Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 19
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1978 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1978 27 Útgefandi hf. Árvákur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Viðhorfin að kosningum loknum Sigur Alþýðuflokksins vekur mesta eftirtekt við úrslit þingkosninganna, sem fram fóru á sunnudag. Alþýöu- flokkurinn er óumdeilanlegur sigurvegari kosninganna og fékk nú meira kjörfylgi heldur en hann hefur nokkru sinni fengið fyrr í sögu sinni. Alþýöuflokkurinn er nú orðinn jafnstór flokkur og Alþýðubandalagið og eru það sögulega merkileg þáttaskil þar sem Alþýðuflokkurinn hefur alltaf fariö halloka fyrir kommúnistum frá því, aö klofningur varð í Alþýðuflokknum 1938 og Sósíalistaflokkurinn, forveri Aiþýðubandalagsins, var stofnaöur. Sjáifsagt liggja margar ástæöur til kosningasigurs Alþýöuflokksins. Ein augljós ástæöa er sú, sem Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra, vék aö í sjónvarþsumræöum í gærkvöldi, að Alþýðuflokkurinn tók uþþ í kosningabaráttunni stefnu Sjálfstæðisflokksins í varnar- og öryggismálum. Benedikt Gröndal, formaöur Alþýöuflokksins, lýsti því yfir meö afdráttarlausum hætti í kosningabaráttunni, að Alþýöuflokkur- inn væri fylgjandi óbreyttri stefnu í varnarmálum. Viö þá yfirlýsingu hlýtur Alþýðuflokkurinn að standa. Annaö, sem athygli vekur í kosningaúrslitum, er sú augijósa staöreynd, að framsókn Alþýðubandalagsins sem fram kom í borgarstjórnarkosningunum hefur verið stöðvuð. í Reykjavík tapaði Alþýðubandalagið umtalsverðu fylgi frá borgarstjórnar- kosningum, sem er ekki sízt athyglisvert vegna þess, hversu skammt er á milli þessara kosninga. Sú atkvæðaaukning, sem Alþýðubandalagið fékk yfir landið í heild frá kosningum 1974 er ekki meiri en eðlileg getur talizt miöað viö þaö, að Alþýöubandalagið hefur verið í stjórnarandstöðu á erfiðu kjörtímabili stjórnarflokka. Alþýðubandalagið er í dag ekki stærri flokkur í Reykjavík en þaö var, þegar þaö bauð fyrst fram í kosningunum 1956 og mun minni flokkur en Sósíalistaflokkurinn var á árunum milli 1940 og 1950. Alþýðubandalagið er nú ekki stærri flokkur en Alþýöuflokkur- inn og eru þaö merkileg umskipti á vinstri væng stjórnmálanna. Stjórnarflokkarnir töpuöu báðir umtalsveröu fylgi. Þegar metiö er fylgistap þeirra veröa menn aö muna, að samanburöur á útkomu Sjálfstæðisflokksins miöað viö síðustu kosningar gefur ekki allskostar rétta mynd af raunverulegri stöðu flokksins vegna hins mikla kosningasigurs, sem flokkurinn vann þá. Engu að síður verða sjálfstæðismenn að horfast í augu við þá staöreynd, að þeir hafa ekki áður