Morgunblaðið - 23.07.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.07.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1978 39 — Mount Everest Framhald af bís. 19 áttu því bráðlega í hinum mestu erfiðleikum og fór það þannig að Hillary og Tenzing voru komnir með töluverðan hluta birgða þeirra á bakið, þegar þeir loks náðu Suðurskarði. Þar fleygðu þeir birgðunum niður við leifar sviss- nesku tjaldanna frá árinu áður. Er hér var komið sögu, þ.e. 26. maí, segir Hillary í dagbók sinni: „Allur hópurinn, ellefu menn, lögðu af stað í bítið upp í Suðurskarð. Ég fór fyrir og gengum við rösklega. Allt virtist ganga vel hjá hinum svo að við héldum góðum hraða. Klukkan 9.30 sáum við í fyrsta sinn, að fjórir menn voru komnir í Suð-Austurhrygginn fyrir ofan klettaskoruna. — Við Tenzing náðum upp í Suðurskarð eftir um þriggja tíma gang og sáum þá hvar John og sherpinn Da Namgyl voru að koma niður aftur. Við fórum á móti þeim og hjálpuðum þeim aftur til búðanna, þar sem John var örþreyttur. Aðrir förunautar okkar komu bráðlega, þar á meðal þeir fimm burðarmenn, sem áttu aðeins að flytja birgðir upp í Suðurskarð, en því miður voru þeir þirr, sem flytja áttu birgðir fyrir okkur áfram margar mílur á eftir. — Þeir Tom og Charles hurfu yfir Suðurtindinn eftir hádegi þennan dag, — hvílíkt afrek. Þetta var svo sannarlega mikið afrek, þeir voru komnir hærra en nokkrir menn höfðu áður klifið. Þótt skammar- legt sé, var sú gleði, sem ég fann til vegna sigurs þeirra, blandin öfund og ótta. Það var að brjótast í mér hvort þeir yrðu fyrstir á tindinn". Þessar hugrenningar Hillarys reyndust óþarfar. Klukkan 3.30 eftir hádegi komu þeir Tom og Charles aftur niður úr skýjunum á leið sinni niður hrygginn. — Þeir höfðu snúið við frá Suðurtindi í um 8750 m hæð. Þeir voru örmagna, svo að ferð þeirra niður hrygginn var jafnvel stórhættuleg. Þeir hröpuðu hvað eftir annað á viðsjárverðum stöðum og að síð- ustu hröpuðu þeir niður allt gilið mikla, — það var algert krafta- verk að þeir skildu sleppa lífs. Þegar þeir komu niður voru þeir næstum því of þreyttir til að geta talað, en brugðu þó úpp frekar dapurlegri mynd af ferðinni upp hrygginn til hátindsins, — þeir efuðust jafnvel um að hægt væri að komast alla leið. Næsti dagur, 27. maí, var tíðinda lítill, utan það að allir leiðangursmenn nema Hillary, Tenzing og George ásamt tveimur burðarmönnum héldu niður til búða 7, vegna gífurlegrar þreytu. Þar veitti Mike Ward læknir þeim nauðsynlega aðhlynningu. Daginn eftir tókst leiðangursmönnum að koma birgðum upp í um 8500 m hæð og setja þar upp búðir eftir óhemju strit. Dagurinn var runninn upp, 29. maí 1953. Nú skyldi reynt við sjálfan hátindinn. Veður var hið bezta og útsýni stórfenglegt þegar Tenzing og Hillary vöknuðu um fjögurleytið. Þeir félagar byrjuðu á að útbúa mat og drykk og þíða frosna skóna yfir prímusnum. Þá voru súrefnistækin prófuð. — Tenzing og Hillary lögðu af stað um hálfsjö leytið um morguninn og skiptust á að fara á undan. Þeir komu á Suðurtindinn um klukkan níu. Eftir um 2 'A tíma ferð þaðan stóðu þessir tveir menn.Edmund Hillary og Tenzing, fyrstir manna á hæsta tindi veraldar, MOUNT EVEREST, 8848 m háum. Nánar sagði frá þessum síðustu metrum þeirra félaga hér í upphafi. — Útsýnið á þessum hæsta tindi veraldar er að vonum stórkostlegt og segir Hillary m.a. svó frá í dagbók sinni: „í norðri lá mikilúð- legur hryggur með bröttum brún- um niður að Eystri-Rongbujökli. Við sáum ekkert af gömlu norður- leiðinni, en hins vegar sáum við prýðilega til Khumbu og Pumori, sem voru langt