Morgunblaðið - 23.07.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.07.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1978 47 Christiaan Barnard hlynntur líknardrápi Hjartaskurðlæknirinn írægi Christiaan Barnard. — Hrjáður aí liðagigt og hyggst hætta skurðaðgerðum á þessu ári. f viðtali við fréttamann AP nú fyrir stuttu lýsti hjarta- skurðlæknirinn heimsfrægi, Christiaan Barnard, þcirri skoðun sinni að líknardráp ætti fullan rétt á sér í vissum tilfellum. Ilann sagði m.a.i „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að dauðinn getur verið lækning. Stundum tekst með honum að ná takmarki sem læknisfræðin nær ekki, — að binda enda á þjáningar fólks.“ „Við ættum ekki ætíð að líta á dauðann sem andstæðing, hann getur líka verið banda- maður okkar.“ Barnard var staddur í Los Angeles til þess að kynna nýja skáldsögu sína, þegar viðtalið var tekið. Sagan fjallar um lækni sem stendur m.a. frammi fyrir þeim vanda að ákveða hvort hann eigi að hjálpa dauðvona eiginkonu sinni að deyja eða láta hana kveljast áfram. Barnard hefur mikið hugleitt líknardráp á liðnum árum og komst meðal annars á forsíður blaða í heimalandi sínu, Suð- ur-Afríku, þegar það varð upp- víst að hann og bróðir hans hefðu ákveðið að ef annar þeirra yrði einhvern tíma í því ástandi að líkamsstarfsemi þeirra væri haldið gangandi með vélum, en þeir væru úr öllu sambandi við umheiminn og gersamlega ósjálfbjarga, skyldi hinn bróðir- inn framkvæma á honum líkn- ardráp. í viðtalinu leggur Barnard áherslu á að hann hafi aldrei framkvæmt líknardráp, vegna þess að það sé ólöglegt, en hann telur að lögunum um þetta efni verði breytt og læknum verði í framtíðinni heimilt að hætta læknisaðgerðum, „þegar aðgerð- irnar hafa aðeins eitt í för með sér, það er að framlengja enn þjáningar sjúklingsins." Hjartaskurðlæknirinn var spurður hvort þessi afstaða hans endurspeglaði ef til vill trú á annað líf. „Ég vildi gjarnan trúa á framhaldslíf. Ég trúi því að til sé æðri kraftur sem hefur skapað manninn og heiminn. Ég held að lífið sé eins og orkan, það eyðist aldrei." „Ég veit ekki í hvaða formi líf mitt heldur áfram. Hvort ég verð köttur eða tré eða ljós. En ég held að lífið haldi áfram. Við megum ekki ætla að eitthvað sé ómögulegt, enda þótt manns- hugurinn skilji það ekki. Christiaan Barnard er nú 55 ára að aldri og hrjáður af liðagigt .og kveðst munu hætta öllum skurðaðgerðum í lok þessa árs. Hann er orðinn viðkvæmur með aldrinum, segir hann, og segist ekki hafa hætt við aðgerðirnar þar sem hann græddi hjarta úr lifandi sjimp- ansa í fólk, vegna þess að hann hafi talið sig vera á rangri braut enda þótt aðgerðirnar hafi misheppnast, heldur vegna sjimpansanna. — „Fyrst sagði ég við sjálfan mig:— Mannslíf er meira virði — en svo þegar ég sá þessa tvo sjimpansa ... þeir voru svo líkir manneskjum." IBM-skákmótið: Timman í efsta sæti og Browne síðastur Amstprdam. 