Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1978 21 • Landsliðshópurinn sem náði að sigra Danina tvöfalt. í fremri röð er unglingaliðið. Vésteinn. Einar og Oskar R. I aftari röð Hreinn, Elías, Ólafur Unnsteinsson þjálfari, Erlendur og Oskar Jakobsson. Ljósmynd Þórarinn Ragnarsson. sleggjukastinu. Þar varð hörku- kepp'ni eins og búist var við. Erlendur Valdimarsson hafði for- ystu eftir fjórar umferðir og náði tvisvar að kasta 59,75 metra, sem er mjög nálægt íslenska metinu, sem er 60,74. Samt voru köst hans ekki að fullu heppnuð, þar sem meiri hæð vantaði á svif sleggj- unnar. I fimmtu umferð svaraði danski methafinn, Erik Fisker, fyrir sig með sínum besta árangri í ár, 60,01 metra. Danska metið, sem hann á sjálfur, er 63,74 metrar. Óskar Jakobsson kom á óvart með því að ná 3. sæti í sleggjukastinu og kasta 51,58 metra, sem er hans besti árangur og jafnframt fimmti besti árangur íslendings fyrr og síðar. Fjórði maður í sleggjunni, Kjell Andreas- sen, var aðeins skugginn af sjálfum sér í keppninni og náði sér aldrei á strik. Hann á best 56,83 metra í ár, en kastaði nú aðeins 47,18 metra. I keppni unglinga keppti Óskar Reykdalsson fyrir Island og tryggði Islandi stig með því að kasta 28,12 metra, en hann hafði aldrei keppt í sleggjukasti áður. Daninn Finn B. Jakobsen sigraði örugglega með því að kasta 50,99 metra. Úrslit í sleggjukast- inu urðu þessi: metrar 1. Erik Fisker 60,02 2. Erlendur Valdimarsson 59,75 3. Óskar Jakobsson 51,58 4. Kjell Andreasen 47,18 í keppni unglinga sigraði Finn Jakobsen frá Danmörku, kastaði 50,99 metra, en annar varð Óskar Reykdalsson, kastaði 28,12 metra. SPJÓTKAST: Síðasta keppnisgreinin var spjótkast. Slæmar aðstæður voru til keppni, þar sem mjög misvinda- samt var á vellinum og atrennu- brautin laus í sér. Spjótin bæði misstu flug og stefnu og merktu illa á vellinum er þau komu niður. Þá fuku þau all oft út fyrir kastgeirann. Danirnir og Óskar Jakobsson, sem allir hafa kastað yfir 70 metra í ár, voru í hinum mestu vandræðum af framan- greindum ástæðum. Voru þeir 5—7 metra frá sínum besta árangri í ár. Óskar varð að láta sér nægja annað sætið í keppninni með því að kasta 64,99 metra, en hann sagði sjálfur, að hann væri yfir- leitt alltaf öruggur að kasta yfir 68 metra. Elías Sveinsson tugþraut- arkappi stóð vel fyrir sínu og varð fjórði, kastaði 59,75 metra. Greini- legt var, að Einar Vilhjálmsson, sem kastaöi í unglingakeppninni á sama tíma og kastaði 61.05 metra í fyrstu umferð, var til alls líklegur. Og danski unglingurinn Karsten Bojsen kastaði 63,31 • Einar Vilhjálmsson kom mjög á óvart í spjótkastkeppninni með því að setja nýtt íslenskt drengjamet og ná öðru lengsta spjótkastafreki íslendings, kastaði 67,36 Ljósm. Þórarinn Ragnarsson metra í síðasta kasti og tók forystu í keppninni, undirbjó Einar sig af kostgæfni fyrir sitt síðasta kast. Sýndi hann mikla keppnishörku og skap þegar hann gerði sér lítið fyrir og náði risakasti, sem vakti undrun og aðdáun allra á vellinum. Kastið ■ mældist 67,36 metrar, sem er næst besti árangur Islendings fyrr og síðar. ísiandsmet Óskars Jakobs- sonar er 76,32 metrar. Hinn gamli methafi, Jóel Sigurðsson, átti lengi sögufrægt met, 66,99 metra. Kast Einars var lengsta kast keppninn- ar, tveimur metrum lengra, en sigurkast Danans Karstens Hersits, sem keppti í karlaflokkn- um. Einar hafði bætt árangur sinn um 7 metra í þessari