Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1978 ILITA41M „ólafur er haldinn Þeirri heilbrigöu skynsemi, sem er ólæknandi ffyrir töfralækna stjórnmálanna, baráttumennina.“ eftir HANNES HÓLMSTEIN GISSURARSON Skoðun alræðissinna I grein minni í gær um bók Ólafs Björnssonar prófessors, Frjálshyggju og alræðishyggju, fór ég nokkrum orðum um þá kenningu Ólafs að markaðskerfið væri bezta — og reyndar eina — tækið til að koma óskum og þörfum einstakling- anna til skila. í markaðskerfinu taka einstaklingarnir sjálfir ákvarðanir um neyzlu sína, kjósa sjálfir vörur. Ólafur telur, að skipulag efnahagsmálanna skipti ekki öllu máli, og það er rétt, en það skiptir méstu máli, því að flestar ákvarðanir manna eru efnahgslegar, og um aðferðina til að taka þær er aðalágreiningurinn. Að því hníga full- nægjandi rök að mínu viti, að markaðs- kerfið sé eina hagkerfið, sem tryggi frelsi einstaklinganna. En þó segjast margir andstæðingar markaðskerfisins vera frelsissinnar. Hverjar eru ástæðurnar til þess? Sumir þeirra (eins og Ólafur Grímsson og Haraldur Ólafsson í athuga- semdum þeirra við bók Ólafs) skilja ekki lögmál markaðarins, vita það ekki, að eina aðferðin til ákvörðunartöku án nauðungar er á frjálsum markaði. Annað er ekki að þeim en misskilningurinn. Aðrir telja, að einstaklingarnir eigi ekki að taka ákvarðanirnar sjálfir, því að aðrir viti betur, þekki „raunverulegar" óskir þeirra og þarfir. Þeir eru alræðis- sinnar í skilningi Ólafs. En þessum orðum koma þeir ekki að skoðun sinni, að minnsta kosti ekki í lýðræðisríkjum nútímans. Þeir fela hana í orðum eins og „félagslegum sjónarmiðum" og „Almenn- ingsheill" og „hagsmunum þjóðarinnar". Á það bendir Ólafur, að á síðustu öldum hefur sá búningur, sem alræðissinnar sníða kenningu sinni, breytzt. Þeir nota sömu orðin og frjálsræðissinnar, en breyta merkingu þeirra. Þeir segjast vera frelsissinnar, en frelsi í skilningi þeirra er einungis frelsi til að vera á sömu skoðun og alræðissinnarnir, hafa sömu „félagslegu sjónarmiðin" og þeir. Þeir segjast vera lýðræðissinnar, lýðræði í skilningi þeirra er alræði meiri hlutans (eða umboðsmanna hans), þar sem réttur minni hlutans og einstaklinganna er enginn. Tilkall konunga til valda var fyrr á tímum svo réttlætt, að það væri af „Guðs náð“. En tilkall samhyggjumanna eða sósíalista til valda nú á tímum er svo réttlætt, að það sé af „náð alþýðunnar" (ef samhyggjumaðurinn er kommúnisti) eða „náð þjóðarinnar" (ef hann er fasisti). Orðin „alþýða" og „þjóð“ eru í rauninni dulrænnar merkingar með þeim. Lýðræði, einræði og alræði Kjarni málsins er, að valið er um það, hvort einstaklingarnir taki sjálfir ákvarðanir í sem flestum málum eða ríkið (undir ýmsum nöfnum) taki ákvarðanir fyrir þá í sem felstum málum. Frjáls- hyggjumenn — Ólafur nefnir nokkra: f Sókrates, Períkles, Adam Smith, nútíma- hugsuðina Karl Popper og Friedrich von Hayek — velja frelsið, en alræðissinnar — kommúnistar, fasistar og aðrir sósíalistar — valdið. Ólafur ritar: „Hugtökunum einræði (dictatorship) og alræði (totalitarianism) er oft blandað saman, þótt hér sé engan