Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1978 41 sem mest deilir á hina eldri fyrir steinvæöinguna, hlyti að bera mjög ríka virðingu fyrir öllum gróðri. En nú er ég farin að efast um það. Ætli nokkur fyrirfinnist sem ekki tekur undir hin frægu slag- orð: „Við viljum hafa manneskju- legt umhverfi“. Ég hef alltaf skilið þessa setningu svo, að við vildum hafa meira af grænum svæðum en minna af malbiki. En með sama áframhaldi verður líklega ekki hjá því komist að setja steinlag yfir Austurvöll eins og hann leggur sig. Með þetta í huga tek ég undir orð Gylfa: „Er nema von að manni verði flökurt". L.Þ.“ • Um gömul hús og ný „Velvakandi og lesendur. Eins og innviðir borgarinnar blasa við manni um þessar mund- ir, aðall Reykjavíkur, Grjótaþorp- ið, minnir hann á yfirgefinn kúrekabæ í bandarískum drauga- myndum. (Keflavíkursjónvarpið meðan það var og hét). Vindur gnauðar í gömlum fúa- spýtum og það er enginn sólskins- vindur sem blæs hér á íslandi níu mánuði ársins, það drynur í hverjum rafti í norðanáttinni og rottan nagar grunninn. Hús, líkt og aðrir dauðlegir hlutir sem manni þykir vænt um, eiga sér einhvers konar samsvara af sál, manneskju sem einhvern tíma fór um hlutinn hlýjum höndum. Líkt og með saltið í Biblíunni þegar sálin er farin hvað á þá að gera? Er endalaust hægt að lappa uppá hrumt, karlægt gamal- menni? Eins er með gömul illa farin hús. Eigum við ekki að leyfa yfirgefnum smákofum og stærri ferköntuðum timburkössum í mið- borg Reykjavíkur að safnast á fund feðra sinna? Nú á ég kofa. Keypti hann á þeim tíma þegar kofar voru einskisvirtir. Nú erum við allt í einu komin í tízku. Hvað veldur? Ekkert er ég betur stödd til að fá endana til að ná saman en blokkarfólkið með sína lánavexti, skikkað til þátttöku í öllu, allt frá bílastæði, þvottavélasamstæðu, barnaumsjá og fundarsal. Sem einbýliskofaeigandi á ég enga aura aflögu í snyrtingu, hótelmat, tízkuflík, folaldabuff eða magran kjúkling. Umframaur- arnir fara í endurnýjun á spýtu eða málningardollu. Drottinn verði náðugur erfingjum umfangs- meiri timburhjalla! Hitt er annað mál að verði miðbærinn byggður upp verður byggingarnefnd að miða bygging- arleyfi við næsta umhverfi. Gefa okkur Arnarhólinn frjálsan með útsýn til Esjunnar með því að rífa sænska frystihúsið og ekkert bankabákn komi í staðinn í líkingu við útvarpshúsið. Nóg er komið samt af verksmiðjukössum sem byrgja fegursta útsýnið fyrir íbúum löngulínu Reykjavíkur. Og svo maður haldi áfram að drepa á syndir forfeðranna, eldri byggingarnefndir. Það er ljótt að leyfa byggingu á margra hæða háum steinsteypukassa við hliðina á litlum, vinalegum, þokkalega viðhöldnum einbýliskofa, að ég minnist ekki á risavaxið túrista- hótel sem færir út kvíarnar beint á móti og maður er önnum kafinn við að halda sér til fyrir alla daga þrátt fyrir skuggann. Guðrún Jacobsen.“ Þessir hringdu . . . • Gamalt fólk — sjúkt fólk? „Ýmsar ágætar greinar hafa að undanförnu birzt í blöðunum j um málefni aldraðra. Er það vel. í þeim málum þarf að gera stórátak, þótt margt hafi þegar verið vel gert, t.d. af hálfu forráðamanna sjómannasamtak- anna (Hrafnista) og elli- og dvalarh. við Hringbraut (Grund). Skulu þau störf, sem þar hafa verið unnin, ekki vanmetin. En á þessum málum er raunar önnur hlið sem mig langar til að vekja athygli á með örfáum orðum, — fyrst og fremst til þess að örva umræður um málið. Fyrir mörgum árum sagði einn af gáfuðustu mönnum þjóðarinn- ar, Vilmundur heitinn Jónsson landlæknir, að elliheimili ættu ekki að vera til: Gamalt fólk, sem væri heilbrigt, ætti að vera hjá yngra fólki, en gamalt fólk sem væri veikt, ætti að vera á sjúkra- húsum. Nú langar mig til þess að heyra álit sem flestra á þessum orðum Vilmundar Jónssonar og í þeim tilgangi eru þessar línur skrifaðar. Með þökk fyrir birtingu. Aldraður.“ © 1978 ‘UWbt8.ni.lM. HÖGNI HREKKVÍSI „Þær verða æ djarfari!