Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ; ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1978 21 nýr þingmaður ÁRNI Gunnarsson er fæddur 14. apríl 1940 á ísafirði. Hann stundaöi flugnám og síðan blaðamennskunám um tíma. Var blaðamaður við Alpýðublaðiö um nokkurra ára skeið og í 11 ár var Árni fréttamaður og varafréttastjóri ríkis- útvarpsins. Þá var Árni um skeið fréttastjóri Vísis og undanfarið hefur hann verið ritstjóri Alpýðublaðsins. Árni er kvæntur Hrefnu Filipusdótt- ur. EGGERT Haukdal er fæddur 26.4. 1933 í Flatey á Breiðafirði. Fluttist 12 ára gamall að Bergpórshvoli og hefur verið bóndi par. Búfræðingur frá Hvanneyri 1953. FRIDRIK Sophusson er fæddur 18.10. 1943 í Reykjavík. Stúdent frá M.R. 1963, laganám og stundakennsla, lauk lögfræðiprófi 1972. Hefur frá 1972 starfaö sem framkvæmdastjóri Stjórnunarfélags íslands. Hefur átt sæti í útvarpsráði frá 1975. Friðrik var í 6. sæti á D-lista í Reykjavík. Hann er kvæntur Helgu Jóakimsdóttur hár- greiðslumeistara. KARL Steinar Guðnason er fæddur 27.5. 1939 í Keflavík. Hann lauk kennaraprófi árið 1960 og stundaði lengí kennslustörf í Keflavík. Hefur síðan starfað fyrir Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrenn- is. Karl Steinar er í öðru sæti lista Alpýðuflokks í Reykjaneskjördæmi. BRAGI Níelsson er fæddur á Seyðis- firði 1926. Hann lauk stúdentsprófi frá M.A. 1947 og læknaprófi frá Háskóla íslands 1957 og hefur hann lengst verið starfandi læknir á Akranesi. Hann er pingmaður fyrir Alpýðuflokk- inn. Bragi er kvæntur Sigríði Árna- dóttur. GUNNLAUGUR Stefánsson er fæddur í Hafnarfirði 17. maí 1952 og verður yngsti pingmaður nýkjörins alpingis. Hann lauk stúdentsprófi frá Menna- skólanum við Tjörnina vorið 1973. Síðan hefur Gunnlaugur stundað kennslu og er einnig við nám í guðfræði í Háskólanum. Gunnlaugur er kvæntur Sjöfn Jóhannesdóttur. SVAVAR Gestsson er fæddur aö Guðnabakka í Mýrasýslu 26.6 1944. Hann hefur stundað ýmis störf og nám, starfað við blaðamennsku og verið ritstjóri Þjóðviljans síðan 1971. Svavar er kvæntur Jónínu Benedikts- dóttur kennara. BJÖRN Jónsson er fæddur 3.9. 1916 á Úlfsstöðum í Skagafirði. Lauk stúdentsprófi M.A. 1936 var um skeið starfsmaður verkalýösfélaga á Akureyri, var í stjórn Alpýöusambands Norðurlands frá 1947 og Alpýðusam- bands íslands frá 1954 og er nú forseti pess. Var landskjörinn pingmaður árin 1956—59 og var félagsmálaráðherra árin 1971—1974. KJARTAN Ólafsson er fæddur á Suðureyri við Súgandafjörð 2.3. 1933. Lauk hann stúdentsprófi frá M.A. 1953 og B.A. prófi frá Háskóla islands nokkrum árum síðar. Hann var um skeið starfsmaöur Alpýðubandalags- ins, m.a. framkvæmdastjóri og hefur siöustu árin verið ritstjóri Þjóðviljans. JÓSEF H. Þorgeirsson er fæddur 16.7. 1936 á Akranesi. Hann varð stúdent frá M.A. 1956, stundaöi nám í Banda- ríkjunum í einn vetur og lauk síðan lögfræðiprófi frá Háskóla íslands árið 1963. Hefur hann síðan starfað hjá Þorgeiri og Ellert á Akranesi. Jósef var annar maður á lista Sjálfstæöisflokks- ins í Vesturlandskjördæmi. Hann er kvæntur Þóru Björk Kristinsdóttur. Guðmundur Karlsson er fæddur í Vestmannaeyjum 9.6. 