Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1978 Verður að hlýta dómi kjósenda þó hann sé ekki alltaf réttlátur w sagði O/afur Jóhannesson Vinna hóíst á nýjan lcik í frystihúsi BÚII í )?a“r cftir hálfrar fjórðu viku verkfall. Ljósm. Mbl.i Rax. BÚH: Vinna hafin á ný VINNA hófst aftur í frysti- húsi Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar í gærmorgun eftir hálfrar fjórðu viku vinnu- stöðvun. Guðmundur Yngva- son framkvæmdastjóri sagði Mbl. að alls ynnu 110—15 manns hjá frystihúsinu, þar af um 70 manns í einu, en um þriðjungur þeirra hefði ekki mætt í gærmorgun. „Það er oft svo að mannskapurinn skilar sér ekki allur á fyrsta degi eftir langt hlé,“ sagði Guðmundur, „en ég vænti þess að allir mæti á morgun." Guðmundur sagði að fyrir verkfallið hefði framleiðslu- verðmæti frystihússins verið komið í um 25 milljónir króna á viku. Búið er að ráða tvo nýja verkstjóra í stað hinna, sem voru látnir hætta. Hóf annar störf í gærmorgun en hinn byrjar í júlímánuði. Aðspurð- ur sagði Guðmundur að hann væri mjög „ósáttur við lausn málsins. Ég var algjörlega andvígur því að fyrri verk- stjórar yrðu látnir fara og ég hef ekki skipt um skoðum í þeim efnum“, sagði Guð- mundur en kvaðst að öðru leyti ekki vilja segja neitt frekar um málið. Vinnan hjá BÚH í gær- morgun hófst með vinnslu afla Oturs. Þing norrænna læknakennslu- sambandsins á Akureyri SJÖUNDA þing norræna la*kna- kcnnslusamhandsins vcrður hald- ið á Akureyri dagana 28. júní til l. júlí n.k. Þingið sa-kja 170 þátttakcndur frá Norðurliindun- um. þar af 40 frá íslandi, cn fyrirlesarar koma cinnijí frá Bandarfkjunum. Englandi og Ilollandi. Á þinginu verður fjallað um nýjunfíar í sjúkrasönu og mikil- vægi þeirra í menntun heilbrigðis- stéttanna og mun Guðmundur Sigurðsson læknir á Egilsstöðum m. a. flytja erindi um reynslu af nýjungum sjúkrasögunnar hér á landi. I undirbúningsnefnd fyrir þing- ið eru prófessor Jóhann Axelsson og Arinbjörn Kolbeinsson yfir- læknir og Jorgen Nystrup fram- kvæmdastjóri norræna lækna- kennslusambandsins. Þingstörf fara fram í húsakynn- um Menntaskólans á Akureyri, en þingfulltrúar munu tnilli þing- starfa fara til Mývatns og í veiðiferð með póstbátnum Drangi. Reykjaneskjördæmi: D-lista skemmtun á Hótel Sögu KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjördæmi cfnir til D-lista skcmmtunar fyrir þá scm störfuðu við alþingis- og svcitarstjórnarkosningar. Skcmmtunin verður í Súlnasal Hótcl Sögu n.k. miðvikudags- kvöld og hcfst kl. 21.00. Skcmmti- atriði og dans. — KJÓSENDUR hafa kveðið upp sinn dóm og honum vcrður ekki áfrýjað, menn verða að taka honum jafnvel þótt hann sé ekki alltaf réttlátur, sagði Ólafur Jóhannesson formaður Fram- sóknarflokksins er Mbl. bað hann að segja frá viðhorfum sínum að loknum Alþingiskosningum, — og mér finnst sá dómur ekki alls kostar hafa verið réttlátur, bætti hann við. — Við framsóknarmenn töldum okkar heyja kosningabaráttu án gylliboða og yfirboða og með góðan málstað að takmarki en við höfum vissulega orðið fyrir von- brigðum. En það þýðir ekki að láta hugfallast heldur verður að halda baráttunni áfram. Við munum skoða niðurstöðurnar og draga okkar ályktanir af þeim 'og jafnvel breyta eitthvað starfsháttum eftir því sem okkur lízt. Varðandi stjórnarmyndun sagð- ist hann líta svo á að þeir flokkar, sem fengið hefðu slíkt vantraust sem Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur, ættu ekki að taka þátt í myndun ríkisstjórnar. — „VIÐ í Alþýðuflokknum höfum verið að vinna að miklum breyt- ingum á flokknum og þvf, sem hefur gjarnan vcrið kallað endur reisn hans. Við töldum að við hcfðum allmikinn meðbyr og vorum bjartsýnir en okkur óraði ekki fyrir að það væri eins mikil breyting okkur í hag í aðsigi eins og reyndist vera, þannig að við erum ekki miklu frekar undir þessi úrslit búnir en aðrir en við gleðjumst yfir þessum stóra sigri flokksins,“ sagði Benedikt