Morgunblaðið - 20.07.1978, Side 12

Morgunblaðið - 20.07.1978, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 20. JÚLÍ 1978 byrjað á því að minnka afl þeirra áður en þær eru seldar. Vegna sumarleyfa hjá Pósti og síma var ekki hægt að fá skýringu á þessum reglum. Aflið ræður að sjálfsögðu þó nokkru um þær vegalengdir sem stöðvarnar draga, en einnig ráða allar aðstæður miklu þar um. Hægt er að draga allt upp í 50 km ef skilyrði eru góð. Allar hindranir á leið bylgjunnar draga auðvitað úr styrk hennar. Gott er að ná yfir sjó, en hraun er illt yfirferðar. „Póstur og sími viðurkennir ekki AT-stöðvarnar sem öryggisútbún- að,“ sagði Reynir, „en lítur á þær sem leiktæki, sem þær eru að sjálfsögðu fyrir suma, en það eru fjölmörg dæmi þess að stöðvarnar hafa komið að miklu gagni í atvinnurekstri og sem kalltæki á slysstað. Ég held það hafi, til dæmis, verið á Hvolsvelli, sem lögreglan bað um AT-stöðvar í bílana hjá sér, eftir að konu í barnsnauð hafði verið hjálpað á ,JTt 1971 kallar, FR1971 kallar” Áhugi á CB-stöðvum. sem á íslenzku heita AT-stöðvar eða almenningstalstöðvar, fer sívax- andi um ailan heim. Mikið æði greip um sig í Bandarikjunum þegar „citizens'band” kom þar á markaðinn fyrst fyrir nokkrum árum. og þar þótti enginn maður með mönnum. ef CB vantaði í bflinn. Útbreiðsla AT-stöðvanna hér á landi hefur aukizt mjög að undanförnu. og því þótti forvitni- legt að kynna stöðvarnar og notkun þeirra hér. Áður en AT-stöðvarnar fóru að berast hingað fyrir u.þ.b. fimm árum, var það undantekning regl- unnar ef almenningur var með talstöð í bílnum hjá sér. Með komu almenningstalstöðvanna breyttist sú regla og nú eru fjölmargir einstaklingar með talstöðvar í bílum sínum sér til skemmtunar og yndisauka. Helzti munur á AT-stöðvunum og gömlu talstöðv- unum er tiðnin, sem notuð er, og afl talstöðvarinnar. Einnig eru AT-stöðvarnar mun minni og meðfærilegri en þær gömlu og kostnaðurinn er varla sambærileg- ur. Reynir Einarsson, félagi í Félagi farstöðvaeigenda, sem nú hefur rúmlega 4000 meðlimi, tók að sér að segja frá starfsemi félagsins og almenningstalstöðvuíium. I bíln- um á leiðinni í Síðumúla 22, þar sem félagið hefur aðsetur sitt, kallaði frúin á hann og spurði hvenær von væri á honum heim. Hann svaraði því og útskýrði síðan hvernig tækið virkaði: „AT-stöðv- arnar nota svokallaða almennings- tíðni, sem eru 27 megarið." Hér má skjóta því inn í, að öll rafmagns- tæki nota afmarkaða tíðni og í æðinu sem greip um sig í Banda- ríkjunum voru oft sagðar sögur af því, þegar talstöðvarnar slógust inn á tíðni annarra rafmagns- tækja. Konan sem opnaði bakar- ofninn og heyrði djúpa karlmanns- rödd koma á móti sér missti víst kökuna, en fræðilegur grundvöllur svona sagna er ekki ljós. En Reynir hélt áfram: „Hér eru leyfð tæki með sex rásum, en þau eru framleidd með allt upp í 40 rásir. Við notum eina sem kallrás og höfum svo fimm sem talrásir. Það kemur oft fyrir að það eru þó nokkrir að tala á hverri rás og því er mikill áhugi fyrir því að fá leifi Pósts og síma fyrir fleiri rásum." Stöðvarnar eru takmarkaðar Allar stöðvar, sem hér eru notaðar, verður að skrá hjá Pósti og síma. Þar er fjöldi rásanna ákveðinn og hversu aflmiklar stöðvarnar skuli vera. Ekki er leyfilegt að vera með sterkari stöð en 0.5 vött, en til landsins koma stöðvarnar aflmeiri og þvr er öruggan stað fyrir tilstilli eiganda AT-stöðvar.“ Félagar í FR, en það eru stafir Félags farstöðvaeigenda, eru með merki á bílrúðunni til vitnis um það að þeir eru færir um að koma boðum áleiðis fyrir þá sem á þurfa að halda. Það ku vera mikið um það við skíðaskálana á veturna að gripið er til AT-stöðvanna þegar einhver dettur illa og kalla þarf á hjálp. Einnig kemur það oft fyrir úti á vegum að FR-félagi stöðvar hjá ferðalang sem á í erfiðleikum og kallar rétta aðila á staðinn. Meiri háttar störf Félag farstöðvaeigenda starfar nú í 12 deildum um landið, en landstjórnin sér um málefni fé- lagsmanna sem ekki falla undir neina deild. Takmarkið er að stofna deildir um allt land og mynda þannig keðju almennings- talstöðva sem nær landshorna á milli. Deildirnar sjá um að þegar umferðin er mest um helgar situr einhver félagsmanna við talstöð og hlustar á kallrásina til að vera tilbúinn að hringja í rétta aðila, ef tilkynnt er um óhapp í umferðinni. Bezti árangur AT-eigenda náð- ist þó iíklega í sambandi við eldgosið í Éyjum, og hangir í skrifstofu FR kort af Vestmanna- eyjum eftir gosið, sem bæjarstjór- inn sendi félaginu í þakklætisskini fimm árum eftir gosið. Rauði kross íslands hefur einnig þakkað félaginu störf þess, þegar Vest- mannaeyingarnir voru fluttir til Reykjavíkur og komið fyrir í skólum í borginni, og í sambandi við búslóðaflutninga frá Eyjum. I þakkarbréfi RKÍ segir: „Snerust störfin aðalalega um þær búslóðir og varning, sem bárust með bátum til fastalandsins, en móttaka þeirra upp úr bátum og flutningur til Reykjavíkur var skipulagslaus er gripið var inn í.