Morgunblaðið - 23.07.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.07.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1978 Rætt við Jón Laxdal leikara um draumaleiksvið, leikinn að hugsa og fleira „Maður var svo fífldjarfur á þessum árum„ Jón Laxdal leit út yfir Tjörnina gömlu og brosti. Hann var nýkominn frá Vestfjörðum, þar sem hann hafði hitt 6 af systkinum sínum og aðra gamla kunningja; suma hafði hann ekki séð í 20—30 ár. („Ég þekkti andlitin í gegnum hvítt hár,“ sagði hann). Nú var hann aftur í Reykjavík, á leiðinni heim að Keisarastóli úti í Sviss. Og hann brosti: „Það er ekkert erfitt að koma nú til íslands, eins og það var fyrir 6 árum. Þá hafði ég ekki komið heim í 16—17 ár og þá var kvíði í mér, mér fannst svo óskaplega langt að vera að fara þetta inn í fortíð mína og umhverfi sem væri eins og í draumi." Hann horfði á timburhúsin hinum megin við Tjörnina. „Og það var líka svo, er ég kom fyrir 6 árum, að þessi hús voru eins og leiktjöld úr draumi. Þau eru það jafnvel enn, en rtú er ég orðinn svo kunnugur þessu leiksviði draumsins, að það er ekki eins framandi lengur." Ég var dá- lítið furðulegur, held ég Kannski hefurlíf Jóns Laxdal allt verið slíkur dans hins raunverulega og óraun- verulega. Allt frá því að hann, aðeins 15 ára gamall, reif sig alfarinn upp frá stórri fjölskyldu á Isafirði, arkaði fyrst suður til Reykjavíkur, svo út í Evrópu að drekka í sig lífið. „Ég veit ekki sjálfur hvernig stóð á þessu“ sagði Jón. „Ég held það hafi verið einhver furðulegur þanki um það, að það hlyti að vera til eitthvað annað en bara litli bærinn okkar, sem var nú yndislegur út af fyrir sig. Ég var dálítið furðulegur, held ég, jafnt fyrir eigið fólk sem flesta aðra landa mína. Ég var mjög forvitinn og ófeiminn. Það hefur líklega ekki verið mjög íslenzk hefð, og stundum fannst mér sem því væri ekki tekið mjög vel, heldur sem frekju eða stórbokkahætti þegar ég var svona ófeim- inn, spurði beint út og hafði svona opið trúnaðartraust til hvers og eins sem ég hitti." Við sátum uppi á herbergi Jóns á Hótel Holti; ungur, vitlaus og forvitinn blaða- maður og heimsmannlegi leikarinn, kom- inn með þýzkum kvikmyndaleikstjóra að undirbúa gerð myndar eftir Paradísar- heimt Laxness. Við ræddum um feril Jóns, Island og meginland Evrópu, listamanninn í samfélaginu, — og leikinn að hugsa. Jón kveikti sjálfur á segulbandi. „Hver veit nema við segjum eitthvað sem ég hefði gaman af að velta fyrir mér“ sagði hann. Og enn brosti hann. Hann geymdi pípurnar sínar í sérstakri tösku. Og hann mundi furðulegustu þætti úr ævi sinni, til dæmis hvað hann hefði fengið greitt sem „statisti" í Malmö fyrir rúmum 25 árum, bæði fyrir æfingar og sýningar. Hvort hann væri maður litlu atriðanna? „Já, ég er mikið fyrir að reyna að varðveita þessi smáatriði í lífinu, þessa litlu þætti í atburðunum, sem vilja gleymast." Gat sameinað óskhyggjurnar í einu starfi Hann leit af og til út um gluggann á draumaleiktjöldin, á meðan hann rifjaði upp fortíðina. Hann sagði frá litlum vandræðapilti, sem vildi heldur grúska í bókum uppi í herbergi en leika sér í fótbolta eða Tarzanleik. Hann minntist stráksins, sem ætlaði að verða bóndi, prestur og seinna listmálari og skáld, en aldrei sjómaður, þó að allir karlmenn í ættinni hefðu stundað sjómennsku. Svo kom Reykjavíkurferðin, þar sem hann þræddi ólíkustu störf, lærði til þjóns, vann við vefnað og var meira að segja fyrirmynd fyrir unga málara uppi í Myndlistarskóla. Og svo á 18. árinu þaut hann út í heim. „Ég held mig hafi meðal annars langað til að sjá, hvort ég yrði jafn ókunnugur þar og