Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 40
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1978 Argentínumönnum tókst hið ótrúlega — urðu meistarar HINN glæsilegi River Plate leikvangur í Buenos Aires var troðfullur af áhorfendum heilum klukkutíma áður en úrslitaleikurinn í Heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu hófst. Þar voru saman komnir um 77000 manns, sem langflestir skörtuðu hinum bláu og hvítu litum Argentínu. Aðeins fáeinir voru á bandi Hollendinga og bar lítið á þeim innan um hinn mikla sæg heimamanna. Fjöldi suður-amerískra þjóðarleiðtoga, með Jorge Videla sjálfan í broddi fylkingar, voru mættir til að horfa á, en enginn var mættur frá Hollandi, þeim geðjast ekki að stjórnarfarinu þar í landi. Hvorki Argentína né Holland höfðu unnið titilinn áður, en bæði hins vegar komist í úrslit, en tapað. Því var öruggt að blað yrði brotið í sögu HM, er ný þjóð myndi skipa sér á bekk með þeim fáu sem unnið hafa keppnina til þessa. Hollendingar trítluðu inn á völlinn nokkrum mínútum á undan heimamönnum,, en þegar þeir loks komu inn á völlinn, gerði þétta snjókomu af bréfsnifsum og er talið að þar hafi farið fyrir lítið flestar símaskrár í Buenos Aires. Mörg liðanna í keppninni að þessu sinni beittu fyrir sig múrveggs vörnum og er það breyting frá því í Vestur Þýzkalandi 1974, er sóknarknattspyrna réði ríkjum. Það var því mikill sigur fyrir knattspyrnuíþróttina, er markhæstu lið keppninnar mættust í úrslitaleiknum að þessu sinni, Argentína og Holland. En leikurinn ætlaði aldrei að geta hafist, vegna þess að Rene • Er ítalski dómarinn flautaði til leiksloka, braut út tryllt gleði meðal allra Argentinumanna, ekki sist meðal leikmannanna eins og myndin sýnir. Þetta eru markamaskínurnar Leopoldo Luque og Mario Kempes. (Símamynd AP) Van Der Kerkhov var með gifs um úlnliðinn og dómarinn ítalski var smeykur um að kappinn myndi nota þa til þess að berja á mótherjunum. Seinkaði leiknum um 10 mínútur meðan verið var að ganga frá meiðslum Renes á viðunandi hátt. Ekki var leikurinn mínútu gamall, er fyrsta auka- spyrnan var dæmd og ekki sú síðasta, því að þær nálguðust áttunda tuginn áður en yfir lauk. Hollendingar áttu fyrsta færi leiksins, er Rep skallaði naumlega framhjá markinu eftir aukaspyrnu frá vinstri, en síðan tóku Argen- tínumenn völdin á vellinum og héldu þeim þar til þeir höfðu skorað fyrsta markið á 30. mínútu. Jongbloed varði vel skot frá Luque snemma í leiknum og nokkru síðar annað frá Passarella. Nokkru áður var Krol bókaður fyrir að höggva Bertoni niður og er dómarinn sýndi spjaldið, notaði Bertoni tækifærið og rak olnbogann í vömbina á Jóhanni Neeskens. Komst hann upp með það. Um þessar mundir réðu Argentínu- menn miðju vallatins og þeir Kempes, Gallego og Ardilles voru í miklu stuði. Inn á milli áttu Hollendingar þó hættulegar skyndisóknir og Argentínumenn gátu aldrei verið rólegir. Enn áttu þeir Kempes og Luque góðar