Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1978 21 yfirleitt ánægt með tilveruna María Kristjánsdóttir er nemandi í Kennaraháskóla ís- lands og hefur hún lokið þar fysta árinu. — Tónlist er mitt aðaláhuga- mál og í frístundum mínum er ég að læra á fiðlu. Ég hef líka áhuga á íþróttum, en þó aðeins sem einstaklingur og fer ég oft í sund og hleyp líka mikið. Einnig hef ég gaman af því að fara í reiðtúra og svo fer ég auðvitað út að skemmta mér og þá helst á ballstaði, því að lítið annað er hægt að gera hér. — Mitt helsta stefnumark í lífinu er að geta náð árangri á mínu sviði og í starfi mínu. Ég vil geta lifað áhyggjulausu lífi og þá helst í litlu einbýlishúsi aðeins fyrir utan bæinn. Ég mundi varla geta hugsað mér að vera aðeins heimavinnandi hús- móðir og einangra mig inni á heimilinu. Mér fyndist æski- legra að geta unnið eitthvað úti, þó ekki væri nema hluta úr degi. — Ég er yfirleitt ánægð með þau tækifæri sem bjóðast og held ég að fólk geti gert það sem það langar til ef áhugi er fyrir hendi, fyrir þó utan allan „klíkuskap". Mér finnst þeir skemmtistaðir sem ætlaðir eru fólki á mínum aldrei ágætir og er alls ekki viss um að það myndi verða neitt betra að koma upp fleiri og smærri stöðum. — Það er mjög misjafnt að hverju kunningjarnir stefna í lífinu en þó held ég að þeir stefni alltaf að einhverju ákveðnu. — Ég held að fólk sé yfirleitt ánægt með tilveruna, en auðvit- að talar það aðeins um þá hluti sem það er óánægt með en þegir yfir því sem er í lagi. Það er örugglega hægt fyrir alla að finna éitthvað við sitt hæfi ef áhuginn er fyrir hendi, því að hér er svo mikið af alls kyns klúbbum og félögum. Lítíð að gera fyrir fólk nnðir tvítngn Guðný Ilöskuldsdóttir er við nám í lögfræði í Háskólanum. — Hestamennskan er mitt áhugamál þegar tækifæri gefst, en annars ies ég mikið og hlusta á tónlist. — Ég stefni auðvitað að því að verða lögfræðingur og myndi aldrei geta hugsað mér að vera aðeins húsmóðir. Ég vil geta unnið utan heimilisins aö ein- hverju leyti og fylgjast með því sem er að gerast í kringum mig. Þó er nú erfitt að segja sem einstaklingur hvað framtíðin kann að bera í skauti sér. — Ég er ekkert óánægð með lífið hingað til, en þó held ég að fólk sem komið er yfir tvítugt hafi mun fleiri tækifæri en þeir sem yngri eru. Til dæmis eru engir almennilegir skemmti- staðir fyrir fólk undir tvítugu og lítið gert fyrir það. — Það er nokkuð erfitt að segja til'um það hvort kunningj- arnir stefni að einhverju sér- stöku. Þó finnst mér að þeir hafi ekki nein áberandi markmið að stefna að. Þetta þarf þó ekki endilega að vera rétt, því, að fólk lætur ekki alltaf innstu hugsanir sínar í ljós. Fólk veltir of lítíð íyrir sér hvernig leikrit ern sett fram í prentsmiðju Fræðsluskrif- stofu Reykjavíkur hittum við að máli Ellert Ingimundarson. Ellert þreytti inntökupróf í Leiklistarskóla Islands nú í vor og stóðst prófið. Hann hefur því leiklistarnám næsta haust. Ellert sagðist hafa farið að vinna margvísleg störf að loknu skyldunámi, en hann hafði lengi haft áhuga á leiklistarnámi og t.d. verið búinn að safna sér fyrir náminu í þrjú undanfarin ár. Ellert var einn vetur í Leiklistarskólá Helga Skúlason- ar og lék auk þess lítið hlutverk í Öskubusku í Þjóðleikhúsinu. „Þessi reynsla færði mér fyrst og fremst innsýn í alla þá vinnu, sem fer í að setja leikrit á svið,“ sagði Ellert. „Sem dæmi get ég nefnt að ég sá hvað búningar og leiktjöld skipta miklu meira máli i túlkun á verkinu en ég hafði gert mér grein fyrir.“ „Ég held að fólk velti allt of lítið fyrir ér hvernig leikritin eru sett fram fyrir þau, hvernig leikstjóri og leikendur vinna og hvernig þeir standa sig. Fólk vill oft fyrst og fremst sjá farsa, en hefur minni áhuga á leiksýning- um eins og Ödípúsi konungi eða tilraunum sem gerðar eru í Þjóðleikhúskjallaranum." „Mér finnst að í íslenzku leikhúsi sé of lítið af hlutum eins og verið er að gera í Leikhúskjallaranum, tilraunum með nýstárleg verk og nýstár- legar aðferðir; stóru leikhúsin eru of bundin ákveðinni formúlu í verkefnavali. Ég er hrifinn af því sem ég hef séð til Alþýðu- leikhússins og gæti vel hugsað mér aö starfa í einhverjum slíkum leikhópi. Hins vegar skal ég játa það, að í sambandi við túlkun á leikverkum fyndist mér skemmtilegast að glíma við þung, dramatísk verk af gamla skólanum. Kynni mín af leiklist hafa, held ég, fyrst og fremst leitt mér fyrir sjónir hvað leikarinn verður mikið að koma til móts við leikritahöfundinn frá eigin brjósti, fylla upp í orðin. Leikar- inn verður fyrst og fremst að vera skapandi, leita að ein- hverju fersku í hverri persónu en festast ekki í ákveðnum túlkunarleiðum. Ég segi ekki að það sé mjög mikið um slíkt í íslenzku leikhúsi, en það er alltaf einn og einn sem dettur í þá gryfju.