Morgunblaðið - 23.07.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.07.1978, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚLT1978, ÁsgeirÁs- geirsson frá Fróðá látinn LÁTINN er í Reykjavík Ásgeir ÁsKcirsson frá Fróðá. Ásgeir var fæddur 9. ágúst 1897 að Hrúts- holti í Hnappadalssýslu og hann var við nám í héraðsskólanum á Hvítárbakka 1912 til '14 og lauk gagnfræðanámi utan skóla næsta vetur. Frá Verzlunarskóla ís- lands brautskráðist hann 1917. Hann varð skrifstofustjóri og fulltrúi á Vegamáiaskrifstofunni 1. október 1919 og gegndi störf- um þar til 1966. Ásgeir var stjórnarformaður Strætisvagna Reykjavíkur h.f. 1932 og 1937—48. Formaður Héraðsfélags Snæfellinga og Hnappdæla í Reykjavík 1939 til 1958. Þá var hann formaður Snæfellingaútgáfunnar og vann Skrif Ingvars atvinnu- r ógur af gróf asta tagi sem ástæða er til að fari fyrir dómstólana, ef hann finn- ur orðum sínum ekki stað, segir fréttastjóri útvarps sgeir Asgeirsson síðustu árin mikið að friðunarmál- um á Snæfellsnesi, einkum hjá Búðum og í Búðahrauni. Kvæntur var Ásgeir Karólínu Sveinsdóttur úr Reykjavík. Flugvélfrá Arnarflugi frá vegna vélarbilunar „ÞETTA er eina vélin sem við hófum hér heima þannig að við höfum orðið að leysa okkar mál eftir megni með því að leigja vélar hjá Flugleiðum", sagði Magnús Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Arnarflugs h.f. í samtali við Mbl. í gær, en aðfaranótt þriðjudagsins bilaði hreyfill Arnarflugvélar og varð að senda hana til viðgerðar í London. Sagði Magnús, að ef allt gengi vel ætti vélin að koma heim aftur í dag, sunnudag. Magnús sagði að þetta hefði reynzt Arnarflugi ákaflega erfitt, „því við áttum að vera í stanzlausu flugi frá föstudegi til mánudgs- morguns." Hópur Þjóðverja, sem átti að f ara utan í gær, komst ekki og annar hópur bíður ytra og kvaðst Magnús vona að þeir kæmust á áfangastað í dag. Arnarflug h.f. á nú tvær flugvél- ar og er önnur í leiguflugi á Möltu. Félagið leigir svo þriðju vélina sem nú er í leiguflugi í Saudi Arabíu og sagði Magnús að viðræður stæðu nú yfir um það að Arnarflug framseldi þann samn- ing til þeirra aðila sem eiga flugvélina, þannig að Arnarflug færi út úr myndinni. INGVAR Gíslason, alþingismað- ur ritaði í vikunni tvær greinar í Timann þar sem hann segir meðal annars að ..hin samvirka fréttamafía ríkisfjölmiðla og síð- degisblaða," hafi lagt Fram- sóknarflokkinn í einelti og búið til af honum afskræmda mynd, sem þúsundir landsmanna urðu til að trúa og festa sér í minni. Þá segir Ingvar að jafnframt hafi „fréttamafían" unnið „að því að fegra ímynd helstu andstæðinga og ofsóknarmanna Framsóknar- f lokksins og gera hlut þeirra sem allra mestan". Á einum stað í greinum sínum kemst Ingvar svo að orði: „Kunnar baráttuaðferðir blaða- auðvalds og lýðskrumara hafa verið hagnýttar til fullnustu á síðum Dagblaðsins og Vísis og að nokkru Þjóðviljans og eiga ekke.rt skylt við opna og frjálsa blaða- mennsku. Frá þessum blððum hafa legið þræðir til ríkisfjölmiðlanna, þrælpólitískir, gjórhugsaðir í starfsþágu fréttamafíunnar og til framdráttar þeim öfium, sem hún ber fyrir brjósti." Morgunblaðið leitaði álits starfsmanna þeirra fjölmiðla, sem Ingvar víkur að í grein sinni, á þessum ummælum. Margrét Indriðadóttir, fréttastjóri útvarps- ins, sagðist hafa sent Tímanúm til birtingar athugasemd við grein Ingvars, en sú athugasemd hefði verið