Morgunblaðið - 23.07.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.07.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1978 I ið átti eftir aö koma sér vel í lífiriu. Því Bogga Óla, eins og hún var alltaf nefnd, kaus sér það hlutskipti aö eiga og ala upp 11 bör.i við lítil efni, og koma farsaúlega til manns. Þrír yngstu drengirnir eru enn alveg heima, hin alfarin eða hálffarin, og í óða önn að koma sér fyrir í lífinu. Strákana þrjá hittum við heima í Arnarbæli í Ölfusi ásamt Elín- borgu og manni hennar, Hermanni Sigurðssyni, einn góðviðrisdag í vikunni, en þar hafa þau búið um árabil. — Hér er alltaf kaffi á könn- unni, komdu þegar þú villt, sagði Elínborg í símann, þegar slegið var á þráðinn til hennar. — I dag eða á morgun, miðjan dag eða kvöld. Ekki var að heyra neina streitu eða tímaþröng þar á bæ. — Hitt er annað mál hvort ég hefi nokkuð að segja, sem markvert getur talizt bætti hún við. Ég hefi enga re.vnslu af blaðamönnum. h'kki síðan dagana sem gengið var á fjörur í Höfnunum eftir að Hermóður fórst með allri áhöfn og þeir Sverrir Þórðarson og Óli Magg voru í hópi þeirra, sem í nokkra daga höfðu bækistöð hjá okkur. fallegt útsýni. Þau hjónin taka það fram yfir ýmis önnur lífsgæði. Húsið í Arnarbæli er gamalt, og uppfyllir ekki allar nútímakröfur, en það er virðulegt tilsýndar, þar sem það stendur á hóli og veit að ánni, byggt 1904—1905. Að sagt er úr viðum skips, sem strandaði með timburfarm. Enda mun eitthvað af gamla bænum hafa hrunið í jarðskjálftunum 1896. Nýtt hefur það verið og glæsilegt, þegar kóngurinn, P'riðrik 8., gisti þar 1907 á prestsetrinu hjá Ólafi Magnússyni prófasti, kominn í fylgd með Hannesi Hafstein og fríðu föruneyti danskra og ís- lenskra þingmanna ríðandi frá Gullfossi og Geysi. Strákarnir sýna blaðamanni Konungsflötina í túninu, þar sem tjaldborg var, og Elínborg stofuna, sem kóngurinn svaf í, næst eldhúsinu. En þetta gamla hús var farið að láta á sjá, þegar þau Hermann og Elínborg komu þangað með börnin 11, miðstöðin ónýt og gluggar orðnir óþéttir. Þó ekki nærri eins illa farið og nýjasta byggingin, fjár- húsið, sem neglt er saman með ógalvaniseruðum nöglum nútím- ans og því á leið með að detta í sundur. Viðir eru allir heilir og Einhver vandræði með farangurinn á Kaupmannahafnarflugvelli í einni af fyrstu íerðunum hjá Loftleiðum á árinu 1947 og flugfreyjan Elínborg Óladóttir reynir að leysa úr því. Myndina tók Ól. K. Mag. A myndinni má þekkja Ólöfu Pálsdóttur sendiherrafrú, Þóru Steingrímsdóttur og Pál Jónsson. þáverandi fréttaritara Mbl. Það rifjast upp, að þá voru þau Hermann og Elínborg með barna- hópinn sinn — sem ekki var að vísu orðinn svona stór — á gömlu býli, Kalmanstjörn í Höfnum. Hermann vann á Keflavíkurflug- velli, en tók sér frí á sumrin og reri á trillu og elztu strákarnir með honum. Þau höfðu flutt 1955 úr Reykjavík til Keflavíkur, þar sem þau bjuggu síðast í Helgadal, gömlu húsin innan við bæ, þar sem Sjálfstæðishúsið stendur nú. Og fengið svo þetta býli í Höfnunum. Mig minnir að þurfti hafi að sækja vatn út í brunn. — Við vorum svo heppin, þegar leitarmenn fóru að streýma að, að Hermann var að koma í hlað með innkaupapöntunina og hægt að byrja að hita súpur og baka pönnukökur með kaffi, sem við héldum áfram að laga stanzlaust í 2—3 daga, enda komu 60—70 manns á dag, sagði Elínborg. Og svo komu dreifðir hópar seinna. Bátana hafði rekið á land á þessum stað, en líkin rak aldrei. — Og þið hélduð uppi risnu, man ég. Og enginn borgaði? — Slysavarnafélagið ætlaði á eftir að greiða okkur fyrir, en ég afþakkaði það sagði að það væri ekkert selt hér en yrði alltaf til á könnunni. • Kóngurinn svaf í Arnarbæli Arnarbæli er fornfrægt býli, stendur við lygna breiðu Ölfusár. Ekið er niður 4—5 km langan afleggjara austan við Kot- strandarkirkju. Utsýni