Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1978 . lltofgtiiiÞlfifeifr Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiósla Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Á Alþýðu- flokknum er ekki að byggja Alþýðuflokkurinn beið mikið afhroð í tvennum síðustu kosningum. Úm tíma vöknuðu spurningar um framtíð flokksins. Úrslit borgar- og sveitarstjórnakosninga tóku hins vegar af öll tvímæli um það, að Alþýðuflokkurinn er að ná sér á strik. Alþýðuflokkurinn er öruggur um að rétta sinn hlut í þingkosningunum á sunnudaginn kemur. Það er alþekkt fyrirbæri, að hópur kjósenda sveiflast á milli Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins í kosningum. Sumir þeir, sem að jafnaði kjósa Sjálfstæðisflokkinn hafa stundum tilhneigingu til þess að kjósa Alþýðuflokkinn, annaðhvort ef þeir telja að flokkurinn standi mjög illa, eða ef þeir eru óánægðir með störf Sjálfstæðisflokksins. í kosningunum á sunnudaginn kemur er Alþýðuflokkurinn öruggur um að rétta sinn hlut. Hins vegar er ljóst, að Sjálfstæðisflokkurinn siglir mótbyr í þessum kosningum eins og raunar kjörtímabilið allt vegna þeirra erfiðleika, sem við er að etja í efnahagsmálum. Þeir kjósendur, sem hér eiga hlut að máli þurfa hins vegar að íhuga vandlega eftirtaldar staðreyndir. Atkvæði greitt Alþýðuflokknum getur verið atkvæði greitt nýrri vinstri stjórn. Alþýðuflokkurinn átti aðild að vinstri stjórn 1956—1958 og var boðin aðild að vinstri stjórninni, sem mynduð var 1971. Innan Alþýðuflokksins eru áhrifamikil öfl, sem alltaf hafa viljað samstarf til vinstri. Alþýðuflokkurinn hefur lýst því yfir, að flokkurinn telji að halda eigi óbreyttri stefnu í varnarmálum — en hafa ber í huga að Alþýðuflokkurinn stóð að samþykkt Alþingis um uppsögn varnarsamn- ingsins 1956, að Alþýðuflokkurinn samþykkti á flokksþingi 1972 að athuga skyldi, hvort Island ætti að vera óvopnuð eftirlitsstöð á vegum Sameinuðu þjóðanna, að sterk öfl innan Alþýðuflokksins vilja varnarliðið á brott. Alþýðuflokkurinn hefur lýst því yfir, að flokkurinn vilji greiða fullar vísitölubætur á laun, sem mundi að kosningum loknum, ef framkvæmt væri, þýða stöðvun atvinnuveganna nánast þegar í stað og atvinnuleysi. En þótt Alþýðuflokkurinn gangi til kosninga undir kjörorðinu: samningana í gildi, ber að hafa í huga að í borgarstjórn Reykjavíkur sveik Alþýðuflokkurinn þetta kosningaloforð. Tvöfeldni Alþýðuflokksins í þessum efnum er því öllum ljós. Alþýðuflokkurinn var eins og Alþýðubandalagið, dragbítur á útfærsluna í 200 sjómílur. Þegar fyrst var rætt um það fór Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins háðulegum orðum um þær hugmyndir og sagði þá, sem fyrir því stóðu, vilja færa fiskveiðimörkin upp í miðjan Grænlandsjökul. Alþýðuflokkurinn tók þátt í hinum heimskulegu upphlaupum kommúnista gegn þeim samningum, við Breta og V-Þjóðverja, sem að lokum hreinsuðu landhelgina af erlendum togurum. Allt þetta ættu þeir kjósendur að hafa í huga, sem ef til vill hneigjast til þess að kjósa Alþýðuflokkinn nú. Alþýðuflokknum er ekki treystandi. Hann þarf að hafa sterkt aðhald. Hann hefur ekki þrek til þess að takast á við þau viðamiklu vandamál, sem enn eru óleyst í íslenzkum efnahags- og atvinnumálum. Stuðningur við Alþýðuflokkinn getur í raun þýtt stuðning við ríkisstjórn undir forystu Alþýðubandalagsins eins og reynslan varð í Reykjavík þar sem Alþýðuflokkurinn leiddi kommúnistai til öndvegis. Norðurland Eystra INorðurlandskjördæmi eystra stendur nú yfir hörð kosningabarátta og að því er Lárus Jónsson, alþingismaður segir í viðtali við Morgunblaðið í gær er annað sæti Sjálfstæðismanna þar í hættu. í því kjördæmi eins og