sem fylgzt hafa með, að Lárus hefur reynzt Ólafsfirði alveg sérstaklega vel varðandi útvegun fjár- veitinga á þessu kjörtíma- bili en þegar hann var bæjarfulltrúi hér hafði hann einna mesta forystu um bæjar- og atvinnumál staðarins. — Ég skil satt að segja ekki þá Ólafsfirð- inga sem ekki styðja hann til þings og mér er ljóst að hann hefur ekki síður unn- ið Akureyri vel. Já, hér á Ólafsfirði eru afargóð skilyrði fyrir því að gera bæinn að ferðamanna- bæ. Veiði er mikil í ánni og vatninu, silungsveiði og sjóstangveiði er mikið stunduð. Hér eru möguleik- ar á skíðaiðkunum allt árið um kring og það má því segja að hér sé aðstaða til margvíslegra hluta fyrir ferðamenn. Lítið hótel er rekið í bænum og ég tel það vera mjög þarfar fram- kvæmdir að hér er hótel í byggingu, en aðstöðu fyrir tjaldstæði þarf að koma upp, á því er mikil þörf,“ sagði Ásgrímur áður en við kvöddumst. Frá Ólafsfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.