Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1978 -19 F jölmennur Y orboðafundur Vorboðinn, félag sjálfstæðis- kvenna í Hafnarfirði, hélt mjög fjölmennan fund sl. fimmtu- dagskvöld í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði, og var til fundar- ins boðið sjálfstæðiskonum úr öllu Reykjaneskjördæmi. Þau frambjóðendurnir Salóme Þor- kelsdóttir úr Mosfellssveit, Eiríkur Alexandersson frá Suðurnesjum, Hannes H. Gissurarson úr Kópavogi og Matthías A. Mathiesen fjár- málaráðherra fluttu ávörp. Fundarstjóri var Helga Guðmundsdóttir, en Erna Mathiesen setti fundinn og sleit honum. Auk frambjóðendanna töluðu Guðrún Gísladóttir úr Kópavogi og Sesselja Magnús- dóttir frá Keflavík. Eftir ræðu- höld og kaffidrykkju söng Berglind Bjarnadóttir einsöng. 35 íslendingar í starfs- hóp á vegum Greenpeace Komum betur búnir næsta sumar segir McTaggart, leiðangursstjóri — Minning hans Framhald af bls. 2 verandi forsætisráðherra hafði þetta að segja um Jens Otto Krag: „Ég umgekkst hann mjög mikið á sínum tíma og tel mikinn skaða af fráfalli hans. Það sem einkenndi hann var að hann var mjög skilningsgóður maður og gott að vinna með honum og hann var óvenju gáfaður maður. Hann var án efa okkar bezti bandamaður í handritamálinu og átti stóran þátt í lausn þess. — Þegar Jens Otto vildi hætta í pólitíkinni valdi hann núverandi formann flokksins sem eftirmann sinn. Annars held ég að engin lýsingarorð séu of sterk til að lýsa þessum gamla vini mínum, sagði Stefán að síðustu. Vinur íslands í þess orðs bezta skilningi Að síðustu sneri Mbl. sér til Gylfa Þ. Gíslasonar sem var menntamálaráðherra þegar hand- ritin komu til landsins og átti auk þess mikil samskipti við Jens Otto Krag og sagði hann þetta: „Ég þekkti Jens Otto Krag í meira en 30 ár. Ég kynntist honum um það leyti, sem hann átti mestan þátt í því að móta stefnu danska jafnaðarmannaflokksins eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari sem hlaut nafnið „frem- tidens Danmark". Auðvitað voru það fyrst og fremst sameiginlegar stjórnmálaskoðanir, sem urðu tilefni kynna okkar, en auk þess vorum við báðir hagfræðingar og litum einnig vegna þess líkum augum á ýmis vandamál. Hann var efnahagsráðherra, þegar ég varð menntamálaráð- herra 1956. Þegar ég kom til Kaupmannahafnar það haust, ræddi ég handritamálið við hann og H.C. Hansen, að sjálfsögðu í algerum trúnaði, jafn viðkvæmt og málið var þá í Danmörku. En ráð þeirra beggja varðandi framhald málsins reyndust mjög mikils virði. Hann var utanríkisráðherra, þegar þjóðþingið danska sam- þykkti lögin um afhendingu hand- ritanna 1961. Sú saga er enn ósögð, hversu margir danskir stjórn- málamenn lögðu mikið á sig og fyrir hversu miklum árásum þeir urðu vegna þess, að þeir skildu málstað Islendinga í þessu máli og vildu verða við óskum þeirra. Jens Otto Krag er einn þeirra, sem Islendingar eiga mest að þakka farsæla lausn handritamálsins. Aður en Islendingar gengu í EFTA 1970, áttu sér að sjálfsögðu stað árum saman margvíslegar viðræður um vandasöm viðfangs- efni. Asamt íslenzkum embættis- mönnum annaðist ég sem við- skiptaráðherra þessar