hlotiö jafnlágt hlutfall atkvæðamagns yfir landið. Hins vegar er Sjálfstæöisflokkurinn í lykilstööu á Alþingi, eins og Magnús Torfi Ólafsson réttilega benti á í sjónvarpsumræöum í gærkvöldi, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn gæti myndað stjórn meö hverjum hinna þingflokkanna, sem væri. Sjálfstæöismenn verða þrátt fyrir þaö aö gera sér þess grein, að margt er í ólagi í þeirra flokki og fylgistapiö nú á aö verða þeim hvatning til þess að endurskipuleggja flokkinn, endurnýja stefnu hans og endurnýja baráttusveitir hans. Þess vegna bíða mikil verkefni sjálfstæöismanna á næstu árum. Fylgistap Framsóknarflokksins er að því leyti til meira áberandi aö þaö er ekki miðað við eins óvenjulega hagstæöa útkomu og fylgistap Sjálfstæðisflokksins. Framsóknarflokkur- inn er nú minnsti þingflokkurinn og hlýtur aö skoöa stööu sína mjög gaumgæfilega á næstunni. Framundan bíða vandasöm verkefni nýrrar landsstjórnar. Vafalaust mun nokkur tími líöa þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Sú ríkisstjórn verður að takast á við vandamál í efnahags- og atvinnulífi, sem ekki veröa leyst meö þeim töfraráöum, sem Alþýðuflokkur og Alþýöuþandalag boöuðu fyrir kosningar. Halli á fiskvinnslu er mikill. Veröi fullar vísitölubætur greiddar á laun á ný mun þessi vandi fiskvinnslunnar margfaldast. Hann nemur nú um 10 milljöröum á ári og verður enn meiri ef fylgt verður þeirri stefnu Alþýöuflokks og Alþýðubandalags að greiða fuliar vísitölubæt- ur á laun. Kosningunum er lokiö. Veruleikinn blasir við. Alþýðuflokkur- inn hefur unnið mikinn sigur. Hann hlýtur að axla þá ábyrgð, sem sigrinum fylgir. Hann hlýtur að leggja fram tillögur sínar til lausnar á þeim vandamálum, sem framundan eru í efnahags- og atvinnumálum. Þjóöin bíöur nú eftir því hver ráö Alþýðuflokksins eru og þá kemur í Ijós hvers konar grundvöllur skapast til samstarfs milli flokka um stjórnarmyndun. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi tapaö fylgi í þessum kosningum er hann enn sú kjölfesta í íslenzkum stjórnmálum, sem hann hefur jafnan veriö. Hann er enn sem fyrr stærsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar. Reykjavík Atkvæði Þing- % Breyt- menn ing A 11.159 ( 4.071) 3(1) 22,6 ( 8,5) +14,1 B 4.116 ( 8.014) 1(2) 8,3 (16,7) * 8,4 D 19.515 (24.023) 5(7) 39,5 (50,1) 10,6 F 1.942 ( 1.650) 0(0) 3,9 ( 3,4) + 0,5 G 12.016 ( 9.874) 3(2) 24,3 (20,6) + 3,7 K 128 ( 121) 0(0) 0,3 ( 0,3) 0 R 184 ( 149) 0(0) 0,4 ( 0,3) + 0,1 S 284 0,6 + 0,6 Atkvæði greiddu 50.097 af 56.312 á kjörskrá, eða 88,9%. Auðir seðlar voru 636 og ógildir 117. Kosningu hlutu: Af A-lista: Benedikt Gröndal, Vilmundur Gylfason