tilraunir, en sá fyrrnefndi brenndi af, en Erny Brandts stöðvaði þann síðarnefnda. A 25. mínútu tók leikurinn að æsast er Passarella komst öðru sinni í gott færi en skaut yfir markið, Hollendingar brunuðu upp og Johnny Rep komst í dauðafæri, en Fillol varði snilld- arlega. Þrem mínútum síðar var Bertoni kominn í opið færi en brenndi illilega af. Það lá í loftinu að mark væri á næstu rrösum og eins og gangur leiksins var, var það sanngjarnt, er það voru Argentínumenn sem brutu ísinn. Það var 7 mínútum fyrir hlé, að Ardilles sendi laglega á Kempes, sem lék á þrjá Hollendinga áður en hann skoraði með góðu skoti, 1—0 fyrir Argentínu. Hollending- ar sóttu mjög í sig veðrið þær mínútur sem eftir voru og áttu bæði Rep og Rensenbrink langskot sem voru ekki all fjarri ramman- ÞEIR SKORUÐU A HM MARIO Kempes varð markhæsti leikmaður IIM 1978, skoraði hann G mörk í 7 lcikjum. Tala þessi virðist fara lækkandi, síðast voru mörkin 7 og þar áður 10. Athygli vekur, að Kempes skor- aði ekki mark fyrr en í átta liða keppnina var komið. En svona Iitur listinn út> Mario Kempes Arg. 6 TeofiIIio Cubillias Perú 5 Rob Rensenbrink Holl. 5 Hansi Krankl Austurr. 4 Leopoldo Luque Arg. 4 Johnny Rep Holl. 3 Karl H. Rummenigge V-Þýsk. 3 Paolo Rossi Italíu 3 Dirceu Brasilíu 3 Roberto Brasilíu 3 Eftirfarandi leikmenn skoruðu 2 mörk hver: Bertoni og Pasarella (Argentínu), Haan og Brandts (Holland), Bettega (Ítalíu), Gemmell (Skotlandi), Flohe og Dieter Múller (V-Þýskalandi), Boniek og Lato (Póllandi), Nelinho (Brasilíu). Og eftirfarandi skari leikmanna skoraði eitt mark í keppninni: Poortvljet (Holland), Benetti (ítal- iu), Saccarelli og Causio (Ítalíu), Hansi Múller, Abramczick og Hölzenbein (V-Þýskalandi), Plat- ini, Lacomb, Lopez, Berdoll og Roucheteo (Frakklandi), Cueto (Perú), Daniafar (íran), House- man og Tarantini (Argentínu), Dani (Spáni), Schachner og Ober- mayer (Austurríki), Reinaldo (brasilíu), Sjöberg (Svíþjóð), ■ Vazquez og Rangel (Mexikó), Kaabi, Gohmmidt (Túnis), Csabo, Zombory og Toth (Ungverjal.) Deyna og Zarmach (Póllandi), Asensi (Spáni), Dalglish (Skot- landi), Velasguas (Perú), Rowhans (íran), Willy og Rene Van Der Kerkhov (Holland). • Á efri myndinni skorar Mario Kempes fyrra mark sitt á móti Hollandi. og á þeirri neðri er hann enn á ferðinni og skorar framhjá Hollensku varnarleikmönnunum. Síðara markið dró alveg vígtönnina úr Hollendingum. Símamyndir AP. Stigatafla HM EF TEKIN eru saman s síig Austurríki 7 3 0 3 7:10 6 liðanna á IIM. líkt um V-Þýzkaland 6 14 1 10: 5 6 deildakeppni væri að ræða. er Perú 6 2 13 7:12 5 útkoman svonat Túnis 3 111 3: 2 3 Spánn 3 111 3:2 3 Skotland 3 111 5: 6 3 Argentína 7 5 11 15: 4 11 Frakkland 3 10 2 5: 5 2 Holland 7 3 2 2 15:10 8 Svíþjóð 3 0 12 1: 3 1 Brasilía 7 4 3 0 10: 3 11 íran 3 0 12 2: 8 1 Italía 7 4 12 8: 5 8 Ungverjaland 3 0 0 3 3: 8 0 Pólland 7 3 12 6: 6 7 Mexíkó 3 0 0 3 2:12 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.