Gröndal, íormaður Alþýðuflokks- ins í samtali við Morgunblaðið í gær, cr hann var spurður álits á úrslitum kosninganna. Benedikt var fyrst spurður, hvort Iíta bæri á fyrrgreind orð hans um að flokkurinn hefði ekki verið undir þessi úrslit búinn sem vísbend- ingu um að það kæmi til mcð að taka forystumenn Alþýðuflokks- ins lcngri tíma að taka ákvörðun um hugsanlcga þátttöku flokks- ins í ríkisstjórn en cf sigurinn hcfði verið minni? Það hlýtur að vera sigurvegaranna í þessum kosningum að sýna hvað þeir hafa til málanna að leggja, þeir verða að kanna það og reyna hvernig hugsanlegt er að málin þróist, og sýna hvað þeir hafa til brunns að bera. Ég geri ráð fyrir að lausnarbeiðni verði lögð fram á þriðjudag og þó að forseti hafi um það óbundnar hendur þá finnst mér líklegast að hann snúi sér til annars hvors sigurvegaranna og að þeir muni síðan sýna hvað í þeim býr, þrátt fyrir að þeir hafi ekki þinglegan meirihluta á bak við sig. „Ég tel ekki að það taki okkur sérstaklega lengri tíma en vegna þess að úrslitin komu á óvart og breytingarnar voru meiri heldur en nokkurn óraði fyrir hvar í flokki, sem var, þá tel ég að það muni allt gera mynduh nýrrar ríkisstjórnar flóknari og kalla á það að stjórnmálaflokkarnir verði allir að skoða mjög vandlega stöðuna og íhuga stöðu sína áður en þeir geta gengið til myndunar ríkisstjórnar.“ Álit þitt á úrslitum kosninganna í heild og útkomu einstakra flokka? „I heild kemur það í sjálfu sér engum á óvart að stjórnar- flokkarnir bíða ósigur og stjórnar- andstaðan vinnur á. Þetta var þegar ljóst í byggðakosningunum en óneitanlega hefur Framsóknar- flokkurinn orðið fyrir meira af- hroði heldur en við gátum séð fyrir og það veldur töluvert mikilli umhugsun. Þá á ég við hvert hlutskipti og hvert grundvallareðli þess flokks sé í raun og veru. Gylfi Þ. Gíslason: „SigurAlþýðuflokks- ins eindregnasti kosningasigur sem flokkur hefur unnið” Morgunhlaðið leitaði álits Gylfa Þ. Gíslasonar fyrrver- andi formanns Alþýðuflokks- ins á kosningaúrslitunum eink- um með tilliti til sigurs Alþýðu- flokksins. Á liðnu kjörtfmabili hefur Gylfi verið formaður þingflokks Alþýðuflokksins, en hann hverfur nú af þingi eftir að hafa setið þar í 32 ár samfleytt. Um kosningaúrslitin hafði Gylfi Þ. Gíslason þetta að segja: „Sigur Alþýðuflokksins í þess- um þingkosningum er eindregn- asti kosningasigur, sem flokkur hefur unnið, síðan núverandi flokkakerfi komst á laggirnar. Skýringarinnar er að mínum dómi ekki aðeins að leita í misheppnaðri stefnu stjórnar- flokkanna í efnahagsmálum og ábyrgri gagnrýni Alþýðuflokks- ins á hana á undanförnum árum, heldur ekki síður því, að Alþýðuflokkurinn hefur haldið uppi almennri þjóðfélagsgagn- rýni sem kjósendur og þá ekki sízt ungt fólk hefur talið rétt- mæta og fallið vel í geð. Kjósendur hafa séð hversu varhugaverð þróun það væri ef Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- bandalag yrðu aðalöfl íslenzkra stjórnmála. Þeir hafa skilið nauðsynina á lýðræðislegu þriðja afli í íslenzkum stjórn- málum, afli, sem er ábyrgt bæði í innanríkismálum og utanríkis- málum. Þetta afl er Alþýðu- flokkurinn. Ég er þess fullviss að hinn nýi þingflokkur Alþýðu- flokksins gerir sér ljósa þá ábyrgð sem jafn ótvírætt traust og hann hefur hlotið hefur í för með sér.“ Um viðhorf til stjórnarmynd- unar sagði Gylfi Þ. Gíslason: „Áður en nokkrar viðræður hafa farið fram milli stjórn- málaflokkanna er að sjálfsögðu of snemmt að spá nokkru um stjórnarmyndun. Alþýðuflokk- urinn hefur unnið meö öllum hinum þingflokkunum. Ég geri ráð fyrir því að hann sé reiðubúinn til þess að axla ábyrgð ef hann telur sig geta komið góðum málum fram. En hann er eflaust einnig reiðubú- inn til áframhaldandi ábyrgrar stjórnarandstöðu ef svo ber undir". „Ekki ætlun okkar að verzla með öryggi þjððarinnar fyrir ráðherrastóla" — segir Benedikt Gröndai

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.