Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 42
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1978 LandsBðsmennim- ir ekki á skotskón- um á Akranesi SKAGAMENN sigruðu úrvalslið KSÍ í leik á Akranesi á laugardag í minningarleik um Guðmund Sveinbjörnsson, sem iengst og best hefur starfað að íþróttamálum á Akranesi, eða allt frá barnsaldri, er hann var meðal stofnenda fyrsta knattspyrnufélagsins á Akranesi, þar tii hann lést um aldur fram 9. jan. 1971, 59 ára gamall. Auk þess að vera forystumaður íþróttamála á Akranesi, sat Guðmundur í stjórn KSI í tvo áratugi. Stofnaður hefur verið minningarsjóður um Guðmund af Iþróttabandalagi Akraness. Skal sjóðurinn styrkja efnilega íþróttamenn til náms eða fþróttaþjálfara. Leikur ÍA og úrvalsliðsins var fremur daufur, en þarna voru samankomnir nær allir þeir leik- menn, sem koma til með að leika gegn Dönum á miðvikudag. Það var því kannski ekki að ástæðu- lausu, sem þeir fóru varlega og vildu ekki hætta á meiðsli, svona rétt fyrir landsleik. Úrvalsliðið, sem hóf leikinn var þannig skipað, að Árni Stefánsson var í marki, aðrir leikmenn voru Dýri Guðmundsson, Gísli Torfa- son, Janus Guðlaugsson, Jón Pét- ursson, Einar Ásbjörn Ólafsson, Jóhannes Eðvaldsson, Arnór Guð- johnsen, Guðmundur Þorbjörns- son og Atli Eðvaldsson. í síðari hálfleik komu þeir Ólafur Dani- valsson og Hörður Hilmarsson inná fyrir Pál og Guðmund og síðar kom Róbert Agnarsson inná í stað Dýra. Skagamenn léku án Karls Þórð- arsonar, Jóns Þorbjörnssonar og Árna Sveinssonar, en þeir höfðu fengið til liðs við sig Þorstein markvörð frá ÍBK og Magnús Þorvaldsson bakvörð úr Víking. Fyrri hálfleikur var lengst af tíðindalítill og fátt um tækifæri. Eins og svo oft áður, vantaði allan brodd í sóknarleikinn, en ágætir samleikskaflar sáust úti á vellin- um. Það var á 22. mín. að Atli komst í dauðafæri, eftir góðan samleik, en Þorsteinn varði skotið mjög vel. 10. mín. síðar mistókst Þorsteini að hreinsa frá eftir hornspyrnu og fékk Gísli Torfason knöttinn, en hann skallaði yfir í dauðafæri. Eru þá upptalin tækifærin í hálfleiknum, nema hvað á 44. mín. skoraði Pétur Pétursson mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Líflegri síðari hálfleikur Síðari hálfleikur var heldur líflegri og byrjaði úrvalsliðið ágætlega og átti tvö ágæt tækifæri á 12. og 13. mín, en Skagamönnum tókst að bægja hættunni frá. Skagamenn náðu smám saman betri tökum á leiknum, sem þeir héldu að mestu til leiksloka. Á 65. mín. skoraði Pétur gott mark með skalla, sem Friðjón Eðvarðsson dómari dæmdi af og sýndist sitt hverjum um þann dóm. Pétur fékk sendingu fyrir markið, stökk upp og skallaði, en í sömu andrá kom Árni út úr markinu, hugðist handsama knöttinn, en Pétur hafði betur og féll Árni í völlinn. Dómarinn hefur eflaust talið, að Pétur hafi hrint Árna ólöglega og dæmdi markið af. Það var engu líkara, en að leikurinn stefndi í markalaust jafntefli, en úr því varð nú ekki, því að á 85. mín. urðu Árni Stefánssyni á þau óskiljan- iegu mistök að hrinda Pétri ' í/ *r ' 7/ I Jmji * ' - iii' ■ .. m-tm; —7 X/ Péturssyni, er hann sótti að honum. Það var því ekki um annað að gera fyrir dómarann en að dæma vítaspyrnu. Fyrirliði Skaga- manna Jón Áskelsson skoraði af miklu öryggi. Lauk leiknum því með 1—0 sigri Skagamanna, sem eftir atvikum voru sanngjörn úrslit, þótt jafn- tefli gæfi e.t.v. betri mynd af leiknum. Leikmenn verða vart dæmdir eftir þessum leik, þar sem hér er um nokkurskonar æfingaleik að ræða. I liði úrvalsins átti hinn ungi Keflvíkingur Einar Ólafsson góðan leik, en hann gætti Péturs Péturssonar og var oft gaman að sjá þá eigast við, því Pétur átti einna bestan leik í liði Skaga- manna. Árni Stefánsson gerði margt vel og tel ég hann án efa okkar besta markvörð um þessar mundir. Þá átti Atli góðan leik, svo og