22. júlí. Router. HOLLENZKI stórmeistarinn Jan Timman er efstur á IBM-skák- mótinu með 6 vinninga eftir sjö umferðir. Zoltan Ribli frá Ung- verjalandi er í öðru sæti með 5Vi vinning og Vlastimil Hort frá Tékkóslóvakíu og Vestur-Þjóð- verjinn Helmut Pfleger eru með 4 vinninga. Kraftur í Frökkum Papeete, Tahiti, 22. júlí. Reuter. FRAKKAR sprengdu sína kraft- mestu neðanjarðarkjarnorku- sprengju til þessa á miðvikudag á Mururoa-eyjum, sem eru í franska Polynesíueyjaklasanum. Engar nánari upplýsingar voru gefnar. í sjöundu umferð, sem var tefld á föstudagskvöldi, gerðu þeir Timman og Hort jafntefli í stuttri skák en Hort hafði fyrr um daginn teflt tvær biðskákir og haft þar 1 'k vinning. Ljubojevic vann Adorjan, Langeweg vann Nikolac, Ribli vann Dzhindzhiandashvili, Pfleger vann Romanishin, skák Ree og Andersson lauk með jafntefli og skák Miles og Browne fór í bið. Adorjan, Langeweg, Dzhind- zhiashvili, Andersson og Ljuboj- evic eru með 3'/2 vinning, Rom- anishin er með 3, Miles með 2'/2 og biðskák, Ree 2'/2, Nikolac 2 og Browne er með 1 vinning og biðskák. í B-flokki er Bandaríkjamaður- inn Christiansen efstur með 5 vinninga og Ligterink og Kirov koma næstir með 4 'k vinning hvor. — Bjartsýni að vera bjartsýnn Framhald aí bls. 48 ingu, hvort sú samstaða næðist við aðila vinnumarkaðarins, sem nauðsynleg væri. Þar væri ekki nægilegt að ná samvinnu við ASÍ, heldur og við BSRB. Kvaðst hann vona að viðræðurnar kæmust á það stig að unnt yrði að ræða við þessa hópa eftir helgi. „Þetta getur enn slitnað á mörgu,“ sagði Steingrímur, „ég kalla það bjartsýni, að vera hóflega bjartsýnn eins og Benedikt." „Ertu þá kannski svart- sýnn?“ spurði Morgunblaðið og Steingrímur svaraði: „Nei, ég er það ekki, það er alls ekki ástæða til þess, en þetta getur samt farið á báða vegu enn.“ Úr röðum alþýðubandalags- manna, sem nátengdir eru þessum viðræðum hefur Morgunblaðið heyrt efasemdir um verkstjórn Benedikts Gröndals í þessum viðræðum og sagði einn alþýðu- bandalagsmanna, að honum fynd- ist hún fremur „lin.“ Nú hlyti að fara að koma að því, að hann sem forystuaðili þessara viðræðna færi aö draga fram þau atriði, sem raunverulega skiptu máli. Fannst þessum manni hugmyndir Alþýðu- flokks heldur stjórnast af ósk- hyggju en raunveruleika. Þá sagði alþýðubandalagsmaður, að í huga sínum og flokksfélaga sinna væru vissar efasemdir um umboð þeirra félaga Steingríms Hermannssonar og Tómasar Árnasonar. Greinilega hefði orðið mikill ágreiningur innan Framsóknarflokksins og væri hann enn. Taldi hann ekki ólíklegt að Steingrímur, Tómas og Jón Helgason frá Seglbúðum væru með viðræðunum að styrkja stöðu sína innan Framsóknarflokksins í því valdatafli, sem þar ætti sér stað og fyrir það uppgjör, sem hlyti að verða í flokknum á næstu misserum. Aðrir aðilar innan flokksins gætu litið þetta horn- auga og því væri ekki tryggt, að flokkurinn gengi að þessum við- ræðum, þegar þeim lyki. Alþýðu- bandalagsmenn sögðust ekki efast um einlægni þremenninganna úr Framsóknarflokknum, en styddi flokkurinn þá heilshugar? Það væri spurningin. Frá alþýðuflokksmönnum frétt- ist og að mönnum leiðist seina- gangur viðræðnanna og sagði alþýðuflokksmaður, að Benedikt Gröndal væri orðinn fremur leiður á honum og vildi fyrir alla munu hraða viðræðunum, svo að útlínur gætu legið fyrir síðla á mánudag. Alþýðuflokksmenn eru nú komnir að þeirri niðurstöðu að þeim hafi orðið á ein reginskyssa. Þeir hafi fyrst átt