Morgunblaðið - 23.07.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.07.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JULI 1978 Barna- og fjolskyldosiðan **rir S. tiadbergsson RúnaGísladóítir >ófolrTDul iq Mjm, 10 bm. Hver á hvaö? Strákarnir fimm á myndinni voru svo heppnir að vinna hver sinn hlut í skyndihappdrætti. Það er ekki annaö aö sjá en ao peir séu ánægðír og glaðir — En getið piö fundið, hver fékk hvaða hlut? Einbeitið ykkur að pessu ofurlitla stund og látio ekkert trufla ykkur! Tröllabarnið á Krákueyju mundir hryggja Malín svo mikið annars." „0, þetta gengur allt vel," svarar Pétur. „Eg hef þrótt á við marga sjómenn, skal ég segja þér, svo að þú þarft ekkert að óttast." Andartaki síðar heyrist reglulegt vélarhljóðið, og báturinn siglir frá Hafnar- bakkanum og áleiðis til borgarinnar með Pétur og Malín innanborðs. Melker stendur á bryggjunni og veifar til þeirra. Hann snýr sér ekki við fyrr en bátur- inn er að hverfa úti við sjóndeildarhringinn. Og honum verður hverft við. Skellu hefur þegar tekizt að losa sig og er farin í rannsóknarferð. Hún opnar dyrnar að reykingarkofa Nisse kaupmanns og læðist inn. Þegar Melker finnur hana, er hún eins og svert- ingi í framan. Palli flýtir sér að taka við Skellu. „Ég verð líklega að gæta þín, því að pabba tekst það ekki," segir hann. Síðan hvíslar hann að hnátunni: „Mér þykir svo vænt um þig. Stundum er ég öfund- sjúkur gagnvart þér, því að mér finnst, að Malín ætti að þykja jafn vænt um okkur bæði. En henni þykir það kannski, þrátt fyrir allt." Melker kinkar kolli Sumar, sól og ferðalög IV: „Hæ,flatlús" Hér kemur skrítlan um lýsn- ar, sem voru í gönguferð. Hún á vel við, hvort sem menn eru í löngum eða stuttum ferðalögum eða þeir sitja heima í friði og ró, þegar allir aðrir eru á þeysireið um landið þvert og endilangt, og margir hverjir keppast við að komast á sem styztum tíma. Þá væri e.t.v. ástæða til þess að spyrja: Er einhver ákveðinn tilgangur með ferðalaginu? Var hann nokkuð ræddur, áður en haldið var af stað? Eru menn kannski í kappakstri á bugðótt- um vegum íslands? En það var nú ekki þetta, sem við ætluðum að segja í upphafi, heldur skrítluna um lýsnar. Það voru einu sinni tvær lýs úti að ganga í góða veðrinu. Kemur ekki valtari (þjappari) brunandi og ekur yfir aðra þeirra. Þegar þjapparinn var farinn og vinkonan lítur aftur til lúsarinnar, sem lenti í bílslysinu, varð henni að orði: „Nei — hæ, fratlús!" c BifreiÖa- stjórinn á þjöppunar- vélinni i sumarfríi! ánægður á svip, þegar hann sér Skellu í góðum höndum. „Gott, Palli minn," segir hann. „Nú gætir þú Skellu fyrir mig dálitla stund. Ég þarf að skreppa til Nisse kaupmanns og kaupa máln- ingu." „Hvað ætlarðu að mála?" spyr Palli. „Ég ætla að mála eldhús- ið með skrautlegum litum," segir hann. „Þá verður Malín alveg undrandi, þegar hún kemur aftur." Skömmu síðar stendur hann í verzluninni, og Nisse er önnum kafinn við að leita að málningardósum. Melker biður um gulan, rauðan og bláan lit, því að nú er í tízku að mála í sterkum litum. „Ágætt," segir Nisse brosandi. „Þú hefur aldeilis Framhalds- sagan XI góðan tíma, afi gamli. Ætl- arðu nú að fara að mála?" „Ég er að vísu orðinn afi, en ég er ekki gamall," segir Melker móðgaður. „Gjörðu svo vel að leggja það á minnið." „Fyrirgefðu," segir Nisse og sækir fleiri málningar- dósir. I þessu kemur Vester- mann inn í verzlunina og virðist mjög örvæntingar- fullur. „Heyrðu mig, Nisse," seg- ir hann, „getur verið, að ég hafi skilið riffilinn minn eftir hér hjá þér?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.