Janus, en Jóhannes og Jón Pétursson virkuðu þungir. Árnór átti góða spretti og gerði margt vel. Auk Péturs átti lánsmaðurinn Magnús Þorvaldsson góðan leik og hef ég ekki séð hann leika betur í annan tíma. Jónarnir Gunnlaugs- son og Alfreðsson stóðu fyrir sínu og Matthías sýndi á köflum góðan leik. Andrés Ólafsson var einna bestur Skagamanna, en fór út af íhálf%eik. jbarðist hann vel og reyndi að spilá ÞKORSTEINN Bjarnason markvörður varði oft á tíðum vel en sum úthlaup hans voru óörugg og hefðu getað kostað mark. Friðjón Eðvarðsson dæmdi leik- inn ágætlega, en áhorfendur voru 770 og nutu leiksins í góðu veðri. H. dan. • Kniitturinn siglir í netið eftir glæsilegan skalla frá Pétri Péturssyni en Árni Stefánsson kemur engum viirnum við. enda kom það ekki að sök þar sem dómarinn taldi að Pétur hefði brotið á Árna og dæmdi markið ógilt. (Mynd Friðþjófur) • Stjórn og varastjórn hins nýja íþróttafélagsi Standandi f.v. Sólveig Guðmundsdóttir, ritari, Sonja Helgason formaður, Þórhildur Svanbergsdóttir gjaldkeri. Sitjandi f.v. Ragnar Ragnarsson, Eyjólfur Ástgeirsson og Halldór Ó. Sigurðsson, meðstjórnendur. Stofnað íþróttafé- lag fyrir þroskahefta HINN 12. júní s.í. var stofnað íþróttafélag þroskaheftra við heimili Styrktarfélags Vangef- inna í Reykjavík. Hlaut það nafnið íþróttafélagið Björk. Stofnfundurinn var haldinn í Bjarkarási við Stjörnugróf og sóttu hann rúmlega 50 manns, vistmenn, foreldrar og aðstand- endur. Aðalhvatamaður að stofn- un félagsins var frú Sonja Ilelga- son íþróttakennari, sem mörg undanfarin ár hefur annast kennslu og iíkamsþjálfun við stofnanir Styrktarfélags Vangef- inna. Tilgangur og markmið hins nýja félags er að efla íþróttaiðkanir og útivist fyrir þroskahefta með æfingum, námskeiðum og keppni. Mikill áhugi á félaginu er ríkjandi við heimili Styrktarfé- lagsins, en Iþróttafélagið Björk er fyrsta félag sinnar tegundar, sem stofnað er hér á Reykjavíkursvæð- inu. Áður hafði verið stofnað félag á Akureyri og stofnun fleiri félaga er í undirbúningi. I fyrstu stjórn Iþróttafélagsins Bjarkar voru kjörin: Sonja Helga- son, formaður, Sólveig Guðmunds- dóttir, ritari, Þórhildur Svan- bergsdóttir, gjaldkeri. Meistaramót sveina og meyja MEISTARAMOT íslands sveina, meyja (fædd 1962 og síöar), drengja og stúlkna (fædd 1960 og 1961), fer fram í Kópavogi 1. og 2. júlí nk. Fyrri dagur: Keppnisgreinar: Drengir: 100 m, 800 m, 200 m grind, 4x100 m boðhlaup, kúluvarp, spjótkast, hástökk langstökk. Sveinar: 100 m, 400 m, 1500 m, 4x100 m boöhlaup, hástökk, langstökk, kúlu- varp, spjótkast. Stúlkur: 100 m, 400 m, 4x100 m boðhlaup, hástökk, kringlukast. Meyjar: 100 m, 400 m, 4x100 m boöhlaup, hástökk, kringlukast, spjótkast. Síðari dagur: Drengir: 110 m grind (91 cm), 200 m, 400 m, 1500 m, stangarstökk, þrístökk, kringiukast. Sveinar: 200 m, 800 m, 100 m grind (91 cm), stangarstökk, þrístökk, kringlu- kast. Stúlkur: 200 m, 800 m, 100 m grind, langstökk, kúluvarp, spjótkast. Meyjar: 200 m, 800 m, 100 m grind, langstökk, kúluvarp, spjótkast. Þátttökutilkynningar skulu berast skriflega til skrifstofu FRÍ í síðasta lagi 27. júní 1978. Tímaseöill mótsins veröur ákveöinn þegar skráninga- frestur er útrunninn. UBK getur útvegaö svefnpoka- pláss fyrir þá sem þess óska og skal þaö þá tekið fram í þátttökutilkynn- ingunni. ÞEGAR stjörnulið Bobby Charltons var hér á dögunum lék liðið í íslenzkum kcppnisbúningum írá Henson-sportfatnaði. Englendingarn- ir léku einnig í Henson-fatnaði í fyrra og þeim virðist hafa líkað vel við búningana því nokkrum vikum áður en þeir komu nú í vor kom skeyti, þar sem þcir óskuðu eftir að leika aftur í Iiensonfatnaði. Myndin sýnir Bobby Charlton og félaga taka við búningunum hjá Ilalldóri Einarssyni framkvæmdastjóra Henson-sportfatnaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.