Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 38
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1978 Tvöfalduríslenzkur sig- urí kastlandskeppninni Frá Þórarni Ragnarssyni, fréttamanni Mbl. á kastlandskeppni í Haderslev. LANDSLIÐ íslands í kastgreinum frjálsra íþrótta sigraði Dani tvöfalt í landskeppni í köstum, sem fram fór í Haderslev um helgina. í karlaflokki sigraði Island með 25 stigum gegn 19, en í unglingaflokki með 11 stigum gegn 9. Arangur kastaranna var mjög góður og náðu þeir flestir sínum besta árangri í tvö ár. Tvö íslensk drengjamet voru sett í keppninni, óskar Reykdalsson, Selfossi, setti nýtt íslenskt drengjamet í kúluvarpi, bætti 30 ára gamalt met úr 14,78 í 15,34 metra. Einar Vilhjálmsson sýndi afburða keppnishörku og minnti á föður sinn Vilhjálm Einarsson er hann í síðasta kasti sínu f spjótakastskeppni unglinga, náði næstbesta árangri Islendings fyrr og síðar, með því að kasta 67,36 metra. Keppnin hófst á laugardag klukkan tvö með setningu, leiknir voru þjóðsöngvar landanna og síðan setti formaður danska frjálsíþróttasambandsins, Karl Lyne Pedersen, mótið með stuttu ávarpi. Veður var gott, sólarlaust og logn, er keppnin var sett. En í því er kringlukastkeppnin hófst, gerði úrhellisskúr, þrumur og eldingar. Fresta varð keppninni um hríð vegna veðursins, en eftir skamma stund stytti upp og keppnin í kringlukasti hófst. En án efa háði hinn sleipi kringlu- kasthringur keppendunum. KRINGLUKAST: Oskar Jakobsson var vel að sigri kominn í kringlukastinu, átti jafna og góða kastseríu. Hans lengsta kast var 59,10 metrar, en hann var mjög óheppinn í sínu síðasta kasti, er hann kastaði 62 metra, sem hann gerði gilt í hringnum, en kringlan hafnaði rétt utan við kastgeirann. Óskar Jakobsson er nú kominn í sviðs- ljósið erlendis, sem kastari á heimsmælikvarða. Erlendur náði sínu besta kasti erlendis á sínum langa keppnisferli 58,21 og sýndi, að hann er í mjög góðri æfingu. Má búast við að bæði Óskar og Erlendur kasti 62—65 metra í sumar. Báðir Danirnir voru langt frá sínum besta árangri í kringlu- kastinu og veittu enga keppni. Var tíu metra munur á Óskari og betri Dananum. Úrslitin í kringlukast- inu urðu þessi: 1. Óskar Jakobsson ís. 59,10 metra 2. Erlendur Valdimarss. 58.21 metra 3. Ken Andreassen Dan. 49,15 metra 4. Peter Jan Hansen Dan. 45,73 metra I kringlukasti unglinga keppti Vésteinn Hafsteinsson frá Selfossi og sýndi hann mikið keppnisskap og öryggi og náði sínum besta árangri fyrr og síðar og sigraði óvænt og örugglega með því að kasta 43,07 metra. Annar varð Daninn Peter Skröver, kastaði 39,98 metra. KÚLUVARP: Hreinn Halldórsson er óðum að komast í sitt gamla og góða form, hann átti mjög góða kastseríu í keppninni og kastaði t.d. tvívegis yfir 20 metra. Má búast við því, að þegar fótavinnslan verður komin í samt lag eftir meiðslin, takist m < mmm - - ihhhhhmhcsísmí • Óskar Jakobsson keppti í iillum kastgreinunum og hafði í nógu að snúast. Hér sést hann í kringlukastinu þar sem hann sigraði örugglega. Ljósm. Þórarinn Ragnarsson Hreini að bæta íslenska metið. Var það álit Ólafs Unnsteinssonar, þjálfara íslenska liðsins, að Hreinn hefði sneggsta útkast kúluvarpara í heiminum í dag en vantaði betri fótavinnslu. Og um leið og hún væri komin í lag kæmu stóru köstin. Óskar Jakobsson sýndi mikla keppnishörku með því að ná sínum besta árangri, 18,38, og þar með þriðja besta árangri Islendings frá upphafi og einum besta árangri á Norðurlöndum í ár. Aðeins Hreinn með 21,09 og Guðmundur Hermannsson með 18,48 hafa kastað lengra. í kúlu- varpi unglinga keppti Óskar Reyk- dalsson frá Selfossi fyrir Island og hann hafði kastað lengst 14,02 metra fyrir keppnina. Hann bætti árangur sinn hreint ótrúlega í keppninni, strax í fyrstu umferð kastaði hann 14,97 og bætti þar með 30 ára gamalt met Vilhjálms Vilmundarsonar KR sem var 14,78 metrar og jafnframt hið sögu- fræga Skarphéðinsmet Sigfúsar Sigurðssonar Selfossi, sem einnig var 14,78, en Sigfús var eins og kunnugt er í 12. sæti á Olympíu- leikunum í London árið 1948. I annarri umferð stórbætti Óskar sig aftur og kastaði 15,34 metra, sem er nýtt íslenskt drengjamet yngri en 18 ára og glæsilegur árangur hjá svo ungum pilti. Þess má geta, að Vilhjálmur Vilmund- arson, sem átti fyrra metið, er faðir hins kunna spretthlaupara Vilmundar Vilhjálmssonar. Úr- slitin í'kúluvarpinu urðu þessi: • Erlendur Valdimarsson einbeittur á svip í sleggjukastinu. Hann átti góða kastseríu og var ekki langt írá íslandsmetinu. Ljósm. Þórarinn Ragnarsson metrar 20,19 18,38 16,82 14,82 1. Hreinn Halldórsson 2. Óskar Jakobsson 3. Michael Henningsen 4. Freddy Pedersen Sigur íslendinga í kúluvarpinu var yfirburðaaigur, betri Daninn, Michael Henningsen, sem er næst- besti kastari Dana fyrr og síðar, náði sínum besta árangri í ár í keppninni, en best á hann 17,82, þannig að hann kastaði metra skemur en hann á best. í kúlu- varpskeppni unglinga sigraði Ósk- ar Reykdalsson, setti nýtt íslenskt drengjamet yngri en 18 ára, kastaði 15,34 metra. Annar varð Palle Hedgaard, kastaði 12,60 metra, með kasti sínu hefði Óskar sigrað lakari Danann í karlaflokki örugglega. Þannig lauk keppni fyrri daginn og hafði ísland þá örugga forystu í karlakeppninni, höfðu íslendingarnir hlotið 16 stig á móti 6 stigum Dana. í unglinga- keppninni höfðu. íslendingarnir hlotið 6 stig gegn 4 stigum Dana. Seinni daginn hófst keppnin í • Hér halda þeir Öskar Jakobsson og Hreinn Halldórsson á óskari Reykdalssyni sigurvegara í kúluvarpi unglinga. óskar setti nýtt íslandsmet drengja yngri en 18 ára og bætti þar með þrjátíu ára gamalt met Vilhjálms Vilmundarsonar Ljósm. Þórarinn Ragnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.