Morgunblaðið - 23.07.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.07.1978, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JULI 1978 SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM h Ég les þættina yðar, en ég get sekki skrifað yður um vandamál mín. Er Guð svarið við hverju vandamáli eða aðeins við andlegum vandamálum? Margt fólk misskilur, á hvaöa hátt Guð er svarið við vanda okkar. Stundum gefur Guð til kynna svar sitt við mannlegum vandamálum í boðskap Biblíunnar. Þannig hefur hann kunngjört lausnina á vanda syndarinnar. En á sumum sviðum er vilji hans og markmið hulið, og margir kristnir menn lifa ævina á enda, án þess að þeir hafi fundið fullnægjandi lausn á sumum erfiðleikum sínum. Páll postuli er dæmi um mann, sem bað þess þrisvar sinnum, að Guð tæki í burtu „þyrni", sem stakk hann, en í öll skiptin var honum synjað. Sumir hefðu sagt, að Guð hefði ekki hlustað eða honum hefði staðið á sama, og þeir hefðu orðið bitrir. Páll uppgötvaði andlegan leyndardóm, þann, að Guð var fær um að veita mönnum nógr.n kraft og þolgæði, svo að þeir héldu velli. Þér gætuð uppgörvað sama leyndardóm í lífi yðar. Guð tekur erfiðleikana ekki alltaf í burtu, heldur veitir okkur náð til að sætta okkur við þá. t Maðurinn minn. ÁSGEIR ÁSQEIRSSON, fri Fróðá, Dyngjuvegi 10, andaðist í Borgarspítalanum 21. júlí. . Fyrir hönd vandamanna, Karólína Sveinsdóttir. Bróöir okkar, t EINAR BEINTEINSSON, fra Draghilsí, lést í Borgarspítalanum 18. |ÚIÍ Jaröarförin fer fram frá Hallgrímskirkju í Sauræ, þriöjudaginn 25. júlí kl. 14.00. Sysikinin. Sonur minn, veröur jarösunginn Fyrir hönd ættingja t GUNNLAUGUR VILHJÁLMSSON Miklubraut 70, frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 25. Svava júlí kl. 3. Guðbergsdóttir. + Móöir okkar, tengdamóöir og amma DAGBJÖRT K.J. JÓNSDÖTTIR, lézt í Landspítalanum 12. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Þökkum innilega auösýnda samúö. Valdimar Þóröarson, Erla Guðmundsdðttir Guðmundur Þðrðarson og barnabðrn. + Fööurbróðir minn, HELGI HALLDÓRSSON, matsveinn, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju, mánudaginn 24. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans er bent á minningarkort Sjálfsbargar (Sundlaugasjóös Sjálfsbjargarhússins) Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Benedikt Halldórsson. Eiginmaöur minn og faðir + LUDVIG STORR aðalrasðismaður, - veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 25. júlí kl. 15.00. Svava Storr Anna Dufa Storr Jón Trausti Sigurjóns- son Flateyri - Minning Fæddur 14. október 1932. Dáinn 16. júlí 1978. Jón Trausti Sigurjónsson, Flat- eyri, andaðist eftir þunga sjúk- dómslegu á Borgarspítalanum 16. þ.m. Með honum er genginn góður og gegn maður á bezta aldri. Hann er harmdauði öllum sem þekktu. Ég er einn þeirra, sem sakna vinar í stað. Kynni okkar komu til í baráttu og störfum fyrir sam- eiginlegri stefnu og áhugamálum. Við vorum og báðir tengdir Flateyri sterkum böndum. Hann var að vísu hvorki upprunninn þaðan né uppalinn. Hann hafði flutzt til Flateyrar fulltíða maður. En samt var honum mikið í mun að vinna hinni nýju heimabyggð sinni og vildi veg hennar sem mestan. Slíkt var