mér fannst ég stundum vera á ættjörðinni. Jú, mér fannst ég finna það sem ég var að leita að, það var svo býsna margt sem ég rakst á, og ég var ekki lengur ókunnugur eftir að ég var kominn í þessi ókunnu lönd. Ég lærði málin fljótt, og það var ágætt að vera ófeiminn í Danmörku, Frakklandi og Þýzkalandi; þar var enginn sem fannst það eitthvað rangt." Það kom á daginn, að hinn ungi Jón Laxdal hafði notað fjölbreytilegustu ráð við að draga fram lífið á meginlandinu fyrir 25 árum. Jafnhliða áðurnefndum kynnum af leiklistinni í Malmö, þar sem hann lék lítið hlutverk í Óþelló, málaði hann litlar myndir og seldi jafnóðum gömlum krambúðareiganda niður við höfnina. Fyrirmyndin í Myndlistarskólan- um forðum daga hafði af eðlislægri forvitni velt svolítið fyrir sér bæði myndfletinum og „þeoríunni". í París safnaði hann gömlum dagblöðum og pappírum fyrir stúdentafélag eitt. Þá sat hann öllum stundum á söfnum og nýtti grúskáráttu frá „Nú gat ég veriö bóndi, prestur og hvaóeina." fyrri tíð. Og gamla þjónsmenntunin kom að gagni í litlum bæ í Sviss, þar sem hann var þjónn á hóteli í einn dag. í lítilli borg sunnan við París veiktist hann snögglega af einhverri dularfullri veiki og féll í ómegin. Hann vaknaði aftur í munka- klaustri, þar sem „fullt af eldgömlum, hvíthærðum og heilögum mönnum" önnuð- ust hann í viku. Þaðan hélt hann svo aftur til Málmeyjar. („Ég veit ekki hvernig stóð á því að ég þurfti endilega að fara til Málmeyjar, ætli það hafi ekki bara staðið þannig á með ferjuferðir." sagði hann.) Þar fór hann að vinna sér inn fé til leiklistarnáms á Dramaten-skólanum. En þegar hann skyldi hefja nám þar, tók hann allt í einu föggur sínar og sigldi heim til Islands að læra leiklist þar. „Ég fékk þessa æðislegustu heimþrá sem ég hef nokkurn tíma fengið á ævinni." sagði Jón. „Það var allt í einu orðin lífs- og sálarnauðsyn að fara heim. Ég rakst svo hér á gangstétt á Indriða Waage, sem var að fara að veiða lax eftir klukkutíma, og spurði hann mjög ófeiminn, hvort hann myndi ekki vilja gera úr mér leikara. Eftir að ég hafði svo farið fyrir hann með eina textann sem ég mundi, nokkrar ljóðlínur úr Stjána bláa, með töluverðum hamagangi og handapati, sagðist hann skyldu lesa með mér fyrir inntökuprófið í skólann þá um haustið." Eftir að hafa þvælzt um þvera og endilaga Evrópu og stun/iað ólíkustu störf, fór Jón sem sagt aftur heim að læra að standa á sviði. Hann játti því, að eitthvert samhengi væri þar á milli: „Fyrir utan þann tilgang sem ég sá í leiklistinni sjálfri, var ég þarna búinn að finna starf þar sem ég gat komið fyrir öllu því sem mig hafði langað að verða. Nú gat ég verið bóndi, prestur og hvaðeina, jafnvel skáld og listamaður. Mér fannst það mjög gott, að geta ameinað í einu starfi allar þessar óskhyggjur ...“ Stakk af frá Austur-Þýzkalandi En Jón Laxdal varð aldrei fastur leikari uppi á íslandi. Það var að mestu fyrir áeggjan Indriða Waage, að hann hélt fljótlega til framhaldsnáms hjá leikhús- jöfrinum Max Reinhart í listaháskóla í Vín. Hann sagði árin þrjú þar hafa verið með þeim fegurstu sem hann myndi eftir. „Jú, þarna má segja að maður hafi orðið fyrir vissum áhrifum af evrópskri hámenn- ingu. Maður rakst á andrúmsloft, sem enn lifði þarna, þar sem fólk hafði tíma til að vera að fást við músík heima hjá sér, auk þess sem í þessari borg var óskaplegur áhugi og ást á leiklist. Sú ást varð næstum íí Ég var ekki /engur ókunnugur eftir að ég var a kominn „Þú gazt til dæmis allt í einu séö tvo heljarstjóra menn..Myndir: Kristinn. / þessi ókunnu iönd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.