Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 1
44 SlÐUR #t#m»M$tití!b 134. tbl. 65. árg. ÞRIÐJUDAGUR 27. JUNI 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Alþýðuflokkurinn sigurvegari kosninga: Ætlum okkur ekkí að verzla með öryggi þjóðarinnar fyrir ráðherrastóla — segir Benedikt Gröndal f ormaður Alþýðuflokksins „ÉG GET AÐEINS á þessu stigi endurtekið þá yfirlýsingu, sem ég hef fyrir hönd Alþýðuflokksins gefið í kosningabaráttunni, að það er ekki ætlun okkar að verzla með öryggi þjóðarinnar fyrir ráðherrastóla," segir Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins og sigurvegari kosninganna á sunnudag, í samtali við Morgunblaðið sem birt er á bls. 3 í dag. Þá lýsir Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins því yfir í samtali í Morgunblaðinu í dag, að Sjálfstæðisflokkurinn muni ekki skorast undan þátttöku í stjórn landsins ef til hans kasta kemur og málefnasamstaða næst. Ljósm. Mbl. RAX Magnús Torfi Ólafsson segir í samtali við blaðið, að Alþýðuflokk- ur og Alþýðubandalag eigi að taka við þeirri ábyrgð, sem þeir standi frammi fyrir sem sigurvegarar og að reyna eigi á, hvort einhver hinna flokkanna yildi veita stjórn þeirra stuðning. Ólafur Jóhannes- son segir einnig að nú sé það sigurvegaranna að sýna, hvað þeir hafi til málanna að leggja. Telur hann líklegt að forseti íslands snúi sér til annars hvors sigurvegar- anna um stjórnarmyndun. Lúðvík Jósepsson formaður Alþýðubanda- lagsins vildi ekki svara því, hvort varnarmálin og brotthvarf varnar- liðsms yrðu gerð að skilyrði fyrir þátttöku þeirra í ríkisstjórn. „Við erum ekki þau börn í pólitík, að við svörum einu eða neinu um það fyrirfram hvaða atriði við setjum sem skilyrði." Lúðvík kvað engan vafa á því að Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag hefðu vissa sam- stöðu í verkalýðs- og launamálum, en hins vegar ætti eftir að reyna á það, hvort þeir næðu samstöðu. Alþýðuflokkur var tvímælalaust sigurvegari kosninganna síðastlið- inn sunnudag. Flokkurinn jók fylgi sitt um land allt og fékk 12,9% meira fylgi en hann hafði við Framhald á bls 28. Benedikt Gröndal Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins: Munum ekki skorast undan þátttöku í stjórn landsins - ef til okkar kasta kemur og ef málefnasamstaða næst SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN mun ekki skorast undan þátttökuí stjórn landsins, ef til hans verður leitað og unnt verður að leysa ágreiningsmál flokka í milli þannig að höfuðstefnumál Sjálfstæðisflokksins verði virt, sagði Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi um kosningaúrslitin en Geir Hallgrímsson bætti því við, að enn blasti við möguleiki á vinstri stjórn eða minnihlutastjórn Alþýðuflokks og Alþýðubandalags með hlutleysi Framsóknar. — Þessi úrslit valda okkur Sjálfstæðismönnum vonbrigð- um. Allir tala um nauðsyn þess að vinna bug á verðbólgunni og flestum er væntanlega ljóst, að forsenda atvinnuöryggis er af- koma atvinnuveganna. Engum ætti því að geta blandast hugur um, að verðlag og tilkostnaður atvinnuveganna skapast að miklum hluta af launakostnaði. Menn vilja hærri laun og lægra verðlag og skírskota til stjórn- valda um hvort tveggja. En það skiptir engu máli, hvaða flokkar sitja í ríkisstjórn. Þeir geta ekki samræmt þessi sjónarmið. Það sem stjórnvöld geta gert er að takmarka opinber umsvif, og fjárfestingu í þjóðfélaginu. Þrátt fyrir góðan árangur á ýmsum sviðum efnahagslífsins hefur vaxandi verðbólga síðustu mánuði, sem óneitanlega stafar af óraunhæfum kjarasamning- um á síðasta ári, komið róti á hugi manna, óvissu og ólund. Þótt við íslendingar höfum aldrei haft það eins gott og nú er það rétt, að við byggjum ekki á traustum grunni. Það þurfum við að lagfæra. Stjórnarandstaðan heft$.með glamuryrðum og gylliboðum talið fólki trú um, að við gætum hækkað kaupgjald okkar um meira en 100% í krónutölu á éinu og hálfu ári, þegar aðrar þjóðir setja sér 10—15% sem algert hámark. Spurningin er, hvort stjórnarandstæðingar halda fyrri málflutningi áfram, þótt meiri ábyrgð sé á herðar þeirra lögð nú eftir kosningarn- ar eða hvort þeir standa undir Geir Hallgrímsson þessari auknu ábyrgð. Við hljót- um að bíða og sjá hvað setur. Einhverjir Sjálfstæðismenn hafa eftir úrslitum að dæma nú kosið Alþýðuflokkinn vegna einhverrar óánægju með störf Sjálfstæðisflokksins í núverandi ríkisstjórn og talið það óhætt vegna eindreginna yfirlýsinga Alþýðuflokksins nú fyrir kosn- ingar um aðild að Atlantshafs- bandalaginu og varnarsamning við Bandaríkin. Vænta ber þess að Alþýðuflokkurinn efni þau kosningaheit sem hafa vafalaust valdið miklu um fylgisaukningu hans. Fyrir kosningar lögðu Sjálf- stæðismenn höfuðáherzlu á, að valið stæði milli Sjálfstæðis- manna í stjórn og vinstri stjórnar. Magnús Torfi Ólafs- son, formaður SFV, sem nú hverfur af þingi hefur vakið athygli á því, að eftir kosninga- úrslitin sé Sjálfstæðisflokkur- inn í þeirri stöðu að geta myndað ríkisstjórn með hverj- um hinna þingflokkanna fyrir sig. Nú skal engum getum að því leitt hvort einhver þeirra mögu- Framhald á bls 28.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.