í samræmi við skaphöfn Jóns Trausta, því hann var heill í öilu, sem hann tók sér fyrir hendur. Jón Trausti var búfræðingur að mennt, en á lífsleiðinni lagði hann gjörva hönd á margt til sjós og lands. Hann var mörg ár sjómað- ur, rak um skeið eigin verzlun og hin síðari ár var hann verzlunar- stjóri og skrifstofumaður hjá Kaupfélagi Önfirðinga. Jón Trausti var góðum gáfum gæddur, svo að félagslegur áhugi hans varð til þess, að honum voru fengin í hendur ýmis trúnaðar- störf á þeim vettvangi og átti hann um skeið sæti í hreppsnefnd fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Munaði þar um hann, því maðurinn var til forystu fallinn, góðráður og fylginn sér. Sérstakt áhugamál hans var bókasafn staðarins, þar sem hann vann mikið og óeigin- gjarnt sjálfboðastarf, enda var hann bókelskur og bókhneigður mjög. En áhugamál Jóns Trausta voru ekki einungis bundin við heima- byggðina. Hann hafði brennandi áhuga á landsmálum, var mikill flokksmaður og baráttuglaður. Hann var einn þeirra manna, sem hverjum flokki eru svo dýrmætir. Ég átti því láni að fagna að njóta hans óbrigðula stuðnings í blíðu og stríðu. I síðustu alþingiskosningum var Jón Trausti brennandi í anda sem fyrr. Helsjúkur neytti hann at- kvæðisréttar síns. Nokkrum dög- um fyrir andlátið ræddum við stjórnmálaviðhorfið og stjórnar- myndunartilraunir. Enn sem fyrr mótaðist tal hans af þeirri íhygli og skerpu, sem var svo einkenn- andi fyrir allt hans tal. Þá sagði hann mér í lok samtalsins, að hann ætlaði að hætta við að deyja og fara bráðum heim. Það var engan bilbug að finna, slík var honum karlmennskan í blóð borin. En enginn má sköpum renna. Slíkum manni hlýtur heimkoman að vera góð. Það er mikil eftirsjá að vini sem Jóni Trausta, en mestur er söknuð- ur eiginkonu, sona og annarra ættingja, sem ég sendi innilegar samúðarkveðj ur. Þorv. Garðar Kristjánsson. Á morgun verður jarðsettur í Grímsey Jón Trausti Sigurjónsson verzlunarmaður á Flateyri. Var hann á 46. aldursári, er hann lézt eftir erfitt sjúkdómsstríð. Jón Trausti var meðalmaður á hæð, skarpleitur, hreinskiptinn, + Útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, LÁRU STEFÁNSDÓTTUR, Austurgeröi 1, Reykjavik, fer fram frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 25. júlí kl. 13.30. Þeir sem vilja minnast hennar, láti Bústaöakirkju njóta þess. Bðrn, tengdabðrn, barnabörn og barnabarnaborn. + Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför GUNNLAUGS Ó. EGILSSONAR, skipstjðra, Sörlaskjóli 68. Jóhanna Jðhannesdðttir, Ágúst Ormsaon og fjöiskylda Innilegar þakkir til + ykkar allra, sem sýndu okkur samúö og vinarhug vegna fráfalls og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar. systur okkar, mágkonu og móöursystur JAKOBÍNU JÓNSDÓTTUR, Guö blessi ykkur Níels Hansson, Ingibjörg Jðnsdðttif Óskar Jðnsson, ,Ester Jðnsdðttir Pilína Jðnsdðttir, Ari Þðrðarson, Sigríður Jðnsdóttir, Guðmundur Lfagnússon, Hermína Jónsdðttir, Níels Erlíngsson, og systrabðrn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur, • ÖNNU KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR, Laufskogum 21, Hverageroi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Lyflækningadeildar