Morgunblaðið - 23.07.1978, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.07.1978, Blaðsíða 45
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1978 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA OIOOKL 10—11 FRÁ MÁNUDEGI • Áletranir hverfi Ætlunin er, upplýstu vega- eftirlitsmenn, að taka upp þessa merkingu, þ.e. að gefa til kynna með þessu merki þegar um halla er að ræða á veginum framundan og hversu mikill og sögðu þeir það einkum koma sqr vel t.d. í hálku og ekki síður fyrir ökumenn hinna stærri bíla, sem geta ekki svo auðveldlega hægt ferðina með litlum fyrirvara. Sögðu vegaeftir- litsmenn ennfremur að þetta væri gert með það í huga að ýmsar áletranir og aðvaranir, sem nú eru gefnar til kynna með t.d. merkjun- um brattar brekkur, brú o.fl. myndu smám saman hverfa og ýmiss konar önnur merki koma í þeirra stað. Um þessar mundir er verið að fjölga merkjum af þessu tagi og var t.d. sl. sumar sett upp nokkuð af svona merkjum á Vestfjörðum og verður unnið að því áfram í sumar víðar á landinu. Er unnið samkvæmt reglugerð um nýskipan vegmerkinga sem er um þessar mundir að komast í gagnið. Þessir hringdu . • Aðvörun við gæzluveili Húsmóðirt — Mig langar að varpa fram þeirri spurningu hvers vegna gæzluvellir eru ekki merktir en ég hef ekki séð þetta í nánd við neinn leikvöll eða gæzluvöll í borginni. Nýlega varð alvarlegt slys við leikvöllinn við Stakkahlíð, við enda Drápuhlíðar, þar sem barn varð fyrir bíl vegna þess að það hljóp út á götuna og ökumaður varaði sig e.t.v. ekki á því að börn gætu verið á ferli þarna. Það vita það allir að börnin geta ekki og hafa ekki hugsun á því að gæta nógu vel að sér og geta því fyrirvaralaust stokkið út á götur í veg fyrir bíla, og þess vegna tel ég nauðsynlegt að setja viðvörunar- merki við alla leikskóla, gæzluvelli og slíka staði. Þessar merkingar eru við marga barnaskóla, sem standa nálægt umferðargötum og er án efa ekki síður nauðsynlegt að vara ökumenn við í nágrenni leikvalla. • Vandamál í sambýli Þau geta verið mörg vanda- málin í sambýli manna og nýlega hafði kona í blokk samband við Velvakanda með. þessa sögu: — Dóttir mín var send niður einn morguninn til að ná í Morgunblaðið og þá bar svo við að maður, sem var á leið í næstu íbúð, SKAK Umsjón: Margeií Pétursson í unglinnasveitakeppni Noregs í ár kom þessi staða upp í skák þeirra Sveins Michelsens. Hinna, sem hafði hvítt og átti leik, Petters IlauRli. Moss. meinar stúlkunni að fara út úr íbúðinni með þeim ummælum að við þyrftum alltaf að vera á ferli þegar hann væri að koma. En hann var á leið í heimsókn í íbúðina við hlið okkar íbúðar. Þessa sögu vildi ég aðeins fá að segja til að sýna hversu kátbros- legt fólk getur stundum verið og haldið ýmsum „komplexum" gagn- vart nágrönnum sínum. Þessi maður hefur e.t.v. ekki athugað það að oftlega eru menn á ferli á sama tímanum, blaðið kemur á svipuðum tíma, menn fara í og úr vinnu á svipuðum tíma og því er það ekkert undarlegt að menn hitti sama fólkið frammi á gangi hverju sinni. Hvað varðar þennan mann, sem var að koma í heim- sókn, má segja að hann er oft á ferðinni þarna og því er það ekkert skrítið þó það hittist svo á. Ég held að menn séu alltof spéhræddir eða ég veit eiginlega ekki hvað þegar þeir eru að umgangast nágranna sína, eða á annan hátt get ég ekki útskýrt þetta litla atvik. Þau eru mörg vandamálin í sambýlinu. HOGNI HREKKVISI Q2P S\GeA V/öGpk £ AiiVEfcAW ^ W im ALGXÖUl&A Ví/s VJ£9/SLr\0,M£/ )ÓA \l\% VA 18. Rd6! Svartur gafst upp. Hann getur ekki varist bæði 19. Hxb7+ og 19. Rcb5+. Wóíioáwóirm L\G6)A ÚT/jT^ % Útgerðarmenn Höfum veriö beönir aö útvega áströlsku útgerðarfélagi nokkra stál- eöa trébáta 70—85 feta, með skut- eöa síöutogbúnaöi, lestarrými 35—50 tn. Aöalvél 300—500 hö. Aldur allt aö 20 ár. Útgeröarfélag á Kanaríeyjum óskar eftir 10—15, 10—21 m. stál- eöa trébátum, meö aöalvél 120—280 hö. Engin aldurstakmörkun. Útgeröarfélag í Chile, sem rekur 14 báta, 60—80 tonn óskar eftir kaupum, leigu eöa sameiginlegum rekstri á 30—50 tonna trébátum, sem henta til krabbaveiöa. Getum boðið nýsmíöi í Portúgal á 200 tonna rækjutogbatum á mjög hagstæöu veröi. Gudmundur Karlsson Sími 741S6. Vegna einstakra gæða og orðstirs dönsku VOSS e/davélanna hófum við árum saman reynt að fá þær til sölu á Islandi, en það er fyrst núna, með aukinni framleiðslu, sem verksmiðjan getur sinnt nýjum markaði. Til marks um orðstir VOSS eldavélanna er nær 60% markaðshlutur i heimalandinu, sem orðlagt erfyrir góðan mat og kökur, en íslenskur smekkur er einmrtt mótaður af sömu hefð í matargerðarlist, hefð sem eigin/eikar VOSS eru miðaðir við. VOSS er því kjörin fyrir íslensk heimili, og fyrst um sinn bj'óðum við eina gerð, þá fullkomnustu, eina með ö/fu, t.d. 4 hitastýrðum hraðhellum, stórum sjálfhreinsandi ofni með ful/komnum grillbúnaði, hitastýrðri hitaskúffu og stafa-k/ukku, sem kveikir, slekkur og minnir á. 4 litir: hvítt, gulbrúnt, grænt og brúnt. Hagstætt verð og afborgunarskilmálar. /FOnix Hátúni - Sími 24420 W V//V/V0V? w ^ \lfttMW VWLLOfá 06 LltföK MfNIÍ »v h -M SWMf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.