Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1978 15 VILMUNDUR Gylfason, annar þing- maður Alþýðuflokksins í Reykjavík, er fæddur 7. ágúst 1948. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykja- vík árið 1968 og lauk BA-prófi í sögu frá Manchester-háskóla árið 1971. MA-prófi í sögu lauk hann frá háskólanum í Exeter, en síðan hefur hann verið kennari við Menntaskólann í Reykjavík. Vilmundur hefur starfað viö sjónvarp og útvarp auk pess sem hann hefur skrifað greinar um pjóð- mál og stjórnmál í blöð. Kona Vilmundar er Valgerður Bjarnadóttir, og eiga pau eina dóttur, Guðrúnu sem er fjögurra ára. Magnús Magnússon er fæddur 30.9. 1922 í Vestmannaeyjum. Lauk prófi frá Loftskeytaskólanum 1946 og stundaði tækninám hjá Pósti og síma. Hefur starfað sem sjómaður, bílstjóri og lengst af hjá Pósti og síma sem stöðvarstjóri í Vestmannaeyjum síöan 1956. Magnús var kjörinn í bæjarstjórn 1962 og situr í henni enn og var hann bæjarstjóri árin 1966—75. Magnús er efsti maður á lista Alpýðuflokksins í Suðurlandskjördæmi. Hann er kvænt- ur Mörtu Björnsdóttur frá ísafirði. Hjörleifur Guttormsson er fæddur á Hallormsstað 31. október 1935. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1955 og vorið 1963 lauk hann námi í líffræði frá háskólanum í Leipzig. Þá fluttist Hjörleifur til Neskaupstaðar, par sem hann hefur búið síðan. Þar hefur Hjörleifur verið kennari, auk Þess sem hann hefur unnið mikið að náttúrufræðimálum skóla- og safnamálum. Kona Hjörleifs er Kristín Guttormsson. KJARTAN Jóhannsson er fæddur 19.12.1939. Stúdentspróf frá M.R. 1959 og próf í byggingarverkfræði í Stokk- hólmi 1963 og rekstrarverkfræði frá háskóla í Bandaríkjunum árið 1965. Hefur aðallega starfað sem ráðgjafar- verkfræðingur og kennt í viðskipta- deild Háskóla íslands. Kjartan var bæjarfulltrúi i Hafnarfirði árin 1974—1978 og hefur síðan 1974 verið varaformaður Alþýðuflokksins en hann kemur á þing sem fyrsti meður A-lista í Reykjanesi. Kjartan er kvænt- ur Irmu Karlsdóttur. ALEXANDER Stefánsson er fæddur 6.10. 1922 í Ólafsvík. Stundaði nám í héraðsskólanum á Laugarvatni og Samvinnuskólanum í Bifröst. Starfaói hjá Kaupfélaginu í Ólafsvík, m.a. kaupfélagsstjóri í 14 ár. Hefur síðan starfaö að sveitarstjórnarmálum og verið oddviti Ólafsvíkurhrepps síðan 1966 og átt þátt í stofnun Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og var fyrsti formaður þeirra. Alexander er kvæntur Björgu Finnbogadéttur og er hann kjörinn á þing af lista Framsókn- arflokks 2. sæti. EIÐUR Guönason er fæddur 7.11. 1939 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá M.R. 1959 og B.A. prófi frá Háskóla islands árið 1967 og hafði Þá unnið í 5 ár meðfram á Alþýðublaðinu sem blaðamaður og ritstjórnarfulltrúi. Hóf störf hjá sjónvarpinu 1967 sem yfirþýðandi og síðar fréttamaður og fulltrúi í dagskrárdeild. Eíður er fyrsti maður á lista Alþýðuflokks í Vestur- landskjördæmi. Hann er kvæntur Eygló Helgu Haraldsdóttur píanókenn- ara. r „Arangur- inn betri en ég vonaði fyrirfram” segir Hjörleifur Guttormsson „ÞESSI árangur Alþýðubanda- lagsins á Austurlandi er að vísu heldur betri en ég hafði þorað að vona fyrirfram, en ég eins og fleiri Alþýðubandalagsmenn fundum það í kosningabarátt- unni, að við höfum mikinn meðbyr í kjördæminu, og gerð- um við okkur í vaxandi mæli vonir um að ná því markmiði að tryggja Helga Seljan áfram sæti á Alþingi, en það var okkar meginmarkmið í kosningabar- áttunni," sagði Hjörleifur Gutt- ormsson líffræðingur í Nes- kaupstað en hann fer nú á þing sem annar uppbótarmaður Alþýðubandalagsins, og