Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1978 Ohlutbundin kosning í Hrunamannahreppi Syðra-Langholti 26. júní AF 303 á kjörskrá kusu 252 í hreppsnefndarkosningum í Hrunamannahreppi í gær en kosningin var óhlutbundin. Aðalmenn í hreppsnefnd voru kjörnir Daníel Guðmundsson, Efra-Seli, 197 atkvæði, Magnús Gunnlaugsson, Miðfelli, 120 at- kvæði, Hannes Björnsson, Varma- læk 163 atkvæði, Magnús H. Sigurðsson, Birtingaholti, 156 at- kvæði, og Loftur Þorsteinsson, Hauksholtum, 131 atkvæði. Allir þessir menn sátu í fyrri hrepps- nefnd nema Loftur, en Guðbergur Guðnason, Jaðri, sem sæti átti í hreppsnefnd, er nú fluttur burtu. Varamenn: Hróðný Sigurðar- dóttir, Dalbæ, 97 atkvæði, Eihar Jónsson, Tungufelli, 92 atkvæði, Skúli Gunnlaugson, Miðfelli, 71 atkvæði, Jóhannes Sigmundsson, Syðra-Langholti, 65 atkvæði og Sólveig Ólafsdóttir, Grund, 56 atkvæði. Til sýslunefndar hlaut kosningu Kjartan Helgason, Hvammi, 197 atkvæði og til vara Ágúst Sigurðs- son, Birtingarholti, 55 atkvæði. Sig.Sigm. Akraborgin í áætlun í dag „ÉG VONA að viðgerð á Akra- borginni ljúki í nótt og að skipið geti hafið áætlunarferðir á nýjan leik í fyrramálið,“ sagði Þórður Hjálmsson framkvæmdastjóri út- gerðar Akraborgar á Akranesi í samtali við Mbl. í gær, en á sunnudagsmorgun varð það óhapp að Akraborgin rakst á hafnargarðinn á Akranesi og komu göt aftan á skipið. Þórður sagði að óhappið hefði orðið um hálf tólf leytið á sunnudaginn. Það var afleysinga- stýrimaður með skipið og þetta var hans önnur ferð,“ sagði Þórður. „Einhverra hluta vegna bakkaði skipið beint frá ferju- bryggjunni og á hafnargarðinn." Aftan á skipinu eru tvær sliskj- ur, sem brúin í Reykjavíkurhöfn rennur upp á og rakst önnur sliskjan í hafnargarðinn og gekk inn í skipið þannig að tvö göt komu á það beggja vegna við sliskjuna. Áætlun Akraborgar féll niður vegna þessa. Reykjavik; Búið að kjósa fyrir tvö nöfn þegar rétta fólkið mætti „bað komu upp tvö tilfelli í Reykjavík þar sem svo virðist sem það hafi verið kosið fyrir fólk,“ sagði Páll Líndal, formað- ur kjörstjórnar Reykjavíkurum- dæmis er Mbl. spurði hann í gær, hvort einhver mál hefðu komið upp í framkvæmd Alþingiskosn- inganna.“ Þessi atvik eru að sjálfsögðu óupplýsanleg,“ sagði Páll. Páll sagði að í tveimur tilfellum hefði verið búið að merkja við nöfn viðkomandi er fólk kom að kjósa. „Búið var að merkja við þessi nöfn í kjörskrám, þannig að það má heita alveg öruggt að búið hafi verið að gefa upp þessi nöfh og kjósa fyrir þau, því engin ástæða var talin til að draga framburð réttu aðilanna í efa,“ sagði Páll. Vilhjálmur Jónsson formaður landskjörstjórnar sagði að honum væri ekki kunnugt um nein deilu- atriði sem upp hefðu komið í framkvæmd kosninganna. I tilefni menningardaganna unnu 12 ára börn úr Barnaskóla Vestmannaeyja verkefni sem kallað var „Maðurinn og hafið“. Þau máluðu hcila myndasögu á vegg salthúss ísfélagsins, sem sýnir gang fiskvinnslunnar. bessa mynd tók Sigurgeir Jónasson af börnunum ásamt kennara sínum, Sigurfinni Sigurfinnssyni. „Maðurinn og hafið ’78” — fjölbreyttir menningardagar sjómanna og Vestmannaeyjum 26. júní til 2. júlí DAGANA 29. júní til 2. júlí verður í Vestmannaeyjum efnt til menningardaga sjómanna og fiskvinnslufólks undir nafninu „Maðurinn og hafið 78“. Þar verður flutt fjölbreytt skemmti- og fræðsluefni