Morgunblaðið - 23.07.1978, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 23.07.1978, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JULÍ 1978 5 Leikfimi er bæði holl og góð líkamsrækt, sem flestir ættu að gefa sér tíma til að stunda. Utvarpkl. 10.25: Lærði í Þýzkalandi að kenna leikfimi Á morgun. mánudag. verður á dagskrá útvarpsins klukkan 10.25 þátturinn „Hin gömlu kynni“ í umsjá Valborgar Bents- dóttur. í þættinum les Inga Huld Hákonardóttir minningu sem móðir hennar Ólöf Árnadóttir rithöfundur skrifaði í ársritið Emblu árið 1946, en það var bókmenntarit sem eingöngu var skrifað af konum. Minningin nefnist „Dansað í Dalheim" og fjallar hún um það þegar Ólöf var að læra leikfimikennslu í Þýska- landi. „Eftir að Ólöf kom heim frá námi kenndi hún leikfimi bæði í Verslunarskóla íslands og Kenn- araskólanum, og man ég eftir því að leikfimin sem hún kenndi var bæði falleg og skemmtileg," sagði Valborg í samtali við Morgunblað- ið. í þættinum verða líka leikin nokkur lög og má þar t.d. nefna „Lorelei", og lagið „Fjalladrottn- ing móðir mín“, sem er einskonar þjóðsöngur Mývetninga, en Ólöf var fædd á Skútustöðum við Mývatn. Einnig verða leiknir nokkrir Vínarvalsar, að sögn Valborgar. Utvarpkl. 16.20: Líf og störf á jósku heiðunum „Frá heiðum Jótlands“ nefnist þáttur sem er á dagskrá útvarps- ins í dag klukkan 16.20. Þáttur- inn er í umsjá Gísla Kristjánsson- ar fyrrverandi ritstjóra. Þátturinn fjallar um líf og störf á jósku heiðunum á seinni hluta síðustu aldar og fyrstu áratugina á þessari öld. Gerð verður grein fyrir frumstæðum skilyrðum sem heiðarbúar bjuggu við á þessum tíma og þeim miklu breytingum sem urðu á þessu tímabili þriggja ættliða. í þættinum verða einnig leikin nokkur dönsk lög. Gfsli Kristjánsson. Messa í Bústaðakirkju í dag klukkan 11.00 ár- Haukur Guðjónsson, en org- degis verður útvarpað frá anleikari Guðni Þ. Guð- messu í Bústaðakirkju. mundsson. Prestur er séra Sigurður. Útvarpkl. 19.55: „Sólnætti”—f orleikur eftir Skúla Halldórsson í útvarpi f kvöld klukkan 19.55 f verður flutt fslensk tónlist. Sinfóníuhljómsveit íslands leik- ur „Sólnætti", forleik eftir Skúla Halldórsson. Páll P. Pálsson stjórnar. Ennfremur leikur Sinfóníu- hljómsveitin tónverkið „Lang- nætti“ eftir Jón Nordal, undir stjórn Karstens Andersen. Hljómsveit Ríkisútvarpsins leikur að lokum Vísnalög eftir Sigfús Einarsson í útsetningu Jóns Þórarinssonar, en Bohdan Wo- diczko stjórnar. Jón Nordal Skúli Haildórsson Látiö draunwm rætast... NrÓTIÐ LÍFSINS IFERD MEÐ SUNNU Nú býður Sunna upp á dagflug til allra eftirsóttustu sólarlandanna. Hvergi fjölbreyttara ferðaval. SPÁNN MALLORCA - COSTA DEL SOL - COSTA BRAVA - KANARÍEYJAR ÍTALÍA SORRENTO - KAPRÍ - RÓM GRIKKLAND aþenustrendur - eyjarnar rhodos OG KORFÚ - SKEMMTIFERÐASKIP PORTÚGAL ESTORIL - LISSABON Skrifstofur Sunnu á öllum dvalarstöðum með þjálfuðu íslensku starfsfólki veitir öryggi og þjónustu. Barnagæsla og leikskóli með íslenskum fóstrum. Fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferðir. Dagflug með rúmgóðum þotum. ÞÚSUNDIR ÁNÆGÐRA VIÐSKIPTAVINA VELJA SUNNUFERÐ ÁR EFTIR ÁR BANKASTRÆTI 10. SÍMAR 29322 - 16400 - 12070 - 25060 .npv ,lrtr!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.