Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1978 13 stæðingar Alþýðubandalagsins sitji á svikráðum við hagsmuni þjóðarinnar. í þeim málflutningi slá þeir kommúnistaflokkum Vestur-Evrópu við í illmælgi og rógi um, pólitíska andstæðinga. Það þurfa þeir einnig að hafa hugfast, sem hafa talið Alþýðu- bandalagið öðru vísi flokk en kommúnistaflokk. Alþýðuflokkur stjórnaðist af ábyrgðarleysi í landhelgismálinu. En þessi saga er einnig rifjuð upp til að benda á það algjöra ábyrgðarleysi sem Alþýðuflokkur- inn sýndi á þeim tíma, sem einna mest reið á og hvað harðast var vegið að samstöðu okkar með vestrænum lýðræðisríkjum. Þá staðreynd ættu þeir sem berjast gegn spillingu að hafa hugfasta. Því hvað er það annað en pólitísk spilling að ganga fram fyrir skjöldu, gegn betri samvisku og gegn þeirri stefnu sem flokkur hefur fylgt, til þess eins að freista þess að ná pólitískum ávinningi eins og Alþýðuflokkurinn gerði í þessu tilviki. Það er líka gott að hafa þetta í huga, þegar menn velta því fyrir sér hvaða flokki sé bezt treystandi til þess að fram- fylgja þeirri utanríkisstefnu sem þjóðin hefur fylgt fram til þessa. Er líklegt að flokkur, sem var reiðubúinn til að elta Alþýðu- bandalagið í jafnmikilli blindni í einu brýnasta hagsmunamáli okkar —landhelgismálinu, eins og Alþýðuflokkurinn, verði stefnu- fastur í varnar- og öryggismálum, ef vindur blæs úr austri? Ævarandi herseta, eða? Því er oft haldið fram af Alþýðubandalagsmönnum " og stundum af grandvöru fólki, að Sjálfstæðismenn vilji ævarandi setu erlends varnarliðs hér á landi. — Þetta er alrangt. Stefna okkar í öryggis- og varnarmálum tekur tillit til aðstæðna. Við viljum þá lausn, sem Islendingum er hag- stæðust hverju sinni. Eg er einn þeirra manna, sem vonaði að batnandi sambúð stór- veldanna mundi hafa það í för með sér, að hér þyrfti ekki að vera varnarlið og batt miklar vonir við slökunarstefnuna og öryggismála- ráðstefnu Evrópu i því sambandi. í sannleika sagt hafa þessar vonir brugðist. Sovétríkin og fylgiríki þeirra í Varsjárbandalaginu hafa ekki verið reiðubúin til þess að breyta um stefnu. Vaxandi hernaðaruppbygging Sovétríkj- anna á sér stað á sama tíma og forystumenn þeirra segja falleg orð við forystumenn Vestrænna þjóða. Sovétríkin seilast til áhrifa í Afríku ineð- hernaðaríhlutun á sama tíma og þeir tala fjálglega um friðsamlega sambúð. En það markverðasta er, að Sovétríkin reyna hvað eftir annað og það með góðum árangri, að selja vestræn- um ríkjum mannréttindi, þegnum sínum til handa til þess að vestrænu ríkin slaki til við þá. Þannig undirrituðu Sovétríkin mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og skuldbundu sig til að virða almenn mannréttindi. A öryggismálaráðstefnu Evrópu í Helsinki árið 1975 seldu þeir enn sömu vöruna þ.e. mannréttindi í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu, í staðinn fyrir ýmsar tilslakanir vestrænna þjóða. Hvað hefur komið í ljós? Loforð Sovétríkjanna um aukin mannréttindi eru ekki túskildings virði. Dómurinn yfir Yuri Orlov staðfestir það, sem og aðrar fréttir sem okkur berast af ógnarstjórninni Austur þar. I mínum huga er því ekki um annað að ræða í dag, en að treysta samstöðu okkar með Vestrænum ríkjum til þess að tryggja öryggi okkar. Við verðum að vona að tímarnir breytist og ekki verði hér þörf á erlendum varnarviðbúnaði, en á meðan ógnarstjórn ríkir í Sovétríkjunum, á meðan ferða- frelsi fólksins þar og önnur almenn mannréttindi þess eru fyrir borð borin, er ekki tímabært að tala um grundvallarbreytingar í öryggis- og varnarmálum íslands. Engum stjórnmálaflokk er treystandi nema Sjálfstæðis- flokknum til þess að standa vörð um trausta öryggis- og utanríkis- málastefnu. Það skiptir miklu þegar við göngum að kjörborðinu á sunnudaginn. Mót soroptimista: Um 220 erlendir gestir sitja þingið að Laugavatni Dagana 24.—26. júní má segja að Laugarvatn veröi hersetið af soroptimistum. Þá verður haldið Þar mót norrænna soroptimista og eru um 220 erlendir gestir væntan- legir hingað til lands af pví tilefni. Auk pess er búíst viö pátttöku hátt í 100 íslenskra soroptimista. Um- ræðuefni mótsins er „Staða bams- ins í hinum vestræna heimi“ og verður par með opnuð hér á landi umræða um árið 1979 sem Sameinuöu pjóöirnar hafa tileink- að börnum. Fyrsti íslenski soroptimistakiúbb- urinn var stotnaður fyrir 19 árum, en alls eru klúbbarnir nú orðnir 6 talsins og á þessu ári mun sá 7. bætast í hópinn. íslensk kona, Halldóra Eggertsdóttir, er nú vara- forseti Evrópusambands soroptimista.. Soroptimistaklúbbar hafa verið stofnsettir í öllum heims- álfum. Þeir eru starfsgreindir þjón- ustu-klúbbar, sem eingöngu eru ætlaðir konum, enda hafa höfuð- markmið soroptimistahreyfingarinn- ar ætíð verið: Hið besta handa konum — hið besta frá konum. Þessi markmiö felast í sjálfu nafni hreyfingarinnar, soror: systir, otime: bestur. Á móti soroptimista að Laugar- vatni verða aðalræðumenn Annemarie Lorentzen, ambassador Norðmanna á íslandi, og Mette Munk, skólalæknir frá Danmörku. Erindi Lorentzens nefnist „Börn í nútímasamfélagi". Erindi Munks „Börnin sem velferðarþjóðfélagið gleymdi“. Meðal norrænu gestanna eru fjölmargar konur, sem hafa hlotið viöurkenningu á sínu starfssviði, en þekktasta nafnið í hópnum er vafalaust Elísabet prinsessa af Danmörku, en hún er dóttir Knúts erfðaprins. Með henni t íslandsferð- inni verður unnusti hennar, Claus Hermansen. (Fréttatilkynning) G F — 1704 H/E TÆKIÐ ER MEIRA EN BARA FERÐATÆKI Auk margra aukahluta hef- ur það sérstakt mikrafón kerfi sem gerir þér kleift a8 syngja me8 þinni upp- áhaldshljómsveit eða söngvara. Eða a8 búa til þinn eigin skemmtiþátt þar sem þú ert Ssjálfur kynnirinn. Automatic Level Control sér um a8 upptaka sé jöfn. Hljómdeild KARNABÆR Simi frá skiptiborði 28155 L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.