Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1978 Adolf Berndsen oddviti Skagaströnd: Hér hefur verið stöðug uppbygging síðan 1969 IIÖFÐAKAUPSTAÐUR eða Skajíaströnd eins ojí þorpið er oftast nefnt stendur sem kunn- ujjt er við Húnaflóa austan- verðan og búa þar rúm. 600 manns. Adolf Berndsen er nýkjörinn oddviti þar ok ra-ddi Mbl. við hann um uppbyjtjjinjíu í' atvinnumálum: — Hér hefur verið byj?gt mikið á seinni árum og áhugi er mikill um þessar mundir og hús á ýmsum byggingastigum. Vitað er um marga sem hygjyast hefja framkvæmdir í sumar. Um þróun síðustu ára er það að segja að áratugurinn frá ‘58/9 til ‘68/9 var slæmur en síðan hefur þróunin verið jákvæð og fólksflótti ekki lengur fyrir hendi. — Um áramót 1968—‘69 var keyptur hingað togbátur og hófst þá um leið uppbygging Frá Skagaströnd. Stóra húsið niðri við höfnina (á miðri mynd) er Skipasmíðastöð Guðmundar Lárussonar og lengst til hægri er verksmiðja SR þar sem unnið er að endurnýjun á vélakosti og lagfæringu hússins. Adolf Berndsen er hér á hafnarbakkanum. í baksýn sést dýpkunarskipið Grettir að störfum. Ljósm. RAX. frystihússins. Árið 1970 var haldið áfram og keyptur annar togbátur og stofnsett skipa- smíðastöð Guðmundar Lárus- sonar og tveimúr árum síðar stofnsett rækjuvinrisla. Togbát- unum tveimur var síðan skipt fyrir skuttogara 1973 og er því ljóst að um stöðuga uppbygg- ingu hefur verið að ræða síðan í ársbyrjun 1969. Síðan rekur Adolf það helzta sem nú er verið að gera og hvaða atvinnu menn byggja afkomu sína á: — Útgerð og fiskvinnsla er undirstaðan að öllu atvinnulífi hér með stuðningi rækjuvinnslu og Skipasmíðastöð Guðmundar Lárussonar. Af framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins má nefna að mjög er brýnt að ráðast í gerð nýrrar sundlaugar og síðar byggingu íþróttahúss. Vatnsveituframkvæmdir eru einnig á döfinni en leggja verður nýja lögn frá birgðatanki í Hrafnsdal niður i byggðina til að mæta aukinni notkun, sem verður nú meðal annars með tilkomu verksmiðju SR sem ákveðið hefur verið að endur- reisa. Þá höfum við mikinn áhuga á því að leitað verði frekar að heitu vatni hér um slóðir, en athuganir fóru fram fyrir 2 árum og gáfu neikvæðar .niðurstöður, en við trúum vart öðru en hér sé einhvers staðar heitt vatn að fá. — Allt þetta útheimtir mikla vinnu og peningafyrirgreiðslu og þó að hér sé ríkjandi samhugur og vilji til að þoka málum áfram er það í trausti þess að ráðamenn á hverjum tíma meti vilja og getu heima- manna og veiti sinn stuðning eftir mætti. Einnig nefndi Adolf að haldið verður áfram að setja varanlegt slitlag á götur. Fyrir tveimur árum var lögð olíumöl á aðalgöt- una og ákveðið hefur verið að í næsta mánuði verði lagðir 1500 metrar á tvær götur. Viðbygg- ing grunnskólans er hafin og hafizt verður handa um bygg- ingu 4—8 leiguíbúða, en þegar hafa verið byggðar 4 íbúðir. Adolf Berndsen var síðan spurð- ur nánar um uppbyggingu verk- smiðju SR: — Það var samþykkt á liðnu hausti af stjórn SR að endur- nýja véiakost SR og gera verk- smiðjuna sem fullkomnasta til að fá sem bezta nýtingu. Þessi ráðstöfun hefur valdið ágrein- ingi bæöi innan og utan þings og hafa margir verið mótfallnir hugmyndinni. Við teljum þetta eiga fullkomlega rétt á sér, verði áframhald á loðnuveiðum kem- ur þessi verksmiðja sér vel, því Skagaströnd liggur vel við miðunum. Með verksmiðju- rekstrinum skapast hér mjög aukin umsvif og atvinna eykst, en að uppbyggingunni nú vinna milli 20 og 30 manns. Hér