og Jóhanna Sigurðardóttir. Af B-lista: Einar Ágústsson. Af D-lista: Albert Guðmundsson, Geir Hall- grímsson, Ragnhildur Helgadóttir, Ellert B. Schram og Gunnar Thoroddsen. Af G-lista: Svavar Gestsson, Eðvarð Sigurðs- son og Svava Jakobsdóttir. Vesturlands- kjördæmi Atkvæði Þing- % Breyt- menn ing A 1.718 ( 771) 1(0) 23,2 (10,9) +12,3 B 1.968 (2.526) 2(2) 26,6 (35,6) + 9,0 D 1.920 (2.374) 1(2) 26,0 (33,4) + 7,4 F 310 ( 246) 0(0) 4,2 ( 3,5) + 0,7 G 1.477 (1.179) 1(1) 20,0 (16,6)+ 3,4 Atkvæði greiddu 7561 af 8398 á kjörskrá, eða 90%. Auðir seðlar og ógildir: 168. Kosningu hlutu: Af A-lista: Eiöur Guönason. Af B-lista: Halldór E. Sigurösson og Alexander Stefánsson. Af D-lista: Friðjón Þórðarson. Af G-lista: Jónas Árnason. Norðurlands- kjördæmi vestra Atkvæði Þing- % Breyt- menn ing A 752 ( 445) 0(0) 13,6 ( 8,2) + 5,4 B 1.784 (2.027) 2(2) 32,4 (37,6) + 5,2 D 1.519 (1.756) 2(2) 27,5 (32,6) + 5,1 F 278 ( 312) 0(0) 5,0 ( 5,8) + 0,8 G 1.181 ( 851) 1(1) 21,4 (15,8) + 5,6 Atkvæði greiddu 5620 af 6344 á kjörskrá, eða 88,6%. Auðir seðlar voru 90, ógildir 15 og 1 vafaatkvæöi. Kosningu hlutu: Af B-lista: Ólafur Jóhannesson og Páll Pétursson. Af D-lista: Pálmi Jónsson og Eyjólfur Konráö Jónsson. Af G-lista: Ragnar Arnalds. Austurlands- kjördæmi Atkvæði Þing- % Breyt- menn ing A 563 ( 195) 0(0) 8,3 ( 3,1) + 5,2 B 2.439 (2.676) 2(3) 36,2 (42,5) + 6,3 D 1.062 (1.344) 1(1) 15,7 (21,3) + 5,6 F 218 ( 491) 0(0) 3,2 ( 7,8) + 4,6 G 2.463 (1.595) 2(1) 36,5 (25,3) +11,2 Atkvæði greiddu 6.880 af 7.531 á kjörskrá, eða 91.4%. Auðir seðlar voru 118 og ógildir 17. Kosningu hlutu: Af B-lista: Vilhjálmur Hjálmarsson og Tómas Árnason. Af D-lista: Sverrir Hermannsson. Af G-lista: Lúövík Jósepsson og Helgi Seljan. Suðurlands- kjördæmi Atkvæði Þing- % Breyt- menn ing A 1.743 ( 568) 1(0) 17,2 ( 6,0) +11,2 B 2.462 (3.213) 2(2) 24,3 (33,8) + 9,5 D 3.275 (4.057) 2(3) 32,3 (42,7) +10,4 F 218 ( 299) 0(0) 2,1 ( 3,1) + 1,0 G 1.979 (1.369) 1(1) 19,5 (14,4) + 5,1 L 466 0 4,6 + 4,6 Atkvæði greiddu 10.390 af 11.570 á kjörskrá, eöa 89.8%. Auðir seölar voru 21Q og ógildir 31. Kosningu hlutu: Af A-lista: Magnús H. Magnússon. Af B-lista: Þórarinn Sigurjónsson og Jón Helgason. Af D-lista: Eggert Haukdal og Guðmundur Karlsson. Af G-lista: Garðar Sigurösson. Heildarúrslit Atkvæði Þing- menn % Breyt- ing A 26.912 (10.345) 14 ( 5) 22,0 ( 9,1) 12,9 B 20.661 (28.381) 12 (17) 16,9 (24,9) 8,0 D 39.973 (48.764) 20 (25) 32,7 (42,7) 10,0 F 4.073 ( 5.245) 0 ( 2) 3,3 ( 4,6) 1,3 G 27.962 (20.924) 14 (11) 22,9 (18,3) 4,4 H 776 0 0,6 0,6 K 128 ( 121) 0 0,1 ( 0,1) 0 L 466 0 0,4 0,4 R 184 ( 200) 0 0,2 ( 0,2) 0 S 486 0 0,4 0,4 V \ 592 0 0,5 