Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1978 19 Argentínumenn enn að dansa á götunum . Ásgeir ekki með „ÉG gerði síðusti tilraunina í dag en þjálíarinn gaí algert afsvar svo að ég get ekki verið með gegn Dönum, því miður,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson, þegar Morgunblaðið hafði tal af honum í gær úti í Liege. Ásgeir kvaðst hafa haft á því mikinn áhuga að leika landsleikinn gegn Dönum og hefði hann margsinnis talað við framkvæmdastjóra og þjálfara Standard í síðustu viku. Þeir hefðu hins vegar ætíð svarað neitandi og borið því við að ekki kæmi til greina að Ásgeir léki svona erfiðan leik í byrjun æfingatímabils. Landsleikurinn verður á Laugardalsvellinum annað kvöld. Islenzka liðið dvelur nú á Þingvollum og æfir á Laugarvatni. Danska landsliðið kemur til landsins í dag. Landsliðið lék æfingaleik við ÍA á Akranesi á Laugardaginn og tapaði 0:1. Var myndin tekin í leiknum og sýnir hún Jóhannes Eðvaldsson og Jón Pétursson berjast um boltann við Andrés Ólafsson, en þeir Jóhannes og Jón eru hingað komnir gagngert til þess að leika gegn Dönum. Dregið í Bikarkeppni KSÍ: Valur fer til Siglufjarðar DREGIÐ var í gær í næstu umferð Bikarkeppni KSÍ, en 16 lið eru enn uppi standandi og nú fyrst koma liðin úr fyrstu deild inn í keppn- ina. Það voru 33 lið sem hófu undankeppnina og þegar hér er komið sögu eru enn 3 lið eftir úr 3. deild og önnur þrjú úr annarri deild. En leikirnir eru eftirfarandi og þeir hefjast allir klukkan 20.00. 4. júlíi Þór, Akureyri — ÍBV ÍA - KA Víkingur, RVK - KR UBK - Fylkir 5. júlú Einherji, Vopnaf. — Víkingur, Ólafsvík FH — Fram Þróttur, RVK - ÍBK 6. júlíi KS, Siglufirði — Valur GLEÐIN. sem rfkti í Argentínu í kjölfar sigursins yfir Hollendingum. var með ólíkindum. Allir, sem á annað borð gátu staðið í fæturna, ruddust út á götu og þar var sungið og dansað alla nóttina og daginn eftir voru slík forföll á vinnustöðum, að annað eins hefur ekki átt sér stað í landi þar. Þrátt fyrir allt var áfengisneysla í algjöru lágmarki. fólk þurfti ckki aðstoð Bakkusar á þessari fleðistund. Þótt ótrúlegt megi virðast voru engin dauðsföll tilkynnt og engin alvarleg meiðsli á fólki. Sydney í Ástralíu var maður af argentínskum ættum tekinn fastur, er hann óð um almenningsgarð skjótandi upp í loftið úr íeiknalega stórum riffli. Iiann skaut fjórum skotum, eitt íyrir hvert mark sem skorað var í úrslitaleiknum. I morgunsárið var cngan bilbug að finna á fólkinu í Argentínu og einn frá sér af gleði og háskælandi að auki. sagði að veislan myndi vara í marga daga. Jafnvel hundar og kcttir voru klæddir í hinn blá- og hvítröndótta búning Argentínu. En hvað litlu mátti muna. að ekkert yrði úr gleði Argéntínumanna. er Hollendingar virtust vera mað pálmann í höndunum og léku um tíma mun betur en heimamenn. Þjálfari Argentínu, Cesar Luis Menotti játaði eftir leikinn, að hann hefði reykt fjóra pakka aí vindlingum meðan á leiknum stóð. Aðra sögu er að segja frá Ilollandi, þar sást ekki nokkur manneskja á götunum meðan á leiknum stóð og er honum lauk varð engin breyting og til að bæta gráu ofan á svart. var grenjandi rigning um gervallt Ilolland þetta kvöld. Það verður þó tekið á móti leikmönnunum með virktum eins og vera ber. en sárt hlýtur það að vera að tapa tveimur úrslitaleikjum í röð, ekki síst þegar um sama liðskjarna er að ræða í báðum tilvikum. Sjá nánar um HM á miðopnu. Mario Kempes stjörnuleikmaðurinn, sem færði Argentínu heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu með tveimur mörkum sínum í úrslitaleiknum, er nú nánast þjóðardýrlingur í heimaiandi sínu. Hér sjáum við áhorfendur flykkjast að honum og faðma