Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 34
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1978 í sraelar skella skollaeyrum við tillögum Egypta Kairó. 2fi. júní. Reutrr. EGYPTAR veittust í daj{ að ísraelsmiinnum fyrir að hafa hafnað umsvifalaust nýjustu tillöxum þeirra í friðarrilraununum í Mið-Austurlöndum. Sökuöu þeir ísraelsmenn um áhuKaleysi varðandi frið. Það kom fram í ummaelum egypska utanríkisráðherrans, Ibrahim Kamels, að svar ísraels- manna vekti margar spurningar um fyrirætlanir ísraelsmanna. „Israelsmenn hafa hafnað tillög- unum án þess að kunna nokkur deili á smáatriðum þeirra, sem enn hafa ekki verið sett fram af Egyptum," sagði Kamel. ísraels- menn vísuðu á sunnudag á bug hugmyndum Sadats Egyptalands- forseta þess efnis að Jórdönum yrði eftirlátin stjórn vesturbakka Jórdanár en Egyptum stjórn Gaza-svæðisins. Sadat lét þessa hugmynd í Ijós eftir að hafa sjálfur neitað að taka til greina þá ákvörðun Israelsmenna að fresta því að taka endanlega afstöðu til fyrrnefndra landsvæða í fimm ár Bandrísk yfirvöld munu hafa haft samband við Breta nýlega um möguleika á að setjast á rökstóla með utanríkisráðherrum ísraels og Egyptalands í London snemma í næsta mánuði í því skyni að koma viðræðum á rékspöl á ný. Áform um slíkar viðræður virðast partur af endurnýjuðum frumkvæðishugmyndum banda- rískra forystumanna með tilliti til deilu Araba og ísraelsmanna. Er talið að varaforseti Bandaríkj- anna, auk háttsettra bandarískra embættismanna, hafi hug á að taka þátt í viðræðunum. Ekkert hefur þó verið endanlega ákveðið um hvenær þær fara fram. Israelski forsætisráðherrann, Begin, bar í dag til baka frásagnir um að hann væri ófær um að gegna embætti sínu af heilsufars- ástæðum. Veðrið ÞAD skal tekið fram vegna tyrirspurna að birtur er há- markshiti dags á hverjum stað. Amsterdam 16 rigning Apena 33 heiðskírt Berlín 15 rigning Briissel 18 rigning Chicago 24 skýjað Frankfurt 16 rigning Genf 14 skýjað Helsinki 18 léttskýjað Jóhannesarb. 13 léttskýjað Kaupmannah. 18 rigning Lissabon 23 léttskýjað London 18 rigning Los Angeles 29 heiðskírt Madrid ^ 21 skýjað Malaga ' , 31 heiðskirt Miami 30 rigning Moskva 25 léttskýjað New York 28 léttskýjað Osló 17 skýjað Palma, Majorca 24 skýjað París 17 skýjaö Róm 25 léttskýjað Stokkhólmur 20 skýjað Tel Aviv 28 léttskýjað Tokýó 27 rigning Vancouver 20 skýjað Vín 19 skýjað Sprenging í Versalahöll Versölum 26. júní Reuter — AP. SÖGUFRÆG málverk frá Napolconstimanum skemmdust í spreng- ingu í Versalahöll í dag og viðgerð á þeim mun kosta að minnsta kosti 260 milljónir íslenzkra króna. 200-inílna landhelgi Noregs: Bretar og Rússar oftast brotlegir Tromsö 24. júní. Reuter. BREZKIR OG sovézkir tog- arar hafa oftast brotið 200 mílna efnahagslögsögu Norð- manna, að sögn Jens Evens- ens hafréttarráðherra. Evensen sagði á fundi með sjómannasamtökum Tromsö að milli 1. janúar og 31. maí hefði alls 59 sinnum verið rofin landheigi Norðmanna. Tuttugu brezkir og sextán sovézkir togarar voru sekir fundnir í flest skiptin. Fimm norskir, fimm danskir, fimm hollenzkir og átta togarar frá öðrum löndum komu við sögu. Tveir sovézkir og tveir v-þýzkir og einn brezkur togari voru færðir til hafnar og í málum þeirra dæmt en í flestum hinna tilvikanna var um minni háttar reglu- gerðarbrot að ræða. Þrjú vinstrisamtök lýstu því yfir að þau hefðu staðið að spreng- ingunni en ýmsir halda að verið geti að geðtruflaður maður hafi verið hér að verki. Þrjú herbergi urðu verst úti í- sprengingunni og þau opnaði Valery Giscard d’Estaing fyrir aðeins nokkrum vikum eftir margra ára gagngerar endurbætur sem höfðu verið gerðar á þeim. Þessi herbergi voru helguð tímum Napoleons og Loðvíks Filippusar og höfðu að geyma málverk, höggmyndir og húsgögn sem skemmdust í sprengingunni. Vonir standa til að hægt verði að gera við málverkin en sagt er að það verði erfitt. Eitt málverkið sem sýnir Napoleon afhenda fyrstu heiðursmerki Heiðurs- fylkingarinnar er í tætlum og 15 önnur málverk og veggmyndir hafa orðið fyrir sprengjubrotum. Hér er meðal annars um að ræða listaverk sem Napoleon lét gera þegar hann var í Egyptalandi og önnur sem Loðvík Filippus lét gera á árunum eftir 1830 til að