Morgunblaðið - 20.07.1978, Side 14

Morgunblaðið - 20.07.1978, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 20. JÚLÍ 1978 Mörgum eru eflaust í fersku minni þýzku fyikisknsningarnar í Hamborg og Nicdersachsen 4. júní sl. Þá bar til tíðinda að flokkur frjálsra demókrata beið afhroð og náði í hvorugu fylk- ingu þeim fimm hundraðshlutum, sem samkvæmt þýzkum lögum eru nauðsynlegt tii þes að flokkur fái fulltrúa á þing. Úrslit þessi eru fyrir ríkis- stjórn Helmuts Schmidts kanzl- ara. Fari svo að frjálsir demó- kratar tapi einnig f fylkiskosn- ingunum í Hessen 8. október næstkomandi og kristilegir demó- kratar nái þar hreinum meiri- hluta vfxlast valdahlutföll f neðri deild þingsins, „Bundesrat“, þannig að stjórnarandstaðan fær tvo þriðjuhluta fulltrúa og vand- séð hvernig stjórnin getur fengið frumvörp si'n samþykkt til loka kjörti'mabils 1980. Kosningaósigurinn líta menn fyrst og fremst á sem andstöðuyf- irlýsingu kjósenda við svonefnda „umlosunarstefnu" flokksleiðtog- ans, Hans Dietrichs Genschers. Stefna þessi felst í því að þver- höggva yfir fastmótaðar línur vestur-þýzks stjórnmálalífs með Genscher við hlið Helmuts Schmidts kanzlara í þinginu í Bonn. Emmid-stofnunarinnar í Bielefeld var það kannað að hve miklu leyti kjósendur voru óánægðir með stjórnmálabaráttu í Vest- ur-Þýzkalandi og einstaka flokka. Úrslit skoðanakannanna, sem birtust í 24. og 25. tölublaði tímaritsins í ár, leiddu í ljós að meirihluti kjósenda, 62 af hundr- aði, töldu þjóðfélag sitt í stóru sem smáu í stakasta lagi og „væri bezt að láta það vera eins og það er“. Athygli vakti hins vegar að stærri hluti sömu þátttakenda eða 74 af hundraðk töldu að stjórnmála- menn gæfu ekki nægan gaum að því sem hinn venjulegi afskipti borgari hugsaði og segði. Einnig mátti sjá að hópur þeirra sem af einhverjum ástæðum töldu að stjórnmálin væru orðin of flókin og fjarlæg og „kerfið" óréttlátt hafði stækkað frá árinu áður. Af niðurstöðunum leit svo út í fljótu bragði sem um þversögn væri að ræða; flestir þátttakendur lýstu tryggð við lýðræðisstofnanir landsins þar með helztu stjórn- málaflokka, en féllust samt ekki á að þeir hefðu í mikilvægum efnum ekki staðið sig sem skyldi. Könn- Ryðja utangarðshópar frjálslyndum af þingi? Nýstaða í vestur-þýzkum stjórnmálum því að taka ýmist þátt í samstjórn með jafnaðarmönnum eða kristi- lega bandalaginu eftir því hvernig vindurinn blæs í seglin. Þannig þykir t.d. ekki nauðsynlegt að flokkurinn stjórni með jafnaðar- mönnum í öllum fylkjunum þótt hann deili með þeim stjórntaum- unum í Bonn. En gagnrýnendur Genschers hafa bent á að slík stefna geti aðeins borið árangur að hún sé skýrt og afdráttarlaust bundin einstökum markmiðum eða málefnum. Þetta hefur frjálslynd- um greinilega ekki tekizt og úrslitin í Hamburg og Nieder- sachsen vísbending um að flokkur- inn sé ekki aðeins á undanhaldi heldur sé hann að verða aðeins „fjórða aflið" í vestur-þýzkum stjórnmálum. Það sem nefnilega vakti mesta athygli í sambandi við niðurstöður fylkiskosninganna var upprisa nýrra flokksbrota sem fylktu sér saman undir merki umhverfis- verndarmanna og kjarnorkuand- stæðinga. Herbragðasérfræðingar frjálslyndra höfðu greinilega áttað sig of seint á þessum nýja andstæðingi. í Niedersachsen unnu þeir 3.9 af hundraði (frjáls- lyndir 4.2) og 4.5 í Hamburg (frjálslyndir 4.8), sem er afbragðs árangur í frumraun með hliðsjón af hefðbundinni fastheldni Vest- ur-Þjóðverja. I kjölfar kosninganna og með tilliti til upplýsinga, sem fyrir liggja, er eðlilegt að menn velti fyrir sér hvort um sé að ræða tiltakanlega stefnubreytingu í stjórnmálum í Vestur-Þýzkalandi og ef svo er, af hvaða rótum hún sé runnin. Ekki er síður ástæða til að gaumgæfa hvaða lærdóm frjálslyndir draga sjálfir af breyttum viðhorfum. Hvernig, ennfremur, hyggst Schmidt haga samstarfinu við smáflokkinn þau tvo ár, sem enn lifa kjörtímabils- ins? Er fjarstæða að ímynda sér nýgræðingana, „Hina grænu" eins og þeir