viðræður fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. ís- lenzkur málstaður naut þá oft góðs af því, að Jens Otto Krag var þá ýmist utanríkis- eða forsætisráð- herra. Einnig í þessum efnum sýndi hann, að hann var vinur Islands í þess orðs bezta skilningi. Jens Otto Krag var í reynd ekki sá heimsmaður, sem margir hafa talið hann vera. Hann var í raun hlédrægur maður og naut sín bezt í fámennum vinahópi. Þar kom skýrt fram, að hann var bók- mennt.amaður, mikill áhugamaður um tónlist og málaralist, enda sjálfur ágætur málari. Kunnugum Leiðrétting Frystihúsið Kaldbakur h.f. á Grenivík. í blaðinu í gær var birt röng mynd með viðtali við Knút Karlsson forstjóra fyrirtækisins. Blaðið biðst velvirðingar á þeim mistökum. kom það ekki algerlega á óvart, er hann hætti skyndilega störfum að stjórnmálum, í kjölfar þess er hann hafði unnið glæsilegan sigur í kosningunum um aðild Danmerk- ur að Efnahagsbandalaginu. Hann átti mörg fleiri áhugamál en stjórnmálin. Hitt hlýtur öllum að hafa komið á óvart, er hann nú fellur skyndilega frá. I honum hafa Danir misst einn merkasta stjórnmálamann sinn á þessari öld og íslendingar mann, sem þeir eiga mikið að þakka, sagði Gylfi að síðustu. — Sjónarsviptir Framhald af bls. 2 hagsmunum Akureyrarbæjar hef- ur t.d. verið fjarska lítið áberandi og vinna að málefnum bæjarins trúlega ekki stór hluti starfa þeirra í höfuðborginni. Ég vil ekki minnast á Stefán Jónsson í þessu sambandi, því að auðvitað er ekki hægt að ætlast til að fulltrúi flokks sem metur hugmyndafræði alls, en einstakl- inginn ekkert, leggi lykkju á leið sína til þess að kynnast hags- munamálum eins bæjarfélags. Mér hefur reynzt bezt að tala við mann sem ætti að vera einn helzti pólitíski andstæðingur minn, Lár- us Jónsson, þegar skórinn hefur kreppt að hitaveitunni okkar eða öðrum málefnum sem ég hef reynt að leggja lið. Þess vegna þætti mér ólíkt meiri sjónarsviptir að Lárusi en t.d. Inga Tryggvasyni." — Brodskij Framhald af bls. 2 um rússneskar bókmenntir við bandaríska háskóla. Eitt ljóða Brodskijs hefur Jóhann Hjálmarsson þýtt á íslenzku; ljóðið Um Gyðinga- kirkjugarðinn fyrir utan Lenin- grad. — Tveggja flokka kerfí Framhald af bls. 14. og dáendur einræðis hafi ekki mikinn áhuga á að stemma stigu við henni. Viðnám gegn verðbólgu er háð því að Alþýðubandalagið hafi ekki úrslitaáhrif á stjórn landsins, heldur Sjálfstæðisflokk- urinn. Árangursleysi í baráttunni við verðbólguna á þessu kjörtíma- bili stafar annars vegar af viðskiln- aði vinstri stjórnarinnar sem kom verðbólgunni upp í 53% á einu ári og hins vegar afstöðu kommúnista- foringja þeirra sem hafa of mikil áhrif í launþegasamtökunum. Það er því sama hvort við spyrjum um öryggi landsins gagn- vart umheiminum eða innviði lýðræðislegs stjórnarfars og við- náms gegn verðbólgu. Svarið verð- ur aðeins eitt. Móti vinstri stjórn. Með landsvörnum, lýðræfti og Sjálfstæðisflokknum. Gísli Jónsson. — Agnar Kofoed Framhald af bls. 5. greiða fyrirsjáanlegt tap, sem er yfirleitt á rekstri ríkisrekinna flugfélaga. Nær öll ríkisrekirt flugfélög sem ég þekki eru rekin með tapi. Gott dæmi um það er British