0,5 Atkvæöi greiddu 124.263 af 139.267 á kjörskrá, seðlar voru 2.045. eöa 89.2%. Auöir og ógildir Reykjanes- kjördæmi Atkvæði Þing- % Breyt- menn ing A 7.293 (2.702) 2(0) 29,4 (13,0) +16,4 B 2.628 (3.682) 0(1) 10,6 (17,8) + 7,2 D 8.161 (9.751) 2(3) 32,9 (47,1) +14,2 F 574 ( 764) 0(0) 2,3 ( 3,7) + 1,4 G 5.319 (3.747) 1(1) 21,5 (18,1) + 3,4 S 202 0 0,8 + 0,8 V 592 0 2,4 + 2,4 Atkvæöi greiddu 25.114 af 27.840 á kjörskrá, eða 90,2%. Auðir seðlar voru 308 og ógildir 37. Kosningu hlutu: Af A-lista: Kjartan Jóhannsson og Karl Steinar Guðnason. Af D-lista: Matthías Á. Mathiesen og Oddur Ólafsson. Af G-lista: Gils Guömundsson. Vestf jarða - kjördæmi Atkvæði Þing- % Breyt- menn ing A 808 ( 495) 1 (0) 15,2 ( 9,9) + 5,3 B 1.114 (1.432) 1 (2) 21,0 (28,6) + 7,6 D 1.582 (1.798) 2 (2) 29,8 (35,8) + 6,0 F 85 ( 711) 0 (1) 1,6 (14,2) +12,6 G 937 ( 578) 1 (0) 17,7 (11,5) + 6,2 H 776 0 14,6 +14,6 Atkvæöi greiddu 5410 af 6007 á kjörskrá, eða 90,1%. Auðir seölar voru 96 og ógildir 11. Kosningu hlutu: Af A-lista: Sighvatur Björgvinsson. Af B-lista: Steingrímur Hermannsson Af D-lista: Matthías Bjarnason og Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Af G-lista: Kjartan Ólafsson. Norðurlands- kjördæmi eystra Atkvæði Þing- % Breyt- menn ing A 2.876 (1.098) 1(0) 22,1 ( 9,1) +13,0 B 4.150 (4.811) 2(3) 31,9 (39,7) + 7,8 D 2.944 (3.661) 2(2) 22,6 (30,2) + 7,6 F 448 ( 772) 0(0) 3,4 ( 6,4) + 3,0 G 2.590 (1.731) 1(1) 19,9 (14,3) + 5,6 Atkvæði greiddu 13.282 af 14.817 á kjörskrá, eða 89.6%. Auöir seðlar voru 240 og ógildir 44. Kosningu hlutu: Af A-lista: Bragi Sigurjónsson. Af B-lista: Ingvar Gíslason og Stefán Valgeirsson. Af D-lista: Jón G. Sólnes og Lárus Jónsson. Af G-lista: Stéfán Jónsson. Alþýöuflokkurinn fékk 9 kjördæmakjörna þingmenn og 5 uppbótarþingmenn. — Framsóknarflokkurinn fékk 12 kjördæmakjörna og engan uppbótarmann, Sjálfstæöisflokkurinn 17 kjördæmakjörna og 3 uppbótarmenn og Alþýðubandalagið 11 kjördæma- kjörna og 3 uppbótarmenn. Uppbótarmennirnir 11 eru: 1. Björn Jónsson (A) 2. Finnur Torfi Stefánsson (A). 3. Ólafur Ragnar Grímsson (G). 4. Gunnlaugur Stefánsson (A). 5. Friörik Sóphusson (D). 6. Hjörleifur Guttormsson (G). 7. Jósef H. Þorgeirsson (D). 8. Bragi Níelsson (A). 9. Ólafur G. Einarsson (D). 10. Geir Gunnarsson (G). 11. Árni Gunnarsson (A). Varamenn A-listans sem uppbótarþingmenn eru: Ágúst Einarsson, Bjarni Guðnason og Jón Baldvin Hannibalsson. Varamenn D-listans eru: Steinþór Gestsson, Halldór Blöndal og Sigurlaug Bjarnadóttir. Varamenn G-listans eru : Hannes Baldvinsson, Soffía Guðmundsdóttir og Skúli Alexandersson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.