kalla sig, bera blóm á næsta áratug? að dylst engum, sem til þekkja í Vestur-Þýzkalandi, að þar byggir sú þjóð, er einna lengst hefur náð í tækni og verkmenningu á okkar dögum. Útlendingar, sem þar koma, hafa oft á orði hve allt andrúmsloft þar einkennist af nákvæmni, dug og reglu. „Gaum- gæfilega skipulagðar borgir og sveitabyggð og hnökralaus yfir- stjórn, sem reynir umfram allt að halda mannlegri ásjónu, sér til þess aö öllum þörfum samfélaga og einstaklinga er svarað,“ segir í sérstökum Þýzkalandspistli í brezka blaðinu „The Times" í síðasta mánuði. En hin kaldhamraða ásýnd háþróaðs iðnríkis er heldur ekki laus við óæskilegar hjáverkanir. Þar sem tækni og tölvuvæðing hefur hrifsað völdin er til dæmis ávallt hætt við að áætlanagerð og arðsemissjónarmið sniðgangi sál- arlíf einstaklinga og mannlegt umhverfi. Þær raddir gerast t.d. sífellt háværari á Vesturlöndum að stjórnmálin og þeir flokkar, er að þeim vinna, fjarlægist óðum vettvang hins almenna borgarar, af völdum sérþekkingar og skrif- ræðis. í Vestur-Þýzkalandi er t.a.m. einatt viðkvæðið að veiga- mestu ákvarðanir séu nú að mestu teknar úr augsýn almennings og er bent á áætlanir um byggingu kjarnorkuvera sem dæmi. Þegar ótti manna og ókyrrð í landi orðlögðu fyrir samheldni og undir- gefni, er komin á það stig að þeir kjósa að hasla sér völl í stjórn- málabaráttu má öruggt telja að ekki sé lengur um duttlunga eina og hugarvingl að ræða. F ramboð umhverfisverndar- manna eða „grænu og marglitu listanna" eins og þeir eru kallaðir, er að verulegu leyti beint andsvar manna við margflókinni, vélrænni og kuldalegri veröld, tækniþjóðfé- lags sem þeim finnst hafa vaxið þeim yfir höfuð. Það er því ekki beinlínis við hæfi að kalla hreyf- ingu þeirra pólitíska í venjulegum skilningi þess orðs. Að henni standa fjölmenn baráttusamtök almennra borgara, sem hafa það eitt markmið að halda vörð um manngildishugsjónina gagnvart miskunnarlausu lögmáli framfara og hagvaxtar. En hversu víðtæk og djúpstæð er óánægjan og gegn hverjum beinist hún? I skoðanakönnunum, sem gerðar voru á vegum Hermann Fredersdorf hótar að tefla fram mótmælaflokki sínum 1980 geri stjórnarflokkarnir ekki víðtækar breytingar á skattalöggjöfinni unin benti þó aðeins til þess, sem vitað var; að Vestur-Þjóðverjar væru einkar vanabundir ákveðn- um flokkum og að eina leiðin fyrir nýja flokka til að laða að sér fylgi væri með því að ráðast með oddi og egg að þeim vandamálum, sem viss hluti kjósenda findi að gömlu flokkarnir hafa vanrækt. A-*etta herbragð gafst umhverfis- verndarmönnum vel Þeir létu sig ekki miklu varða málefni, sem aðrir flokkar höfðu sett á oddinn svo sem baráttu gegn atvinnuleysi og öryggi gagnvart hryðjuverka- mönnum. Þess í stað ákváðu þeir að gerast málsvarar umhverfis- mála, mannréttinda og kjarnorku- andstæðinga svo eitthvað sé nefnt. Með því að gera ýmis af táknræn- um stefnumálum frjálslyndis að sínum tókst þeim að ná fylgi af hinum flokkunum þótt ljóst sé að þar hafi frjálsir demókratar orðið- verst úti. Ef til vill er ekki ástæða til að undrast þótt mönnum hætti til að gleyma að frjálsir demókratar væru flokkur frjálshyggju á seinni tíð. Ekki þarf að fara lengra aftur en í kanzlaratíð Willy Brandts til að sjá hver breyting hefur orðið á flokknum í þessu efni. Á þeim árum höfðu þeir vakandi auga með aðgerðum ríkisstjórnar jafnaðar- manna með tilliti til hryðjuverka- manna og róttæklinga í embættis- kerfinu og veittu óðfúsu löggjafar- valdi viðnám. Á þessu kjörtímabili hafa þeir ekki aðeins verið sam- ábyrgir með jafnaðarmönnum í framkvæmd róttæklingatilskipun- arinnar svonefndu auk nauðungar- laga í stríðinu við ofstækisöflin heldur virðajt þeir hafa fyrirgert auðkennum sínum og menn spyrja, hver sé eiginlega munurinn á Genscher og Schmidt. En Genscher fellur þungt að viðurkenna þennan sofandahátt flokksforystunnar. í viðtali, sem birtist í „Der Spiegel" nýlega,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.