hann og kyssa eftir að úrslitaleiknum var lokið. Kcmpes varð markhæsti maður HM. skoraði sex mörk. • Paserelli fyrirliði Argentinumanna lyftir hinum eftirsótta heimsbikar eftir að forseti landsins. Videla hafði afhent honum bikarinn. Forsetinn sést á milli leikmannanna með bros á vör. Mikið skorað í leik Víkinga og KA VÍKINGAR gerðu góða ferð norður til Akureyrar í gær, par sem Þefr sigruðu KA með 5 mörkum gegn 2 eftir að Víkingar höfðu yfir í hálfleik 3—2. Leikur- inn Þróaöist fremur einkennilega. Þannig lék KA undan golunni f fyrri hálfleik og sótti nær lótlaust án Þess að skapa sér veruleg færi framan af. Þó skall hurð nærri hælum nokkrum sinnum við mark Víkinga en ávallt tókst Þó aö bægja hættunni frá. Þaö voru hins vegar Víkingar sem nýttu færi sín til hins ýtrasta í fyrri hálfleik og skoruöu Þrívegis gegn afar staðri KA-vörn áður en Þeim tókst að svara. Á 14. mínútu var dæmd vafasöm aukaspyrna á KA rétt utan víta- teigs. Gunnar Örn renndi knettin- um á Viöar Elíasson og Viðar skaut iausu skoti, sem lak undir Þorberg markvörö. Á 17. mínútu kemur annaö mark Víkings er gefið var fyrir markiö utan af kanti og Gunnar Örn renndi knettinum í netið án þess aö Þorbergur fengi rönd viö reist. Þarna var KA-vörnin mjög ilia á verði. Þriðja mark Víkings kom á 25. mínútu. Óskar Tómasson gaf fyrir frá vinstri þar sem Lárus Guðmundsson kom aðvífandi og skallaöi knöttinn áfram til Arnórs, sem virtist vera rangstæður, og Arnór þakkaöi fyrir sig og skallaöi af öryggi í netiö. KA skorar sitt fyrsta mark á 30. mínútu. Sigurbjörn tók horn- spyrnu frá vinstri pg Ármann Sverrisson stökk hærra en aörir og skallaöi laglega í netið. Á 44. mínútu skora KA-menn sitt annað mark, er Elmar Geirsson renndi knettinum fyrir mark Víkinga þar sem Gunnar Blöndal var vel staðsettur og skoraöi af öryggi. í síöari hálfleiknum komu KA- menn tvíefldir til leiks og sóttu stíft í upphafi, en eftir því sem leið á leikinn dvínaöi sókn KA og Víking- ar komust meira og meira inn í leikinn. Víkingar áttu þó af og til hættulegar sóknir og tvívegis small knötturinn í stöngum KA-manna. í fyrra skiptiö var Arnór aö verki, en hið síöara átti Viöar Elíasson, og má meö sanni segja aö mark KA hafi skolfiö eftir það skot. Fjóröa mark Víkings kemur á 75| mrit-in-r-m ifwi—iiOTTM ■mini ml mínútu, og má segja að það hafi verið rothöggiö á KA-menn. Arnór lék sig laglega í gegnum vörn KA, Þorbergur varði skot frá honum enn hélt ekki knettinum og Gunnar Örn kom aövífandi og skoraöi stöngin inn. Síöasta mark leiksins kom á 85. mínútu, sent var fyrir markiö og hugöist Þorbergur grípa knöttinn, en mistókst og Róbert Agnarsson sendi knöttinn fyrir mark KA og Arnðr skaliaði í markið. Sigur Víkinga var sanngjarn í þessum leik, en ef til vill óþarflega stór. Arnór og Lárus Guðmunds- son áttu góöan leik aö þessu sinni og einnig var Róbert öruggur aö vanda.. _____ _ >litv KA-liðið hefur átt afar erfitt uppdráttar í síðustu leikjum sínum og verður að taka sig verulega á ef ekki á illa aö fara. Enginn leikmanna KA skaraöi fram úr aö þessu sinni og meöal- mennskan var alls ráöandi. Rafn Hjaltalín dæmdi leikinn og fórst það allvel úr hendi. Þó var Rafn óþarflega smámunasamur. í stuttu máli. Akureyrarvöllur 26. júní, 1. deild, KA — Víkingur. 2—5 (2—3). MBrk Vikinga. Viðar Elíasson á 14. mtn., Gunnar Örn Kristjánsson á 17. mín. og 75. mín. og Arnór Guðjohnsen á 25. mín og 80. min, Mörk KA. Armann Sverrisson á 30. mín. og Gunnar Blöndal á 44. min. Áhoriendur. 760. Stigahæstu menn. Víkingur. Róbert Agnarsson, Viðar Elíasson, Lárus. Guðmundsson. Arpór Quðjohnsen, , i.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.