Morgunblaðið - 23.07.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.07.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1978 31 því aö persónudýrkun, sem við leiklistar- nemarnir fundum líka fyrir." Og Jón rifjaði upp dvöl sína í Aust- ur-Þýzkalandi: „Ég var ráðinn þangað beint úr lokapróf- inu. Þá hlaut ég ríkisverðlaunin, sem enginn utan þessara þýzkumælandi landa hafði fengið áður í 150 ára sögu þessa listaháskóla sem Max Reinhart var hluti af. Þessu fylgdu svolítil blaðaskrif, og í framhaldi af því kom maður frá leikhúsi í Austur-Berlín og bauð mér glæsilegan samning, bæði hvað varðaði laun og forvitnileg hlutverk. Mér leizt svo vel á þessi kjör, að ég var ekkert mikið að velta fyrir mér muninum á Vestur- og Aust- ur-Þýzkalandi. Þetta var 1959, og það var hersetulið í báðum löndunum, auk þess sem skoðanir mínar á þeim tíma voru slíkar, að ég hafði ekkert á móti því að kynnast sósíalisma í raun. Ég fór því til starfa við þetta leikhús. Það var farið vel me mig þarna. Ég hafði gott kaup og mikil athygli var veitt því sem ég var að gera. Og þetta eru sem sagt tvö ár sem ég lifi í svona gullnu búri, ef svo mætti segja, og ég sé ekki mikið af raunveruleikanum í kringum mig, er alltaf við mína vinnu í þessum sérstaka heimi, leikhúsinu. En á þessum tveimur árum hafði ég kynnzt fólki frá öðrum sósíalísk- um löndum, og brátt fór ég að taka eftir einkennilegum handtökum og öðru slíku í kringum mig. Þetta voru vinir mínir margir hverjir, og það voru engar skýringar gefnar; þeir voru bara teknir fastir og horfnir allt í einu, enginn vissi hvert. Og þá varð ég svo fjúkandi reiður út af þessari framkomu yfirvaldanna, að ég bara stakk af frá leikhúsinu. Ég sagði skoðun mína á þessu áður við hvern sem var, ráðamenn og aðra, og yfirgaf Austur-Þýzkaland. Jú, lífsmynd mín breyttist mikið við þetta, því að margar vonir mínar og hugsjónir fóru þarna úr skorðum, firrtust. Frá því að ég var ungur maður og fór að hugsa um heiminn og tilveruna höfðu mér fundizt þessar hugsanir bæði Marx og Leníns anzans ári spennandi, en mér fannst þarna geysimikill munur á því, hvernig þær voru framkvæmdar í verki. Og það var ekki fyrr en '68, þetta svokallaða vor í Prag, að ég fer að halda að kannski sé möguleiki á að einhverri þjóð í Evrópu takist að koma á, á grundvelli þessara hugsana, lýðræði og sósíalisma með manneskjuandliti, eins og þeir kölluðu það þá. Ég fylgdist af mikilli athygli með framvindu þar, og ég varð ekki minna vonsvikinn en í fyrra skiptið, þegar skriðdrekarnir réðust inn í Prag og þjöppuðu niður þetta litla blóm sem þar var að reka upp kollinn. Eftir að ég fór að kynnast svona ofbeldi, sem er rökstutt með einhverjum gáfulegum hugsunum eða hugsjónum, finnst mér ég vera farinn að taka eftir því, að fólk sem hefur enga kímnigáfu, hvort sem það er í pólitískum flokkum eða er að fást við listir, er stórhættulegasta fólk sem til er í veröldinni, — fólk sem aldrei stekkur bros eða á hýra hugsun, sem á ekkert nema þessa einbeitni og lagastafi, án ánægjunn- ar af að hugsa. Eitt það merkasta sem mér finnst að Brecht hafi sagt, er þegar hann talar um það, að sá leikur að hugsa þurfi alls ekki að vera jafn óskaplega erfitt og leiðinlegt viðfangsefni og oft er talað um, — að það að hugsa, velta hlutunum fyrir sér, geti verið bráðskemmtileg iðja, hvort sem er í sambandi við leikhús eða lífið og tilveruna. Og ég hef alltaf orðið skelfingu lostinn þegar ég hef rekizt á fólk sem hafði enga kímnigáfu. Kímnigáfan er með því dýrmætasta sem manneskjan á.