Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1978 11 Aðalfundur Styrktarfélags vangefinna á Austurlandi: Fjárþörfin í ár um 85 millj. kr. Hið nýja sæluhús við Emstrur... Nýjar gönguleiðir opnast með uppsetningu sæluhúsa AÐALFUNDUR Styrktarfélags vangefinna á Austurlandi var haldinn í félagsheimilinu Skrúð á Fáskrúðsfirði sunnudaginn 11. júni sl. og voru fundargestir 23. Fundinn setti frú Aðalbjörg Magnúsdóttir. Fáskrúðsfirði, en hún er formaður félagsins. Funarstjóri var skipaður Albert Kemp, Búðum, og fundarritari Birgir Stefánsson Tunguholti. í skýrslu um störf stjórnarinnar frá síðasta aðalfundi kom m.a. fram að tvær umsóknir liggja fyrir um starf forstöðumanns við vist- heimili félagsins, Vonarland, sem verið er að byggja á Egilsstöðum og vonast er til að geti tekið til starfa haustið 1979. Einn þroska- þjálfanemi hefur notið styrks frá félaginu og mun hann koma til starfa við Vonarland að námi loknu. Enginn hefur sótt um styrk þann er félagið hyggst veita nemanda í talkennslu. Á fundinum kom einnig fram að félaginu hafa borist margar gjafir, bæði stórar og srnáar. Auk þess nýtur félagið styrkja m.a. frá sveitar- og sýslufélögum á Austur- landi. Hefur félagið verið að láta gera minningarkort, sem verða til sölu innan tíðar. Að skýrslu stjórnar lokinni las formaður skýrslu byggingar- nefndar Vonarlands. Þar kom fram að byggingarframkvæmdir við fyrsta áfanga vistheimilisins hófust sl. sumar og er stefnt að því að húsin tvö, sem í þeim áfanga eru, komist undir þak í haust. Samkvæmt byggingarsamningi er kostnaður við fyrsta áfanga 90 millj. kr. og fjárþörfin í ár um 85 millj. kr. Vonir standa til, að á þessu ári fáist til byggingarinnar 55 millj. og vantar þá samtals um 30 millj. kr. til að fjárþörfinni í ár verði fullnægt. Gjaldkeri félágsins, Kristján Gissurarson á Eiðum, las upp reikninga ársins 1977. Niðurstöðu- tölur á Rekstrarreikningi eru kr. 4.364.017.00. Tekjur umfram gjöld reyndust kr. 3.173.023.00 og eignir félagsins í lok síðasta árs voru kr. 6.197.459.00. Á aðalfundinum voru fulltrúar frá Kvenfélagi Reyðarfjarðar og færðu þær Styrktarféiaginu gjöf er alls nam kr. 1.325.424.00. Sérstakur gestur fundarins var Sigurður Magnússon, útbreiðslu- stjóri ÍSÍ, og flutti hann erindi um íþróttir og íþróttafélög fyrir fatl- aða og þroskahefta. Stjórn félagsins var endurkjörin en í henni eig sæti: Aðalbjörg Magnúsdóttir, Fáskrúðsfirði, Kristján Gissurarson, Eiðum, Björg Blöndal, Seyðisfirði, Hulda Bjarnadóttir, Neskaupstað og Guðmundur Magnússon, Reyðar- firði. Varastjórn skipa: Bára Haf- steinsdóttir, Eskifirði, Árni Stefánsson, Höfn, Davíð Baldurs- son, Eskifirði, Birgir Stefánsson, Tunguholti Fáskrúðsfirði og Margeir Þórormsson, Fáskrúðs- firði. FERÐAFÉLAG íslands heíur á s.l. tveimur árum reist tvö lítil sæiuhús á leiðinni frá Land- mannalaugum að Þórsmörk. Annað húsanna er í Hraíntinnu- skeri en hitt á Emstrum fyrir sunnan Hattfell. Ráðgert er, að á þessu sumri verði byggð göngu- brú á Syðri-Emstruá, en með því myndi opnast skemmtileg göngu- leið milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Slík ganga með hæfilegum dagleiðum tekur um fjóra daga. segir í frétt frá Ferðafélagi íslands. Ennfremur segir að með þessum húsum ætti þessi leið að verða bæði fjölfarnari og vinsælli en til þessa. Undanfarið hefur vaxið sá hópur, sem ferðast um öræfi landsins og notið þess að gista í húsum félagsins. — Lögð er áherzla á að í þessum tveimur húsum gildi sérstakar reglur. Þau verða læst mánuðina júlí og ágúst, svo að unnt sé að fylgjast með nýtingu þeirra og fyrst og fremst að tryggja að þeir sem þess óska að fá gistingu í þeim geti það. Væntanlegir gestir verða því að hafa samband við skrifstofu félagsins og fá þar lykla að húsunum, en að ferð lokinni verður að ^kila lyklunum til skrifstofu félagsins eða til hús- varða í Landmannalaugum eða Þórsmörk. Þriár góðar frá AB Fiskabók AB Fuglábók AB Jurtabók AB Fiskarog fiskveiöar 2. útgáfa endurbætt Bók þessi kom fyrst út í Danmörku árið 1964 en hefur síðan verið gefin út í ýmsum löndum, enda hefur hún vakið verðskuldaða athygli, fyrir fjölbreytilegan texta, fallegar myndir og vandaðan frágang. Fuglar íslands og Evrópu 3. útgáfan. í bók þessari er fjallað um alla fugla íslands og auk þess alla fugla Evrópu, vestan Rússlands. é íslenzk feröaflóra 2. útgáfan aukin og endurbætt. Handhæg bók í göngu og fjallaferðir. Almenna bókafélagið Austurstræti 18. Bolholti 6. sinii 19707 sími 32620

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.