Morgunblaðið - 23.07.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.07.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1978 25 Sr. Þórír Stephensen: Hér fer á eftir annar kafli úr prédikun sr. Þóris Stephensens, í Dómkirkjunni sl. sunnudag. Fyrri kaflinn birtist í Morgunblað- inu í gær. Hin upplesnu orð leiöa okkur á merkar slóðir, hvað varðar sögu álfu okkar oy evrópskar menningar. Pdll postuli er á annarri kristniboðsferð sinni, ferðast milli safnaðanna í Litlu-Asiu og kemur til borgar, sem Tróas heitir, hafnarbœjar á norðvestur hörni Litlu-Asíu. Þd birtist honum í sýn maður nokkur makedónskur er segir: Kom yfir til Makedóniu og hjálpa oss. Pdll hafði þá aldrei til Evrópu farið í kristniboðserindum, en Makedónía er nú norðausturhluti Grikklands. En hann álítur þessa sýn greinilegt boð úr æbra heimi um að hann skuli yfir til Evrópu. Hann staðnæmist þarfyrst í borginni Filippíu í Makedóniu, og hann stofnar þar fyrsta kristna söfnuðinn í Evrópu. Því hefur þessi staður mikla sögulega þýðingu fyrir okkur. Athyglisverðar eru einnig at- huganir þessara manna í ríkinu Nevada í Bandaríkjunum, þar sem eru óvenjulega margir einstæðir íbúar. Þar er dánar- tala af hjartasjúkdómum miklu hærri en í nágrannaríkinu Utah, og þeir telja yfirburði hins síðartalda stafa af erfðavenjum, Emmanaleikinn drepur En með afskiptum sínum af andlegum málum í bœnum kemst Páll 'i nokkra andstöðu við mammonshyggju sumra íbúanna og þess vegna lendir hann í fangelsinu, sem frd er sagt í textanum, er ég las. Þá gerist það, að fangavbrðurinn vaknar við jarðskjdlfta, sem bœði hefur opnað dyr dýflissunnar og fellt fjötrana af mörgum fanganna. Hann telur, að þeir muniflúnir og slíkt var dauðasökfyrir hann. Þess vegna ætlar hann að framkvæma sjálfur þann dóm, en þá stöðvar Páll fyrirhugaðan ógæfuverknað og segir honum, að þeir séu þarna með tölu, en þeir voru, hinir fanyarnir, allir of uppteknir af að hlusta d bænir og söny þeirra Páls og Sílasar til aðgefa gaum að möyuleikum tilflótta. Þetta var svo óvenjulegt, að fangavörðurinn fann, að þarna var eitthvað á ferðinni, sem var meira en mannlegt. Þess vegna lýtur hann kristniboðunum og spyr, hvað hann eigi að gjöra til þess að verða hólpinn. Og hann fœr svarið frá Páli, setningu, sem viða hefur heyrzt, mörgum þykir vænt um og miy lanyar til að staldra við hér í dag: „Trú þú d Drottin Jesú og þú munt hólpinn verða og heimili þitt." Það ei~u reyndar aðallega tvö hugtök, nátengd að vísu, sem mig langar til að taka út úr þessari setningu og gera að umræðuefni, hugtökin Drottinn Jesús og heimilið. Það er annað atriði, sem einnig hefur nýlega fram komið á vísindalegu sviði, sem styður það, að hlynnt sé að heimilunum í hinni gömlu eða upprunalegu mynd. Bæði sálfræðingar og læknar með sérgrein á psykoso- matísku sviði, samspili sálar og líkama, hafa starfað að rann- sóknum að undanförnu, rann- sóknum sem hafa leitt til niðurstöðu, sem þeir orða á þann veg, að einmanaleikinn drepi. Andleg einangrun leiðir fyrst til tilfinningalegrar, en síðan líkamlegrar veiklunar. Sérstaklega hafa verið rann- sökuð afdrif íra, sem hafa flutzt til stórborga í Bandaríkjunum. Þeim reynist miklu hættara við hjartasjúkdómum en þeim, sem eru heima í hinum litlu og tiltölulega nánu samfélögum. sem enn haldast meðal mor- móna um náið fjölskyldulíf og frændrækni. Þarna er talið vísindalega sannað, að maður- inn sé í þörf fyrir tilinninga- tengt samfélag við aðra menn. Sé þeirri þörf ekki sinnt, sé heilbrigði mannsins í hættu. Og vísindamennirnir vitna í