Morgunblaðið - 23.07.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.07.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1978 „KOMMISSARINN skæðasti óvinur v-þýzkra hryójuverkamanna Að undanförnu hafa vestur þýzkir hryðjuverkamenn verið handteknir hópum saman, og á síðustu tveimur mánuðum hafa tuttuKU eftirlýstir glæpa- menn af þessu tagi verið hand- teknir utan Vestur-Þýzkalands. Það er einkum tvennt, sem þakka má þennan mikla árangur f varáttunni við hryðjuverkaöflin, sem haldið hafa milljónum manna f heljargreipum á undan- förnum árum. Fyrst og fremst er það tæknin. en einnig stóraukin samvinna stjórnvalda í hinum ýmsu löndum og nýir millirikja- samningar þar að lútandi. Fyrir nokkrum vikum voru fjórir ungir Vestur-Þjóðverjar meðal þeirra tugþúsunda erlendu ferðamanna, sem nutu lífsins á Búlgaríuströnd Svarta hafsins. En leiðin frá sólarströndinni í gamal- kunnuga vistarveru, Moabit-fangelsið í Vestur-Berlín, var styttri en þeir hugðu. Tveimur stundum eftir að sakleysislegir sóldýrkendur höfðu skyndilega tekið þá höndum sátu þeir um borð í lögregluflugvél og innan sólar- hririgs bauð dómsforseti Till Meyér velkominn til yfirheyrslu með þessum orðum: „Þér komið fyrr úr fríinu en búizt var við, herra Meyer." Fjórum vikum áður hafði hópur kvenna frelsað Meyer úr Prísundinni, og flúið síðan með honum til Búlgaríu. Konurnar eru allar alræmdar fyrir hlutdeild í hryðjuverkastarfsemi, og heita Gabriele Rollnik, Gudrun Sturmer og Angelika Loder. Hversu greið- lega gekk að koma hryðjuverka- mönnunum aftur til síns heima má þakka afskiptaleysi búlgarskra yfirvalda, sem heitið höfðu liðsinni sínu. „Kommissarinn“ Islenzkir sjónvarpsáhorfendur þekkja þýzka sjónvarpsmynda- flokkinn „Der Kommissar", sem vinsæll er í mörgum löndum Evrópu. j bækistöðvum lögregl- unnar í Wiesbaden er tölva ein mikil, sem í daglegu tali er aldrei kölluð annað en „Kommissarinn". Þetta þarfaþing hefur á skömmum tíma gjörbreytt vígstöðu lögregl- unnar í viðureigninni við hryðju- verkamenn og aðra glæpamenn, og sá sem heiðurinn á af því að hafa komið tölvuleitarkefinu á laggirn- ar er Herold rannsóknarlögreglu- stjóri. Hann hefur skipulagt og útbúið „prógrammið", sem tölvan er mötuð með og gerir það að verkum að hann hrósar nú sigri yfir þeim áhrifamönnum innan lögreglunnar, sem framan af iétu sér fátt um finnast og voru vantrúaðir á að ná mætti árangri með þessum hætti. Enn sem komið er hefur megináherzla verið lögð á notkun tölvunnar í sambandi við leit að hryðjuverkamönnum, en þess mun skammt að bíða að slíkri tækni verði beitt í miklu ríkari mæli. Möguleikarnir virðast óendanlegir, og bjartsýnustu menn hafa jafnvel haft á orði að innan fárra ára verði nánast útilokað að glæpamenn, sem einu sinni kom- ast í kast við lögregluna, geti leikið sama leikinn oftar en einu sinni, því að með einni handtöku fáist upplýsingar sem nægi til þess að bera kennsl á viðkomandi var sem hann er. „Kommissarinn" virðist sem sé vera hinn fullkomni lögreglufor- ingi, en starfsskilyrði hans mótast að sjálfsögðu af fleiri þáttum en fullkominni tölvutækni, eins og til