“ Þá gerðust stór- merkir hlutir í miðbænum Ungi vitlausi blaðamaðurinn fór í leikinn að hugsa. En veðrið virtist gott, og það eina sem hann gat hugsað um var gönguferð í blíðunni. Leikarinn utan úr heimi féllst á það. Við gengum niður að Tjörn. Á leiðinni sagði Jón frá leikhúsi sínu í Sviss, Zúrich Schauspielhaus. Þangað réðist hann eftir að einn helzti leiklistargagnrýnandi Sviss hafði skrifað mjög lofsamlega um frum- sýningu á þremur Einþáttungum eftir Dúrrenmatt í bænum Aarav, þar sem Jón lék aðalhlutverkið. Hann sagði þetta leikhús í Zúrich alltaf hafa verið nokkurs konar Brekkukot fyrir sér eða það leikhús sem sér hefði fundizt hvað mestur heiður að koma í, eftir að hann fór að kynnast þýzkumælandi heimi. Ástæðurnar væru ekki hvað sízt hugsjónalegar, þar sem þetta leikhús hefði barizt af mikilli fífldirfsku lega var, að það var eiginlega alveg sama á hvaða tíma dags þú labbaðir á þessum rúnti, þá varstu að rekast á ýmsa merkilegustu karaktera landsins af til- viljun, eað svo hreint ekki af tilviljun. Þú gazt til dæmis allt í einu séð tvo heljarstóra menn, annan með mikið hár og bögglaðan hatt á höfðinu, hinn í fínustu herramannsfötum eins og á meginlandinu, og þeir sáu hver annan á svona 2—400 metra færi og réttu upp hendur og heilsuðust eins og grískar hetjur. Jú, þetta voru þá Kjarval og Eggert Stefánsson. Þú gazt rekizt á Þórberg eða Stein Steinarr á göngutúr, og þótt þú værir bara strákur og eiginlega ókunnugur þessum mönnum var allt í lagi að heilsa upp á þá og spjalla, það var jafnvel setzt inn á Hressingarskála þar sem þú fékkst þér kaffisopa og rabbaðir við þessa stórmerkilegu menn. Og það var allt í lagi; það var svo Iýðræðislegt allt og fas þeirra slíkt, og þeir höfðu bara gaman af að yngra fólk væri að forvitnast um þeirra hugsanir og rabba við þá. Þetta var svo töfrandi við þessa Reykjavík eða miðbæ sem var til þá. Mér finnst allt vera orðið meira lokað nú, fólk er farið að loka sjálft sig inni í sínum hreiðrum og hittist ekki eins mikið nema það sé eitthvað skipulagt. Þarna voru hlutir sem gerðust af sjálfu sér og voru stórmerkilegir. Þeir gerðust kannski ekki annars staðar í heiminum, enda höfuðborg- ir stærri annars staðar og ekki eins mikil tök að hittast fyrir þetta fólk sem er að leika sér að því að hugsa.“ Við gengum yfir Tjarnarbrúna, horfðum upp á Suðurgötu og veltum fyrir okkur, hvar Brekkukot hefði staðið. Jón hélt áfram að dást að leiktjöldunum sínum við Tjarnargötu, og blm. datt í hug að spyrja, hvernig hann langaði að nota þessi leiktjöld. „Ég færi nú ekki að breyta þessum leiktjöldum eftir mínum óskum. En ég myndi setja lifandi persónur á hreyfingu inn á þetta svið og láta þær kannski upplifa það svipað og ég upplifði það fyrir 6 árum eða geri nú. Ég myndi láta þessar persónur lenda í alls konar aðstæðum og atburðum í þessum leiktjöldum, — jafnvel í leikriti sem gerðist í draumi." Og hann fór að rifja upp húsin sem hann kom í á námsárunum, litlu herbergin, íbúðirnar hjá þeim sem voru að festa sig, og á kaffihús eins og Hressó, — og Laugaveg 11. „Það er einkennilegt að slíkur staður skuli ekki vera til lengur. Þar er