erlent skáld sem sagði: Við verðum að elska hver annan eða deyja ella. Og þeir vilja undirstrika orð hans. Siík tiJfinningatengsl, slíkan gagnkvæman kærleika, sköpum við yfirleitt ekki á stofnunum, til þess þarf heimili, þar sem kærleiksrík móðir, þar sem samhuga foreldrar, bæði búa börnum sínum líkamlegt öryggi og skapa þeim andlegan grund- völl. Og getur nokkur grundvöll- ur verið þar sterkari en sá, 'sem hefur sjálfan höfund kærleikans að skapara og höfuðsmið? Ég held ekki. Hins vegar eru þessir hlutir í afturför hjá okkur nú. Og við verðum að snúast þar til varnar og síðan að venda vörn í sókn. Sé það staðreynd, að mormónar standi ýmsum öðrum framar í þessum hlutum, þá er þar holl áminning okkar kirkju og fleirum um að beita sjálfa sig sterkari innri gagnrýni. Sú kristna evrópska menning, sem hóf feril sinn í Filippí í Make- dóníu fyrir um 1930 árum, hún er í hættu. Við spyrjum enn með fangaverðinum, er við finnum undirstöður samfélagsins bifast. Við spyrjum, hvað til bjargar verða muni. Við finnum, að til þarf sterkari andlegan grund- völl, þann er aldrei bifast, hvað sem á dynur, sá er ekki mann- legur að uppruna eða jarðnesk- ur. Við sækjum hann í æðri heim, þann grundvöll sem til þarf, að fjölskylda og heimili fái staðizt. Við sækjum hann í sterkari trú og öflugra siðgæði, sem getur skapað sterkari ein- stakíinga. Og þess vegna verður svarið eins og nú í Filippí forðum. Það verður í grundvall- aratriðum aldrei nema þetta eina: „Trú þú á Drottin Jesú og þú munt hólpinn verða og heimili þitt". I Jesú nafni. Amen Dæmið um Mengistu er kannski það sem mest er áberandi, en fjölmörg önnur má nefna, sem sýna og sanna, að framsókn Sovétríkjanna og fylgiríkja þeirra í Afríku hvílir ekki á hugsjónaleg- um grundvelli, heldur er hér um klára útþenslustefnu að ræða hjá hinu sovézka heimsveldi. Sovét- menn eru einfaldlega að berjast fyrir auknum áhrifum sjálfra sín í málefnum annarra þjóða. Hið nýja heimsveldi En hvers konar ríki er hið nýja heimsveldi Sovétríkin? Hvers kon- ar þjóðfélagskerfi hefur það byggt upp? Hvaða fyrirmynd mun það hafa við uppbyggingu í þeim ríkjum í öðrum heimshlutum, sem Sovétmenn eru smátt og smátt að leggja undir sig eða öðlast síaukin áhrif hjá? Svo mikið hefur verið rætt og ritað um Sovétríkin á síðum Morgunblaðsins, að út af fyrir sig ætti að vera óþarfi að fara um það mórgum orðum, hvers konar þjóðfélagskerfi þar hefur verið byggt upp á síðustu 60 árum. En frammi fyrir þeirri staðreynd, að Sovétríkjunum vex stöðugt ásmegin og þau komast til síauk- inna áhrifa, er óhjákvæmilegt að halda enn áfram að ræða um það þjóðfélag, sem ríkir á Volgubökk- um. Um alla heimsbyggð hefur fólk á undanförnum vikum fylgzt með réttarhöldunum yfir Ginzburg og Shcharansky. I raun og veru segja þau réttarhöld okkur allt, sem við þurfum að vita um hið sovézka þjóðfélag. Þessir tveir kornungu menn voru saklausir dæmdir til 8 og 13 ára þrælkunarvinnu. Þeim var gefið margt að sök, en í augum sovézkra yfirvalda var sök þeirra þó fyrst og fremst sú, að þeir, ásamt fámennum hópi sovézkra menntamanna, hafa leyft sér að hafa aðra skoðun en sovézk stjórnvöld. Herrarnir í Kreml hafa verið athafnasamir undanfarin ár í málefnum andófsmanna. Þeir hafa ýmist rekið þá úr landi, sent þá á geðveikrahæli eða dæmt þá í þrælkunarvinnu. En andófshreyf- ingin í Sovétríkjunum er þeirrar gerðar, að það er sama eða virðist vera sama hversu margir eru hnepptir í fangelsi, settir á geðveikrahæli eða reknir úr landi, það koma alltaf einhverjir nýir í þeirra stað. Þess