öðrum eiga Sjálfstæðismenn á brattann að sækja í þessum kosningum og þurfa á öllum stuðningi að halda. Lárus Jónsson segir: „Staða okkar er að mínu mati alveg sæmileg miðað við úrslit sveitarstjórnakosninganna. Mér finnst að fólk hafi áttað sig dálítið og maður vonar að heilbrigð skynsemi ráði í þessum kosningum en það er ljóst, að baráttan er mjög hörð og við höfum talið og teljum enn, að annar maður okkar í kjördæminu sé í mikilli hættu. Það hefur ekki breytzt, hættan á að annar maður Sjálfstæðisflokksins hér í kjördæminu falli er enn mikil, þótt staðan sé kannski að einhverju leyti betri en áður“. Lárus Jónsson, sem skipar annað sæti á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra er einn af hinum yngri þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Hann er jafnframt í hópi þeirra, sem mest hefur unnið að byggðamálum á undanförnum árum. Hann| irþekkir málefni landsbyggðarinnar og hefur mikla reynslu í þeim num. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi stra þurfa að veita Lárusi Jónssyni öflugan stuðning í kosningunum sunnudaginn kemur til þess að tryggja endurkjör hans á Alþingi. Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráðherra: Tæknistofnun og nýidnaður Tæknistofnun nýiðnaðins Nú hafa verið skipuð stjórn og forstjóri fyrir hina nýstofnuðu Iðntæknistofnun íslands, en lög um hana voru samþykkt í lok síðasta þings. Forstjóri verður Sveinn Björnsson verkfræðingur og stjórnarformaður Bragi Hannesson bankastjóri Iðnaðar- bankans. Hér er náð langþráðum áfanga í þróunarsögu íslensks iðnaðar. Með þessum lögum eru Iðn- þróunarstofnun Islands og Rannsóknastofnun iðnaðarins sameinaðar, og ráðgert er, að tæknistofnunin fái verulegt fjármagn umfram það, sem þessar tvær stofnanir hafa fengið til þessa. Höfuðmarkmiðið er aukin þjónusta við iðnaðinn varðandi framleiðslu- og rekstrartækni. Einnig mun stofnunin fást við rannsóknir og hljóta þær að beinast að verulegu leyti að hagnýtingu innlendra hráefna. Þá er stofnuninni ætlað að hafa forgöngu um fræðslu og þjálfun iðnverkafólks og eftirmenntun iðnaðarmanna. Hvorttveggja er nauðsynlegt vegna mikilla tækniframfara. Margháttuð störf hafa verið unnin á undanförnum árum, sem miða að aukinni hagræð- ingu og bættu skipulagi í framleiðslu. Starfsemi þessi hefur ýmist verið að eigin frumkvæði fyrirtækja eða með samstarfi fleiri fyrirtækja og með stuðningi ýmissa aðila, svo sem iðnaðarráðuneytis, Iðnþó- unarsjóðs, Iðnþróunarstofnunar Islands og rannsóknastofnana iðnaðarins. Flest íslensk iðnfyrirtæki eru fáliðuð og hafa ekki bolmagn til að hafa í þjónustu sinni sér- fræöilega starfskrafta á sviði framleiðslu og rekstrartækni. Eðlilegt er, að ríkisvaldið komi til móts við fyrirtækin og stuðli að því, að þau fái aðgang að sérmenntuöu fólki. Höfuðmáli skiptir, að iðnað- urinn, fjölmennasti atvinnuveg- ur landsmanna, fái í þjónustu sína öfluga tæknistofnun og eigi aðgang að fjölhæfri tækniþjón- ustu. Nýiðnaður Á næstu árum kemur vaxandi hópur velmenntaðra og þrótt- mikilla ungmenna á vinnumark- aðinn. Huga verður að verkefn- um handa þessum ungmennum, er hæfa atorku þeirra og þroska. Sé horft til hinna hefðbundnu atvinnuvega landsmanna, fisk- veiða og sjávarútvegs, munu flestir sammála um að við nálgumst nú, að minnsta kosti um sinn, mörk hins mögulega vaxtar. Verulegt svigrúm mun þó til fullvinnslu og þróunar iðnaðarvara, er grundvallast á sjávar- og landbúnaðarafurðum. Iðnaður er líklegasti vaxtar- broddur íslensks atvinnulífs á komandi árum. Tvær megin-leiðir virðast koma til álita um uppbyggingu iðnaðar. I fyrsta lagi þarf að efla stórlega þann iðnað, sem fyrir er í landinu, smáiðnað og