skrifuð áður en seinni greinin birtist. „Umfram það sem segir í athugasemd minni, vil ég ekki tjá mig frekar um þetta mál að sinni," sagði Margrét. Athuga- semd Margrétar hefst á tilvitnun í grein Ingvars eji þar segir: „Hin áhrifamikla áróðursvél, sem nú malar í landinu, hin samvirka fréttamafía ríkisfjöl- miðla og síðdegisblaða, lagði Framsóknarflokkinn í einelti og bjó til af honum afskræmda mynd sem þúsundir landsmanna urðu til að trúa og festa sér i minni. Framhald á bls. 47 Ingvar Gíslason alþingismaður: Meðan heimildir Vilmund- ar eru ekki gefnar upp hef ég áfram mínar grunsemdir „ÉG er ákaflega óhress með það að Vilmundur skuli ekki vlja gefa upp heimild sína og meðan svo er hef ég áfram grun um að um mjög svo skuggalega heimildar- menn sé að ræða. Allar útlegging- ar um það hvort eitthvað sé að skapsmunum mínum þessa stund- ina læt ég mér í léttu rúmi liggja. Mínir skapsmunir eru þeir sömu nú og þeir hafa verið í 50 ár. Ég cr ákaflega seinþreyttur til vand- ræða en ég fylgi því eftir, sem ég vil fá fram. Og það verður að koma fram hvaðan upplýsingar komu um það að Ólafur Jóhannesson væri að hylma yfir stórafbrot", sagði Ingvar Gísla- son alþingismaður er Mbl. spurði hann álits á viðbrögðum Vil- Framhald á bls. 47 Korchnoi sótti, en með hálfum huga.. Hvítt: Viktor Korchnoi Svart: Anatoly Karpov Nimzoindverke vörn 1.C4 — RI6, 2. d4 (Þessi leikur kemur töluvert á óvart, þvf aö meö honum lýsir Korchnoi því yfir að hann vllji tefla einhverja heffibundna drottningar- peosbyrjun, en hann hefur aö mestu haldiö sig viö enska leikinn upp á síðkastiö? e6, 3. Rc3 — Bb4 (Nú er komin upp hin alkunna Nimzoindverska vðrn, en hún er kennd viö hinn hugmyndaríka skákmann Aron Nimzowltsch, sem uppi var á fyrri hluta þessarar aldar. Það er athyglisvert aö þetta er í fyrsta skipti sem þessi algenga byrjun kemur upp í skák milli þeirra Karpovs og Korchnois. Nimzoindverska vörnin hefur lengi veriö einn af hornsteinunum í byrjanavali Karpovs og hann er þar öllum hnútum kunnugur) 4. e3 (Leikur Rubinsteíns, sá lang- algengasti í stööunni) c5, 5. Rge2(l) (Þessi leikur hefur ekki mikið sézt upp á síðkastið, en á sínum tíma hafði Botvinnik, fyrrum heims- meistari, mikiö dálæti á honum. Korchnoi hefur eínnig teklö það með í reikninginn aö Karpov er á heimavelli eftir 5. Bd3 — d5, 6. Rf3 — 0-0, 7. 0-0 — cxd4, 8. exd4 — dxc4, 9. Bxc4 — b6, en þannig hefur hann oftast meöhöndlaö þessa byrjun með svörtu) cxd4, 6. exd4 — d5, 7. c5 — Re4, 8. Bd2 — Rxd2, 9. Dxd2 — a5l? (Vitaö er að svartur veröur fyrst aö draga úr áhrifamættf hvítu peöanna á drottningarvæng áöur en hann getur hrókað. T.d. 9 .. .0-0, 10. a3 — Ba5, 11. g3 — Rc6, 12. Bg2 — Bc7, 13. b4 og svartur er illa beygður. Hins vegar hefur 9 . .06 lengi veriö talin öruggasta lelö svarts til tafljöfnun- ar.) 10. a3 — Bxc3, 11. Rxc3 — Bd7, 12. Bd3 — a4 (Svörtum hefur nú tekizt aö negla niður hvítu peöin á drottningar- væng og slíkt ætti aö gefa honum vissa yfirburði í endatafli. En sá galli er á gjðf Njaröar að drjúgur tími hefur farið í þessa áætlun og hvítur er á undan í liðsskipan) 13. 