vegna gætu sovézk stjórnvöld sjálfsagt haldið áfram þessum athöfnum út öldina, — andófsmönnum mundi samt fjölga. Mannsandinn verður ein- faldlega ekki settur í fjötra. Hafa menn engar áhyggjur af því að þetta verði sú þjóðfélagsfyr- irmynd, sem hin nýju þjóðfélög í Afríku og Asíu verða sniðin eftir? Hafa menn engar áhyggjur af því að sú veröld, sem við búum í, einkennist af skoðanakúgun, þrælkun og brotum á sjálfsögðum mannréttindum? Hvað skyldi valda því, að allar þær fjölmörgu hreyfingar, sem risið hafa upp á undanförnum áratugum til þess að mótmæla athöfnum Bandaríkja- manna hingað og þangað um heiminn, láta ekkert á sér kræla þegar Sovétríkin eiga í hlut? Viðbrögð lýðræðisríkja Því er ekki að neita, að mörgum lýðræðissinnum stendur ógn af þeirri þróun mála, sem hér hefur verið lýst. Því er ekki að neita, að mörgum lýðræðissinnum þykir sem bandarísk stjórnvöld haldi um of að sér höndum og séu of afskiptalítil um það, sem er að gerast í kringum okkur, sem er ósköp einfaldlega það, að sovézka heimsveldið er að seilast til stóraukinna áhrifa á öllum víg- stöðvum og hefur á örfáum árum í raun og veru náð meiri landvinn- ingum en því tókst um 20 ára skeið áður. Bandaríkin hafa verið brjóst- vörn lýðræðisþjóða heims. Án þess afls, sem Bandaríkin búa yfir, hefðu vestræn lýðræðisríki fyrir löngu horfið á bak við járntjaldið. En svo virðist sem Víetnamstríðið hafi orðið Bandaríkjunum svo mikið áfall, að þau hafi ekki enn náð sér eftir það og sitji því meira og minna auðum höndum meðan Sovétmenn láta greipar sópa um heimsbyggðina. Það er áreiðanlega nokkurt umhugsunarefni fyrir þá, sem hafa fjandskapazt út í Banda- ríkin á undanförnum áratugum, hvort afskipti þeirra hafi nú þrátt fyrir allt ekki verið betri en það sem nú er að gerast. Framsókn Sovétmanna er slík, að ekkert lýðræðisríki veraldar getur verið óhult og á það ekki síður við um okkur íslendinga en aðra. Land okkar liggur mjög nærri áhrifasvæði Sovétríkjanna og ekki þarf mikið út af að bera til þess að það komizt inn á það áhrifasvæði. Aðvaranir Morgun- blaðsins um áhrifamátt og útþenslustefnu Sovétríkjanna hafa af andstæðingum blaðsins og talsmönnum Sovétríkjanna hér á landi gjarnan verið nefndar „Rússagrýla". Nú hin síðari ár hafa talsmenn sovézkra áhrifa gjarnan talað á þann veg, að „Rússagrýlan" væri dauð og með því átt við, að fólk væri ekki lengur reiðubúið til að hlusta á viðvörun- arorð af þessu tagi. En „Rússa- grýlan" er ekki dauð. Sovétmenn hafa sjálfir séð til þess. Hún er því miður í fullu fjöri og hún er ekki lengur einskorðuð við okkar heimshluta eins og áður var heldur ógnar hún nú allri heims- byggðinni. Þetta er ekki lengur bara okkar grýla heldur er þetta grýla, sem fólk um allan heim verður að horfast í augu við. Það er óhjákvæmilegt, að þær þjóðir, sem vilja halda í heiðri almenn mannréttindi, að þær þjóðir sem dæma ekki Ginzburg og Shcharansky í þrælkunarvinnu heldur leyfa þeim óáreittum að hafa sínar skoðanir, að þær þjóðir, sem virða einhvers frelsis- og lýðræðishugsjónir vestrænnar menningar, taki enn á ný höndum saman um að hemja útþenslu hins austræna stórveldis. Tími er til kominn að gera nýtt stórátak á borð við það, er framsókn Sovétmanna var stöðvuð í Evrópu fyrir 30 árum með stofnun Atlantshafsbandalagsins. Nú þurfa þær þjóðir um allan heim, sem vilja ekki verða fórnar- dýr sovézkrar undirróðurstarfsemi að bindast samtökum um að verja hendur sínar. Bandaríkin verða að þekkja sinn vitjunartíma — nú sem þá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.