er fagurt, í austri sér til Eyjafjalla- og Mýrdalsjökuls og í vestri blasa við hjallar frá Kömbum og suður úr meö Skálafell gnæfandi upp úr Hellisheiðinni. En hið næsta flatlendi Ölfusfora. Á björtum kvöldum tindra ljósin í fimm þorpum, Eyrarbakka, Stokkseyri, Þorlákshöfn, Hveragerði og Sel- fossi, segir Elínborg og hún kann vissulega vel að meta að búa við húsið notalegt í að koma, kynt upp með rafmagni síðan olían hækkaði svona mikið, að því er Elínborg upplýsir. Húsmóðirin leggur frá sér saumaskapinn, þegar gest ber að garði. Hún hafði hlaupið undir bagga með að sauma 40 svuntur á tveimur dögum, sem nota á við' Ungmennafélagshátíð um helgina. — Maður hefur alltaf tíma til að gera það sem maður hefur gaman af. Mér hefur alltaf þótt gaman að því að sauma, segir Elínborg. Og maður hennar bætir því við, að ekki hafi margar flíkur verið keyptar á börnin lengst af upp- vextinum. — Nóttin var alltaf drjúg til sauma, segir Elínborg. Þau hlæja bæði að minningum um það, þegar Elínborg hefur gleymt sér heilu næturnar við saumaskap- inn. Þetta hefur sparað mikil útgjöld á stóru heimíli, sem leiðir til athugasemdar um að dýrt sé að klæða 11 börn. Ekki kosti t.d. lítið 11 pör af skóm. Elínborg segir það ekki mesta vandamálið, því alltaf hefðu einhverjir fætur passað í prufuskóna frá honum pabba hennar, Óla J. Ólasyni, skóinn- flytjanda, þótt það séu sérhæfð lítil númer. En Hermann bætir því við, að dálítið hafi sér nú samt gramizt stundum, þegar fimm ný pör af stígvélum höfðu að skömm- um tíma liðnum verið komin með gaddvírsrifur. Alltaf hefur verið nægt svigrúm fyrir börnin á bænum þeim og mikið um að vera. Úr Höfnunum fluttu þau hjónin í hús, sem þau keyptu uppi við Rauðavatn. Það hét Helgafell og barnið, sem þar fæddist, var auðvitað skírt Snorri Goði. Þaöan var flutt að Kolviðar- hóli. Þá hafði Árnesingafélagið fengið húsið og átti að gera það upp, en ekkert varð úr því. Þau bjuggu þar samt í eitt sumar og tvo vetur. Fyrri veturinn voru eldri krakkarnir sendir í heimavist í skólann á Ljósafossi, sem hjónin létu mikið af, en þann síðari ók Myndin er tekin af Elínborgu og Hermanni með barnahópinn sinn í tilefni brúðkaups í fjölskyldunni. Fremri röð frá vinstri. Gunnar. Elínborg. dæturnar Katrin og Adda Hörn, og Hermann. í aftari röð. Guðmundur (sonur Hermanns af fyrra hjónabandi), Óli, Snorri, Sigurður, Örn, Hermann, Helgi, Eiríkur og Valdimar. .Jlöfum ailtaf han líma fyrlr börnin Flutfreyjur voru spennandi nýjung á íslandi í upphafi utanlandsflugs fyrir 30 árum. Fyrstu flugfreyjurnar voru áber- andi í okkar samfélagi. Þær hlutu hið sjaldgæfa hnoss að ferðast til útlanda, sjá hvað þar var að gerast og kaupa tízkuvarning — og voru öfundaðar. Elínborg Óladóttir var ein fyrsta flug- freyjan hjá Loftleiðum, fór fyrstu utan- landsferðina með Heklunni með Málfríði Ólafsdóttur. Það var ekki svo lítið ævintýri. Og þegar svo bættist við að sfða tízkan var um þær mundir að byrja erlendis og hún gekk um götur Reykjavík- ur f glæsilcgum tfzkufatnaði f allt öðrum stíl en hinar, slógu borgarbúar því föstu að þarna væri ein af þessum tfzku- og tildurdrósum og var mikið umtalað. Aðeins þeir sem til þekktu, vissu að Elínborgr saumaði sjálf mikið af nýja fatnaðinum, eftir að hafa skoðað tízku- varninginn í erlendum verzlunum. Allt lék f höndunum á henni. Elínborg Óladóttir var önnur af Mtveimur fyrstu flugfreyjunum hjá Loftleiðum. Síðan hefur hún átt og alið upp 11 börn. - segir Elínborg Úladóttir. 11 barna móðlr í bessu samtali við Elínu Pálmadóttur í fyrsta farþegaflugi Loftleiða til útlanda var Elínborg flugfreyja ásamt Málfríði Ólafsdóttur. Þessa mynd tók ljósm. Mbl. Ólafur K. Magnússon við það tækifæri. Kaptein Moore, sem var mcð flugvélina fyrst, er þriðji frá hægri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.