Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1978 Aðalfundur Læknafélags Islands: Akureyri, 25. júní. Aðalfundur Læknafélags ís- lands var haldinn í hátíðasal Menntaskólans á Akureyri 23. og 24. júní,en á þeim sama stað var aðalfundur félagsins haldinn árið 1924. Fundurinn nú var fulltrúa- fundur 8 svæðafélaga, sem eiga sér svipuð landfræðileg mörk og kjördæmin. 20 fulltrúar sóttu fundinn auk stjórnarmanna og gesta. Fyrir fundinum lá fjöldi mála, þar á meðal frumvarp að nýjum félagslögum og tillaga að nýjum siðareglum lækna, og af- greiddi fundurinn hvort tveggja endanlega. Formaður félagsins, Tómas Árni Jónasson, setti fundinn, en fundar- ur Hannesson gegndi formennsku flest árin til 1932 og lét sér mjög annt um viðgang félagsins og stéttarleg málefni lækna yfirleitt. Sjálfur taldi hann sig þó ekki upphafsmann hugmyndarinnar um félagsstofnunina, heldur Ás- geir Blöndal, héraðslækni á Húsa- vík, og hann var kosinn heiðurs- félagi á fyrsta aðalfundi L.í. Meðal baráftumála félagsins fyrstu árin voru kjaramál, stofnun sjúkraskýla, bygging læknis- bústaða í læknishéruðum, em- bættaveitingar og embættisframi lækna, barátta fyrir betri bóka- kosti, betri aðstöðu til framhalds- menntunar og viðurkenningu á nauðsyn alþýðlegrar heilbrigðis- prófessor í Kaupmannahöfn, sem hefir haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra á vegum Læknafélags íslands. Breytingar á siðareglum lækna (Codex ethicus) og lögum L.í. Aðalmál aðalfundar L.í. 1978 voru breytingar á siðareglum lækna (Codex ethicus) og lögum Læknafélags Islands. Þetta eru nátengd mál, og því þótti rétt og jafnvel nauðsynlegt að láta þau fylgjast að. Fjallað var um málin á læknaþingi 1977 og á tveimur formannafundum svæðafélaganna í vetur. Þriggja manna nefnd hefir og ef með þarf, skal sjúklingi gert það ljóst, að læknir ráðleggur, en skipar ekki.“ Nýtt ákvæði félags- laga um siðanefnd Hingað til hefir stjórn L.í. verið ætlað að fjalla um brot félags- manna á lögum félagsins eða siðareglum og ákveða hugsanlegar refsiaðgerðir. Nú hefir hins vegar verið stofnuð sérstök siðanefnd á vegum L.í. Það er nýmæli, að nú geta fleiri aðilar en áður, m.a. sjúklingar og aðstandendur þeirra, borið fram erindi og umkvartanir vegna brota lækna á siðareglum eða ætlaðra mistaka þriðja manninn. Hann skal vera löglærður og hafa rétt til að starfa sem dómari. Varamenn skulu vera jafnmargir, kjörnir á sama hátt og til jafnlangs tíma. Hvorki aðal- menn né varamenn mega eiga sæti í stjórn L.í. Siðanefnd skal fjalla um hvert það mál, sem henni berst, og afgreiða það með eins skjótum hætti og kostur er hverju sinni. Nefndin heldur gerðabók um ákvarðanir sínar. Gerðabókin er eign Læknafélags Islands. Nefndin skal senda stjórn L.í. skýrslu um störf sín einu sinni á ári, og formaður siðanefndar skal skýra stjórninni frá stöðu mála endranær, óski stjórnin eftir því. Telji siðanefndin, að tiltekin málefni falli ekki innan starfs- sviðs hennar, sendir nefndin málið til stjórnar L.Í. Nú bregst félagsmaður þeim skyldum, sem honum bera að inna af hendi, eða brýtur lög félagsins eða Codes ethicus, og skal siða- nefndin þá veita honum áminn- ingu, hafi málinu verið til hennar vísað. Sé um ítrekað brot að ræða, má gera honum að greiða sekt, og rennur sektarféð til Ekknasjóðs. Sama máli gegnir, ef félagsmaður aðhefst eitthvað það, er stjórn L.