dæmis samvinnu lögregluyfirvalda í mismunandi iöndum. Tugþúsundir smá- atriða varðandi hvern einstakling Tölvutæknin hefur gjörbreytt aðstæðum í sambandi við söfnun upplýsinga og úrvinnslu þeirra. Skráð atriði í sambandi við hvern einstakling hlaupa á tugþúsund- um. Hvert smáatriði er tínt til, — nákvæmar lýsingar á persónuein- kennum, hegðun, siðvenjum, kímnigáfu, allar upplýsingar um fjölskyldu og kunningjahóp, ná- kvæmur æviferill, smekkur, upp- lýsingar unnar eftir Ijósmyndum af viðkomandi allt frá unga aldri o.s.frv., — allt þetta gleypir tölvan hrátt og meltir síðan. En hjá tölvunni er ekki gleymt um leið og gleypt er. Hún raðar öllúm þessum aragrúa smáatriða saman eftir ákveðnu kerfi og útkoman verður fullkomnari heildarmynd af ein- staklingnum en jafnvel nánustu ættingjar hans geta hugsanlega gert sér af honum. Þegar tölvan er síðan beðin að láta í té upplýsingar um ákveðinn aðila spýtir hún þeim úr sér á örfáum mínútum. Dag hvern berst gífurlegt magn upplýsinga í stjórnstöðina í Wiesbaden frá öryggisgæzluvörð- um á flugvöllum og landamæra- stöðvum víðsvegar. Um leið og eitt atriði kemur heim og saman við upplýsingasafn tölvunnar gefur hún merki, sem kemur lögreglunni samstundis á sporið. Vestur-þýzka lögreglan er auk þess að koma sér upp öðru tölvukerfi, sem er jafn öruggt við að bera kennsl á menn og fingra- faraaðferðin, en hefur augljósa yfirburði að því leyti að áþreifan- legra sönnunargagna er ekki þörf við notkun þess. Þetta kerfi mætti kalla „hljómburðarkerfi“, en það felst í samanburði radda. Með hliðsjón af raddsýnum um hundr- að manna hefur tekizt að búa til þetta „hljómburðarkerfi", og sann- að er að í 99% tilfella er með fullkomnu öryggi hægt að bera kennsl á rödd með samanburði í tölvu, og til a gefa hugmynd um nákvæmnina gefur hver sekúnda, sem maður talar, tíu þúsund „máleiningar". Schleyer-málið og lögreglumenn- irnir, sem létu ekki að stjórn „kommissarans“. „Kommissarinn“ var kominn til sögunnar þegar Hanns-Martin Schleyer, formanni v-þýzka vinnu- Maðurinn á bak við „kommissarinn", Herold rannsóknarlögreglustjóri. Gestrisni kommúnistaríkja á þrotum Aðstoð búlgörsku lögreglunnar við handtöku Till Meyers og kvennanna þriggja — eða öllu heldur afskiptaleysi hennar í málinu — varpar Ijósi á breytta afstöðu í málum sem þcssum. og slika hugarfarsbreytingu má rekja f fleiri kommúnistarikjum austantjalds. Jafnvel Aust- ur-Þjóðverjar virðast að undan- förnu hafa tekið upp nýja stefnu varðandi hryðjuverkamenn, en Austur-Þýzkaland hefur um langt skeið verið fyrsti viðkomu- staður hryðjuverkamanna á flótta frá Vestur-Þýzkalandi á leiðinni f þjálfunarhúðir samtaka Palestínuaraba til landa þar sem þeir hafa átt vísan griðastað. Milli Júgóslava og Vestur-Þjóð- verja er í gildi samningur um gagnkvæmt framsal glæpamanna, en þrátt fyrir hann er nú á döfinni mál, sem ekki er séð fyrir endann á, og reynzt getur torvelt úrlausn- ar. 11. maí s.l. voru handteknir í Zagreb í Júgóslavíu fjórir úr hópi alræmdustu hryðjuverkamanna Vestur-Þýzkalands, þau Birgitte Mohnhaupt, Rolf-Clemens Wagn- er, Dieter-Júrgen Bock og