Morgunblaðið - 20.07.1978, Page 11

Morgunblaðið - 20.07.1978, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 20. JÚLÍ 1978 11 Góður afli í Vestfirð- ingafjórðungi í júní AFLABRÖGÐ í Vestfirðinga- fjórðungi voru óvenjulega mis- jöfn í júní-mánuði s.l. að því er segir í yfirliti skrifstofu Fiski- félags Islands á ísafirði um sjósókn og aflabrögð í fjórð- ungnum. Heildaraflinn í mánuð- inum var 6.356 lestir, en var 5.071 iest á sama tíma í fyrra. Er aflinn á sumarvertíðinni þá orðinn 9.384 lestir, en var 6.601 lest í lok júnímánaðar í fyrra. Bátaaflinn var nú 2.338 lestir, en afli togaranna 4.018 lestir. Vestfjarðatogararnir voru al- mennt með góðan afla í mánuðin- um, svo og línubátar, sem voru á grálúðuveiðum, en hjá dagróðrar- bátum var aflinn lakari. Dragnótaaflinn var almennt góður og handfæraafli þokkalegur, sér- staklega síðari hluta mánaðarins. I yfirlitinu segir að í lok júní hafi verið gerðir út 147 (102) bátar til bolfiskveiða frá Vestfjörðum, 111 (69) með handfæri, 16 (19) með línu, 3 (3) með dragnót og 12 (11) með botnvörpu. Af togurunum var aflahæstur i mánuðinum Gyllir frá Flateyri, sem landaði 469,3 lestum úr 4 veiðiferðum. Þinguðu um andleg- ar þarfir sjúklinga UMRÆÐUFUNDUR um andleg- ar þarfir sjúklinga var haldinn í Hjúkrunarskóla íslands dagana 25. og 26. maí. Þátttakendur voru nemar, sem eru að ljúka öðru námsári, kennarar skólans, hjúkrunarfræðingar af heil- brigðisstofnunum og fleiri. Fyrri daginn voru flutt nokkur erindi og fluttu þau María Finns- dóttir hjúkrunarfræðingur, Helga Hannesdóttir geðlæknir og séra Jónas Gíslason. Síðari daginn komu sjúklingar og aðstandendur og sögðu frá reynslu sinni. Eftir það voru hópumræður um málefnið og að lokum voru niðurstöður kynntar. Samdóma álit allra var, að hjúkrunarferlið væri mikilvægt tæki til að ná viðunandi árangri í hjúkrun og bæri að nota það á öllum sjúkradeildum. Til þess að hjúkrunarfræðingar séu færir um að axla þá ábyrgð, sem hjúkrunar- starfið krefst, taldi hópurinn nauðsynlegt, að aldursstakmark í hjúkrunarnám væri hækkað, en nú er 18 ára lágmarksaldur til inngöngu í Hjúkrunarskóla ís- lands. A umræðufundinum kom fram tillaga þess efnis, að unnið yrði að því að fá alla hjúkrunarfræðinga landsins til að sameinast í eitt félag. Þessi tillaga var einróma samþykkt og niðurstaða umræðu- fundarins varð sú að fagna bæri möguleikum til aukinnar mennt- unar hérlendis. Hjúkrunarstétt- inni væri sómi að vel menntuðu fólki, þar sem annars staðar væri „mennt máttur". (Frétt frá Hjúkrunarskóla Islands.) Miklar framkvæmd- •• ir á vegum Olfus- hrepps í sumar I>orlákshöfn 18. júli FRAMKVÆMDIR á vegum Ölfus- hrepps í sunvar eru þessari Unnið er að hitaveitufram- kvæmdum. Verið að leggja að- veituæð frá Bakka í Ölfusi til Þorlákshafnar, sem eru 10,8 km. Aætlaður kostnaður eru 240 milljónir króna. í þeirri áætlun á allt að vera tekið með, bætur fyrir land og fieira. Að sögn Þorsteins Garðarssonar sveitar- stjóra gengur verkið eftir áætlun en því á að vera lokið í haust. Næst stærsta verk er bygging áfanga við grunnskólann í Þor- lákshöfn. Áætlaður kostnaður er 24 milljónir. Hann fer að nálgast það að vera tilbúinn undir tréverk og því verki á að vera lokið fyrir kennslu í haust. Þá verður í fyrsta