þar með sjötti þingmaður Austurlands- kjördæmis. „Við áttum ekki von á að við slægjum Framsóknarflokknum við hér í kjördæminu að þessu sinni, en gerðum okkur ljóst að bilið myndi minnka mjög veru- lega frá því sem var. Sú staðreynd að Alþýðubandalagið skuli vera orðinn stærsti flokkurinn hér á Austurlandi teljum við ánægjulegt atriði og ekki sízt að Lúðvík Jósepsson formaður Alþýðubandalagsins skuli standa fyrir þessum lista. Helgi Seljan er nú kjördæma- kjörinn og að ég skuli ná þarna uppbótarsæti er mér ánægju- efni, en auðvitað kemur það mér töluvert á óvart, eins og ávallt er um slíka vinninga. Eg vil þó ekki segja að mér hafi ekki verið það ljóst nokkrum dögum fyrir Framhald á bls. 31 „Alþýðuflokkur- inn leysi vandamálin” segir Gunnlaugur Stefánsson „ÞAÐ SEM mér er efst í brjósti er þakklæti til stuðningsmanna flokksins í þessum kosningum sem unnu mikið og gott starf. Hins vegar vona ég að Alþýðu- flokknum auðnist að takast á við vandamálin sem framundan eru og leysa þau,“ sagði Gunn- laugur Stefánsson, sem nú verður sjöundi þingmaður Reykjaneskjördæmis. „Hafði ekki gert ráð fyrir svona mikiUi aukningu” segir Björn Jónsson „ÞAÐ ER auðsætt að þessi mikli sigur leggur miklar skyldur á herðar þeirra, sem sigruðu í kosningunum. Sjálfur hafði ég ekki gert ráð fyrir þetta mikilli fylgisaukningu Alþýðuflokksins, og ég held að þeir hafi verið fáir sem áttu von á þessari aukn- ingu,“ sagði Björn Jónsson forseti Alþýðusambands ís- lands, en Björn hefur nú verið kjörinn á þing á nýjan leik, sem uppbótarmaður Alþýðuflokksins í Reykjavík. „Hvort þessi úrslit tákni einhverja vendingu í íslenzkum stjórnmálum tel ég of snemmt að spá um. Hins vegar hlýtur svona stór breyting að hafa einhverjar afleiðingar í för með sér, þegar litið er til lengri tíma,“ sagði Björn ennfremur. „Þakka þeim sem tóku sunnan- manninum ver’ segir Arni Gunnarsson „ÉG þakka öllu því fólki í Norðurlandskjördæmi eystra, sem tók svona vel á móti sunnanmanninum, fyrir góðan stuðning við jafnaðarstefnuna," sagði Árni Gunnarsson ritstjóri þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær, en Árni verður nú sjöundi þingmaður Norður- landskjördæmis eystra. Þegar Morgunblaðið ræddi við Árna var nýbúið að vekja hann og tjá honum að hann væri orðinn þingmaður, en ekki var útlit fyrir það snemma í gærmorgun. Kvaðst Árni því vart vera búinn að átta sig á þessari nýju stöðu. Kemur mér á óvart sagði Bragi Níelsson BRAGI Níelsson læknir er einn nýrra þingmanna af hálfu Alþýðuflokksins en hann var annar maður á lista í Vestur- landskjördæmi. Mbl. leitaði til hans með þá spurningu hvort kjör hans hefði komið honum á óvart: — Já, ég veit varla hvað ég get sagt um það, þegar ég vaknaði í morgun þá gerði ég mér fyrst grein fyrir því hvað hafði gerst. Baráttan hér var ekki um mig, heldur snerist öll okkar hugsun, þ.e. okkar Alþýðuflokksmanna á Vesturlandi, um að ná kjöri Eiðs Guðnasonar og því má segja að þetta hafi komið mér mjög á ovart. Annars er ég ekki neinn nýgræðingur í stjórnmálum, ég hef haft áhuga á þeim frá skólaárum og verið viðloðandi þau á einhvern hátt síðan, sagði Bragi Níelsson að lokum. ódýr spamey tinn liíxusbíll Stöðugt hækkandi bensínverð er áhyggjuefni flestra bifreiðaeigenda. Af þeim sökum hefur athygli manna beinst að sparneytnum bifreiðum. RENAULT 12 er frekar stór, rúmgóður en umfram allt, eyðir mjög litlu bensíni. RENAULT 12 er með framhjóladrif sem eykur ökuhæfni við allar aðstæður. KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 86633

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.