hefur orðið mikil fjölgun á ungu fólki og fyrir það verður að vera til vinna t.d. þegar verksmiðjan kemur til starfa. Einnig hefur komið til álita að fá hingað annan togara eða smærri báta. Afli hefur farið vaxandi og frystihúsið má stækka eða öllu heldur verður að reisa nýtt, því erfitt er að koma stækkun við og með því verður unnt að koma við meiri hagræðingu við alla lönd- un. Og úr því minnst er á hafnarmál er Adolf beðinn að greina frá því sem nú er að gerast í hafnarmálum en nú stendur m.a. dýpkun yfir: — Þessar hafnarfram- kvæmdir hér eru í nokkrum tengslum við uppbyggingu verk- smiðju SR. Fjárveiting var að vísu ákveðin fyrr, en ráðist var í öllu meiri framkvæmdir þegar vitað var að verksmiðjan yrði endurnýjuð. Síðan í haust hefur verið unnið að dýpkun en tafir hafa orðið nokkrar vegna tíðra bilana. Þá er ráðgert að byggja grjótgarð til að sporna við sandburði inní höfnina en hún hefur jafnan fyllst fljótlega eftir dýpkun og verður því reynt að hindra hann með garðinum. Rekið verður niður u.þ.b. 100 m langt stálþil, nýr viðlegukantur, og rætt hefur verið um að gerð yrði viðgerðaraðstaða við skipa- smíðastöðina og dráttarbraut og e.t.v. lyftikrani fyrir smærri báta. Einnig er áætlað að skapa trillum betri aðstöðu. — Þessar hafnarfram- kvæmdir eru hinar aðrar mestu á landinu á þessu ári og gert er Framhald á bls. 18 Mikið um ferða- menn á Blönduósi segir Guðrún Haiigrímsdóttir í Blöndugrilli skipt þannig að bensín- og sælgæt- issala er á vegum annars aðila, en við höfum annast veitingasölu. Hér fást allir þessir venjulegu grillréttir og smáréttir svo og samlokur og fleira, sem menn vilja gjarnan þegar þeir eru á ferðalög- um. Við ákváðum að prófa þennan rekstur, en Sigurður er kokkur og sér um þá hlið mála, og ég hafði fengist nokkuð við verzlunarstörf áður og sé því um innkaup og annað sem til fellur. Annars ÞEGAR ekið er að Blönduósi sunnan úr Ásum verður fyrst fyrir í þorpinu á vinstri hönd áningarstaður fyrir ferðamenn er nefnist Blönduskáli og Blöndu- grill. A viðkomu sinni á Blöndu- ósi litu Morgunblaðsmenn við í Blöndugrilli og tóku þar tali Guðrúnu Ilallgrímsdóttur sem rekur veitingasöluna ásamt Sig- urði Jóhannssyni. — Það er alltaf mikið um ferðamenn á Blönduósi, sagði Guðrún, og hefur reksturinn geng- ið betur en við þorðum að vona. Að vísu kemur þar til nokkuð óvenju- legt ástand um þessar mundir þar sem hótelið er lokað að því leyti að það selur ekki mat í hádeginu og höfum við því haft fleiri matar- gesti en við gerðum e.t.v. ráð f.vrir í upphafi. — Áður fyrr var þessi ferða- mannaþjónusta á vegum sama aðilans, en nú hefur þessu verið störfum við hér allan daginn og höfum til aðstoðar tvær stúlkur og gerum ráð fyrir að bæta einni við seinna þegar umferð eykst. Verður þessi veitingasala rekin allt árið? — Það er kannski ekki hægt að segja alveg til um það ennþá en við viljum gjarnan reyna það. Við höfum t.d. ekki haft menn í föstu fæði hér, sem við ráðgerum að prófa, það er hreinlega ekki pláss fyrir þá ennþá, en við byrjum á því með haustinu og höfum þá e.t.v. opið áfram. Eins og nú er geta setið hér um það bil 36—40 manns en það þyrfti að vera meira. Hvernig gengur að afla hráefnis til matargerðarinnar? — Það hefur gengið nokkuð vel, við erum mikið í sambandi við Akureyri, en helzt er það eggja- skortur sem getur valdið vandræð- um. Guðrún Ilallgrímsdóttir og Bryn- dís Sigurðardóttir í Blöndugrilli. Ljósm. RÁX.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.