Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1978 Tel að of marg ir láti mata sig á áróðri - sagði Sigurlaug — ÉG ER ekkert of kát enda ekki ástæða til þess og held að þetta sé okkur sjálfstæðismönn- um mikil vonbrigði. Við vorum viðhúin einhverju tapi, en ekki svona miklu, satrði Sigurlau^ Bjarnadóttir, sem skipaði þriðja sæti á framboðslista Sjálfstaíðis- flokksins í Vestfjarðakjördæmi, en þar fékk flokkurinn 2 menn kjörna og hélt sínum kjördæma- kjörnu mönnum. — Fyrst og fremst hef ég orðið fyrir vonbrigðum með Vestfirð- inga og hélt ég ekki að svo margir þeirra væru fylgjandi kommúnist- um. Mér hefur fundizt lífsviðhorf og hugarheimur Vestfirðinga vera mjög framandi og frábrugðinn hugsunarhætti kommúnista eins og ég hef kynnzt þeim. I annan Bjarnadóttu* stað finnst mér að svo hafi verið staðið að málefnum Vestfjarða og unnið svo vel að þeirra hagsmuna- málum af núverandi ríkisstjórn að hún eigi ekki skilið þessi úrslit. Ég ttel að þessar ófarir stjórn- arflokkanna stafi að miklu leyti af því að ekki var staðið rétt að verðbótaskerðingunni í febrúar- lögunum í vetur og tel að gremja fólksins hafi brotizt út. Það átti að greiða þeim lægst launuðu fullar verðbætur en þeim hæst launuðu engar. Bráðabirgðalögin í vor voru spor í rétta átt en komu of seint og á viðkvæmum tíma, þegar kosningar voru í sjónmáli. — Þá vil ég nefna að mér finnast úrslitin gefa óþægilega vísbendingu um það að of margir meðal þjóðarinnar séu hættir að hugsa sjálfstætt en láti mata sig „Þessi úrslit eru ekki endapunktur á fylgi flokkanna - Framsóknar- flokkurinn á eftir að endurheimta sitt fylgi” — segir Gunnlaugur Finnsson „EG á dálítið erfitt með að meta þessi úrslit hér á Vestfjörðum svo fljótt og það sama á reyndar við um úrslitin á landinu í heild. Ég er þó viss um að sá óróleiki, sem nú er kominn á fslensk stjórnmál, heldur áfram. Þessi úrslit eru ekki einhver endapunktur á fylgi flokkanna og ég veit, að þó að Framsóknarflokkurinn hafi tap- að verulega nú. þá á hann eftir að endurheimta sitt fyrra fylgi,“ sagði Gunnlaugur Finnsson frá Hvilft í Önundarfirði en Gunn- laugur skipaði að þessu sinni annað sætið á framboðslista Framsóknarflokksins í Vest- fjarðarkjördæmi. Framsóknarflokkurinn hefur um langt árabil haft tvo þing- menn kjörna á Vestfjörðum en tapaði nú öðru þingsæti sínu. Gunnlaugur hefur setið á þingi frá 1974. „Ef ég á að að nefna ástæður fyrir þessum úrslitum kosning- anna,“ sagði Gunnlaugur, „þá liggur alveg fyrir að ekki hefur tekist að koma skýringum á frumstefnu þeirra flokka, sem stóðu að síðustu ríkisstjórn, í efnahagsmálunum nægjanlega vel til kjósenda og þó svo að henni hafi verið komið á framfæri við kjósendur, hefur hún ekki náð eyrum þeirra. Önnur ástæða eru fyrst og fremst nýjar baráttuað- ferðir andstæðinga okkar í formi áróðurs og auglýsinga. Ekki verð- ur sagt að jafnræði hafi verið í þeim áróðri, sem haldið hefur verið uppi gagnvart aðgerðum ríkisstjórnarinnar í efnahagsmál- á áróðri þeirra sem eru ágengastir og ósvífnastir. — Af tvennu illu var þó skárra að Alþýðuflokkurinn skyldi vinna meira á en Alþýðubandalag, en nú er eftir að vita hvað verður úr öllu orðagjálfri kratanna. Hvað sem öllu líður þá er manni efst í huga að þeim, sem taka við stjórn, takist að leysa þann vanda sem við stöndum frammi fyrir í efnahags- málum með skynsamlegum og heillavænlegum hætti fyrir þjóð- ina. unum, því þar hafa raddir mót- mæla hrópað hærra. Ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með þessi úrslit og trúði ekki spá síðdegisblaðanna. En miðað við þessi úrslit er hlutur landsbyggðarinnar fyrir borð bor- inn, því ég tel að við framsóknar- menn höfum þar staðið betur í ístaðinu en vænta má af þeim öflum, er nú hrósa sigri," sagði Gunnlaugur, en spurður um hvað nú tæki við hjá honum, sagði hann: „Ég hef aldrei búist við því að þingsetan væri tryggt lífsstarf og ég kem til með að snúa mér að mínum fyrri störfum við búskap og kennslu en önnur áform hef ég ekki á prjónunum." „Harma að almenning- ur féllst ekki á stefnu sjálfstæðismannna um launajöfnuð og atvinnuöryggi” - segir Steinþór Gestsson „MÉR KOMA þessi úrslit mjög á óvart. Mig óraði ekki fyrir því að Alþýðuflokkurinn