Landspítalans fyrir góöa umönnun. Daniel J. Kjartansson, Alda Kjartansdðttir, Edda Kjartansdðttirr Níels Kristjinsson, Anna Mary Kristjinsdðttif ,Karen Kristjinsdðttir tengdabörn, barnaborn og systkini. mikill vinur vina sinna en ómann- blendinn og dulur í skapi, dugmik- ill til allrar vinnu og ósérhlífinn, svo að af bar. Hann var félagslega sinnaður, tók þátt í störfum að framfaramálum fjórðungsins, var hreppsnefndarmaður eitt kjör- tímabil. Hann var kirkjumaður góður, var lengi í sóknarnefnd og kirkjukór Flateyrar. Hann hafði mikinn áhuga á félagslegum mál- efnum Vestfirðingafjórðungs og sótti ýmis þing um þau efni, er við ræddum oft. Ferðamaður var hann mikill, og voru Strandirnar sér- stakt kjörsvið hans. Ferðaðist hann um þær á hverju sumri um árabil og þekkti þær vel, bæði staðhætti og sögu þeirra, enda var Trausti mjög fróðleiksfús og greindur vel. Átti hann gott bókasafn, er hann kostaði til fjármunum árum saman, en efnin leyfðu ekki þá söfnun bóka, sem hann hefði kosið sér. Áhugi hans á bóklegum fræðum kom einnig fram í starfi hans fyrir bókasafn Flateyrar. Jón Trausti stundaði ýmis störf um ævina, bæði til sjós og lands. Síðustu 12 árin vann hann við Kaupfélag Önfirðinga á Flateyri, sem verzlunarstjóri um hríð, en síðast á skrifstofunni. Reyndust vinnuveitendur hans honum vel í veikindum hans. Jón Trausti Sigurjónsson var fæddur á Húsavík 14. október 1932. Hann naut ekki uppeldis foreldra sinna en var í fyrstu fóstraður af ömmu sinni og móðursystur í Grímsey. Var hann þar oft, bæði sem barn og ungling- ur, hjá móðurömmu sinni, Hall- dóru Sæmundsdóttur, og móður- systur, Kristínu Valdimarsdóttur, sem er enn á lífi, í Grímsey, öldruð kona. Trausti litli fékk berkla í fótinn á 2. ári og dvaldist um margra ára skeið á sjúkrahúsinu á Húsavík. Átti hann þaðan góðar minningar, þótt nokkur bæklun hlytist af sjúkdómnum, er háði honum upp frá því. I uppvextinum var Trausti í Grímsey og á ýmsum bæjum í Þingeyjarsýslu. Naut hann alls staðar góðs atlætis, en á vistferl- um sínum vissi litli drengurinn oft ekki að vori, hvar hann yrði þá um sumarið, né á haustin, hvar honum yrði komið fyrir næsta vetur. Setti þetta sín spor í barnssálina og sáði þar sæði biturrar reynslu, sem gerði Traust dulan að lundarfari. En hjá ömmu sinni í Grímsey fannst Trausta hann hafi mætt þeirri hlýju, sem hann bjó að alla ævi og dró hann að lokum að eyjunni litlu, þar sem hann óskaði sér legstaðar. Þar fannst honum vera sínir heimahagar, þótt víða hefði hann dvalið allt frá æskuár- um og alls staðar átt góðum mönnum að mæta. Haustið 1951 settist Trausti í Búnaðarskólann á Hvanneyri og lauk þaðan búfræðingsprófi vorið eftir. Þar kynntist hann tilvonandi eiginkonu sinni, Sigríði Sigur- steinsdóttur frá Búrfelli í Hálsa- sveit, er lifir mann sinn. Stigu þau bæði mikið gæfuspor, er þau gengu í hjónaband. Voru þau hjón samhent mjög um allt heimilis- hald, byggingu húss síns á Flateyri og uppeldi sonanna, en þeir eru: Reynir, f. 18.11. 1953, Halldór, f. 6.9. 1959, Þorsteinn, f. 16.6.1962 og Þórir, f. 2.12. 1977. Guð blessi minningu góðs drengs og vinar. Þórir Kr. Þórðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.