að óska eftir vinstri viöræðum. Þeir segjast sannfærðir að Lúðvík Jósepsson sé í hjarta sínu hlynntur slíkri stjórnar- myndun, en hann hafi ekki getað samþykkt slíkt stjórnarmynstur, fyrr en hann hefði reynt vinstri stjórnar viðræður og þær orðið árangurslausar. Þetta hafi verið afdrifaríkasta ákvörðun þessara viðræðna, en menn hafi bara ekki áttað sig á stöðunni þá — og auðvelt væri að vera vitur eftir á. — Meðan heimild- ir eru ekki gefnarupp... Framhald af bls. 2 mundar Gylfasonar og Sighvats Björgvinssonar alþingsmanna við grein Ingvars í Tímanum en kjarni hennar og viðbrögð Vilmundar og Sighvats birtust í Mbl. í gær. Sagði Ingvar að hann myndi svara þingmönnunum tveimur nánar í blaðagrein á næstunni. I athugasemd sem birtist í Tíman- um í gær segir Margrét Indriða- dóttir fréttastjóri útvarpsins að finni Ingvar Gíslason ekki orðum sínum um fréttamafíu stað beri að líta á þau sem atvinnuróg af grófasta tagi sem ástæða er til að fari fyrir dómstóla. „Ég er að sjálfsögðu tilbúinn að mæta Margréti fyrir dómstólum ef hún vill það, þótt ég skilji ekki af hverju hún kýs að taka mál mitt með þessum hætti", sagði Ingvar Gíslason. „Ég á ekkert sökótt við Margréti eða það fólk sem hún stýrir á fréttastofu útvarpsins. Fréttir eru nú á dögum margt fleira en það sem unnið er á fréttastofun útvarps eða sjónvarps eða það sem þið piltar eruð að safna sem fréttum í blöðín. Það sem ég á við með frétta- mafíu eru hópar í þjóðfélaginu sem rotta sig saman og reyna að búa til umræðuefni sem svo gengur misjafnlega lengi í blöðum og ríkisfjölmiðlum. Annars verð ég'nú að segja það að mér finnst það hart, ef ég má nú ekki ræða málin af fullri einurð eftir það sem á undan er gengið án þess að fólk hlaupi upp til handa og fóta og vilji stefna mér fyrir dómstólana. En það um það“, sagði Ingvar Gíslason að lokum. — Nýrforseti Framhald af bls. 1 kjörinn. Fráfarandi forseti, Mboumoua frá Kamerún, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Umræður á leiðtogafundinum hafa að mestu snúizt um hern- aðaríhlutun í álfunni af hálfu erlendra aðila, ekki sízt ástandið í Vestur-Sahara þar sem Polisarío-skæruliðar með tilstyrk Alsírstjórnar takast á við herlið frá Máritaníu og Marokkó, sem nýtur stuðnings Frakka. — Grófur at- vinnurógur Framhald af bls. 2 Jafnframt vann fréttamafían að því að fegra ímynd helstu and- stæðinga og ofsóknarmanna Framsóknarflokksins og gera hlut þeirra sem allra mestan". Fleira segir alþingismaðurinn í sama dúr, markmið „fréttamafíu" þess- arar var að gera Framsóknar- flokkinn „tortryggilegan, óheiðar- legan“, hún hefur að sögn hans háð „langvarandi ófrægingar- styrjöld" gegn Framsóknarflokkn- um og tengist enda Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi og Sjálfstæðis- flokki. Fréttastofa útvarps er ríkisfjöl- miðill. Nú stikar alþingismaður fram á ritvöllinn og líkir frétta- stofunni við heimsfræg samtök glæpamanna. Hann sakar frétta- menn útvarps um að hafa ástund- að að búa til afskræmda mynd af einum tilteknum stjórnmálaflokki (Framsóknarflokknum) og draga taum „ofsóknarmanna" þess sama flokks. Fréttamenn útvarps eru m.