einu keppni. Úrslitin í spjótkastinu urðu þessi: metrar 1. Karsten Hersilt, 65,35 2. Óskar Jakobsson 64,99 3. Jón Sólberg (Danm.) 63,73 4. Elías Sveinsson 59,75 Úrslit í spjótkasti unglinga: 1. Einar Vilhjálmsson 67,36 2. Karsten Bojsen 63,31 Landskeppninni lauk því með öruggum sigri íslendinga í karla- flokki sem sigruðu með 25 stigum gegn 19 og í unglingaflokki unnu íslensku piltarnir óvænt með ellefu stigum gegn níu. Síðan var íslensku landsliðs- mönnunum haldið hóf þar sem þeir voru leystir út með gjöfum og Ólafur Unnsteinsson þjálfari og fararstjóri var sæmdur heiðurs- merki danska Frjálsíþróttasamb- andsins. Hreinn Halldórsson, Ósk- ar Jakobsson og Erlendur Valdimarsson halda héðan frá Danmörku á heimsleikana í Helsinki, þar sem þeir keppa 28. og 29. júní við bestu kastara heims- ins. Síðan taka þeir þátt í GN Galan í Stokkhólmi 3.-4. júlí, sem er alþjóða frjálsíþróttamót, en koma síðan heim að því loknu. Sænskt 2. deildar lið sem setur markiö hátt, leitar eftir handknattleiks- mönnum í úrvalsflokki. Svar meö upplýsingum um kröfur og feril sendist til: EBK, c/o Strand, N. Storg. 38. 575 00 Eksjö, Sweden. Óskar Jakobsson: Ætla að ná tveimur „toppum" í sumar ÓSKAR Jakobsson, sem keppti í öllum kastgreinum fyrir íslands hönd, sagðist vera sterkari nú en áður og kvaðst hann vonast til þess að ná góðum árangri í sumar. — Ég var mjög óheppinn bæði í spjótkastinu og kringlukastinu og gat ekki einbeitt mér að mínum beztu greinum, þar sem ég þurfti að keppa í þeim öllum, sagði Óskar eftir keppnina. Ég ætla að leggja áherslu á kringluna í sumar og hafa kúluvarpið sem aukagrein. Ég ætla að reyna að ná tveimur „toppum" í sumar og það mun verða í Kalottkeppninni í Svíþjóð í júlí og í Evrópumótinu í Tékkóslóvakíu í haust, sagði Óskar að lokum. Einar Vilhiálmsson: Árangurínn kom mér mjög á óvart EINAR Vilhjálmsson, 18 ára gamall Borgfirðingur, er sonur Vilhjálms Einarssonar, hins kunna frjálsíþróttamanns hér fyrr á árum. Einar sagðist hafa byrjað að æfa knattleiki þegar hann var 10—11 ára gamall en fór að æfa frjálsar íþróttir af alvöru þegar hann var 14 ára gamall. Hann sagðist ætla að leggja áherzlu á spjótkastið í framtíðinni og reyna að ná langt í greininni. — Þessi árangur kom mér mjög á óvart því ég hafði aðeins kastað 60,56 metra bezt í ár og gerði mér ekki vonir um að slá íslandsmetið svona fljótt, en það var 63,90 metrar, sagði Einar. Ég stefni að því að ná mínu bezta á landsmóti UMFI á Selfossi og einnig í Karlottkeppninni. Óskar Reykdalsson: Ólafur bætti kaststílinn ÓSKAR REYKDALSSON er 18 ára gamall Selfyssingur, sem kom mjög á óvart með því að bæta 18 ára gamalt met Vilhjálms Vilmundarsonar í kúluvarpinu. Óskar kvaðst hafa byrjað að æfa frjálsar íþróttir þegar hann var 12 ára gamall og hefði hann æft mjög samviskusamlega frá 14 ára aldri. Hann kvaðst ekki hafa búizt við jafngóðum árangri og raun varð á en sagði að Ólafur Unnsteinsson þjálfari hefði lagfært hjá sér kaststílinn, áður en haldið var í keppnina. Kvaðst Óskar hafa fylgt ráðum Ólafs nákvæmlega og árangurinn lét ekki standa á sér. — Ólafur lagaði stílinn mjög mikið og ég á honum mikið að þakka, sagði Óskar. Ég stefni að því að sigra í kúluvarpinu á landsmótinu á Selfossi í sumar og ég stefni markvisst að því að komast á Evrópumót unglinga, sem haldið verður í Póllandi haustið 1979.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.