Morgunblaðið - 23.07.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.07.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1978 13 Viö fyrstu sýn er „kommissarinn" ekki ábúðarmík- ¦II- Myndin er úr tölvustjórnstööinni í bækistööv- um rannsóknarlögreglunnar í Wiesbaden. veitendasambandsins, var rænt í fyrra, og hann var þá þegar orðinn svo háþróaður að hefði það ekki verið fyrir togstreitu milli stofn- ana og breyzkleika framagosa innan lögreglunnar væri Schleyer sennilega á lífi enn þann dag í dag. Meðan á leitinni miklu stóð gaf „kommissarinn" vísbendingu um að hann væri að finna í íbúðinni þar sem síðar sannaðist að hann hefði verið í haldi áður en hann var myrtur. Þessari ábendingu var ekki sinnt og ástæðan var sú að samvinna milli deilda í lögregl- unni brást. Málið varð tilefni harðvítugra deilna innan lögregl- unnar og þetta voru mistök, sem mikilvægir lærdómar hafa verið dregnir af. Keðjuverkandi handtökur Sem dæmi um það hvernig „kommissarinn" fer að því að koma hryðjuverkamönnum í net lógreglunnar eru tildrögin að handtöku Till Meyers og kvenn- anna þriggja í Búlgaríu. Tölvuupp- lýsingar leiddu til þess að Stefan nokkur Wisniewski, eftirlýstur hryðjuverkamaður, var handtek- inn á Orly-flugvelli við París. í samræmi við nýjan milliríkja- samning um framsal hryðjuverka- manna var Wisniewski þegar í stað sendur til Vestur-Þýzkalands og þar fann lögreglan í fórum hans upplýsingar, sem síðan leiddu til handtöku Meyers og vinkvenna hans. Upplýsingar Wisniewskis voru svo óljósar og lítilfjörlegar að venjulegur mannlegur skilningur hefði ekki getað numið þær, en tölvan góða gerði sér mat úr þeim með frábærum árangri. Falsað ökuskírteini, sem fyrir trassaskap var notað tvívegis, varð til þess að Knut Folkert var handtekinn í Hollandi, en auk þess að vera grunaður um hlutdeild í morðinu á Schleyer á hann sök á morðinu á hollenzkum lögreglu- þjóni. Hryðjuverkamenn hafa um langt skeið fleytt sér með fölsuð- um persónuskilríkjum, en „kommissarinn" brá hart við þegar ökuskírteini Folkerts rak á fjörur hans. Samskonar snarræði sýndi hann þegar mágkona Folk- erts framvísaði vegabréfi í Frakk- landi, sem eftir öllum sólarmerkj- um að dæma var falsað. Til að ganga úr skugga um það hvort sá grunur væri réttur var „kommiss- arinn" spurður, og svarið gerði það að verkum að konan var handtekin á staðnum. Tölvan er sem sé á góðri leið með að sigra hryðjuverkamennina. Þeir gera sér hættuna ljósa, og fyrir nokkrum vikum var öryggis- vörður við tölvustjórnstöðina í Wiesbaden efldur mjög eftir að lögreglunni barst njósn af því að ráðagerðir væru uppi um árás á bygginguna þar sem „kommissar- inn" ræður ríkjum. - Á.R. Till Meyer — handtekinn í Búlgaríu ásamt Þremur konum, mánuöi eftir að Þær frelsuðu hann úr fangelsi í Vestur-Berlín. Tveir íslendingar fá styrk frá NATO Norður-Atlantshafsbanda- lagið hefur nýlega úthlutað styrkjum fyrir árið 1978 til rannsókna á sviði um- hverfismála. Tólf styrkir voru veittir að þessu sinni. Meðal þeirra, sem styrk hljóta. eru Hermann Svein- björnsson, sem fær styrk vegna verkefnisins „Skipu- lag landnýtingar og vernd- un búnaðarsvæða", og Gylfi Már Guðbergsson vegna verkefnisinsi „Notkun fjar- könnunargagna frá gervi- hnöttum til könnunar á grónu landi og landgrein- ingar". Styrkur til hvors um sig nemur 208.300 belgísk- um frönskum eða tæplega 1,7 millj. íslenzkra króna. Styrkir þessir eru þáttur í vaxandi starfsemi bandalags- ins á sviði vandamála nútímaþjóðfélags og er þetta áttunda árið, sem slíkum styrkjum er úthlutað. Meðal þeirra, sem sæti áttu í úthlutunarnefnd styrkjanna nú, var Hrafn Friðriksson yfirlæknir, forstöðumaður Heilbrigðiseftirlits ríkisins. (fréttatilkynning frá . utanríkisráðuneytinu). Gylfi Már Guðbergsson Hermann Sveinbjörnsson MEKKA Stórglæsileg skápasamstæða með nöfðingjasvip Mekka skápasamstæðan frá Húsgagnaverksmiðju Kristjáns Siggeirssonar hefur vakið sérstaka athygli fyrir smekklega hönnun, fallega smíði og glæsilegt útlit. Þér getið valið um einingar, sem hæfa yður sérstaklega, hvort sem þér óskið eftir plötuhillum, vín- og glasaskáp, bókaskáp, hillum fyrir sjónvarp og hljómburðar- tæki, o.s.frv. 1 Mekka samstæðunni má velja fallegan hornskáp, sem gerir yður mögulegt að nýta plássið til hins ýtrasta. Mekka er einnig með sérstaka hillulýs- ingu i kappa. Mekka samstæðan eF framleidd úr fallegri eik. Hún fæst ólituð, í brúnum lit eða í wengelit. Mekka er dýr smíði, sem fæst fyrir hagkvæmt verð. Mekka gefur stofunni höfðinglegan blæ. Skoðið Mekka samstæðuna hjá: ÚTSÖLUSTAÐIR: Kristján Siggeirsson hf. Ólafsvík: Híbýlaprýði Ólafsfjörður JL-húsið Augsýn h.f. Verzl. Bjarg h.f. Trésmiðjan Fróði h.f Verzl. Stjaman Verzl. Virkinn Hlynur s.f. Nýform Duus Skeifan Reykjavík: Akureyri: Akranes: Blönduós: Borgarnes: Bolungarvík: Húsavík: Hafnarfjörður Keflavík: Kópavogur: Neskaupstaður: Húsgagnaverzl. Höskuldar Stefánssonar Verzl.Kassinn Verzl. Valberg h.f. Húsgagnaverzl. Sauðárkróks s.f. Kjörhúsgögn Bólsturgerðin JL Húsið, útibú Vestmannaeyjar: Húsgagnaverzl. Marinós Guðmundssonar Sauðárkrókur: Selfoss: Siglufjörður/ Stykkishólmur FRAMLEIÐANDI: KRISTJÁN SIGGEIRSSON HF. HÚSGAGNAVERKSMIÐJA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.