um viðkomandi starfsstéttir, auk ráðstefnu um rétt þeirra til vinnu og menningarlífs. Þetta er í fyrsta sinn sem efnt er til slíks móts hér á landi, en menningardagar eru liður í sam- vinnu fraíðslusambanda verka- lýðshreyfingarinnar á Norður- löndum og er tilgangur þeirra að varpa ljósi á Iífskjör og mcnningu tiltekinna starfsstétta. Til dæmis er nú nýlokið hlið- stæðum menningardögum iðn- verkafólks í Noregi, en Norð- menn hafa verið hvað ötulastir í þessum efnum. Hátíðin „Maðurinn og hafið 78“ er haldin af Menningar- og fræðslusambandi Alþýðu í sam- vinnu við verkalýðs- og sjómanna- félögin í Eyjum, bæjarstjórn Vestmannaeyja, atvinnurekendur, útvegsbændur og fjölda áhuga- félaga í Eyjum. Auk þess veitir Maðurinn og hafið 78 Menningardagar sjómanna og fiskvinnslufólks Norræni menningarmálasjóðurinn styrk til þessa. Á fundi, sem MFA hélt með fréttamönnum, sagði Vilborg Harðardóttir að reynt hefði verið að hafa flest skemmti- atriði hátíðarinnar á laugardegi og sunnudegi og á kvöldin, auk þess sem helgarfrí sjómanna í Eyjum bæri upp á hátíðina. Von er á fjölda gesta, bæði frá „megin- landinu" og Norðurlöndunum. Meðal dagskrárefnis á menningardögunum í Eyjum eru kvikmyndasýningar, heimsókn færeyska leikflokksins Grímu frá Færeyjum, sem sýnir .^Kvæðið um Kópakomuna", tónleika Samkórs Vestmannaeyja, þar sem frumflutt verður tónverkið „Dufþekja" eftir Sigursvein D. Kristinsson, sem samið var sérstaklega í tilefni fiskvinnslufólks í menningardaganna. Auk þess verður blönduð dagskrá í Sam- komuhúsinu undir heitinu „Lög og ljóð“, þar sem m.a. koma fram Leikfélag Vestmannaeyja, Alþýðu- leikhúsið, danski vísnasöngvarinn H.J. Bang. Mörg útiatriði verða, svo sem sigling og skoðunarferðir um Vestmannaeyjar, og sýnd björgun og bjargsig. Loks má nefna samfellda dagskrá starfs- hóps úr Verkakvennafélaginu Snót, sem nefnist „Frá baráttu verkakvenna". Fjöldi sýninga verður í Eyjum meðan á hátíðinni stendur. Þar má nefna myndlistarsýningu Vest- mannaeyinga, sérsýningar í Byggðasafninu og Bókasafninu, sýningu Listasafns alþýðu, „Maðurinn og hafið" í matsölum þriggja fiskvinnslustaða, sýningu þriggja verkmenntunarskóla í Iðnskólahúsinu og ljósmynda- sýningu. Föstudaginn 30. júní verður svo haldin ráðstefnan „Rétturinn til vinnu — Gegn Atvinnuleysi — Rétturinn til menningarlífs". Þar taka þátt fulltrúar Sjómannasam- bandsins og Verkamannasam- bandsins, fulltrúar MFA frá Framhald á bls 28. Kjörfylgi stjórnmálaflokka frá 1931 1933 1934 1937 1942 sumar 1942 haust 1946 1949 1953 1956 1959 vor 1959 haust Sjálfstæðisflokkur 43,8-15 48,2-20 42,3-20 41,4-17 39,5-17 38,5-20 39,6-20 39,5-19 37,1-21 42,4-19 42,5-20 39,7-24 Framsóknarflokkur 35,9-23 25,0-17 21,9-15 25,0-19 27,6-20 26,6-15 22,5-13 24,5-17 21,9-16 15,6-17 27,2-19 25,7-17 Sósíalistaflokkur 3,0- 0 7,5- 0 6,0- 0 8,5- 3 16,2- 6 18,5-10 19,5-10 19,5- 9 16,1- 7 Alþýðuflokkur 16,1- 4 19,3- 5 21,7-10 19,0- 8 15,4- 6 14,2- 7 17,8- 9 16,5- 7 15,6- 6 18,3- 8 12,5- 7 15,2- 9 Þjóðveldismenn 1,1- 0 2,2-0 Frjálslyndir vinstri menn 0,2 Utan flokka 1,2- 0 1,0- 0 0,6- 0 Þjóðvarnarflokkur 6,0- 2 4,5-0 2,5- 0 Lýðveldisflokkur 3,3- 0 Alþýöubandalag 19,2- 8 15,3- 6 16,0-10 Bændaflokkur 6,4- 3 6,1- 2 Þjóðernissinnaflokkur 0,7- 0 Samtök frjálsl. og vinstri •'. ■': j':

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.