Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1978 43 f fyrsta skiptið í sögu Rhodesíu sitja leiðtogar blökkumanna á fremsta bekk við hlið Ian Smiths forsætisráðherra Rhódesfu við setningu nýs þings í landinu. Sjást blökkumannaleiðtogarnir sitja á bekkjunum tveimur neðst í hægra og vinstra horni myndarinnar, en maðurinn, sem situr í hásætinu fyrir miðju myndarinnar, er núverandi forseti Rhódesíu, John Wrathall. 13 farast í þyrluslysi Forseta velt úr sessi og myrtur í Suður-Yemen Bcirut. I.íbanon. Vdcn. SuðurYcmcn. 2fi júni. AP. Rcutcr. FLOKKUR marxista. sem rikjum ræður í Suður-Yemen, tilkynnti á mánudag að hann hefði rutt forseta landsins úr valdastóli. eftir 12 tíma baráttu um yfirráðin í þessu eina vinalandi Sovétríkjanna á Arabaskaga. bá herma nýjustu fréttir að forsctinn hafi verið tckinn af lífi ásamt innanríkismálaráðherra landsins eftir skærur, sem urðu í höfuðborginni Aden. í frétt Aden-útvarpsins í Suð- t ur-Yemen, sem er ríkisrekið, sagði að Þjóðarfylkingin, eins og stjórn- arflokkurinn er nefndur, hefði komið að forsetanum, Salem Robaya Ali, á kné og hefði hann átt að svara til saka fyrir „skoðan- ir í anda einstaklingshyggju“. Þjóðarfylkingin lýtur forystu Adbul-Fattah Ismails. Hermt var í Beirut að forsetinn hefði verið tekinn höndum eftir hörð átök á götum höfuðborgar- innar, Aden. Fréttastofan „INA“ í Irak segir að marxistar hafi steypt Ali af stóli vegna meintra tilrauna hans til að taka sér alræðisvöld eftir að forseti' Norður-Yemen, Ahmed al Ghasmi, lét lífið í sprengingu á laugardagsmorgun. Aðalnefnd Þjóðarfylkingarinnar saki Ali m.a. um að hafa fyrirskipað sprengju- árás á forsetahöllina meðan nefndin sat að störfum. Segir í tilkynningu frá henni að það hafi einungis verið að þakka stjórnar- farslegu trygglyndi lögreglu, hers og flokksdeilda að viðleitni forset- ans bar ekki árangur. Þá segir að hegðin Robaya Alis hafi gengið í berhögg við „ailar kennisetningar og venjur". Salem Robava Ali var á sínum tíma foringi uppreisnarmanna, sem börðust gegn yfirráðum Breta í landinu áður en hann tók við embætti þjóðarhöfðingja hins marxíska ríkis fyrir níu árum. Stjórnvöld í Suður-Yemen vísuðu á laugardagskvöld til föður- húsanna öllum dylgjum um að þau hefðu verið viðriðin morðið á Ghasmi, forseta Norður-Yemen, á laugardag, en forsetinn lét lífið er sprengja í handtösku suð- ur-yemensks sendimanns sprakk í skrifstofu hans. Forsætisráðherra Norður-Yemens sakaði nágranna- na í Suður-Yemen samstundis um að hafa myrt forsetann og sleit stjórnmálasamskiptum landanna. Forsætisráðherra Suður-Yemens sendi hins vegar samúðarskeyti til starfsbróður síns í Norður-Yemen og lét í ljós „þungan harm“ yfir atburðinum. Gat hinn sami þess að morðið væri tilraun til að gera að engu vonir manna um samein- ingu þjóðanna tveggja. Margir fréttaskýrendur líta svo á að morð A1 Ghasmis sé áfall fyrir Saudi-Araba, sem fram til þessa hafa lagt kapp á að laða Norður-Yemen til fylgis við and- kommúníska stefnu sína. Forset- inn hafði sjálfur gengið fram fyrir skjöldu um að bæta samskipti landanna. Einnig er það skoðun manna að brottvikning og lát Robaya Alis kalli enn frekari óvissu yfir samband landanna, en ýfingar hafa nú verið með þeim um tíu ára skeið. Hefur ástandið verið stór- veldum ríkt áhyggjuefni, ekki sízt vegna legu landanna við hlið mjóa Bab al-Mandeb sund. Þetta gerðist Bergen 26. júní. Reuter. Ap. NORSKA slysavarnarfélagið til- kynnti í dag að 13 manns hefðu farist og fimm væri enn saknað, eftir að þyrla af Sikorsky F-61 gerð hrapaði skammt út af strönd Kona viðriðin morð Moros tekin höndum Róm 26. júní AP. ÍTALSKA lögreglan gaf í dag út skipun um handtöku konu, sem ásökuð er um að hafa verið viðriðin ránið og morðið á Aldo Moro, fyrrverandi forsætisráð- herra Ítalíu. Konan, Barbara Balzarani Marini, er gift Antonio Marini, sem hefur setið í fangelsi í rúman mánuð, en hann er einn af áttmenningunum sem handteknir voru á sínum tíma og ákærðir um að hafa myrt Aldo Moro. Lítið hefur verið látið uppi um ástæðu þess að fyrirskipuð er handtaka Barböru Marini en heimildir herma að hermdar- verkamenn Rauðu herdeildanna hafi notað íbúð hennar fyrir fylgsni, er lögregla leitaði hvað mest