minnast sögufrægra stunda á ferli Napoleons. Þriggja til fjögurra metra gat kom á þakið við sprenginguna þar sem svokallaður Orrustusalur er, en hann hefur verið opnaður að nýju eftir endurbætur á síðustu tíu árum. Giscard d’Estaing hefur kallað málverkin í salnum „þekkt- ustu síðurnar í sögubókum okkar" Þau sluppu óskemmd. Nokkrar rúður brotnuðu á neðstu hæð vinstri álmu hallar- innar gegnt görðunum frægu en engar skemmdir urðu á Spegla- salnum, kapellunni eða á fleiri stöðum í höllinni sem rúmlega tvær milljónir skemmtiferða- manna heimsækja árlega. Tólf verðir gæta hallarinnar á nóttunni og fara um hvert her- bergi einu sinni á klukkustund. Fyrir þingi liggur frumvarp um auknar fjárveitingar til þjóð- minjasafna meðal annars til að auka öryggisráðstafanir og vonað er að það verði samþykkt á þessu Grikkir í EBE innan 18 mánaða? Luxemborg 26. júní. Reuter. Utanríkisráðherra Grikk- lands, George Rallis, sagði í dag að hann vonaðist til þess að Grikkland gengi í Efnahags- bandalag Evrópu (EBE) hinn 1. janúar 1980. Rallis sagði þetta að loknum árangursríkum við- ræðum við utanríkisráðherra þjóðanna níu, sem eru í Efna- hagsbandalaginu. Talsmenn EBE segja hins vegar, að ekki hafi verið ákveðið að Grikkir gangi í bandalagið 1. janúar 1980, heldur hafi aðeins náðst sam- komulag um að þeir tengist því fyrir 1. janúar 1981. Rhódesíu-morðin vekja þjóðarreiði í Bretlandi London 26. júní — Reuter. BREZKA stjórnin var hvött til þess í dag að snúa baki við skæruliðum í Rhódesíu vegna morðanna á 12 brezkum trúboð- um og börnum þar og styðja þcim mun meir bráðabirgðastjórnina í Salisbury.l Stormasamar umræður voru um málið á þingi í dag. David Owen utanríkisráð- herra varði þá stefnu stjórnarinn- ar að ræða við alla aðila Rhódesíu- deilunnar. Hann harmaði morðin og hrósaði kirkjunni sem rekur trúboðsskólann þar sem trúboð- arnir voru myrtir fyrir þá ákvörð- un að halda áfram starfi sínu í Rhódesíu. Brezk blöð lýsa morðunum með hryllingi og þau hafa vakið þjóðarreiði í Bretlandi. Talsmaður Ihaldsflokksins í utanríkismálum kallaði þau „hámark villimennsk- unnar“. Reiðir þingmenn Ihalds- flokksins létu óspart í ljós ánægju þegar Davis sakaði stjórnina um að eggja þá sem reyndu að komast til valda með vopnum og virða stjórnina í Salisbury að vettugi. Dr. Owen hefur neitað að viðurkenna bráðabirgðastjórn Ian Smiths forsætisráðherra og þriggja hófsamra blökkumanna7 leiðtoga. Hann neitaði að viður- kenna að Bretum hefði orðið á nokkur mistök og kvað harmleik- inn sýna nauðsyn viðræðna allra deiluaðila um framtíð Rhódesíu. Hann sagði að sameiginleg nefnd Breta og Bandaríkjamanna væri stödd í Salisbury og kvaðst telja að hokkuð hefði miðað í samkomulagsátt. Utanríkisráðherrann sagði að ekki væri vitað hverji'r hefðu framið fjöldamorðin en hægriblöð og stjórnmálamenn í Bretlandi kasta skuldinni á stuðningsmenn Robert Mugabe annars tveggja leiðtoga Föðurlandsfylkingarinnar sem hefur bækistöðvar í Mazam- bique. Mugabe hefur neitað þess- um ásökunum og sagt að stjórnin í Salisbury hafi framið morðin. Hver verður Ítalíuforseti? Róm 26. júní. Reuter. LEIÐTOGAR þriggja stærstu stjórnmálaflokka Ítalíu. kristilegra demókrata. kommúnista og sósíal- ista, komu í dag saman til að ræða um hver yrði næsti forseti Ítalíu, en hann verður valinn af IOII kjörfull- trúum á fimmtudag. Eftir fundinn sögðu forystumenn kristilegra demókrata að erfitt yrði fyrir flokkana þrjá að koma sér saman um næsta forseta, en kristi- legir demókratar vilja að einn úr þeirra flokki, Benigno Zaccagnini, verði kjörinn forseti. Sósíalistar hafa hins vegar gert það að kröfu sinni að forsetinn verði valinn úr þeirra röðum og kommúnistar vilja alls ekki að kristilegur demókrati verði næsti forseti verði næsti forseti landsins. Forsetakjörið er til komið vegna afsagnar Giovanni Leones, sem sagði af sér forsetaembætti fyrr í mánuð- inum vegna ásakana um skattsvik. Bandaríska varnarmálaráðuneytið birti þessa mynd fyrir skömmu. en hún sýnir nýjasta flugskeyti bandaríska flotans. ..Indíánaaxar-Eldflaugina“. Eldflaugin var reynd í fyrsta skiptið opinberlega í síðustu viku og var myndin tekin við það tækifæri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.