veginn um það sama að ræða. Einræði merkir, svo sem ekki mun ágreiningur um, að allt pólitískt vald sé á einni hendi og andstaða gegn þeim) sem með það vald fer, bönnuð. Alræði merkir aftur á móti ekki einvörð- ungu, að réttur til stjórnmálastarfsemi sé aðeins leyfður einum aðila, heldur einnig, að sami aðiii hafi allt hagvald í þjóðfélaginu í sinni hendi og sé sömuleið- is alráður á sviði menningarmála. Einræði getur því hugsazt án alræðis, en alræði ekki án einræðis." Flestar þjóðir, sem byggt hafa þessa jörð, hafa lifað við alræði. En alræði kommúnista óg fasista nú á tímum er vélvætt. Það er afkasta- meira en fyrr á tímum, innrætingin, sem er valdhöfunum nauðsynleg vegna blekk- ingar þeirra, er auðveldari. Alræðisríkið hefur verið söguefni nútímarithöfunda eins og Aldousar Huxleys í Fögru, nýju veröld og Georges Orwells í Nítján hundruð áttatíu og fjögur, en Ólafur vitnar til þeirra beggja. Og það er grimmur veruleiki — austan við Berlínar- múrinn. ÓLAFUR BJÖRNSSON Frjálshyggja og alræðishyggja ÖNNUR GfíEIN Markaðskerfi skilyrði fyrir lýðræðisskipulagi Um markmið frjálslyndra manna er lítill ágreiningur, en velja ber færar leiðir í þessum heimi, og sá er vandinn. Ólafur kennir, að markaðurinn sé ekki einungis nauðsynlegur til að koma upplýsingum um þarfir og óskir neytendanna til skila, heldur einnig til að ríki frjálsra sé skilyrði fyrir lý manna sé starfhæft. Hann kennir með öðrum orðum, að markaðskerfi í efnahagsmálum sé skil- yrði fyrir lýðræðisskipulagi. „Hayek“ hélt því fram í bók sinni leiðin til ánauðar, að lýðræðisleg stjórnskipun gæti ekki sam- rýmzt miðstýrðu sósíalisku hagkerfi. Rök hans fyrir því voru þó ekki þeir framkvæmdarörðugleikar á því að skapa stjórnarandstöðu jafnrétti við þá sem stjórnina styðja, sem nefndir hafa verið, heldur þau, að vegna.þess, hver fram- leiðsluákvarðanir stjórnvalda hljóti í slíku efnahagskerfi að fara á mis við óskir neytendanna, þoli kerfið ekki neina andstöðu eða gagnrýni, ef það eigi að vera starfhæft, og því verði að bæla allt slíkt niður með harðri hendi. Ekki er vafi á því, eins og reynslan í hinum sósíalisku ríkjum virðist hafa staðfest, að í þessu er mikill sannleikskjarni," ritar Ólafur. I FRJÁLSHYGGJA ÓLAFS BJÖRNSSONAR Kenning alræðissinna Fræðileg kenning alræðissinna — Ólafur telur Platón, Hegel og Marx til þeirra — hefur verið mjög áhrifamikil. Heimspekingar alræðissinna kenna, að einstaklingarnir hafi aðrar óskir og þarfir en þeir hefðu, ef þeir væru upplýstir, fullmenntaðir (en það merkir: á sömu skoðun og alræðissinnar). Þessir heimspekingar gera greinarmun á eftir- myndum og frummyndum eins og Platón, sýpd og reynd eins og Hegel og hugmyndafræði og vísindum eins og Marx. Þeir telja, að einhv^r hópur útvaldra þekki „raunverulegar" þarfir og óskir einstaklinganna, kunni að greina frummyndirnar, reyndina, vísindin. Platón taldi heimspekingana hina út- völdu, Hegel mikilmenni sögunnar og Marx stéttvísa öreiga. Kenning þeirra er í rauninni réttlæting (eða tilraun til réttlætingar) tilkalls einhvers hóps til valda — til að taka ákvarðanir fyrir aðra. Og þessa