1936 og lauk hann stúdentsprófi frá Menntaskólan- um á Laugarvatni 1957. Hefur hann starfað við Vinnslustööina í Eyjum og síðar veríð framkvæmdastjóri Ólafur Ragnar Grímsson, fæddur 14.5.1943. Hann lauk stúdentsprófi frá M.R. og nam m.a. stjórnmálafræði í Bretlandi og er nú prófessor við félagsvísindadeild Háskóla íslands, en hann var skipaður árið 1973. Ólafur er í fjórða sæti á lista Alpýöubandalags- ins í Reykjavík. Hann er kvæntur Guðrúnu Þorbergsdóttur. JÓHANNA Sigurðardóttir fædd 4.10. 1942 í Reykjavík. Lauk prófi frá Verzlunarskóla fslands 1942, hefur starfað sem flugfreyja og á skrifstofu. Var um skeiö formaöur Flugfreyju- félags islands og á sæti í stjórn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. Hún er fyrsta konan sem kjörin er á ping fyrir Alpýðuflokkinn, en hún var í priðja sæti á A-lista í Reykjavík. Eiginmaður hennar er Þorvaldur Jóhannesson sölustjóri. BRAGI Sigurjónsson er fæddur 9.10. 1910 á Einarsstöðum í Reykjadal og uppalínn að Litlu-Laugum. Stúdent frá M.A. 1935 og var við nám í Háskóla en hvarf til kennslustarfa, var síðan tryggingafulltrúi hjá bæjarfógeta á Akureyri í 17 ár og hefur síöan 1964 verið útibússtjóri Útvegsbanka ís- lands á Akureyri. Bragi var efsti maður á lista Alpýðuflokksins í Noröurlands- kjördæmi eystra. Hann er kvæntur Helgu Jónsdóttur. FINNUR Torfi Stefánsson er fæddur á Akranesi 20.3. 1947. Stúdent frá M.R. 1967 og lauk lagaprófi frá Háskóla íslands árið 1972. Hann stundaði framhaldsnám í Englandi í rúmlega ár og hefur síðan starfaö sem héraös- dómslögmaöur í Reykjavík. Finnur Torfi er fyrsti maöur á lista Alpýðu- flokksins í Norðurlandskjördæmi vestra. Hann er kvæntur Eddu Þórarinsdóttur leikkonu. Takió þátt í menningardögum verkalýóshreyf ingarinnar Fjölbreytt dagskrá í fjóra daga 29. júní — 2. júlí Almennar upptýsingar; MFA, Reykjavík, síml 84233. Fimmtudagur 29. júnf Kl. 10—14 Sýningar opnadar. kl. 13—16.30 Kvikmyndasýning í Félagsheimilinu. Kl. 14 Heimsókn á vinnustadi. Kl. 15 Dagskráfyrirstarfsfólkástærstu vinnustödumim. Kl. 20.30 Setning menningardaganna í fþróttahöllinni. Ávörp flytja Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra, Sveinn Tómasson, forseti bæjarstjómar, Stefán ög- mundsson, formaður MFA. Lúdrasveit Vestmannaeyja leikur, Kirkjukórinn syngur nokkur lög. Fimleika- sýning. Verðlaun afhent í teikni- og ritgerdasamkeppni skólabama. Verðlaimaritgerðin lesin upp. Vísnasöngur. Kynnir Magnús S. Magnússon. Föstudagur 30. júní. Kl. 09 Rádstefnan; „Rétturinn til vinnu—Gegn atvinnuleysi — Rétturinn til menningarlífs", Alþýduhúsinu. Þátttaka frá verkalýós- og s jómannaf élögum, MFA á Nordurlöndum, bæjarstjóm og vinabæjum. Kl. 13—16.30 Kvikmyndasýning í Félagsheimilinu. Kl. 15 Dagskrá fyrir starfsfólk á stærstu vinnustöðunum. Heimsókn á vinnustaði. Kl. 16 Leikbrúðuland í Félagsheimilinu: Vökudraumur, Litla Gunna og Litli Jón og Drekinn. Kl. 17 Tónleikar Samkórsins í íþróttahöllinni. Medal efnis sem flutt verdur, er tónverkið „Dufþekja” eftir Sigursvein D. Kristinsson vid ljóð Jóns Rafnssonar. Verkið var samið sérstaklega í tilefni