Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1978 23 • Hinir nýbökuðu heimsmeistarar, talið frá vinstri« Daniel Passarella fyrirliði, Americo Gallego, Daniel Bertoni, Ubaldo Fillol, Leopoldo Luque, Jorge Olguin, Omar Larrossa, Luis Galvan, Alberto Tarantini, Oscar Ortiz, og Mario Kempes. Á myndina vantar Oswaldo Ardilles. um. Síðustu mínútur fyrri hálf- leiks voru síðan hörkuspennandi. Fyrst var mivörðurinn Passarella enn í góðu færi, en Jongbloed varði og í næstu sókn Hollendinga komst Rensenbrink einn inn fyrir, en Fillol rak tána í knöttinn og afstýrði voðanum. B4ði lið komu inn á með óbreytt lið í síðari hálfleik, en nú brá svo við, að Hollendingar léku snilldar- knattspyrnu og fljótlega átti Arie Haan þrumufleyg af 40 metra færi, sem Fillol varði meistara- lega. A 57. míntu náðu Argentínu- menn skyndisókn og skaut Luque þá fram hjá þegar auðveldara hefði verið að skora, átti Bertoni allan heiðurinn af þessu færi. Næstu mínúturnar skiptu bæði liðin inn á varamönnum sínum, Nanninga og Surrbier komu inn á fyrir Rep og Jansen og Larossa og Houseman komu inn á fyrir Ardilles og Ortiz. Og enn hélt hollenska sóknin áfram, Fillol varði vel skot frá Rensenbrink beint úr aukaspyrnu, en 9 mínút- um fyrir leikslok jöfnuðu Hollend- ingar verðskuldað. Rene Van Der Kerkhov gaf fyrir frá hægri og Jan Poortvljet skallaði í netið. Ýmsir töldu þó að það hefði verið Dirk Nanninga sem markið skoraði. Lokamínúturnar voru bæði liðin nærri því að stela sigrinum, Passarella, sem átti stórkostlegan leik, skallaði naumlega fram hjá og á síðustu sekundum skaut Rob Rensenbrink í stöngina eftir auka- spyrnu. En inn vildi hann ekki og varð því að framlengja. Hollendingar voru sterkari til að byrja með í framlengingunni, en það voru engu að síður Argen- tínumenn sem áttu fyrsta tæki- færið, en þá varði Jongbloed mjög vel aukaspsrnu Kempes. Og þrátt fyrir stífa sókn Hollendinga, voru það enn heimamenn sem fengu færin og einni mínútu fyrir hlé, skoraði Mario Kempes annað mark sitt í leiknum, heppnismark sem breytti um stefnu af varnar- manni. Markið endurnýjaði þrótt og sjálfsöryrgi heimamanna og síðari hálfleik sóttu þeir altt hvað af tók og bæði Houseman og Luque voru nærri því að skora, áður en að Bertoni innsiglaði sigurinn 6 mínútum fyrir leikslok og þar með urðu Hollendingar að láta sér annað sætið lynda annað skiptið í röð, Leikinn dæmdi Gonella frá Italíu og þótti hann dæma heima- mönnum öll vafaatriði. Lið Argentínui Ubaldo Fillol, Jorge Olguin. Daniel Pasarella, Luis Galvan. Alberto Tarant- ini, Americo Gallego. Osvaldo Ardilles, (Omar Larrossa), Ma%io Kempes, Daniel Bertoni, Leopoldo Luuuc. Oscar Ortiz (Rene Ilousenan). Lið Hollandsi Jan Jongbloed. Jan Poortvljet. Ruud Krol. Wim Jansen (Wim Suurbier). Erny Brandts. Arie Haan. Willy Van Der Kerkhov. Johan Neeskens. Reiner Van Der Kerkhov. Rob Rensenbrink, Johnny Rep (Dirk Nanninga). Dómarii Serjcio Gonella frá Ítalíu. Brasilía fékk bronsverðlaunin ÖRLÖGIN voru Brasilíumönnum og ítölum grimm, er minnstu munaði að þeir léku til úrslita í stað Argentínu og Hollands. Og bæði mættu liðin til leiks um bronsverðlaunin staðráðin í að bæta að dálitlu leyti upp fyrir hin sáru vonbrigði. Italir voru ósigraðir áður en að Holland sigraði þá og ítalir eru eina liðið sem lagði heimsmeistarana nýju, Argentínu. Brasilíumenn unnu bronsið með 2—1 sigri yfir ítölum og eru þeir því eina liðið í keppninni sem ekki tapaði leik. ítalir, sem.léku án máttarstólp anna Romeo Benetti og Marco Tardelli, voru hálfsofandi í byrjun og Brasilíumenn, drifnir áfram af góðum leik Batista, voru ágengir við markið hjá Dino Zoff. Ekki vildi þó knötturinn í netið og síðustu 15 mínúturnar fyrir hlé, áttu Italir sinn besta leikkafla, þá skoraði Franco Causio fyrsta mark sitt í keppninni eftir laglega sendingu frá Paolo Rossi, skömmu síðar skaut Sala á markið, en Leao varði. Hann hélt hins vegar ekki knettinum og Rossi skaut, en varnarmönnum Brasilíu tókst með naumindum að bjarga á marklínu. Og skömmu síðar þrumaði Causio í þverslána. Fyrri hluta síðari hálfleiks, reyndu Brasilíumenn af öllum kröftum að ná upp boðlegu sam- spili, en það gekk brösulega, er eitilharðri vörn ítala var að mæta. Gentile gætti markaskorara Brasilíumanna, Roberto, mjög vel og hékk á honum eins og blóðsuga. En Brasilíumenn gáfust ekki upp og á 56. mínútu var þeim neitað um augljósa vítaspyrnu, er Mendonca var felldur af einum fjórum varnarmönnum. En mark- ið hlaut að koma og það gerðist á 63. mínútu, er bakvörðurinn Nelinho skoraði með glæsilegu bananaskoti af 30 metra færi. Fáum mínútum síðar kom Roberto Rivelino inn á sem varamaður og lagði síðan sigurmarkið upp fyrir Dirceu, sem skoraði einnig af löngu færi. Undir lokin sótti Italía af miklum móði og engu mátti muna að liðinu tækist að jafna er aðeins ein mínúta var til leiksloka, en þá skallaði Roberto Bettega í þverslána eftir aukaspyrnu. Loka- tölunum varð því ekki breytt og Italir máttu bíta í það súra epli, að standa uppi tómhentir, eftir að hafa lengi vel verið með bestu frammistöðuna, en þeir gerðu sömu mistökin í báðum tapleikj- unum, er þeir drógu sig í vörn og reyndu að lúra á eins marks forystu. Mörkin fjögur, sem Hol- land og Brasilía skoruðu gegn þeim, voru falleg langskot. Lið Brasilíui Leao, Neto, Osear. Amaral, Nelinho. Batista, Cerezo, Dirceu, Gil, Koherto, Mendonca. Lið ftalíui Zoff, Cuccureddu, Gentile, Scirea, Cabrini, Sala, Antognoni, Maidera, Causio, Rossi, Bettega. Dómarii Abraham Klein frá lsrael og þótti dæma vel. • Gleði Brasilíumannsins Dirceu, dylst engum, enda kappinn nýbúinn að skora sigurmark Brasilíu gegn Itölum. Mark hans tryggði Brasilíumönnum bronsverðlaunin í IIM-keppninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.