kenningu hafa fasistar og kommúnistar nútímans notað. Ólafur greinir í bók sinni hina fræðilegu kenningu alræðissinna í þrjár greinar, þráttarhyggju (díalektík), heildarhyggju („holism" eða hóphyggju, sem ég kýs heldur að kalla svo) og söguhyggju („historicism"). Hverjar eru þessar greinar? Hann ritar: „Þráttar- hyggjan telur baráttuna milli andstæðra hgasmunahópa, stétta eða þjóðfélgs- heilda meginatriði allra mannlegra samskipta og driffjöður hinnar sögulegu framvindu." Og „það meginsjónarmið, að heildin og hagsmunir hennar séu það, sem máli skiptir, en einstaklingurinn sé einskis virði, er þannig í fullu samræmi við þráttarhyggjuna, og engin tilviljun, að þráttarhyggja og heildarhyggja fari jafnan saman". Og hann ritar enn, að söguhyggja sé „sú skoðun, að sagan sé háð órofa lögmálum, sem mannlegur vilji fái ekki breytt“. Þessar þrjár greinar ganga aftur í öllum fræðum alræðissinna og allt er notað í baráttunni, vísindum er breytt í „baráttuvísindi" (og ritar Ólafur um þau kafla í bókinni) og listinni í „baráttulist", steyttir hnefar eru merki alræðissinna, hvort sem þeir bæta við þá rauðum rósum eða ekki. Hugsunarháttur alræðissinna Ólafur segir fróðlega sögu í bókinni: „Fyrir um það bil 40 árum kom íslenzka Nóbelsskáldið, Halldór Laxness, við í Kaupmannahöfn á leið sinni frá Sovét- ríkjunum til Islands. Halldór var íslenzk- um stúdentum, er nám stunduðu við danskar háskólastofnanir, sem á þeim tíma voru nær allar í Kaupma^nnahöfn, hinn mesti aufúsugestur. Olli þar ekki minnst um róttækni sú, er jafnan hefir legið í landi meðal íslenzkra námsmanna í Kaupmannahöfn. Var boðað til sam- komu á vegum stúdentafélagsins, þar sem Halldór var aðalræðumaður. Varð fljótt húsfyllir. Ræðan lét vel í eyrum áheyr- enda, þar sem hún var samfelldur lofsöngur um Stalín og hið fagra mannlíf í Sovétríkjunum. Hámarki sínu náði fögnuður áheyrenda í lok ræðu Halldórs, þegar hann fór með lofsöng um Stalín, er ort hafði kósakaskáldið Dsjambúl, en Halldór þýtt. En sálminum — svo að notuð séu orð Halldórs sjálfs er hann síðar gerði úttekt á skáldskap sínum af þessu tagi — lauk með þessum ljóðlínum í óbundnu máli: „I Stalín rætist draumur fólksins um gleði og fegurð. Stalín elskaði vinur, þú átt ekki þinn líka, þú ert skáld jarðarinnar. Stalín, þú ert söngvari þjóðvísunnar. Stalín, þú ert hinn voldugi faðir Dsjambúls." Allt ætlaði um koll að keyra vegna lófaklapps og fagnaðarláta, er ræðu skáldsins lauk á þennan hátt. Einn var þó í þessum fjölmenna áheyr- endahópi, sem fannst nóg um, en það er sá sem þetta ritar. Laumaðist ég á brott og hef aldrei síðan hlýtt á messu af þessu tagi. Á heimleiðinni hugsaði ég aftur og aftur sem svo: Ég get ekki líkt þessu við neitt annað en hjálpræðishersamkomu á Akureyri, sem ég af forvitni einu sinni sótti sem nemandi í Menntaskólanum þar.