í. eða siðanefnd þykir stéttinni ósamboðið, eða hegðar sér ósæmi- lega, hvort heldur er í læknisstarfi eða í sambandi við umsókn, þótt ekki sé um skýlaust brot á lögum Samþykkir nýjar siðareglur Frá aðalfundi Læknafélags íslands á Akureyri. stjórar voru kosnir Erlendur Konráðsson, Magnús Stefánsson og Olafur Oddsson, formaður Læknafélags Akureyrar, sem und- irbjó þennan aðalfund Lækna- félags Islands. Síðari fundardaginn flutti Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri erindi um störf Heilbrigðisráðuneytisins þau 8 ár, sem það hefir starfað, og um fjármögnun og framkvæmdir í heilbrigðismálum á þeim tíma. 60 ár liðin frá stofnun L.í. I upphafi ársskýrslu sinnar minntist formaður, Tómas Á. Jónasson, stofnunar féíagsins fyr- ir 60 árum og fyrstu forystumanna þess, einkum Guðmundar Hannes- sonar. Hann var fyrsti ritstjóri Læknablaðsins, sem Læknafélag Reykjavíkur hóf að gefa út árið 1915, og þegar í fyrsta tölublaðinu skrifaði hann grein, sem hann nefndi „Islenskt læknafélag" og lagði eindregið til, að slíkt félag yrði stöfnað „til að efla samvinnu og bróðerni og gefa út tímarit fyrir lækna“. Guðmundur Hannesson barðist f.vrir þessu máli næstu árin, og þar kom, aö honum varð að ósk sinni. Féiagið var stofnað 14. janúar 1918, og voru stofnendur 16 læknar í Reykjavík og 18 búsettir annars staðar, en á fyrsta árinu óx tala félagsmanna í 65. Guðmundur Hannesson var kosinn fyrsti for- maðurinn, en aðrir í stjórn voru Guðmundur Magnússon og Sæm- undur Bjarnhéðinsson. Guðmund- fræðslu. Meðal einstakra heil- brigðismála bar hæst baráttuna gegn berklaveikinni, og að lokum varð sú barátta árangursrík. í fyrstu lögum félagsins sagði, að tilgangur þess væri „að efla hag og sóma íslenskrar læknastéttar, samvinnu meðal lækna í heil- brigðismálum þjóðarinnar og glæða áhuga lækna fyrir öllu, er að starfa þeirra lýtur". Endurútgáfa Læknatals og nýir heiðursfélagar. Á fundinum á Akureyri var ákveðið að gefa út nýja og endurskoðaða útgáfu ritsins Læknar á íslandi eftir Lárus H. Blöndal og Vilmund Jónsson í tilefni afmælisársins. Kosnir voru í ritnefnd læknarnir Benedikt Tómasson, Páll Ásmundsson og Þóroddur Jónasson, en Gísli Ólafs- son hefir verið ráðinn ritstjóri verksins. Þá voru kosnir 6 nýir heiðurs- félagar, 4 íslenskir læknar og 2 erlendir. íslendingarnir eru Helgi Ingvarsson, Oddur Ólafsson og Sigurður Sigurðsson, sem allir voru í fremstu víglínu í baráttunni gegn berklaveikinni á íslandi, þar til sigur vannst, og Óskar Þórðar- son, sem unnið hefir mikið starf í þágu félagsins. Fimmti heiðurs- félaginn er William Cleland, hjartaskurðlæknir í London, sem hefir' stundað mikinn fjölda íslenskra sjúklinga og unnið með íslenskum læknum í þeirra þágu, og hinn sjötti er Povl Riis, unnið að undirbúningi þessara laga- og siðareglnabreytinga, og hana skipuðu Þóroddur Jónasson, Snorri Páll Snorrason og Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri. I inngangi hinna nýsamþykktu siðareglna segir svo: „Með þessum Codex staðfesta læknar: 1) að hlutverk þeirra er verndun heilbrigði og barátta gegn sjúkdómum 2) að starfi þeirra fylgir ábyrgð gagnvart einstaklingum og samfélagi og að þeir geta því aðeins vænst trausts, að þeir geri sér far um að uppfylla þær siðferðilegu kröfur, sem þekk- ing, tækni og félagslegt hlut- verk leggja þeim á herðar á hverjum tíma.