Airways. Rekstur þess félags hefur gengið afar illa, þrátt fyrir BEA og BOAC hafi verið sameinuð. Að það skuli vera hægt að halda uppi flugsamgöngum hér innan- lands með þeim árangri sem gert er, ekki bara af Flugleiðum, heldur af Vængjum, Flugfélagi Norður- lands, Flugfélagi Austurlands, Örnum o.fl., er einstakt í veröld- inni og sérstaklega þegar þess er gætt að það fljúga fleiri farþegar innanlands á ári hverju en nemur íbúatölu landsins," sagði flugmála- stjóri. „VIÐ erum staðráðnir í að koma betur búnir næsta sumar. Við áttum reyndar aldrei von á miklum árangri nú, en við höfum lært margt sem við munum notfæra okkur framvegis. En þó árangurinn á hafi úti sé kannski ekkert til að hrópa húrra fyrir, þá hefur árangurinn í landi verið mikiu betri en við nokkurn tfmann þorðum að vona. Við höfum nú nöfn 35 íslendinga sem vilja leggja baráttu okkar lið og við munum skipuleggja starf þessa hóps fyrir haustið,“ sagði David McTaggart leiðangursstjóri Greenpeace-sam- takanna er Mbl. ræddi við hann í gær, en þá var McTaggart á förum til London. Rainbow Warrior hélt aftur út á hvalamiðin f gær og sagði McTaggart að skipið yrði á Islands- miðum enn um sinn, en hversu lengi færi eftir veðri og hvernig gengi að tefja hvalbáta frá veiðum. „Við höfum alltaf viað um ferðir hvalbátanna og hvar þeir hafa verið hverju sinni, en Rainbow Warrior er bara ekki nógu fljótur í förum og við höfum ekki nógu góðan tækjabúnað til að notfæra okkur þessa vitneskju til hlítar," sagði McTaggart. „Það sést bezt á því að þrátt fyrir Að lokum sagði Agnar Kofoed-Hansen: „Ólafur Ragnar Grímsson segir að áhættusjónarmið einkagróðans geti gert það að verkum að heil þjóð standi einn góðan veðurdag uppi án flugsamgangna. Þetta er harla einkennilegt og ég þekki ekki svona frá einkareknum flugfélögum, heldur ríkisreknum. Það hafa komið fréttir af því að Flugleiðir hafa verið að kanna hvort hægt sé að komast inn í rekstur Air Ceylon (Sri Lanka) en þar hefur ríkið óskað eftir utanað- komandi aðstoð á flugrekstri. Sri Lanka er einmitt-dæmi um ríkis- rekstur. Þar var ríkisrekið flugfé- lag, en fyrir slæma stjórn stóð landið allt í einu uppi samgöngu- laust." — Hafði for- göngu... Framhald af bls. 15 stjórnmálamaður en ekki lit- ríkur persónuleiki. „Ég hef þekkt hann árum saman en ég þekki hann ekki,“ sagði póli- vitneskju okkar hefur okkur aðeins einu sinni tekizt að hindra hvalbát við veiðar en við teljum líka árangur þess eina skiptis hafa verið eins góðan og frekast verður á kosið, þar sem hvalbáturinn gat ekki veitt fleiri en einn hval og varð að snúa til hafnar við svo búið.“ Þegar Mbl. spurði hvernig þeir hefðu haft upplýsingar um hvalbát- ana og hvort þeir hefðu komizt á slóð Hvals 9. vegna upplýsinga frá skútu belgíska sjónvarpsins, sem varð á leið Hvals 9. á miðin, svaraði McTaggart: „Við komum vel undir- búnir til Islands, þannig að ferðir hvalbátanna hafa ekki komið okkur neitt á óvart. Við höfum alltaf vitað af þeim og eins var um Hval 9. í þessari ferð. Þessar upplýsingar byggjast á undirbúningi okkar og tækjum. Og við vissum af því þegar Hvalur 9. sigldi framhjá