iðnað af meðalstærð. I öðru lagi verður að gera markvissa leit að nýjum tækifærum í iðnaði og létta róður þeirra, er standa vilja fyrir slíkum nýiðnaði. Nýir iðnaðarmöguleikar blasa víða við. Obeisluð vatns- og varmaorka landsins gefur til- efni til margs konar hugmynda um nýjan iðnað. Vinnsla úr íslenzkum jaröefnum Vaxandi hráefnaskortur mun á komandi árum beina augum manna að jarðefnum, sem til eru hér í miklu magni. Umfangsmiklar athuganir hafa farið fram á hagnýtingu innlendra jarðefna til iðnaðar. Stofnuð hafa verið 3 fyrirtæki á suðvesturlandi, er hyggjast hefja vinnslu á perlusteini. Er þar um að ræða námuvinnslu, þenslu á steininum og væntan- lega framleiðslu 'á byggingar- plötum. Unnið er að könnun á hag- kvæmni þess að reisa á Sauðárkróki verksmiðju, er framleiði steinull úr jarðefnum fyrir innlendan og erlendan markað. Á suðurlandi starfar Jarðefnaiðnaður h.f. en þar er um að ræða samstarf sveitarfé- laga og einstaklinga. Unnið er að könnun á útflutningi á gjalli, vikri og basalti og vörufram- leiðslu fyrir íslenskan markað. Á síðastliðnu ári var starfað að athugunum á framhalds- vinnslu, þ.e. steypu, úr áli, sem hér er framleitt. Var þýskur sérfræðingur fenginn til aðstoð- ar. Þessum athugunum verður haldið áfram. Margt bendir til þess, að hér ættu að vera möguleikar á því að byggja upp álsteypu, er framleiddi fyrir íslenskan og erlendan markað. Rafeindaiðnaður gæti átt mikla þróunarmögulejka hér á landi. Þar er ekki um fjár- magnsfrekan iðnað að ræða, heldur grundvallast hann á tækniþekkingu. Verulegur markaður fyrir slíkar vörur gæti verið tengdur fiskveiðum og fiskvinnslu. Iðntæknistofnunin nýja hefur m.a. það hlutverk að standa fyrir athugun á nýiðnaði. Og það þarf að gera það eftirsóknar- verðara en nú er fyrir einstakl- inga og fyrirtæki að taka þátt í slíkri iðnþróun. Austurlandskjördæmi: Byggöaáætlanir og orkumál Ráðstafanir vegna snjóflóða , í N orðfirði IIÉR VERÐA rakin iirfá mál. er snerta Austfjarðakjiirdæmi sér- staklega. og Sverrir Ilermanns- son. alþingismaður. hefur hreyft á Alþingi eða átt aðild að í einu eða iiðru formi. Ilvorki er um ta-mandi skrá að ræða né niður- röðun eftir vægi mála. heldur , fylgt. tímaröð Alþingistíðinda. Byggðaáæltun Hólafjalla og Möðrudals Á þinginu 1974 er Sverrir Hermannsson meðflutningsmaður að tillögu til þingsályktunar um stuðning við búsetu á Hólsfjöllum óg á Efra-Fjalli, sem felur það fyrst og fremst í sér að treyst sé til frambúðar byggð á Hólsfjöllum í N-Þingeyjarsýslu og Efra-Fjalli í N-Múlasýslu, en sú sérstæða fjallabyggð sem hér um ræðir gegnir samfélagslegu hlutverki, m.a. varðandi samgönguöryggi milli Norður- og Austurlands og ef byggð legðist þarna af myndu auðnir Islands óhjákvæmilega stækka. Sami þingmaður gerði á síðasta þingi f.vrirspurn til forsætisráð- herra um byggðaáætlun Hólafjalla og Möðrudals á Efra-Fjalli. Spurt var um framkvæmdir, fjármögnun og hvaða byggðaþróunaraðgerðir væru væntanlegar. í apríl 1978 berst svar forsætis- ráðherra til þingmanna. Þar er vísað til framkvæmdaáætlunar 1975—80 í Hólsfjallaáætlun, í 8 liðum, og tillagna um stuðning við búsetu á Hólsfjöllum. Lán og framlög til þessara framkv. nema tæpum 19 m.kr. úr byggðasjóði, stofnlánadeild, Orkusjóði o.fl. Framkvæmdir við Grímsstaðabæi, sem unnar hafa verið, nema um 55 m. kr., þar af lán úr framangreind- um sjóðum um 40 m. kr. Við Hólssel var komið upp lítilli rafstöð. Skv. Hólsfjallaáætun er gert ráð fyrir að leggja einvírsraf- lögn frá Reykjahlíð á 5 bæi: Hólssel, Nýhól, Grímsstaðabæi, Víðirhól og Möðrudal. Orkumál Austurlands Árið 1974 flytur Sverrir Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.