horfið alveg eitt leiktjald úr sviðinu." Og þar sem við gengum þarna umhverfis Tjörnina og virtum fyrir okkur endurnar og kríurnar og klæjaði í lófana eftir brauðmola, barst talið að lýsingum Thomasar Mann á einangraða listamann- inum, sem yerður alltaf hálf utan við samfélagið. „Það hafa verið gerð stórkostleg lista- verk upp úr þessu sálarástandi," sagði Jón. „En þetta er náttúrulega afskaplega hátt verð sem er greitt þarna fyrir mikil afrek, og Thomas Mann talar nú einmitt um það sjálfur að þetta hafi verið ein af stærstu þrautum hans, einmanaleikinn sem fylgir því að semja texta. Ég tel að það sé mjög æskilegt í hvaða listgrein sem er,- að listamaðurinn hafi sterk tengsl við hjart- slátt umhverfis síns og leggi eyrað að munni alþýðu, þess fólks sem er í kringum hann. Það er mikill auður sem hægt er að skera upp úr þeim tengslum, og ég held að þetta tilheyri t.d. því stærsta ríkidæmi sem Laxness hefur eignazt. Hann er sérstakt dæmi fyrir mér um mann, sepi hefur verið mjög forvitinn um heim sinn og komizt í gullnámur fyrir texta sína og bókmenntir fyrir bragðið. Enda virðist okkur mörgum sem búum á meginlandinu og erum að fylgjast með því sem þar gerist í bókmenntum og listum, að bækur Halldórs rísi hátt yfir flest það sem er að gerast nú til dæmis í þýzkumælandi heimi." „Já, þetta er áberandi með íslenzkar bókmenntir. Ég hef varla nokkurs staðar rekizt á listamenn, sem eru undÍT jafn sterkum áhrifum þess umhverfis og náttúru sem þeir lifa í. Maður rekst á það í textum þessara manna, að enn þann dag í dag virðist þjóðlifið, og sérstaklega landslagið sjálft, vera mikið yrkisefni. Ási í Bæ er gott dæmi um þetta, það er maður sem lifir algerlega innan um þessar persónur sem hann er að lýsa, hvort sem er í ljóðum eða frásögnum." „Þetta er alltaf Jón“ Blm. langaði að vita, hvaða tilfinning fylgdi því þegar strákurinn, sem lék sér í sveitinni fyrir vestan og langaði að verða bóndi, var nú mörgum árum síðar kominn með þýzkan mann að reyna að „hagræða" þessu sama landslagi sem bezt fyrir framan kvikmyndavélina. ' „Það eru eiginlega tvær hugsanir sem renna samhliða þegar ég er við svona vinnu," sagði Jón. „Tökum sem dæmi leiðina sem við fórum suður undir Eyjafjöllum og alveg austur að Lómagnúpi. í aðra röndina er það auðvitað alveg stórkostleg upplifun fyrir mig að koma á þessar slóðir í fyrsta skipti á ævinni, sjá hlíðina hans Gunnars og Bergþórshvol. En svo rennur hin hugsunin samhliða, þessi raunsæja, ja, „hönnunarhugsun" er víst sagt í dag. Þá verður að virða náttúruna fyrir sér án allrar tilfinningasemi, sjá hvaða flöt er hægt að nota til að ná spennu í myndflötinn sjálfan. Og þá er ekkert víst að „fallegi staðurinn" verði nógu fallegur eða hentugur fyrir kvikmyndina.“ Við vorum búnir að fara okkar „rúnt“, leika okkur að því að hugsa, og það var kominn tími til að halda heim. Jón þurfti að fara upp á hótel og undirbúa förina aftur til Sviss daginn eftir. „Ég hef náð hámarki þess frelsis, sem ég hef alltaf verið að leita að,“ sagði hann. „Ég er orðinn það óháður leikhúsinu, að ég hef efni á að hafna hlutverkum og dunda við að skrifa sjálfur, útvarpsleikrit, sögur, og þýða bækur Laxness. Ég er nú fluttur upp í sveit í Sviss, ég var búinn að taka bílpróf og eignast bíl þegar við unnum við Brekkukot, — ég komst anzi seint inn í 20. öldina, og nú