Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1978 13 „Það var rétt niður- staða hjá okkur að hlutverki Samtak- anna væri lokið” — segir Karvel Pálmason „AUÐVITAÐ vonaði ég í lengstu lög að þetta tækist en hitt ber að viðurkenna að þetta var djörf tilraun, en þó þess virði að gera hana. Og ég er þeirrar skoðunar að þetta sýni að það er hægt að brjóta niður þetta mikla flokks- vald og að ná þó þessum árangri utan við allar flokksmaskínur og flokkskerfi hlýtur að segja sína sögu,“ sagði Karvel Pálmason, efsti maður á Hlista óháðra kjósenda á Vestfjörðum. AUt þar til hafist var handa við talningu utankjörfundaratkvæða í kjör- dæminu hélt Karvel sínu þingsæti cn við talningu á þeim atkvæðum náði hann ekki kjöri. H-listinn fékk samtals 771 atkvæði og 14,6% atkvæða í kjördæminu. Karvel Pálmason tók fyrst sæti á Alþingi 1971 en við þær kosning- ar skipaði hann annað sætið á lista Samtaka frjálslyndra og vinstri manna á Vestfjörðum. Við kosningarnar 1974 var Karvel í fyrsta sæti á lista Samtakanna og náði kjöri en bauð sig nú við þessar kosningar fram utan flokka. Karvel var spurður álits á úrslitum kosninganna í Vest- fjarðakjördæmi og sagði hann, að það kæmi sér á óvart hversu geysilegt hrun væri í fylgi Fram- sóknarflokksins. „Ég átti ekki von á svo miklu tapi þeirra, þó ég hafi átt von á því að þeir töpuðu verulega. Ástæðurnar fyrir þessu eru sjálfsagt einkum þátttaka þeirra í ríkisstjórn með Sjálf- stæðisflokknum, aðgerðir þeirra í launamálunum og hversu fram- sóknarliðið hefur verið lint í málefnum kjördæmisins. Árangur H-listans hér er enn merkilegri, þegar horft er til þess að við höfðum við hliðina á okkur Sam- taka framboð, þó árangur þeirra hafi ekki verið mikill," sagði Karvel. Þessu næst var Karlvel spurður4 um hver hann teldi vera framtíð Samtaka frjálslyndra og vinstri manna með hliðsjón af úrslitum kosninganna? „Við hér á Vest- fjörðum tókum ákvörðun um það 1 á okkar kjördæmisráðstefnu í fyrrahaust, að við töldum hlut- verki Samtakanna lokið og ég tel að þessi úrslit sýni að því er varðar Samtökin að þetta hafi verið rétt mat hjá okkur. Það hefði farið betur að Samtakafólk almennt hefði horfst í augu við þessa staðreynd og breytt sam- kvæmt því,“ sagði Karvel. Aðspurður um hvað tæki nú við, þegar hann væri ekki lengur þingmaður, sagðist Karvel ekki vera reiðubúinn enn að svara því en sem kunnugt er starfaði Karvel áður en hann tók sæti á þingi sem kennari og lögregluþjónn í Bolungarvík. Ekki sagðist Karvel heldur hafa hugleitt, hvort hann héldi áfram afskiptum af stjórn- málunum á landsvísu og aðspurður um í hvaða flokk hann kæmi til með hugsanlega að skipa sér agði Karvel: „Ég hef engar ákvarðanir tekið í þeim efnum." „Miðað við þessi úrslit sýnist mér að það geti verið æði miklum örðugleikum bundið að koma saman starfhæfri ríkisstjórn en ég sé ekki fyrir mér neina óskastjórn. Úrslitin eru vissulega mikill sigur Alþýðuflokksins og hitt að það stingur í augu að það hefur komið bakslag í það, sem gerðist í byggðakosningunum að því er varðar Alþýðubandalagið. Að vísu eru úrslitin nokkuð sérstök fyrir það á Austurlandi. Ég hygg að það — ÉG er að sjálfsögðu afskaplega óánægður og tel að stjórnarand- stöðuflokkarnir hafi unnið á veg- um þess að ríkisstjórnin er ekki vinsæl án þess að þeir hafi haft upp á einhver önnur úrræði að bjóða, sagði Jón Skaftason, efsti maður á lista Framsóknarflokks- ins í Reykjaneskjördæmi, en þar missti flokkurinn kjördæmakosinn þingmann sinn. — Ég held til dæmis ekki að varnarmálin hafi haft svo mikil áhrif 'á gang mála, fyrst og fremst voru það kjaramálin og stjórnar- andstaðan hefur talið fólki trú um að þetta hafi verið svo óvinsælt og alið á óánægju manna. Fólk hefur t.d. ekki séð hvernig þessir flokkar hafa brugðist við í kjaramálum í Reykjavík. Um aðrar orsakir er ekki gott að fjölyrða, tízka er alltaf óútreiknanleg, en svo virðist sem það sér einhver tízka að kjósa núna Alþýðuflokkinn og Alþýðu- bandalag og virðist unga fólkið hafa tekið trúanlegan boðskapinn um siðbót og litizt vel á ný andlit. — Ég tel að nú eigi skilyíðis- hvernig Alþýðubandalagið hefur staðið við sín kosningaloforð að því er varðar launamálin hafi valdið þessu bakslagi. Ég á við það að menn, sem krefjast samning- anna i gildi tafarlaust og fá svo tækifæri til að gera það, gera það ekki. Að síðustu vil ég aðeins þakka þeim, sem studdu mig í þessu bæði með atkvæði sínu og starfi," sagði Karvel að lokum. laust að gefa þessum tveimur ftokkum tækifæri til að mynda sína minnihlutastjórn og gefa þeim síðan frið og sjá hvernig þeim tekst til við að leysa vandann og dæma þá síðan af verkunum. Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá, sagði Jón Skaftason að lokum. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al'GLVSINGA- SIMINN KR: 22480 Stjórnaraðstaðan hefur alið á óánægju með kjaramálin — sagði Jón Skaftason Hifreiðar & Landbúnaðarvélar hi. Sudiirlandsbraul 14 - ltr\kjaiik - Simi • FJÓRHJÓLA DRIF • FJÓRSÍDRIF • 4. CYL. 86. HA • HÁTT OG LÁGT DRIF • 16“ FELGUR • ÞRIGGJA DYRA Tekist hefur að útvega aukið magn til afgreiðslu í sept. Pöntunum veitt móttaka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.