Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1978 3 — Því er ekki að leyna að ég hefi vissulega orðið fyrir vonbrigðum, sagði Magnús Torfi Olafsson formaður Sam- taka frjálslyndra og vinstri manna er Mbl. leitaði álits hans á úrslitum kosninganna, en þessum úrslitum verðum við sem að Samtökunum stöndum að taka. Við í fram- kvæmdastjórn samtakanna munum ráða ráðum okkar og Höfum orðið fyrir vonbrigðum W - sagá' Magnús Torfí Olafsson láta frá okkur fara þær ályktanir sem við komumst að. Ekki kvaðst Magnús Torfi geta sagt til um hvenær það yrði. Hann var síðan spurður hverjir honum fyndist eðlileg- ast að mynduðu næstu ríkis- stjórn: — Mér er engin launung á því að Alþýðuflokkur og Al- Samvinnuhugsjónin er alls staðar annars staðar en hér hluti af jafnaðarstefnunni og þá er spurningin hvað þessi flokkur hefur að gera. Er þetta bara bændaflokkur, eins og hann var í upphafi, og jafnvel um bændafylgi flokksins virðist vera að losna. Við í Alþýðuflokknum erum ákaflega ánægðir með það, að sem launþegaflokkur getum við nú stillt okkur upp að Alþýðuþanda- laginu svo gott sem jafnsterkur flokkur. Og við teljum að þessi styrkleikahlutföll muni tvímæla- laust hafa mikil áhrif á tengslin á milli launþegahreyfinganna og stjórnmálaflokkanna í fram- tíðinni. Bakslag Alþýðubandalags- ins frá byggðakosningunum vekur vissulega athygli þrátt fyrir það að allir hafi gert sér grein fyrir því að framboð ýmissa smærri flokka nú kæmu til með að dreifa fylgi því er Alþýðubandalagið fékk í borgarstjórnarkosningunum. En auk þessa teljum við að t.d. úrslitin hér í Reykjavík og á Reykjanesi eða í mesta þéttbýlinu sýni það að við eigum í fullu tré við Alþýðubandalagið og það er fyrst og fremst Alþýðuflokkurinn sein stendur sem virki gegn því að kommúnisminn flæði inn yfir íslensk stjórnmál. Þetta er kannski ein meginniðurstaða þessara kosninga." Nú hefur Alþýðuflokkurinn í kosningabaráttunni lagt áherslu á að gera þyrfti svokallaðan kjara- sáttmála landsmanna í heild. Ber ekki að túlka þessi úrslit sem ótvíræða vísbendingu að það sé vilji landsmanna að slíkur sátt- máli komist á? „Við túlkum þessi úrslit þannig, því í okkar málflutningi lögðum við mikla áherzlu á kjarasáttmál- ann. En það þarf að kynna þetta hugtak betur, því að þó við notum orðið sáttmáli, þá er þetta ekki hugsað þannig að þetta sé í sjálfu sér eitthvert skriflegt samkomu- lag, heldur er inntakið í þessu það, að það verði að nást almennt þýðubandalag sem sigurverar- ar þessara kosninga ættu að taka við þeirri ábyrgð sem þeir standa frímmi fyrir varðandi landsmálin. Mér er það ljóst að þessir flokkar hafa ekki þing- meirihluta, en ég tel að þá eigi að láta reyna á það hvort annar hvor hinna flokkanna vill veita stjórn þeirra stuðn- ing sinn, sagði Magnús Torfi að lokum. samkomulag á milli ríkisvalds og aðila vinnumarkaðarins, launþega og atvinnurekenda, sem verði fyrst og fremst að byggjast á gagn- kvæmu trausti. Jafnaðarmenn í mörgum öðrum löndum hafa farið þessa leið og má benda á dæmi frá Bretlandi á tíma Wilsons, Norður- löndum og Vestur-Þýzkaland. Kjarninn í þessu er gagnkvæmt traust, sem er það sterkt að það getur leitt til þess að það verði friður og þar af leiðandi mun auðveldara að leysa vandamálin heldur en þegar tortryggnin ræður ríkjum eins og hefur verið nú undanfarna mánuði og afleiðingin verður vinnudeilur." En nú hafa einmitt að undan- förnu orðið átök innan verkalýðs- hreyfingarinnar um leiðir í kjara- baráttunni og þar hafa Alþýðu- flokksmenn og Alþýðubandalags- menn ekki verið á eitt sáttir. Reyndin hefur orðið sú að Alþýðu- bandalagsmenn hafa þar ráðið verulega ferðinni og telur þú í því sambandi líklegt að sú sátt, sem þú talar um, náist? „Þetta ástand er ákaflega tíma- bundið og svar okkar við því er að stjórn Alþýðusambandsins nú er skipuð fulltrúum sem hneigjast að öllum stjórnmálaflokkunum. For- ysta Alþýðusambandsins er á mjög viðkvæmu stigi vegna þess að forseti þess veiktist, þegar deilur stóðu í hámarki og því er ekki að neita að fjarvera hans hefur skapað visst tómarúm og vissa óvissu, sem ríkir í dag. Við höfum bent á þennan kjarasáttmála sem markmið sem við teljum vera ákaflega nauðsyn- legt til að efnahagsstefnan geti verið farsæl hér. Okkur er full- komlega ljóst að við getum ekki einir tryggt þetta.