fyrir neðan okkur. Makalu, Kangchenjunga og Lhotse voru aðaltindarnir í austri en fjarri því eins mikilúðlegir og þeir höfðu virzt áður. Við Tenzing tókumst í hendur og síðan lagði hann hendurnar yfir axlirnar á mér og faðmaði mig, — þetta var stórkostlegt andartak. Ég tók af mér súrefnistækin og varði um 10 mínútum í að ljósmynda Tenzing með fána í höndum, hina ýmsu Everest hryggi og útsýnir yfirleitt. Ég skildi krossmark eftir á tindinum fyrir John Hunt og Tenzing gerði örlitla holu í snjóinn og lét þar í vistfórnir — brjóstsyk- ur, kex og súkkulaði. Við átum piparmyntukökur og settum svo súrefnistækin á okkur aftur. Ég hafði nokkrar áhyggjur af tíman- um, svo að við stöldruðum aðeins í 15 mínútur á tindinum áður en við lögðum af stað niður aftur um 11.45.“ Niðurferðin gekk eins og í sögu. En þar sem flestir leiðangurs- manna voru orðnir örmagna af þreytu og veðrið var að breytast til hins verra var ákveðið að ekki skyldu fleiri reyna við tindinn að þessu sinni. Allur búnaður var síðan smám saman tekinn niður og hópurinn hélt til byggða. Mikið var um dýrðir þegar niður kom, sérstaklega fögnuðu inn- fæddir Tenzing innilega — Heima fyrir voru þeir Hunt og Hillary sæmdir riddaranafnbót og voru því eftir þetta kallaðir, „Sir Edmund Hillary og Lord John Hunt“. Síðan þessi merki atburður gerðist eru nú liðin 25 ár og á þeim tíma hafa, eins og sagði hér að framan, um 60 manns sigrað fjallið og hafa þeir klifið það eftir ýmsum leiðum. Miklar fórnir hafa einnig verið færðar, því stór hópur fjallgöngumanna hefur týnt lífi í viðureigninni við „þann stóra“. Flestir þeir, sem hafa klifið fjallið, hafa gert það eftir hinni hefð- bundnu Suðurskarðsleið, þeirri sömu og Hillary og Tenzing fóru á sínum tíma. — Frægasta atlagan að fjallinu fyrir utan þá fyrstu að sjálfstöðu er án efa þegar Dougal Haston og Doug Scott í leiðangri Chris Bonningtons 1975 komust á tindinn eftir að hafa klifið hina torkleifu og frægu Suð-vesturhlið fjallsins. Þetta var talið mesta fjallgönguafrek sem unnið hafði verið fram að þeim tíma. Fjöldi fjallgöngumanna hafði þá um árabil reynt að klífa fjallið eftir þessari leið án árangurs. Þess má svo einnig geta að leiðangur Bonningtons var albrezkur eins og leiðangurinn 1953. Síðasta atlagan að fjallinu var gerð nú í vor af austurrískum fjallgöngumönnum og var það til tíðinda í þeim leiðangri að tveir úr hópnum, þeir Reinhold Messner og Peter Habeles, klifu fjailið fyrstir manna án notkunar súrefnis og þykir árangur þeirra geysimikið afrek. I dag eru þeir taldir í hópi fimm fremstu fjallgöngumanna heimsins. sb... EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU Á fimmtudaginn í síðustu viku lögðu 87 aldraðir burgarar í Kúpavogi land undir fót og héldu til Vestmannaeyja í tveimur flugvélum. Var þetta liður í starfsemi Félagsmálastofnunar Kópavogs og eru slíkar flugferðir innanlands farnar árloga, sagði Ásthildur Pétursdóttir hjá Félagsmálastofnuninni. Ásthildur sagði að hópurinn hefði verið einkar heppinn með veður þann hálfa sólarhring sem dvalið var í Eyjum. sextán stiga hiti og logn á Stórhöfða. Ljósmyndin var tekin af hópnum áður en lagt var aí stað til Vestmannaeyja. Norrænn vísnasöngur hefur verið svo til ófáanlegur um árabil, en nú ríöum við á vaðið og bjóðum glænýja hljómplötu með CORNELIS VREESWIJK. 23 frábær lög af ýmsum uppruna, sungin á þann hátt sem Cornelis einum er lagið. Heildsölubyrgðir fyrirliggjandi. FÁLKINN Suðurlandsbraut 8 Laugavegur 24 Vesturver Sími 84670. Sími 18670 Sími 12110.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.