Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1978 35 eða siðanefnd grein fyrir þeim ágreiningi. Siðanefndin skal kynna sér málið, leita sátta, en takist sættir ekki, kveður hún upp úrskurð í málinu. Skal úrskurðum hagað eins og segir framar í þessari grein. Slíkum úrskurðum má skjóta til gerðardóms skv. Codex ethicus, enda sé það gert innan þeirra tímamarka, sem nefnd eru í greininni." Gerðardómur Codex ethicus í siðareglunum nýju er að finna ákvæði um gerðardóm, sem er áfrýjunardómstóll á vegum L. í. og skal fjalla um úrskurði siðanefnd- ar og ákveða endanlega sekt eða sýknu. Um gerðardóminn segir svo í siðareglunum m.a.: „í Gerðardómi Codex ethicus sitja fimm menn. Þess skal óskað, að læknadeild Háskola íslands kjósi einn mann í dóminn til 4 ára í senn, og sé hann formaður dómsins. Skorist læknadeild und- an að tilnefna mann, skal hann tilnefndur af stjórn Læknafélags íslands og vera eftir sem áður formaður dómsins. Tvo menn í dóminn kýs Læknafélag íslands á hverjum aðalfundi til tveggja ára í senn, sitt hvort árið, og skal annar þeirra vera héraðslæknir. Þesir þrír menn nefnast „fastir dómarar". Auk þess kýs hvor málsaðili hverju sinni einn lækni í dóminn, og skulu þeir vera félagar í Læknafélagi íslands. Varamenn skulu kosnir jafn- margir, með sömu skilyrðum, af sömu aðilum. Fari málsaðili fram á, að einum hinna föstu dómara sé rutt úr dómnum, á hann rétt á, að það sé gert. Skal þá varamaður þess dómara, sem rutt var, taka sæti hans. Nú lætur annar málsaðili eða báðir undir höfuð leggjast að nefna mann í dóm, og skulu þá hinir föstu dómarar tilnefna dómara fyrir hans eða þeirra hönd. Úrskurðum Gerðardóms verður ekki áfrýjað, en hann getur vísað frá sér þeim málum, sem hann álítur sér óviðkomandi eða hann telur, að vísa beri til annarra dómstóla." Núverandi stjórn Læknafélags íslands Stjórn Læknafélags íslands skipa nú þessir menn: Tómas Á. Jónasson, formaður, Guðmundur Oddsson, varaformaður, Auðólfur Gunnarsson, ritari, allir í Reykja- vík, Guðmundur Sigurðsson, Egilsstöðum, gjaldkeri, og ísleifur Halldórsson, Stórólfshvoli, meðstjórnandi. Ný blóma- búð í Garðabæ Mæðgurnar Guðrún Helgadóttir og Rósalind Ragnarsdóttir hafa nýlega eignazt Blómabúðina Fjólu í Garðabæ. Þær verzla aðallega með af- skorin blóm, pottablóm og gjafavörur. Verzlunin er opin alla daga vikunnar. JL Ljósm. Mbl. RAX. Flúortöflum til varnar tannskemmdum úthhitað Síðastliðinn vetur var samþykkt í Heilbrigðismálaráði Reykjavíkurborgar að gefa börnum í Reykjavík innan 13 ára aldurs kost á ókeypis flúortöflum til varnar gegn tannskemmdum. Hafa síðan verið til úthlutunar á barnadeildum heilsugæzlustöðvanna og Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur flúortöflur handa börnum yngri en sex ára og kom strax fram mikill almennur áhugi á þessari tilraun heilbrigðisyfirvalda borgarinnar til að reyna að bæta tannheilsu almennings, að því er segir í fréttatilkynningu frá Heilbrigðismálaráði Reykjavíkur. Samtímis var hafinn undirbún- ingur að því að útbýta flúortöflum til nemenda í barnaskólum Reykjavíkur. Send voru dreifibréf heim með hverju barni og forráða- mönnum gefinn kostur á að óska skriflega eftir flúortöflum. Um 90% barnanna skiluðu slíkum óskum og var því áformað að þeim yrði úthlutað í maímánuði glasi með 365 töflum. Þessi skammtur er hæfilegur í fjóra mánuði handa barni á aldrinum sex til 12 ára. Stóð til að endurtaka verkið í haust er skólar hæfust. Vegna mikillar undirbúningsvinnu reyndist þó eigi unnt að útbýta töflurnar afhentar þar frá klukk- an 9—12 fyrir hádegi alla virka daga til 15. næsta mánaðar. I haust er síðan ætlunin að 1 úthluta flúortöflum til allra barna í skólum á aldrinum sex til tólf ára er skilað hafa skriflegri beiðni frá forráðamönnum um slíkt. Til eru mismunandi gerðir af flúortöflum, en hér á landi er eingöngu um eina gerð að ræða, Tabl. Natrii flúoridi, 0.55 milli- gramms, en hver sú tafla inniheld- ur 0.25 milligrömm hreint flúor. Sé flúor tekið í hæfilegum skömmtum á myndunarskeiði tannanna, minnkar það tann- skemmdir um og yfir 50%. Fyrir barn á aldrinum 0 til þriggja ára er hæfilegur skammtur ein tafla á dag, fyrir barn á aldrinum þriggja til sex ára er tvær töflur hæfilegur skammtur á dag og fyrir barn á aldrinum sex til tólf ára er þrjár töflur hæfilegur skammtur á dag. Þessi skammtur er miðaður við börn búsett í Reykjavík, en þar er flúor í köldu vatni minna en 0.1 milligramm í lítra. í hitaveitu- vatni í Reykjavík er hins vegar eitt milligramm flúors í hverjum lítra og skulu þeir, er þess neyta, ekki taka flúortöflur. Gerð er spjaldskrá yfir þá, sem fá flúortöflur og reynt verður að fylgjast með hvort töflurnar eru teknar samkvæmt fyrirmælum eða ekki. StórFeIIcI VERÖl/EkkuN töflunum fyrr en um miðjan júnk og þá í talsvert minna mæli en óskað var eftir. Hefur heilbrigðismálaráð borg- arinnar því ákveðið að láta yngstu aldurflokkana ganga fyrir og gefa fólki kost á að sækja flúortöflur á tannlæknadeild Heilsuverndar- stöðvarinnar handa börnum sem fædd < eru 1970 og 1971. Verða Vörubílstjórar athugió — vió höfum takmarkaóar birgóir af hinum viöurkenndu BARUM vörubíb- hjólbördum til afgreiósb nú þegar á ótrúlega lágu verdi 1200X20/18 verð kr. 1100X20/16 verðfrákr 1000X20/16 ------ 900X20/14 ----- 825X20/14 ----- 89.350 72.500 67690 61.220 47920 JÖFUR hf AUÐBREKKU 44-46 - KÓPAVOGI - SÍMI 42600 0W % 22480 AlGLVSlNi.A- SÍMINN KR: Sv.P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.