“ Það var haft eftir þér í blaðavið- tali að krafan um „samningana í gildi“ væri aðeins mótmæli. Hyggst þú nú ef Alþýðuflokkurinn verður í stjórnaraðstöðu beita þér fyrir að margnefnd launalög verði numin úr gildi strax og þá að fullu „Alþýðuftokkur og Alþýðu- bandalag hafa vissa sam- stöðu í launamálunum" - segir Lúðvík Jósepsson „í ÞESSUM kosningum hefur átt sér stað umtalsverð tilfærsla á fylgi í landinu og i rauninni óvenjulega mikil á okkar mæli- kvarða. Ef við skoðum þessa tilfærslu með tölum þá eru þetta um 1G þúsund atkvæði í plús fyrir Alþýðuflokkinn og um 7000 ( plús fyrir Alþýðubandalagið miðað við kosningarnar 1974 en tap Framsóknarflokksins frá þessum kosningum er nú um 8000 at- kvæði í mínus og fyrir Sjálf- stæðisflokkinn er tapið um 9000 atkvæði. Við þetta koma rúm 6000 atkvæði sem er aukning á kjörskrá frá 1974. Þessi úrslit eru mjög sterk andstaða við ríkisstjórnina og gegn stefnu hcnnar. Fólk var í mjög ríkum mæli að krefjast þess að stjórnin færi frá og ný stjórn tæki við,“ sagði Lúðvík Jósepsson formaður Alþýðubandalagsins, þegar Mbl. leitaði álits hans á úrslitum kosninganna. „Alþýðuflokkurinn hefur í þessum kosningum unnið verulega á en þá verður jafnframt að hafa í huga að hann hafði verið flokkur, sem hafði um langt árabil með 9 til 10 þingmenn en var nú kominn Lúðvík Jósepsson í sitt lágmark með 5 þingmenn. Alþýðuflokkurinn var því þarna sumpart að rétta sig við en hann fær einnig verulega viðbót. Ég tel að sá árangur Alþýðubandalagsins að bæta við sig 4,5% atkvæða sé mjög góður en vitanlega má segja að við hefðum getað ætlast til þess að vinna meira á en þetta er þó Benedikt Gröndal eða telur þú aðra lausn farsælli? „Þarna er vitnað til viðtals, sem birtist við mig í Morgunblaðinu og með því vildi ég benda á að eingöngu sú hlið á málinu að samningar voru rofnir með svo stuttum fyrirvara, sérstaklega varðandi opinbera starfsmenn, olli mikilli reiði og vonbrigðum með það að samningsrétturinn væri ekki sterkari. Hitt hef ég orðið að viðurkenna, að það væri ekki hægt að stíga þetta skref alveg í einu lagi og þá á ég við að ekki er hægt að setja samningana að fullu í gildi í einu. Við höfum dæmið frá borgarstjórn Reykjavíkur og ég verð að sætta mig við það, sem hefur orðið niðurstaða þeirra þar, að það er ekki hægt að gera þetta í einu lagi og því til réttlætingar vil ég benda á að einn borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði með þessari niðurstöðu nýja meirihlutans og hinir borgar- fulltrúar sjálfstæðismanna greiddu ekki atkvæði gegn þessari samþykkt, sem þó gengur í ber- högg við það, sem ríkisstjórnin hefur talið nauðsynlegt." í liðinni kosningabaráttu hefur greinilega skilið að Alþýðuflokk og Alþýðubandalag ólík afstaða þess- ara flokka til varnarmálanna. Heldur þú að þessir flokkar nái samstöðu um þau mál? „Ég get aðeins á þessu stigi endurtekið þá yfirlýsingu, sem ég hef fyrir hönd Alþýðuflokksins gefið í kosningabaráttunni, að það er ekki ætlun okkar að verzla með öryggi þjóðarinnar fyrir ráðherra- stóla og við stöndum fast á þeirri samþykkt, sem síðasta flokksþing okkar gerði í þeim efnum." Og Alþýðuflokkurinn mun þá ekki samþykkja að varnarliðið fari af landi brott, ef flokkurinn fer í ríkisstjórn? „Menn verða að lesa svar mitt hér fyrr, það segir það.