að ræningjum Moros. Húsrannsókn var gerð í íbúðinni í apríl og fundust þá vopn og ýmsir aðrir munir, sem lögregla taldi tilheyra Rauðu herdeildunum. Noregs í dag. Þyrlan var á leiðinni til olíuborpalls og voru flestir um borð í henni verka- menn. í þyriunni voru 18 manns, 16 farþegar og tveggja manna áhöfn. Voru sex farþeganna útlendingar. Slæmt skyggni var þegar þyrlan hrapaði og hefur óhagstætt veður hamlað leit að hinum fimm, sem enn er saknað. Allir um borð í þyrlunni voru í björgunarbeltum og er því nokkur vpn til þess að fimmmenningarnir séu enn lif- andi. Þetta er annað þyrluslysið sem verður í Noregi á sjö mánaða tímabili og í bæði skiptin hefur mannskaði orðið. í nóvember síðastliðnum fórust 12 menn er þyrla hrapaði í Norðursjóinn. 30 ár fyrir heróínsmygl Bangkok — 23. júní. Reuter. HOLLENZK kona hefur verið dæmd í þrjátíu ára fangelsi í Thailandi eftir að hafa verið fundin sek um að hafa haft í fórum sínum 2,76 kg af heróíni og reynt að smygla því út úr landinu. Konan, sem heitir Emmy Lankreyer og er 24 ára gömul, var handtekin á flugvellinum í Bang- kok í október sl. og var þar að stíga um borð í vél sem var á áætlun til Amsterdam. 27. júní 1976 — Eanes hershöfðingi kosinn forseti í fyrstu forseta- kosningunum í Portúgal í hálfa öld. 1975 — Margir handteknir og mannréttindi skert samkvæmt neyðarástandslögum á Indlandi. 1972 — Vopnahlé á Norður-ír- landi eftir látlaus hryðjuverk í þrjú ár. 1958 — Rússar skjóta niður bandaríska herflutningavél sem villist á leið frá Tyrklandi til írans. 1946 — Qrikkir fá Tylftareyjar af ítölum. 1944 — Bandamenn taka Cherbourg. 1940 — Rússar gera innrás í Rúmeníu. 1877 — Rússar sækja yfir Dóná í stríðinu gegn Tyrkjum. 1857 — Fjöldamorð á Bretum í Canpore á Indlandi. 1697 — Ágúst kjörfursti af Saxlandi kosinn konungur Pól- ' lands. Afmæli dagsinst Charles Stewart Parnell írskur þjóð- ernissinnaleiðtogi (1846—1891) — Helen Keller bandarískur mannvinur (1880—1968). Innienti Fyrsta gufuskip kemur til ísiands 1855 — Fyrsti ríkis- ráðsfundur hér á landi 1921 — Gerðardómssamningur íslands og Norðurlanda undirritaður á Þingvöllum 1930 — Viðskipta- samningur við Bandaríkin 1942 — Jörunchir Jörundsson tæmir tukthúsið Þ.Reykjavík og kemur á fót lífvérði 1809 — Dr. Arngrímur Jónsson lærði 1648 (f. 1568) — Arnljótur Ólafsson 1873 — Síra Þorsteinn Pálsson 1873 — Pétur Magnússon fv. fjármálaráðherra 1948. Orð dagsins< Sameinuðu þjóð- irnar voru ekki settar á stofn til þess að koma okkur til himna heldur einungis til þess að bjarga okkur frá helvíti — Sir Winston Churchill brezkur stjórnmálaskörungur (1874-1965). Rússar og Kúbanir höggva enn í Ogaden Nairobi—Kenya, Mogadishu- Sómalíu 26. júní. AP. Uppreisnarmenn í Ogaden, sem berjast við Eþíópíumenn um yfirráð eyðimerkurinnar, hafa ásakað sovéskar og kúbanskar hersveitir um morð á óbreyttum borgurum á þremur stöðum í Ogaden. Þá herma fréttir í Sómalíu að eþíópískar flugvélar hafi í annað skipti á skömmum tíma ráðist yfir norð-vestur landamæri Sómalíu á sunnudag og gert loftárásir. *** Útvarpið í Mogadishu í Sómalíu skýrði frá því á mánudag að víg hinna óbreyttu borgara hefðu átt sér stað í borgunum Laan, Harar og Ayasha, en járnbraut liggur um allar þessar borgir. Útvarpsstöðin bar fyrir sig heimildir Frelsis- hreyfingar Vestur-Sómala (Wslf). Var sagt að komið hefði fram í dagblaði hreyfingarinnar að j aldraðir menn, konur og börn hafi verið myrt í kjölfar árásar frelsis- hreyfingarinnar á járnbrautina. Ekki var unnt að fá nákvæmari heimildir af atburðunum og hafa þeir ekki verið staðfestir af utanaðkomandi aðila. í tilkynningu frá sómalska landvarnaráðuneytinu á mánudag segir að þrjár sovét-smíðaðar orrustuflugvélar af gerðinni MIG 21 og MIG 23 hafi gert harða skothríð á tvö þorp í norð-vestur- hluta Sómalíu á sunnudag. Er sagt að eitt barn hafi látið lífið í árásunum og fjórir særst alvar- lega. Þorpin, sem um er að ræða, eru nafnd Baleh Haanood og Abudulkadir. Þessum hernaðarað- gerðum Eþíópíumanna svipar til loftárása sömu aðila síðastliðinn fimmtudag á borgir við landamæri landanna þar sem 12 létu lífið og 41 særðist að sögn sómalskra embættismanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.