hefði náð jafn miklu fylgi og raun ber vitni því að sannast sagna urðum við afar lítið varir við þeirra fylgismenn, auk þess sem manni heppnaðist ekki að finna þá sjálfstæðismenn. sem hafa nú sjáanlega yfirgefið okkur." sagði Steinþór Gestsson. sem skipaði þriðja sætið á fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi að þessu sinni cn Sjálfstæðisflokkurinn missti í kosningunum á sunnudag sitt þriðja þingsæti á Suðurlandi og hefur nú tvo þingmenn í kjördæminu. Steinþór Gestsson hefur setið á Alþingi frá árinu 1967 sem þingmaður Sunnlend- inga og var á síðasta þingi formaður fjárveitingarnefndar Alþingis. „Þessi úrslit gefa ótvírætt til kynna,“ sagði Steinþór, „að al- menningur hefur ekki viljað fall- ast á stefnu okkar sjálfstæðis- manna um jafnlaunastefnu og atvinnuöryggi og ég verð að harma það.“ Steinþór sagðist ekki kvíða því að hann yrði verkefnalaus á næstunni og í fyrstu færi hann til starfa á sinni ættarbyggð. „Ég er ekkert hræddur við framtíðina og það eru fjölmörg verkefni sem nú gefst tækifæri til að sinna betur en áður. Ég hefði kosið að fá tækifæri til að þjóna Suðurlands- kjördæmi og íbúum þess lengur en ég get ekki neitað því að mér hefur verið hafnað." Gífuryrði um úrræða- leysi Sj álfstæðisflokks- ins eru blekking — sagði Guðmundur H. Garðarsson MORGUNBLAÐIÐ bað Guðmund H. Garðarsson að segja álit sitt á úrslitum Alþingiskosninganna, en hann skipaði 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins f Reykjavfki Að sjálfsögðu harma ég úrslit kosninganna, en ég er þess jafnframt fullviss að Sjálfstseðis- flokkurinn mun eflast á ný. Sagan hefur sýnt, að hann er sá flokkur sem fólkið hefur ætíð leitað skjóls hjá þegar í harð- bakkann slær. íslendingar hafa búið við mikið meðlæti undanfar- in ár. í þessum kosningum brugðu ýmsir á leik. Þeir sögðust vilja aðra menn og ný ráð. Alþýðuflokkurinn og Alþýðu- bandalagið gáfu mikil fyrirheit og lofuðu fólkinu miklu. Nú er rétt að þeir standi við stóru orðin. Þessir flokkar eiga að mynda ríkisstjórn með hlutleysi Sjálfstæðisflokksins, þeim ber skylda til að leggja fram tillögur og raunveruleg ráð um framtíðar- velferð þjóðarinnar. Treysti þeir sér ekki til að gera það, hafa gífuryrði þeirra um úrræðaleysi og vanmátt Sjálf- stæðisflokksins til að stjórna landinu reynst blekking ein. Og þá munu þeir fá sinn dóm. Ég kvíði engu. Spái að óróleiki sé framundan sagði Halldór Ásgrimsson í Austurlandskjördæmi missti Framsóknarflokkurinn einn þingmann til Alþýðubandalags og var það Halldór Ásgrímsson, sem skipaði þriðja sætið á listan- um þar. Halldór hafði þetta að segja um úrslitim — Mér er engin launung að því að þetta eru vonbrigði bæði fyrir mig og minn flokk. Ég hef sagt að margir menn eigi eftir að efna mörg og stór loforð og ég vona bara að þeim gangi það vel án minnar hjálpar. Það hefur verið á brattann að sækja í þessari barátth, við áttum von á að Alþýðubandalagið ynni eitthvað á, en ekki svo mikið sem raun varð í þessu kjördæmi. Ég býst við að það eigi eftir að draga til tíðinda á stjórnmálavettvangn- um á næstu árum og spái ég því að óróleiki sé framundan. Það hefur verið óróleiki í þjóðfélaginu að undanförnu og má rekja hann til ýmissa hluta svo sem fjölmiðla, verðbólgu o.fl. og held ég að þeir, sem ná kosningu við þessar aðstæður, eigi eftir að bera þess nokkur merki, þeir eiga eftir að endurspegla þetta ástand, en annars á framtíðin eftir að skera úr um það. Var ljóst að úr- slit yrðu tvísýn sagði Ingi Tryggvason — ÞAÐ er nú cins og gengur maður vcrður fyrir vonbrigðum, sagði Ingi Tryggvason sem var þriðji maður á lista Framsóknar- flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra en þar missti Framsóknar flokkurinn eitt þingsæti. — Mér var það vel ljóst fyrir- fram að úrslitin yröu tvísýn, en mér dettur ekki í hug að þau þýði það að ekki verði lengur barizt fyrir framgangi samvinnustefnu hér á landi. Að öðru leyti er engu hér við að bæta, nema að ég vil þakka öllum þeim sem hafa stutt okkur og starfað fyrir Fram- sóknarflokkinn og vonast til að þeir sem vinna áfram að málefn- um kjördæmisins á Alþingi geri það vel, sagði Ingi Tryggvason að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.