Morgunblaðið - 23.07.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.07.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1978 Mount Everest, hæsta fjall heims, klifið fyrsta sinni fyrir 25 árum „ Við litum ákaíir til hryggjarins íram undan, þvíað hann hlaut að ráða úrslitum. Bæði Tom og Charles hö'íðu haít á orði, hve erfiður hryggurinn væri, svo að ég var ekki sélega vongóður. Það var hrikaleg sjón, sem við okkur blasti, en þó ekki svo að okkur félli allur ketill íeld. Fyrstu súrefnis- flöskurnar okkar, sem höfðu verið fullar að þremur fjórðu, voru nú tómar, svo að við fleygðum þeim og lögðum afstað með létt, 19punda tæki, — fulla súrefnisflösku, sem var stillt á 3 lítra á mínútu. Við héldum afstað afsyðri tindinum og ég tók að höggva þrep íágætan, harðan snjó. Færðin var góð og mér leið vel, afþvíað okkur miðaði jafnt og þétt. Tenzing hafði mig alltaf í strengdri línu, og við hreyfðum okkur aldrei samtímis. Eftir klukkustund eða þar um bil komum við að lóðréttum klettastalli á hryggnum. Hann reyndist mjög erfiður viðureignar. En til hægri við hann var lóðrétt hjarnþil, 40 feta hátt, sem ég mjakaði mér upp eftir, ogþannig komumst við loksins upp. Ég var bæði undrandi og ánægður með að ég væri fær um slíkt átak íþessari hæð. Ég hjálpaði Tenzing upp og tók eftirþví, að hann var farinn að verða lítið eitt svifaseinn, en hann var ágætur og öruggur förunautur þrátt fyrir það. Ég var nú orðinn sannfærður um að við kæmumst á tindinn og ekkert gæti stöðvað okkur. Ég fylgdist oft með súreínisnotkun okkar og varþað mér uppörvun, aðhún varjöfn. — Éghélt göngunni áfra, hjó þrep án afláts og komst yfir hverja klettabrúnina á fætur annarri jafnframt þvísem ég skimaði ákaft eftir hátindinum. Það virtist þó ógerningur að koma auga á hann, og tíminn leið óðum. Loks hjó ég okkur leið áfram hjá afar stórri bungu og kleifsíðan upp á hana eftir brekku, ekki mjög brattri. — Þá lá strax íaugum uppi, að við höfðum náð settu marki. Klukkan var 11.30 fyrir hádegi 29. maíl953, og við vorum á hátindi EVERESTU, - Þannig lýsir Edmund HHIary þvíþegar hann og félagi hans, Nepalmað- urinn Tenzing, stigu fyrstir manna á tind Mount EVEREST, hæsta fjalls heims, 8848 metrar, en það er á landamærum Nepalríkis og Kína. II Það lá í augum uppi, við höfðum náð settu marki. við vorum á hæsta tindi veraldar II Síðan þetta gerðist eru nú liðin 25 ár og var þess minnzt á margvíslegan hátt um víða veröld, þó sérstaklrga meðal áhugamanna um fjallamennsku. Á þessum 25 árum hafa um 60 fjallgöngumenn sigrað fjallið og nú síðast hópur austurrískra fjallgóngugarpa. Tveir úr hópnum, þeir Reinold Messner og Peter Habeler, unnu það afrek fyrstir manna að klífa tindinn án þess að notast við súrefnistæki. Margir hópar frægra fjall- göngumanna höfðu í um 30 ár reynt árangurslauet að klífa Mount Everest og margir týnt lífi sínu í þessum tilraunum, þegar brezka EVEREST-nefndin ákvað 1952 að senda þá menn sem taka áttu þátt í leiðangrinum á fjallið árið eftir, í æfingaleiðangur til Nepal. I þessum leiðangri var ætlunin að klífa fjallið Cho Oyu, sjöunda hæsta fjall heims, 8195 m hátt. Leiðangursmönnum mistókst að klífa fjallið en þóttust eigi að síður hafa hlotið ómetanlega reynslu. Leiðangursstjóri í ferð- inni var hinn frægi kappi Eric Shipton. — Brennandi spurning fyllti huga fjallgöngumannanna þessa stundina, þ.e. hvernig Sviss- lendingunum, sem voru að gera atlógu að Mount Everest á sama tíma, myndi ganga. Leiðangur- menn sneru aftur fullir ótta um að Svisslendingunum hefði nú tekizt að verða á undan þeim að klífa þennan hæsta tind veraldar. — Það var því ekki lítið áfall þegar þeir mættu nepölskum hjarð- manni sem „tautaði" eitthvað um að sjö Svisslendingar hefðu náð tindi Mount Everest. begar félagarnir gengu álútir inn í þorpið Fangboche fengu þeir svo réttu fréttirnar: Lambert og Tenzing höfðu aðeins náð um 8500 m hæð þegar þeir þurftu að snúa við vegna veðurofsans, þannig að fjallið var enn óklifið. — Þetta sama ár reyndu Svisslendingar tvisvar til viðbótar við fjallið, en mistóket í bæði ekiptin vegna óvenju óhagstæðra veðurskilyrða. Það ríkti því edtirvænting og bjartsýni, þégar Everest-leiðangur Breta var formlega ákveðinn 1953 og Eric Shipton beðinn um að stjórna honum. Hann fékk síðan það verkedni að velja leiðangurs- menn til fararinnar. Nokkur tími leið frá því að þetta var ákveðið án þess að nokkuð gerðist. Menn tóku því ekki alvarlega, héldu að hér væri aðeins um alkunna rómsemi Shiptons að ræða og að hann væri að vinna að sínum málum í kyrrþei. — Þá kom áfallið. Shipton hafði verið settur af sem leiðang- ursstjóri, og nýr maður, John Hunt, ofursti valinn í hans stað. Aðrir leiðangursmenn höfðu þegar verið valdir: Edmund Hillary og Charles Evans, sem voru aðstoðar- leiðangursstjórar, Tenzing, George Lowe, Wilfrid Noyce, George Band, Alfred Gregory, Tom Bour- dillon, Griffith Dugh, Tom Stobart ljósmyndari og kvikmyndatöku- maður og loks James Morris blaðamaður frá The Times, sem hafði keypt einkaréttinn á frá- sögninni af leiðangrinum. Strax gætti nokkurrar tor- tryggni leiðangursmanna í garð John Hunts hins nýja leiðangurs- stjóra, en hún reyndist ekki á rökum reist og segir Edmynd Hillary m.a. í einni bóka sinna um Everest South Summit Nuptse Lhoste í ...•_ v-*%,Khumbu ice fall Lord John Hunt.. Sir Edmund Hillary... —- Leiðin sem farin var 1953.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.