Morgunblaðið - 23.07.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.07.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1978 23 Mynd mál- verki Sverris frá Þing- völlum. >»«)«*^t „Modernistum finnst Þetta Þó ugglaust gamalt úr pví aö pað er oröið nokkurra mánaða gamalt," sagði Sverrir í rabbi á sýningunni í Norræna húsinu. „Annars var Þetta fremur ruglingslegt tímabil Þegar bókin var að komast af stokkunum og hún sprengdi reyndar alla venjulega vinnutilhögun hjá mér, en Það varð Þó til Þess að ég fór aö fást meira við teikningar en ég hafði gert um nokkurt skeið. Það var mikið stúss í kring um hina ýmsu Þætti bókarinnar og Því reyndist mér gott aö grípa i teikningar Þegar stundir gáfust. í olíumálverkinu nýtist tíminn ekki hjá mér nema að ég hafi lágmark 4—5 klukkustundir í hverja lotu og allt upp í 20 klukkustundir, Því ég vinn Það efni á Þann hátt. Það er hins vegar ekkert mál að halda áfram með blýantinn Þegar færi gefst." Þeir sem Þekkja vinnubrögö Sverris vita að Það sem hann tekur sér fyrir hendur tekur mikinn tíma, Því nákvæmnin og vönduð vinnubrögð eru með slíkum hætti að Það rímar vart við Þann hraöa sem flest stefnir til. Meðan ég staldraði við í Norræna komu Þangað Svisslendingar og Þeir rýndu mikið í myndir Sverris. Auðheyrt var að Þeir voru vel heima í málaralistinni, en Þeim Þótti furðu sæta hvernig Sverrir færi að víð málun mynda sinn, svo vandaöa tækni töldu Þeir orðna sjaldgæfa á Þessari öld. Reyndar kemur Það heim og saman viö álit ýmissa sérfræðinga um listmálun sem telja að meira hafi glatazt á Þessari öld í málverkinu heldur en Það sem hefur áunnizt. Þessir svissnesku ferðamenn hafa ferðazt víða um heim, en hvergi kváðust Þau hafa séö málverk unnin í Þeim stíl sem Sverrir gerir. Sverrir skaut Þarna inn í aö líklega yrði mjög erfitt aö koma listmálurum á Þá skoðun að eitthvaö hafi glatazt í vinnubrögöum Þeirra ágætu manna. Ég vék aftur aö teikningum Sverris. „Já, Þessar myndir voru eiginlega teiknaðar til Þess að nýta tíma og Þá var einnig sjálfsagt að hafa pennan Þátt með í bókinni. Mér Þótti líka gott að grípa til teikningarinnar, enda er hún undirstöðuatriðið í málverkinu og með Þjálfun í teikningu eru líkur til Þess að manni fari fram í málverkinu. Annars sé ég ekki annað en að ég verði að fá mér nýjan heila til Þess að geta skilið hvernig menn eiga að mála góð málverk án Þess að geta teiknað, en Þessu svara listfræðingarnir að sjálfsögöu auðveldlega. Hvernig er pað annars með listfræðinga, Þurfa Þeir ekkert vottorð til að sýna fram á Það að Þeir séu ekki litblindir." „Hvernig er að taka Þátt í Þessari samsýningu"? „Ég hef heyrt Þaö á kollegum mínum að Þeim lízt ekki alls kostar á Þetta mannaval sem hér er og spyrja hvað eiga Ásgrímur, Bragi og Sverrir saman. Mér finnst hins vegar að hér sé um skemmtilega framkvæmd að ræða, pví samsýningar undanfarinna áratuga virðast fyrst og fremst hafa miöazt við að sýna einn ákveðinn stíl eftir Þvi hvaða klíka hefur ráðiö. Mér Þótti Því skemmtilegt að sýna úr Því að Ásgrímur var með, fá breidd í samsýninguna en ekki Þrönga grúppu i kór. Samsýningar eiga ekki að smella saman eins og eftir einn mann, pað hlýtur að eiga að byggja á mismunandi persónulegum einkennum. Fyrsta áfallið í pessum efnum fékk ég fyrir 15—20 árum á stórri samsýningu í Listamannaskálanum. Þaö var kölluð fín sýning af Þvi að hún myndaði svo sterka heild. Þá missti ég málið eða hló. Maður á ekki orð yfir slíkt Þar sem 25 málarar sýna saman. Ég var vandræðabarnið í hópnum. Þá var ég með sprautumyndirnar° ðg féll Því ekki inn í heildarstílinn, enda var málið leyst eins og hægt var með Því að setja mig út í horn og Þannig hefur Það reyndar oft oröiö á samsýningum síðan og ég hef ekki undan neinu að kvarta. Þaö er gott að brjóta upp sýningarformiö, því pótt viö Þrír yrðum ef til vill ekki góö súpa í sama potti, Þá er Þarna um fjölbreytni að ræða og listamaðurinn hlýtur aö byggjast á Því sem hann er sjálfur. Ég yrði t.d. ábyggilega mjög vondur í samyrkjumálarabúskap og engar líkur á ööru en að mér yrði sagt upp störfum." — á.j. Sjálfsmynd Sverris. *&&&•* *w. Hluti af sjálfsmynd Sverris. Sumir listamenn Þola ekki vinnubrögð Sverris í verkum hans, þykja Þau of vönduð, en slík vinnubrögð Þóttu ekki ósiöur í verkum gömlu meistaranna víöa um heim. AN ÞESS AÐ GETA TEIKNAÐ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.