ö.o. á borð við alræmdustu glæpamenn veraldar, fyrir nú utan það að bregðast grundvallarskyld- um sínum sem fréttamenn. Ef Ingvar Gíslason alþingismað- ur finnur ekki þessum orðum sínum stað ber að líta á þau sem atvinnuróg af grófasta tagi sem ástæða er til að fari fyrir dóm- stóla.“ Emil Björnsson, fréttastjóri sjónvarpsins sagðist hreinlega ekki vita hvað Ingvar ætti við með þessum fullyrðingum sínum. „Mér þætti fróðlegt og reyndar alveg sjálfsagt að þingmaðurinn fyndi þessum orðum sínum stað. Það allra minnsta, sem hægt er að óska eftir er að þingmaðurinn nefni þá dæmi úr starfi fréttamanna og fréttastofu sjónvarpsins, sem hann telur að sanni þessi orð sín. Sú fullyrðing að fréttamenn sjón- varpsins hafi haft Framsóknar- flokkinn að skotmarki, er alveg af og frá og slíkt er mjög alvarleg ásökun í garð ríkisfjölmiðils enda hljótum við að leggja okkar fréttamannaheiður að veði. Ég hef í öllu mínu starfi reynt að vaka yfir þvi að reglum Ríkisútvarpsins um hlutleysi væri fylgt og öllum aðilum væri gert jafn hátt undir höfði og ég hef ekki orðið var við nokkuð það sem staðfest getur fullýrðingar Ingvars," sagði Emil. Jónas Kristjánsson, ritstjóri Dagblaðsins, hafði þetta um skrif Ingvars að segja: „Þetta er bara rugl og Ingvar bendir ekki á í einstökum atriðum hvað hann eigi við og það tekur því ekki að svara þessu.“ Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Vís- is, sagði aðspurður um þessi ummæli Ingvars, að hann vildi ekki svara þessu að öðru leyti en því að afstaða sín kæmi fram í forystugreinum Vísis. — Hershöf ðingi Framhald af bls. 1 ekki í fvrsta skipti, sem öfgahópar ógnuðu öryggi landsins. Ég tek á mig' ábyrgðina, þegar Bólivía stendur frammi fyrir alvarlegum vandamálum. Þessi stjórn er mynduð í fullu samræmi við vilja þjóðarinnar og enginn getur neit- að því.“ I gærdag var lýst yfir hernaðar- ástandi í Santa Cruz, til að tryggja frið í borginni, en þá höfðu uppreisnarmenn með Pereda í broddi fylkingar tekið völdin. Skriðdrekar óku um göturnar og húsmæður flýttu sér að kaupa matvörur áður en verzlunum var lokað. Er uppreisnin tók að breiðast til annarra landshluta ákvað Banzer að senda þrjá ráðherra sína á fund Peredasar og að þeim fundi loknum sagði Banzer af sér forsetaembættinu. — Rhódesíuher Framhald af bls. 1 manna í Rhódesíu hófst. Ekki er enn vitað hvar skæruliðarnir féllu, né heldur hvenær, en margt þykir benda til þess að þeir hafi fallið á síðustu tveimur dögum. — Sadat Framhald af bls. 1 skrá hans lögð fram í framhaldi af því. Þar til á árinu 1976 var Arabíska sósíalistasambandið eini stjórnmálaflokkur Egyptalands frá því að Nasser kom til valda árið 1952, en þegar þrír stjórn- málaflokkar voru stofnaðir fyrir tveimur árum varð sambandið nokkurs konar sameiningartákn. Sadat hefur sjálfur staðið utan við flokkapólitík eftir að flokkarnir voru stofnaðir en búizt er við því að framvegis verði hann mjög virkur á þeim vettvangi. Af 360 fulltrúum á egypzka þinginu er yfirgnæfandi meirihluti í Ara- bíska sósíalistasambandinu sem fer með stjórn landsins, og bendir allt til þess að flestir þingmenn þess flokks fylki sér um Sadat í hinum nýju jafnaðarmannaflokki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.