skipti kenndir allir bekkir grunn- skólans hér á Þorlákshöfn en undanfarin ár hefur nemendum 9. bekkjar verið ekið daglega til Hveragerðis og 6 ára börn hafa enga kennslu fengið. Þá er ákveðið að malbika þrjár götur, Skálholtsbraut, Hafnarberg og Sandbyggð, sem eru 800 metrar samtals. Undirvinna er vel á veg komin. Kostnaðaráætlun er 19 milljónir. Verkinu á að vera lokið 1. september. Þá er næsta verk bygging áhaldahúss fyrir hreppinn. Húsið er 500 fermetrar á einni hæð. Kostnaðaráætlun er 16 milljónir. Þar á slysavarnadeildin að fá inni með sína starfsemi og einnig slökkviliðið á staðnum. Þá er neyzluvatnsveita næsta mál en það er bygging vararaf- stöðvar. Þegar rafmagnið fer af er þorpið vatnslaust, þar sem vatni er dælt hingað með rafmagni og er það að sjálfsögðu óviðunandi með tilliti til fiskvfnnslu og bruna- hættu svo eitthvað sé nefnt. Kostnaðaráætlun er 6 milljónir. Heilsuverndarstöð var tekin í notkun á þessu ári eða nánar tiltekið í apríl s.l. og er það til mjög mikilla hagsbóta fyrir íbúa hér. Heimild er einnig fengin fyrir því að læknir hafi hér búsetu og er alveg óhætt að segja að það er von manna hér að það verði sem allra fyrst. Kostnaður við heilsu- verndarstöðina var 5 milljónir. Þá er unnið að réttarbyggingu í Ölfusi og endurbótum á félags- heimili þar. Eins og sjá má á upptalningunni eru miklar framkvæmdir hér í sumar og í mörg horn að líta. — Ragnheiður 28311—28311 Eignavör fasteignasala Til sölu 5 herb. íbúð við Miklubraut. 4 svetnherbergi, bílskúrsréttur. 4ra—5 herb. íbúð við Álfa- skeið. Bílskúr í byggingu mjög góð eign. 4ra herb. sér jaröhæð við Álfhólsveg. 3ja herb. íbúð við Rauðarár- stíg.. Nýstandsett. 3ja herb. íbúð við Karfavog. Falleg lóð. 3ja herb. risíbúð í tvíbýli við Kópavogsbraut. Stór lóð. Kvöldsímar 41736 Einar Óakarason. Pétur Axel Jónsson, lögfr. 74035. Gasbirgd- irnar end- urnýjadar LJÓSBAUJURNAR í innsigling- unni til Reykjavíkur þurfa sífellt eftirlit og einu sinni á ári er skipt um gasbirgðir í þeim. Venjulega annast skipverjar á Arvakri þetta verk. en þar sem Árvakur hefur verið í viðgerð. unnu skipverjar á Ægi þetta verk í sumar. Myndina tók Ingóifur Kristmundsson þegar verið var að skipta um gasbirgðir í einni baujunni. 16.LANDSM0T UMFI SELF0SSI 21-23. JÚLl 1978 FYRIR ALLA FUÖLSKYLDUNA FYRIR ALLT LANDIÐ Á SELFOSS Landsmót Ungmennafélags íslands eru áhugaverö fyrir ýmsar sakir. Þau eru: Allsherjarhátíö ungmennafélaganna. Þar gefst áhorfendum kostur á aö kynnast starfi þeirra í reynd. Fjölbreytt skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Sambland keppni, sýninga og skemmtana. Stærsta og fjölbreyttasta íþróttahátíö sem haldin er hérlendis. Þar fer fram keppni í knattspyrnu, — sundi, — körfubolta, — frjálsum íþróttum, — glímu, — borötennis, — blaki, — handknattleik, — júdó, — skák og starfsíþróttum. Þar sýna sýningarflokkar fimleika og þjóödansa. Haldnar eru kvöldvökur og fjölskylduskemmtanir. Og síöast en ekki síst, stuödansleikir veröa öll kvöldin, hljómsveitin K A K T U S sér um aö allir skemmti sér. Enginn heildarmiði — Ókeypis fyrir 10 ára og yngri. TJALDIÐ Á SELFOSSI UM HELGINA. Fjölskyldutjaldbúðir — Almenningstjaldbúðir — SKJÓTIST Á SELFOSS. Ungmennafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.