“ — Minning Magnús Framhald af bls. 33 Hann fór að vísu dult með það í fyrstu að hann hefði þessa bók undir höndum, en brátt kom að því að hann kallaði okkur dóttursyni sína inn til sín, læsti vandlega herbergisdyrunum og spurði okkur síðan hvort hin og þessi hvílubrögð sem sýnd væru á myndunum væru möguleg eða hvort þau væru aðeins ímyndun listamannsins sem gert hafði. Og ef við svöruðum því til, að vel væru þau möguleg, þá spurði hann sposkur: „Jæja, hafiði, prófað þau, strákar?" Ég kynntist fyrst afa mínum í byrjun kalda stríðsins, en þá fluttist hann heim til foreldra minna. Blað hans, Stormur, hafði þá fyrir nokkru geispað golunni; stjórnmálabarátta landsmanna hafði þá einnig breytst og hann hafði fjarlægst það svið og helgaði sig ritstörfum af öðru tagi. En hann lokaði samt ekki þrætubók íslenskra stjórnmála. Allt fram á síðustu stund fylgdist hann með mönnum og málefnum. Við deild- um oft í góðsemi um íslensk stjórnmál; við vorum jafnan á öndverðum meiði í varnarmálun- um. Hann trúði því, gamli maður- inn, að bandaríski herinn væri hér til að vernda landsmenn, en síðustu mánuðina sem hann lifði, hélt hann því fram, að best væri að flytja herstöðina norður á Melrakkasléttu. Hann ansaði engu þeirri málsemd minni að það væri óvitur melrakki sem héldi að hann gæti undan komist með því að stinga skottinu í grenismunnann. Á þessum síðustu dögum var hann líka að búa gömlu palladómana sína úr Stormi undir prentun. Ég reyndi að sannfæra hann um að láta prenta þá óbreytta; þeir væru dómar hans um menn á líðandi stund og því gæti hann ekki breytt. En honum varð ekki haggað. Bæði var að hann var ósáttur við ýmsar langsóttar líkingar í máli þeirra og svo hitt, að hann vildi bæta fyrir gamlan stráksskap. Hann hafði t.a.m. í Stormi haft auða síðu um Pál Þorsteinsson á Hnappavöllum. Hann rökstuddi það með því að Páll væri þá enn óskrifað blað á þingi. í endurútgáfunni vildi hann að minnsta kosti birta mynd ar Páli. Öll þau ár sem ég þekkti hann sá ég hann nær aldrei skipta skapi. Jafnlyndari mann og dagfarsprúð- ari hef ég enn ekki komist í kynni við. Hann flíkaði aldrei tilfinning- um sínum; ef honum þótti, þá byrgði hann það innra með sér. Én flóðgáttin opnaðist þegar hann fór hamförum. — Afi minn var enginn trúmaður; honum fannst að vísu mikið til um siðaboðskap kirkj- unnar, en afneitaði meyfæðing- unni og syndafyrirgefningin þótti honum vera rökleysa. Hann var þess fullviss að eftir þetta líf væri annað, en hann var ekki spíritisti; honum var meinilla við allt ráp. Hann trúði því að hann mundi andast og fara í Háva höll; þar mundi hann einatt sitja einteiti; vinir hans og spilafélagar mundu þar safnast saman og una sér við vín, spil og hjal um fagrar konur og skáldskap. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt svo langan dag með honum. Ég lærði af honum að meta og skilja íslenskar fornbókmenntir, enda þótt síðar yrði skilningur minn hug hans ekki samferða. Hann var þó ekki kennari minn heldur fóstri og vinur; hann hlýddi á skoðanir mínar, las ritgerðir mínar meðan ég var í skóla, lofaði ef vel var gert en þagði annars. Af reynslu sinni vissi hann að þögnin er bitrasti gagnrýnandinn. Þetta nam ég ungur af honum og þess vegna skrifa ég þessi orð. Sverrir Tómasson aik;lvsin(;asíminn er: 22480 iHareuublehib KL barnaöryggiastólar hafa hlotiö sérstaka viöurkenningu HÖGGDEYFAÚRVAL FJAÐRIR KÚPLINGSDISKAR KÚPLINGSPRESSUR SPINDILKl LUR STÝRISENDAR VIFTUREIMAR KVEIKJUHLUTIR FLEST í RAFKERFIÐ HELLA aðalluktir, lukta- gler, luktaspeglar og margs konar raf- magnsv. BOSCH luk ir o.fl. S.E.V. MARCHALL lukt. CIBIE luktir. LJÓSASAMLOXUR BÍLAPERUR allar gerðir RAFMAGNSVÍR FLAUTUR 6—24 volt ÞURRKUMÓTOR 6—24v ÞURRKUBLÖÐ ANCO ÞURRKUARMAR BREMSUBORÐAR BREMSUKLOSSAR ÚTVARPSSTENGUR HÁTALARAR SPEGLAR í úrvali MOTTUR HJÓLKOPPAR FELGUHRINGIR AURHLÍFAR MÆLAR alls konar ÞÉTTIGÚMMÍ OG LÍM HOSUR + KLEMMUR RÚÐUSPRAUTUR FELGULYKLAR LOFTPUMPUR STÝRISHLÍFAR KRÓMLISTAR BENSÍNLOK TJAKKAR Vh—100T VERKSTÆÐISTJAKKAR HNAKKAPÚÐAR ÖSKUBAKKAR FARANGURSGRINDUR BÖGGLABÖND SMURSPRAUTUR PÚSTRÖRAKLEMMUR RAFKERTI LOFTFLAUTUR BENZÍNSÍUR EIRRÖR+FITTINGS BRETTAKRÓM VERKFÆRI SLÍPIPAPPÍR VATNSDÆLUR ÞVOTT AKÚST AR SMURKOPPAR SÆTAAKLÆÐI MIÐSTÖÐVAR DRÁTT ARKÚLUR VAGNTENGI, KRÓKAR HLJÓÐKÚTAR — THRUSH SMURSPRAUTUR VERKFÆRI úrval MÆLITÆKI f. rafgeyma NOACK sænskir. úrvals rafgeymar ISOPON OG P-38 beztu viðgerða- og fylliefnin PLASTI-KOTE sprey- lökkin til blettunar o.fl. Athugið allt úrvaliö OPIÐ til kl. 7 föstudaga, lokað laugardaga ®naust h.t SlÐUMÚLA 7—9 - SÍMI 82727 REYKJAVlK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.