hefur mér sem sagt tekizt að sameina þessar æskuóskir. Ég er ekki beint orðinn bóndi, en ég er kominn á bóndabæ og hef litlar garðholur. Og ég á hund. Þarna bý ég sem sagt niðri við Rínarfljót, alvég við landamæri Þýzkalands, og svo förum við hundurinn í utaniandsferðir sem taka svona 10—15 mínútur og komum afskaplega reyndir og víðreistir til baka. Mér finnst yndislegt að búa svona við landamæri tveggja ríkja sem eru í friði, þar sem ekki er hægt að sjá gaddavírsgirð ingar, múra eða menn með vélbyssur “ Og þessi víðförli leikari, sem he; ■ túlkað allra þjóða persónur á framandi tungum úti í heimi, — hann heitir samt sem áður ennþá Jón. „Já, þetta er alltaf Jón, — annars væri ekki nógu mikill sannleikur í þvi sem ég er að gera. Annars mætti kannski segja eins og Margrét í lokin á Ðómínó: „Það var ekki ég.“ Og hann brosti. IIHH. ,Þaö er ekkert erfitt aö koma til íslands nú eins og var fyrir 6 árum.“ gegn nasismanum á sínum tíma, og þangað hefðu ráðizt margir helztu leikarar, leikstjórar og leikritahöfundar Þýzkalands, sem höfðu flúið nazista. Þar hefðu mörg helztu leikrit Dúrrenmatts og Max Frisch verið frumsýnd, og meira að segja hefðu 7 af verkum Bertold Brechts einmitt verið frumsýnd í Zúrich Schauspielhaus en ekki í Austur-Berlín. Og við vorum komnir niður að Tjörn. „Það er einkum ein breyting á Reykjavík sem ég tek eftir þegar ég kem með svo löngu millibili," sagði Jón. „Ég sé ekki betur en miðbærinn sé að verða tómur eins og í erlendum stórborgum. Maður fer ekki út á götu og hittir fólk nú, eins og þegar rúnturinn svokallaði var við lýði. Þetta var einhvers konar hringekja, og það skemmti- Listamaðurinn í þjóðlífinu Þegar Jón Laxdal kom heim til íslands fyrir 6 árum, var það til að leika Óþelló i Þjóðleikhúsinu, í sama verki og hann hafði leikið fyrir 11.50 sænskar krónur í Malmö 20 árum áður. En svo fór að í sömu ferð lék hann tvö önnur hlutverk, Garðar Hólm í Brekkukotsannál, heimsmanninn mikla sem kemur til ættjarðarinnar að gefa mörlandanum eilítið bragð af list sinni; og Gest í Dómínó Jökuls Jakobssonar, gestkomandi mann frá útlöndum í leikriti um þokukennda minningu um gamla daga. Forlögin eru ekki alveg sneydd kímnigáfu. „Ég myndi setja lifandi persónur á hreyfingu inn á þetta sviö.“ „Ég man vel eftir undirbúningnum fyrir Dómínó," sagði Jón. „Eftir að ég var kominn heim og við byrjuð á æfingum, var Jökull ekki ánægður með 3. þáttinn og byrjaði að skrifa hann alveg upp á nýtt meðan á æfingum stóð. Ég man að við settumst einu sinni niður höfundur, leikstjóri og tveir leikendur og fórum að spyrja höfundinn hvað yrði nú um okkur í 3. þætti, hvort við lifðum út verkið o.s.frv. Og svo skömmu eftir þennan fund fara allt í einu að koma 10 blaðsíður, og svo aftur 5 bls. og svo aftur 10 bls. í viðbót. Við biðum eftirvæntingarfullir, þegar leik- stjórinn var að lesa fyrir okkur um þessi nýju forlög okkar. Þetta er einhver merkasta upplifun mín frá síðustu komu minni hingað." Við ræddum meira um leikhúsið: „Leikhús og bókmenntir geta einmitt með því að fjarlægjast áróður eins mikið og hægt er, haft áhrif í þá átt að bæta heiminn. En leiklist eða bókmenntir geta aldrei komið með ■ uppskrift fyrir því, hvernig tilveran eigi að vera, hvernig kerfin eigi að vera, ef einhver kerfi eru þá til.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.