“ Éger nefnilega mnltí- kleifhugi „Maður er auðvitað gúteraður öðruvísi,“ sagði Einar Gunnar Einarsson um viðbrigðin sem fylgdu því að vera nýgiftur. Svo bætti hann við: „Ég á við af utanaðkomandi fólki. Ég er alltaf sama fíflið í augum þeirra sem þekkja mig.“ Einar Gunnar hefur starfað sem ljósmyndari síðan hann lauk stúdentsprófi frá M.T. 1977, Tyrst á dagblaðinu Vísi en nú undanfarið hefur hann, ásamt félaga sínum, staðið í því að ganga frá aðstöðu fyrir eigin ljósmyndaþjónustu, Mótíf hf. sem stendur við Skúlatorg. „Þegar upp er staðið verð ég kominn með meistaragráðu í trésmíði, rafvirkjun og málun,“ sagði Einar. „Ég á hins vegar eftir að ná í sams konar gráðu i ljósmyndun. Við höfum gert þetta allt sjálfir, og fáum með þessu 170 fermetra húsnæði undir starfsemina. í stuttu máli sagt tökum við allt mögulegt að okkur, það fer eingöngu eftir óskum viðskipta- vinarins. Síðasta stóra verkefn- ið okkar var að taka myndir fyrir Listahátíð á dagskrár- atriðum hennar. Ég neita því ekki, að þetta er skemmtilegasta verkefni sem ég hef fengizt við til þessa, það gefur svo mikla möguleika. Ef ég hefði farið á Háskólann á sínum tíma, þá hefði ég ekkert komið þaðan út aftur. Ég hefði bara klárað eitt fag og byrjað svo á næsta. Þetta eru áhuga- málin. Ég er nefnilega multi- kleifhugi, ég er svo ruglaður að ég fæ gæsahúð þegar ég hugsa um það.“ Heldurðu að þetta sé algengt ástand hjá þinni kynslóð? „Örugglega. Fólk sem hefur verið í skóla eins og ég og síðan unnið eins og brjálæðingar á sumrin, það hefur held ég allt of lítið getað setzt niður og velt fyrir sér því sem er að gerast í kringum það, komast til botns í því. Nú, þetta má e.t.v. líka segja um fólk sem hefur verið að vinna þennan tíma; kannski er bara of mikið um að vera hjá okkur. Ég er oft að velta því fyrir mér hvers eðlis ég sé. Ég tel mig auðvitað sanngjarnan og góð- viljaðan; ég hélt alltaf með góðu köllunum í bíó og ef ég var að lesa Dickens stóð ég með Oliver Twist en ekki Ben. En ég hef oft orðið fyrir vonbrigðum með sjálfan mig, verið uppfullur af hugsjónum einn dag en síðan þverbrotið þær daginn eftir. Ég lét einu sinni tölvu sálgreina skriftina mína. Niðurstaðan var sú, að ég væri tækifærissinni. Ég er alveg til í að samþykkja það. Og ég held að allir séu meira og minna svona. Ég er einmitt oft að velta þessu fyrir mér þegar ég les minningar- greinar og slíkt, hvort að maðurinn hafi nú verið alveg svona heill eins og sagt er. Svona menn eins og Gandhi, sem gengu um götur í kufli einum klæða, eru ekki til lengur. Og þó að menn vilji vera góðir verða þeir oft að vera „vondir“. En þá verður að athuga: Hvað gengur þeim til, það sem er gott fyrir einn er slæmt fyrir annan. Skilurðu það sem ég er að segja?" Já. „Heldurðu að þú vildir út- skýra það fyrir mér ... “ þar bjóðast, en ef einhverju ætti að breyta í sambandi við skemnitanir fyndist mér að skemmtistaðir ættu að hafa lengur opið og hleypa lengur inn í húsin en til kl. 11.30. Einnig finnst mér að gera þurfi meira fyrir börnin. Hér er mjög lítið um að vera fyrir þau og er ég viss um að Tívolí myndi bæta stórlega úr því. íslendingat' tvi- mœlalaust ,£tress- aðir“ varðandi tima. Sýnist vera orðin hefð, að ungt fólk sé í því að koma yfir sig þaki Það þarf aðgera meira fvrir börnin Stefanía Gunnarsdóttir er lærður fegrunarsérfræðingur og starfar nú í snyrtivöruverslun Reykjavík. — Þegar ég á frí fer ég helst út að skemmta mér og hef hug á að fara í dansskóla þó ég hafi nú ekki komið því í verk ennþá. Þegar ég er heima hef ég yfirleitt alltaf nóg að gera við að taka til og annað því um líkt. — Ég hef mikinn áhuga á að læra meira í sambandi við snyrtingu, sem er mitt fag, og stefni að því. Ég gæti aldrei hugsað mér að vera bara heima og hugsa um heimilið, ég vil geta unnið við mitt áhugamál og komast eitthvað út. á vinnu- markaðinn. — Kunningjar mínir stefna að ýmsu í lífinu, en þó eru markmið þeirra nokkuð misjöfn. Sumir eru að byggja, en aðrir leggja megináherslu á að mennta sig. Ég er yfirleitt ánægð með þjóðfélagið og þau tækifæri sem Held aðfólk geti gert það sem það langar til, ef áhugi erfyrir hendi. Kannski er bara of m ikið um að vera hjá okkur. Sum ir eru að byggja, en aðrir leQgja megin- áherslu á að mennta sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.