“ Að síðustu var Benedikt spurður álits á því hverjir væru að hans dómi möguleikar á myndun næstu ríkisstjórnar? „Ég get aðeins endurtekið að breytingarnar á þingstyrk flokk- anna hafa orðið svo miklar og óvæntar að ég tel að stjórnmála- flokkarnir verði allir að skoða málið og íhuga það. Alþýðu- flokkurinn hefur ekki stefnt að neinni ákveðinni stjórnarsam- stöðu né á móti neinni og í samræmi við þetta mun Alþýðu- flokkurinn taka ábyrgan þátt í þeim viðræðum, sem forseti Is- lands setur væntanlega í gang innan tíðar. Frá okkar hálfu verður það fyrst og fremst mál- efnaaðstaðan sem ræður og flokks- stjórn Alþýðuflokksins ber sam- kvæmt okkar lögum að taka allar ákvarðanir um gerðir flokksins í þessum efnum. Tilgangur stjórn- málaflokka er að taka þátt í stjórn landsins og koma stefnumálum sínum í framkvæmd og við erum svo sannarlega ekki að draga okkur út úr pólitík eftir þennan mikla sigur, þannig að við munum af fullri ábyrgð taka þátt í viðræðum um stjórnarmyndun eftir því, sem við verðum til þess kallaðir," sagði Benedikt að lokum. mjög nærri því, sem ég hafði áður spáð opinberlega. Við gerðum hins vegar okkur alveg grein fyrir því að við kæmum ekki til með að fá sama fylgi og við fengum í borgarstjórnar kosningunum um leið og Samtökin og fleiri listar koma fram,“ sagði Lúðvík. Varðandi hugsanleg skilyrði fyrir þátttöku Alþýðubandalags- ins í ríkisstjórn sagði Lúðvík: „Það er krafa okkar, sem við munum setja fram númer eitt fyrir öllu samstarfi, að þessi umdeildu lög verði afnumin. Þau verði felld úr gildi og það þýðir að sjálfsögðu að þeir samningar, sem gerðir hafa verið, þeir standa. Síðan verður það auðvitað að kanna það á hverjum tíma hvaða form samningar eiga aðtaka, þannig að menn komist að eins viturlegri niðurstöðu og hægt er.“ Þá var Lúðvík spurður hvort, Alþýðubandalagið kæmi til með að gera það að skilyrði fyrir þátttöku í stjórnarmyndun að varnarliðið fari úr landi? „Ég svara engu um það og get ekki sagt til um það hvað verður sett sem skilyrði fyrir samstarfi ýmist við þennan flokk eða hinn. Við í þingflokki og framvkæmda- stjórn Alþýðubandalagsins mun- um komá saman strax upp úr helginni og ræða þá stöðu, sem upp er komin. Við höfum sett fram fjölmörg stefnumál og það fer ekkert á milli mála að eitt af okkar aðalkröfumálum í slíku samstarfi er krafan um það að koma hernum úr landi. Hvort það atriði eða önnur verða gerð að úrslitaskilyrði er ekki hægt að segja til um á þessu stigi. Við erum ekki þau börn í pólitík að við svörum einu eða neinu um það fyrirfram hvaða atriði við setjum sem skilyrði. Því það metur maður á hverjum tíma þegar til samninganna kemur, hvort samningarnir séu þess virði að gera þá.“ Hvaða flokkur telur þú eðli- legast að nú taki upp stjórnarsam- sarf? „Ég get ekki og vil ekki svara neinu um það á þessu stigi því við í flokknum eigum eftir að ræða þessi mál. Við vitum að það eru margir möguleikar hugsanlegir í stjórnarmyndun en um hvað margir þeirra eru framkvæman- legir skal ég ekkert segja." En verður ekki niðurstaðan öndverð við það, sem Stefán Jónsson sagði, verður ekki Alþýðu- flokkurinn að nota Alþýðubanda- lagið en ekki öfugt? „Ætli það verði ekki þannig að við verðum að nota Alþýðuflokk- inn og Alþýðuflokkurinn að nota okkur. Það er auðvitað enginn vafi á því og það hef ég sagt áður, að eins og þessi mál bera öll að, þegar þessir tveir flokkar vinna á og telja sig báðir verkalýðsflokka eða launamannaflokka og launamálin hafa verið mjög umdeild. Þá er enginn vafi á því að þessir flokkar hafa vissa samstöðu í þessum málum en þeir eiga hins vegar eftir að reyna, hvort þeir ná samstöðu," sagði Lúðvík að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.