0-0 — 0-0, 14. »4! (Hvítur notfærir sér aö sjálfsögöu þann höggstaö sem svartur hefur gefiö á sér.) g6, 15. Kh1 — Rc6, (Framrásin 16. f5 var hér vissulega freistandi. T.d. ekki 16___gxf5, 17. Dh6 — f6, 18. g4!, en eftir 16.. .exf5, 17. Rxd5 — Be6l, 18. Rb6 — Rxd4, 19. Rxa8 — Rb3 ætti svartur aö halda jafnvæginu). Skák 16. Bc2 eftir MARGEIR PÉTURSSON Re7,17. Hae1 — b6,18. Hf3 — He8 (Hér kemur h/rnarinnsýni Karpovs vel í Ijós. Óeölilegt viröist aö flytja hrókinn af f-línunni, en Karpov býst viö framrásinni g2-g4 og f4-f5-f6 og þá er nauösynlegt að hafa f8 reitinn lausan fyrir drottn- inguna). 19. Hfe3 (Þessi leikur kom mörgum við- stöddum á óvart. 19. cxb6 — Dxb6, 20. g4l? kom til greina, en Korchnoi hefur ekki viljaö brenna allar brýr aö baki sér, jafnvel þó aö 20... Dxb6, 21. f5 líti vel út). Bc6, 20. cxb6 — Dxb6, 21. g4 (Loksins kemur einn „Tal-leikur", en nú er svartur vel undir þaö búinn að taka á móti sókn hvíts. Athyglisvert er aö hér átti Karpov aöeins 35—40 mínútur eftir á skákina og haföi hálftíma minni umhugsunartíma en Korchnoi. Það er mjög óvenjulegt að svo mikið tímaforskot náist á Karpov, þannig að greinílega hefur byrjanatafl- mennska Korchnois komiö honum á óvart.) Dc7, 22. 15 — 0X15, 23. gxK — Dd6, 24. Hh3 — Rxf5! (Aö þiggja peösfómina var bezta úrræði svarts, því aö hvítur hótaði einfaldlega 25. Dh6) 25. Bxf5 — gx(5 (Báöir áttu nú u.þ.b. tuttugu mínútur eftir. Karpov lék þesum leik undir eins, því aö 25 ... Hxe1+ 26. Dxe1 — gxf var slæmt vegna 27. Dh4) 26. Hg1+ — Kh8, 27. Hh6 — He6, 28. Hxe6 — Dxe6 (Mun lakara var 28... fxe6, 29. Dh6 — De7, 30. Re2 og yfirburðir riddarans yfir biskupinn koma vel í Ijós, jafnvel þó að hvítur hafi peöi minna) 29. Dg5 — Dg6, 30. Dh4 — De6 Korchnoi hugsar stífft bak við sólgleraugun og Karpov stendur bak vio stólinn sem hann fékk í stao pess fyrsta og fylgist meö. Hér átti Korchnoi aöeins sjö mínútur eftir, en Karpov 13. Hvítur á greinilega ekkert betra framhald en 31. Dg5, sem svartur myndi svara meö Dg6 og þráleika. Slæmt er t.d. 31. Dg3 vegna Df6!, 32. Dc7 — f4 og skyndilega hefur svartur fengiö undirtökin. Kapparnir sömu því um jafntefli, þaö þriðja í röð. Burtmeð sjónaukann niður með gleraugun „ÞETTA er í lagi núna, bví hann er svo Iftill strákur ao hann dettur kannski niöur úr stólnum ef hann fær ekki þetta jógúrt sitt", sagði Petra Leeuwrik er hún gaf sam- bykkí sitt í gan til bess að aðaldómarmn Lothar Schmid fwroí Karpov jógúrt aö taflborö- inu. „En heoan i fré verour Karpov sjálfur að koma með sitt jógúrt", bætti hún svo ékveoin sviö. Sovétmenn svöruöu í gær ásök- unum Korchnois um það að jógúrt-sendingarnar væru dulmál til Karpovs og bar svarbréf þeirra yfirskriftina: Varöandi jógúrt, mangó-ávexti og marineruð egg. í bréfinu bendir Viktor Baturinsky, formaður sovézku nefndarinnar, á að meöan skák- maður sitji að fimm klukkustunda tafli „kunni hann aö vilja fá eitthvaö í svanginn sem þá er borið til hans við taflborðið". Slíkt sé enda leyft samkvæmt reglum Alþjóöaskáksambandsins. Baturinsky bendir á að enginn þiónn hafi verið við höndina er svengdin greip Karpov og því hafi sovézka skáksveitin haft önnur ráð en aö koma jógúrtinum til Karpovs fyrir milligöngu dómarans. Segir Baturinski það hlægilegt að koma með ásakanir um aö sterkasti skákmaður heims þurfi einhverjar bendingar framan úr sal og segir að alveg eins megi álíta að Petra Leeuwrik gefi Korchnoi einhverjar bendingar meö notkun sjónauka síns. „Ef þeir taka af mér sjónaukann þá krefst ég þess aö alli Rússarnir taki niöur gleraugun þvi' ég sé ekkert á sviðið án sjónaukans", sagöi Leeuwrik um það mál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.