menningardaganna. Stjómandi Sig- ursveinn Magnússon, einsöngvari Sigrún Valgerður Gestsdóttir. Kl. 20.30 Leikflokkurinn Gríma frá Færeyjum sýnir „Kvæðið um Kópakonuna” í Félagsheimilinu. Kl. 23 Dansleikirí Alþýðuhúsinu ogSamkomuhúsinu. Laugardagur 1. júlí. Kl. 09—11 Fyrrihluti útidagskrár. Hjálparsveit skáta sýnir björgun slasads manns úr berginu við Löngunef. Björgimarfélag Vestmannaeyja sýnir björgun úr sjávarháska. Slökkvi- liðsæfing með léttfroðu. Þrælaeiði. Böm og unglingar sýna sprang í Skiphellum. Kl. 11 Framhald ráðstefnunnar, Alþýðuhúsinu. Kl. 13—16.30 Kvikmyndasýning, Félagsheimilinu. Kl. 14 Síðari hluti útidagskrár, Herjólfsdal. Björgunarfélag Vestmannaeyja sýnir bjargsig í fiskhellum. Tónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja og Lúðrasveitar verka- lýðsins, í Dalnum. Skátafélagið Faxi sér um veitingar. Ekið í Klauf. Siglt á gúmbátum í Fjós og ekið á Stór- höfða, þar sem lundaveiðimenn verða að störfum. Kynn- ir á útidagskránni er Ámi Johnsen. Kl. 17 Leikbrúðuland, Félagsheimilinu. Eineyg, Tvíeyg og Þrí- eyg; Meistari Jakob bjargar bakaranum. Kl. 20.30 Gríma frá Færeyjum sýnir „Kvæðið um Kópakonuna" í Félagsheimilinu. Kl. 21 Lög og ljóð”, blönduð dagskrá í Félagsheimilinu. Fram koma Leikfélag Vestmannaeyja, vísnasöngvarinn H. J. Bang frá Fredrikshavn, Sönghópur Alþýðuleikhússins, Ási í Bæ, Nafnlausi sönghópurinn. Kl. 23 Dansleikir í Alþýðuhúsinu og Samkomuhúsinu. Sunnudagur2. júN. Kl. 10 Sigling með Herjólfi kringum eyjamar. Leiðsögumenn Ási í Bæ og Ámi Johnsen. Kl. 11 Sjómannamessa í Landakirkju. XI. 13 Leikbrúðuland í Félagsheimilinu: Vökudraumur, Litla Gunna og Litli Jón og Drekinn. Kl. 14 Tónleikar í Landakirkju. Guðmundur H. Guðjónsson, organisti. Ferðlr dagtega: Með Vestmannaeyjaferjunni Herjólfl og Flugfélagi íslands. Miðstöð menningardaganna, Vestmannaeyjum, Mið- strœti 11, sími 2448. Kl. 14 Frá baráttu verkakvenna. Samfelld dagskrá starfshóps úr Verkakvennafélaginu Snót, Alþýðuhúsinu. Kl. 15 Leikbrúðuland, Félagsheimilinu. Eineyg, Tvíeyg og Þrí- eyg; Meistari Jakob bjargar bakaranum. Kl. 16 „Lög og ljóð”, blönduð dagskrá, Samkomuhúsinu. Fram koma Leikfélag Vestmannaeyja, vísnasöngvarinn H. J. Bang frá Fredrikshavn, Sönghópur Alþýðuleikhússins. Asi í Bæ, Nafnlausi sönghópurinn. Kl. 19.30 Lokahátíd í Samkomuhúsinu. Menningardögunum slit- ið. Skemmtidagskrá. Dans. Sýningar Myndlistarsýning Vestmannaeyja, Akoges-húsinu. Ljósmyndasýning, Akoges-húsinu. Listasafn Alþýðu: „Maðurinn og hafið” í matsölum ís- félagsins og Vinnslustöðvarinnar. „Verkmenntun”, Stýrimannaskólinn, Vélskólinn og Iðnskólinn, Iðnskólahúsinu. Sýning á myndum úr keppni skólabama, Félagsheim- ilinu og Idnskólahúsinu. Sérsýningar í Byggðasafninu og Bókasafninu í tilefni daganna, Náttúmgripa- og Fiskasafnið verður opið. Skoðunarferðir um bæinn og nýja hraunið verða á vegum Páls Helgasonar, kl. 8.45 og 12.45 daglega. Farið verður frá afgreiðslu Flugfélags íslands, Skólavegi 2. I Maðurinn og hafíð 78 Menningatdagar sjómanna og Vestmannaeyjum fiskvinnslufólks 29.6.-2.7. 1978

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.