skútunni." Spurningu Mbl. um það hvaða tækjabúnað þeir hefðu kvaðst McTaggart ekki vilja svara og spurningu Mbl. um, hvort einhverjir Islendingar hefðu veitt þeim upplýs- ingar um ferðir hvalbátanna svaraði McTaggart neitandi. „En ég get sagt það, að við höfum ellefu sinnum séð tískur samherji hans einu sinni. Hann skildi við fyrri konu sína og kvæntist leikkon- unni Helle Virkner Krag 1959. Þau áttu einn son og eina dóttur. Jens Otto Krag var almennt viðurkenndur á erlendum vett- vangi serri einn fremsti stjórn- málahagfræðingur Evrópu og ákafur stuðningsmaður Efna- hagsbandalagsins. Árið 1966 var hann sæmdur hinum virtu Karla-Magnúsar- verðlaunum í Aachen í Vest- ur-Þýzkalandi fyrir framlag hans til evrópskrar samvinnu. Eina opinbera starfið sem hann gegndi eftir að hann lét af starfi forsætisráðherra var staða sendiherra Efnahags- bandalagsins í Bandaríkjunum. Því embætti gegndi hann á árunum 1974 til 1975 og það var viðeigandi hátindur starfs hans að einingu Evrópu. Þótt hann settist síðan í helgan stein, hélt hann áfram að skrifa frétta- skýringar og bækur. til hvalbátanna úti á miðunum, þó það hafi ekki dugað nema til einnar aðgerðar. En á því verður breyting næst þegar við komum, því ætlunin er að vera þá með betri tæki þannig að við getum náð til hvalbátanna betur og fyrr og dvalið lengur hjá þeim. Hins vegar er ljóst að við þurfum að afla mikils fjár til að geta keypt þann búnað.“ Mbl. spurði McTaggart þá, hvort hann væri að tala um annað og hraðskreiðara skip eri Rainbow Warrior. „Ekki endilega," svaraði hann. „Við reyndum nú í meira en ár fyrir Islandsferðina að fá leigt nýrra og hraðskreiðara skip en því miður gat ekki orðið af því. Við erum núna reynslunni ríkari og vitum hvernig við getum náð betri árangri með sama skipi.“ Spurningu Mbl. um það, hvaða búnað hann hefði í huga, sagðist McTaggart ekki vilja svara, „en þessi búnaður kostar mikið fé“. Um kostnaðinn af íslandsferðinni sagði McTaggart að líklega næmi eldsneytiskostnaður um 3000 pund- um, eða jafnvirði 1.440 þúsund króna. „Samtökin eiga skipið og áhöfnin er sjálfboðaliðar og allir erum við grænmetisætur, þannig að ekki er um nein stórútgjöld að ræða í þvi sambandi." Það vakti allt að því jafn- mikla furðu að hann skyldi velja Anker Jörgensen eftir- mann sinn og að hann skyldi segja af sér 1972. Jörgensen var tiltölulega lítt þekktur verka- lýðsleiðtogi með litla stjórn- málareynslu að baki og alger andstæða Krags. En síðan hefur enginn ógnað völdum og áhrifum Jörgensens í flokki danskra jafnaðarmanna. Þótt liðin séu tæp sex ár síðan Danir samþykktu inn- gönguna í EBE hafa deilurnar sem hún olli enn ekki hjaðnað með öllu og aðild Dana að bandalaginu er ennþá mikið hitamál. Fyrir tveimur árum var sýnd nakin stytta af Krag á listsýningu í Kaupmannahöfn með heitinu „Maðurinn sem seldi okkur EBE“. Stuðnings- menn hans mundu hins vegar ugglaust orða þetta þannig að hann hafi verið maðurinn sem tryggði aðild Dana að Efna- hagsbandalaginu. Hvað sem því líður skildi hann eftir sig óafmáanleg spor á dönskum stjórnmálavettvangi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.