“ Fyrir nokkru gerðu Almanna- varnir könnun á því hversu margir brygðust við er um aðstoð væri beðið á kallrás AT-stöðvanna. Á 10—12 mínútum buðu 15 manns fram aðstoð sína. Kannanir eins og þessi sýna að áhugi eigenda talstöðvanna er mikill og hægt er að nota þær á gagnlegan hátt, ef rétt er að staðið. Trúlega á útbreiðsla AT-stöðv- anna eftir að aukast mikið á næstu árum og ekki draga myndir eins og „Reykur g bófi“ úr áhuga manna á talstöðvunum. Þegar Ameríkan- ar fara að skrifa bækur og gera kvikmyndir um uppátæki sín er komið í gang auglýsingastarf sem varla dregur úr sölu uppfinning- anna. Því má búast. við að AT-stövarnar beri oft á góma á næstu árum. Iíoynir Einarsson við kort sem sýnir dcildirnar um landið. Vatnslitir í Suðurgötu 7 Ungur Þjóðverji, að nafni Peter Sehmidt, heldur um þessar mundir sýningu á vatns- litamyndum í Gallerí Suðurgötu 7. Þetta er önnur sýning á verkum ungra erlendra lista- manna í Gallerí Suðurgötu 7 á skömmum tima. Því má segja með sönnu, að starfsemin í Suðurgötunni sé með blóma sem stendur. Þessi sýning er að mínum dómi fremri þeirri, er þar var fyrir nokkrum dögum, en hún er samt ekki stórvið- burður, heldur veik í eðli sínu og vantar afgerandi stefnu og kraft, þannig að hún verði minnisstæð. Samt er ýmislegt gott um þessi verk. Þau eru hljóðlát og einföld, eins og hvísla til nianns mjúkum og hreinum litum, og það er nokkur breytileiki í fyrirmyndavali, en meðferð litarins er afskaplega einhliða og lík í hverju verki fyrir sig. Það er viss ró og friður yfir þessari sýningu, sem verkar vel, og það er viss tilfinning fyrir vatnslitnuni, sem einkennir öll verk Peter Schmidts. Þetta eru kostir í sjálfu sér, en það er auðsætt, að listamanninn vant- ar vissa reynslu og getur því ekki náð mjög áhrifamiklum tilþrifum. Hér nefni ég bæði kosti og galla á þessari sýningu. Sanngjarnara væri ef til vill að halda því fram, að hér væri ekki um fullmótaðan listamann að ræða, og hver veit nema hann eigi eftir að gera hluti, sem meira gildi hafa á komandi tímum en það sem hann hefur nú í forum sínum. Það er ætíð áhættusamt og óraunhæft að spá um framtíð listamanna, svo snöggt verða atvikin í nútíðinni, að listamaður, sem er málari í dag, er ef til vill tónskáld eða dansari á morgun, hver veit nema aðrir séu rithöfundar og skáld. Ekki skulum við hugsa meir um það, en ég yrði ekkert hissa, þótt þessi ungi Banda- ríkjamaður ætti eftir að snúa Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON sér í aðrar áttir á listabraut sinni. Um þessa sýningu má vel segja, að hún sé snotur og lofi góðu, en ég held, að ekki sé hægt að tala um stórbrotinn árangur enn sem komið er. Vinur listamannsins, sem er tónsmiður, skrifar stuttan for- mála á boðskort, og eru það snoturleg skrif. Eftir sama er leikin tónlist af seguiböndum á sýningunni, og er það þægilegt og gefur hinu gamla og lúna Hjaltesteds-húsi vissa hlýju, sem fer vel með þeim verkum, sem á sýningunni eru. Tómsmið- urinn heitir Brian Eno. Þessi sýning hefur þegar verið í París og á Italíu og mun vera á leið til Isafjarðar. Þeir eru duglegir ungu mennirnir að koma verk- um sínum á framfæri nú til dags. Um það er ekkert annað en gott að segja, ef fólk hefur ánægju af. Sem sagt snotur lítil sýning, sem skilur heldur lítið eftir til að brjóta heilann um. Það virðist svo sem unga fólkið í dag sé búið að fá nægju sína af pólitískum áróðri og tákn- rænum súrrealisma. Það er eins og hið hljóðláta og einfalda sé að ryðja sér aftur til rúms. Ef þetta er rétt hjá mér, eru það góð tíðindi. Hið myndræna á ætíð að sitja í fyrirrúmi, því fjölmiðlarnir, sá mengunarvald- ur, geta hæglega séð um heitt og kalt stríð, eða hvað menn vilja nefna þetta hávaðabrölt allt saman.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.