Morgunblaðið - 23.07.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.07.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JULÍ 1978 Útvarpkl. 19.55: „Sólnætti"—f orleikur eftir Skúla Halldórsson Leikfimi er bæði holl og góð líkamsrækt, sem flestir ættu að gefa séi tíma til að stunda. í útvarpi í kvöld klukkan 19.55 verður flutt íslensk tónlist. Sinfóníuhljómsveit íslands leik- ur „Sólnaetti", forleik eftir Skúla Halldórsson. Páll P. Pálsson stjórnar. Ennfremur leikur Sinfóníu- hljómsveitin tónverkið „Lang- nætti" eftir Jón Nordal, undir stjórn Karstens Andersen. Hljómsveit Ríkisútvarpsins leikur að lokum Vísnalög eftir Sigfús Einarsson í útsetningu Jóns Þórarinssonar, en Bohdan Wo- diczko stjórnar. Skúli Halldórsson Jón Nordal Utvarp kl. 10.25; Lærði í Þýzkalandi að kenna leikfimi Á morgun, mánudag, verður á dagskrá útvarpsins klukkan 10.25 þátturinn „Hin gömlu kynni" í umsjá Valborgar Bents- dóttur. I þættinum les Inga Huld Hákonardóttir minningu sem móðir hennar Ólöf Árnadóttir rithöfundur skrifaði í ársritið Emblu árið 1946, en það var bókmenntarit sem eingöngu var skrifað af konum. Minningin nefnist „Dansað í Dalheim" og fjallar hún um það þegar Ólöf var að læra leikfimikennslu í Þýska- landi. „Eftir að Ólöf kom heim frá námi kenndi hún leikfimi bæði í Verslunarskóla íslands og Kenn- araskólanum, og man ég eftir því að leikfimin sem hún kenndi var bæði falleg og skemmtileg," sagði Valborg í samtali við Morgunblað- ið._ I þættinum verða líka leikin nokkur lög og má þar t.d. nefna „Lorelei", og lagið „Fjalladrottn- ing móðir mín", sem er einskonar þjóðsöngur Mývetninga, en Ólöf var fædd á Skútustöðum við Mývatn. Einnig verða leiknir nokkrir Vínarvalsar, að sögn Valborgar. Utvarpkl. 16.20: Líf og störf á jósku heiðunum „Frá heiðum Jótlands" nefnist þáttur sem er á dagskrá útvarps- ins í dag klukkan 16.20. Þáttur- inn er í umsjá Gfsla Kristjánsson- ar fyrrverandi ritstjóra. Þátturinn fjallar um líf og störf á jósku heiðunum á seinni hluta síðustu aldar og fyrstu áratugina á þessari öld. Gerð verður grein fyrir frums.tæðum skilyrðum sem heiðarbúar bjuggu við á þessum tíma og þeim miklu breytingum sem urðu á þessu tímabili þriggja ættliða. í þættinum verða einnig leikin nokkur dönsk lög. Gísli Kristjánsson. Messa í Bústaðakirkju í dag klukkan 11.00 ár- degis verður útvarpað frá messu í Bústaðakirkju. Prestur er séra Sigurður- Haukur Guðjónsson, en org- anleikari Guðni Þ. Guð- mundsson. LAtið dmumiim rœtast... NJÓIIÐLÍFSINS í FERD MED SUNNU Nú býður Sunna upp á dagflug til allra eftirsóttustu sólarlandanna. . Hvergi fjölbreyttara ferðaval. SPÁNN MALLORCA - COSTA DEL SOL - COSTA BRAVA - KANARÍEYJAR ÍTALÍA SORRENTO - KAPRÍ - RÓM GRIKKLAND aþenustrendur - eyjarnar rhodos OG KORFÚ - SKEMMTIFERÐASKIP PORTÚGAL ESTORIL - LISSABON Skrifstofur Sunnu á öllum dvalarstöðum með þjálfuðu ísJensku starfsfólki vcitir öryggi og þjónustu. Barnagæsla og lcikskóli mcð íslenskum fóstrum. Fjölbrcyttar skemmti- og skoðunarferðir. Dagflug með rúmgóðum þotum. m aa BANKASTRÆTI 10. SIMAR 29322 - 16400 - 12070 - 25060

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.