“ Ólafur er haldinn þeirri heilbrigðu skynsemi, sem er ólæknandi fyrir töfra- lækna stjórnmálanna, baráttumennina. Og það er satt, sem hann segir, að fylgismenn alræðisstefnunnar minna stundum á trúmenn. Og Ólafur segir enn: „En því rifjast þesSi í sjálfu sér ómerkilega saga upp fyrir mér, að fyrir tveimur árum eða svo horfði ég á sjónvarpsþátt, þar sem rætt var um hin mismunandi viðhorf Vesturlandanna annars vegar og kommúnistaríkjanna hins vegar til tjáningarfrelsis og annarra mannréttinda. Var Halldór Laxness meðal þátttakenda. Þá komst hann einu sinni svo að orði — ég man ekki nánar í hvaða sambandi það var — „I Sovétríkjunum er það bara hvítt og svart.“ Sennilega er ekki betur hægt að skilgreina í einni hnotskurn viðhorf alræðishyggjunnar en með þessum orð- um. Á það ekki eingöngu við um Sovétríkin, heldur alls staðar, þar sem alræði ríkir, óháð því, hvort um hægra eða vinstra alræði er að ræða.“ Ofsatrúin og einsýnin eru kennimörk alræðissinn- ans, hann sér einungis „hvítt og svart". miðstjórnarkerfinu, þar sem hagvaldinu er ekki dreift eins og í markaðskerfinu, er kúgun nauðsynleg, ella getur mið- stjórnin (ráðstjórnin eða ríkisstjórnin) ekki framkvæmt þær ákvarðanir, sem hún tekur fyrir þegna sína. En auk þess er ótrúlegt, að stjórnarandstaða geti starfað, þar sem stjórnin ræður öllu fjármagninu. Eða hver á að fjármagna hana? Eg held, að kenning Ólafs sé rétt: Mannréttindi geta ekki verið án markaðskerfisins. Tvenns konar hættur Lýðræðissinnar á Vesturlöndum hafa margir misst sjónar á því, hvaða skilyrði eru sett fyrir mannréttindunum. Bók Ólafs Björnssonar er þörf ábending til þeirra, þótt deila megi um sumt í henni. Tvenns konar hættur er búin hinum vestrænu lýðræðisríkjum, önnur að utan, hin að innan. Ólafur segir um hina ytri hættu: „Meðan það er mat Rússa, að herstyrkur Vesturveldanna sé ekki minni en þeirra sjálfra, er ólíklegt, að hætta sé á árás af þeirra hálfu, en breytist það mat verulega Vesturveldunum í óhag, getur allt gerzt.“ Hann leiðir rök að því, að Islendingar eigi að vera í varnar- bandalagi við aðrar vestrænar þjóðir og telur valið um hugsjónir í alþjóðamálum: „Ef menn leggja að jöfnu stjórnarfar alræðis- og lýðræðisríkja og telja það engu máli skipta fyrir hamingju þjóðfé- lagsþegnanna undir hvoru skipulaginu þeir lifa, þá er rökrétt niðurstaða af því að aðhyllast hlutleysisstefnu." Og Ólafur segir um hina innri hættu, að hún sé „ekki fólgin í því, að til sé öflugur hópur manna, sem markvisst stefnir að því að koma á alræði, heldur í hinu, að menn vilja að vísu lýðræði, persónufrelsi og mannréttindi, en eru jafnframt fylgjandi ráðstöfunum, sem hljóta að grafa undan því þjóðfélagi, sem á þessu byggir.“ Þeir, sem krefjast aukinna ríkisafskipta af atvinnulífinu, eru að mati Ólafs að grafa undan lýðræðisskipulaginu. Á bak við félagshyggjuna er félagi Napóleon, sögu- hetja Orwells, í felum, eins og hann sagði fyrir skömmu í blaðagrein. í alþingis- kosningunum n.k. sunnudag er kosið um landvarnarstefnuna og stefnu vinstri- stjórnarflokkanna, um frjálsræðisstefn- una og stefnu vinstri stjórnarflokkanna. Öllum þeim, sem ætla að taka málefna- lega afstöðu til stjórnmálaflokkanna í kosningunum, ber að lesa bók Ólafs, því að hún er að mínu mati samfelld rökfærsla fyrir landvarnarstefnunni og frjálsræðisstefnunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.