Sieg- linde Hoffmann. Talið er að öll hafi þau átt hlutdeild að ráninu og morðinu á Hanns-Martin Schley- er, auk þess sem þau eru grunuð um fjölda annarra glæpa. Það var júgóslavneska lögreglan, sem handtók fólkið að fengnum tölvu- upplýsingum vestur-þýzku lögregl- unnar. Málið fór leynt í fyrstu þar sem yfirvöld í báðum löndum höfðu komið sér saman um að slíkt væri nauðsynlegt þar til gert hefði verið út um ágreining vegna framsals fanganna, en þýzk blöð komust síðan á snoðir um málið og standa nú um það harðar deilur í Vestur-Þýzkalandi. í stað Vestur-Þjóðverjanna fjög- urra kröfðust Júgóslavar í fyrstu framsals 21 króatísks hryðju- verkamanns, en hafa síðan slegið af kröfum sínum og vilja nú fá átta. Þar af eru fjórir í vest- ur-þýzkum fangelsum, en fjórir ganga lausir í landinu að því er talið er. Um árabil hafa króatískir öfga- menn verið mikið vandamál, ekki aðeins fyrir Tító, heldur einnig og ekki síður Vestur-Þjóðverja og aðrar vestrænar þjóðir. I Vest- ur-Þýzkalandi eru nú um 600 þúsund júgóslavneskir aðkomu- verkamenn, og að því er næst verður komið eru • fast að 400 manns úr þeim hópi meðlimir í skipulögðum hryðjuverkasamtök- um. Á undanförnum árum hafa króatískir hryðjuverkamenn mjög látið að sér kveða á alþjóðavett- vangi, og komu meðal annars við sögu hér á íslandi fyrir tæpum tveimur árum þegar Króatar rændu farþegaþotu, sem hafði viðkomu á Keflavíkurflugvelli. Fyrir nokkrum árum myrtu króat- ískir hryðjuverkamenn júgóslavn- eska sendiherrann í Stokkhólmi og um svipað leyti sprakk júgóslavn- esk farþegaþota á leið frá Kaup- mannahöfn til Belgrad í loft upp og létu allir um borð lífið. Hryðjuverk Króata komu til tals á þingi kommúnistaflokks Júgó- slavíu fyrir skömmu og var þar fullyrt að á síðustu fimmtíu árum hefðu Króatar utan Júgóslavíu staðið fyrir alls 210 hryðjuverkum, þar sem 72 hefðu látið lífið og 230 særzt. Fyrir tveimur árum gerðu Vest- ur-Þjóðverjar og Júgóslavar með sér samning um gagnkvæmt fram- sal afbrotamanna. Síðan hafa Vestur-Þjóðverjar látið af hendi 58 Júgóslava, en í staðinn hefur komið 21 Vestur-Þjóðverji. Nú er deilt um túlkun ákvæða framsals- samningsins. Vestur-Þjóðverjar halda því fram að hann nái aðeins til þeirra sem hafi brotið af sér í heimalandinu, en Júgóslavar segja að hann taki einnig til þeirra, sem brotið hafi af ser gegn fulltrúum Júgóslavíu erlendis. Ekkert bendir til þess að deilumál þetta verði útkljáð á næstunni, en fyrir stjórnir beggja ríkjanna er það mjög viðkvæmt. Júgóslavar óttast að með því að framselja hryðju- verkamennina í hendur Vest- ur-Þjóðverjum skapi þeir sér óvinsældir ýmissa ríkja, sem telja sig til hlutleysisríkjahópsins, en Júgóslavar hafa skipað sér þar í fremstu röð. Vestur-Þjóðverjar óttast á hinn bóginn að framsal Króatanna skapi hættulegt for- dæmi og kalli á aukin umsvif hryðjuverkamanna úr þeirra hópi í Vestur-Þýzkalandi. Hryöjuverkamennirnir fjórir, sem nú eru í fangelsi í Júgóslavíu, talið frá vinstri: Brigitte Mohnhaupt, Dieter-Jíirgen Bock, Sieglinde Hoffmann og Rolf-Clemens Wagner.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.