“ Helsta nýmæli nýju siðaregln- anna er að finna í 5. lið II. kafla, þar sem fjallað er um samband læknis við sjúklinga. Þar segir svo: „Það er meginregla, læknir skýri sjúklingi frá sjúkdómi hans, ástandi og horfum. Að svo miklu leyti sem þagnar- skylda læknis leyfir, má hann gefa aðstandendum sjúklings þær upp- lýsingar um sjúkdóm hans og batahorfur, sem læknir telur nauðsynlegar eða þjóni einhverj- um jákvæðum tilgangi fyrir sjúkl- inginn. Læknir skal, eftir því sem tök eru á, útskýra fyrir sjúklingi eðli og tilgang rannsókna og aðgerða, sem hann gerir eða ráðleggur sjúklingnum. Þess skal ávallt gætt eða misferlis í starfi. í 20. grein hinna nýju félagslaga segir svo: „Innan félagsins starfar siða- nefnd. Hlutverk hennar er að hafa eftirlit með og stuðla að því, að siðareglur, lög og samþykktir félagsins séu hafð- ar í heiðri, að vera læknum til ráðuneytis um málefni, er varða samskipti lækna innbyrðis og um siða- reglur lækna, að kynna læknum og læknanem- um siðareglur, lög og sam- þykktir félagsins, að fja.lla um meint brot á siða- reglum, lögum og samþykktum félagsins. Siðanefnd tekur til umsagnar eða úrskurðar, eftir því sem við á, erindi og umkvartanir frá sjúklingum og aðstandendum þeirra, læknum og öðru heilbrigðis- starfsfólki, stjórnum L.Í., svæðafélaga, sér- greinafélaga og heilbrigðisstofn- ana eða siðanefndum þeirra, ef til eru, og heilbrigðisyfirvöldum. Nefndin fjallar einnig um full- yrðingar, sem fram kunna að koma í fjölmiðlum, um meint misferli einstakra lækna og hópa lækna. Rísi ágreiningur um verksvið nefndarinnar, skal málinu skotið til stjórnar L.í. í siðanefnd sitja tveir læknar, sem kosnir eru á aðalfundi L.í. til tveggja ára í senn. Yfirborgar- dómarinn í Reykjavík tilnefnir félagsins eða Codex ethicus að ræða. Siðanefnd kveður upp slíka úrskurði um áminningar og sektir og framfylgir þeim. Úrskurði siðanefndar má skjóta til gerðar- dóms skv. Codex ethicus, enda sé það gert innan fjögurra vikna frá því að úrskurður var tilkynntur þeim, sem hann beindist að, en það skal gert innan fjögurra vikna, frá því að úrskurður var kveðinn upp. Sektir mega nema allt að tvöföld- um mánaðarlaunum viðkomandi læknis og skulu greiðast innan þriggja mánaða, frá því að þær hafa verið úrskurðaðar af siða- nefnd eða gerðardómi, hafi úr- skurði verið skotið til hans. Stjórn L. í. getur vísað félags- manni úr félaginu fyrir alvarlega vanrækslu skyldustarfa eða vel- sæmisbrot, eða fyrir margítrekuð brot, þótt hvert þeirra um sig varði aðeins sektum, enn fremur, ef hann neitar að greiða sektir. Það varðar og brottrekstri, ef félagsmaður sækir um embætti eða stöðu þrátt fyrir bann stjórn- arinnar. Úrskurð stjórnarinnar um brottvísun skal taka fyrir á næsta aðalfundi L.í. eða fulltrúa- fundi (kynna á formannafundi) til staðfestingar eða synjunar. Staðfesti fundurinn ekki úrskurð stjórnarinnar, getur hún skofið málinu til gerðardóms. Rísi ágreiningur milli lækna innbyrðis, eða milli læknis og svæðafélags hans, eða L.Í., getur hvor aðilinn sem er gert stjórn L.í.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.