Morgunblaðið - 23.07.1978, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.07.1978, Blaðsíða 48
 • Al'ÍÍI.ÝSINÍÍASIMINN ER: s^f^ 22480 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1978 Enginn vill þorskfarm úr Dagnýju SKUTTOGARINN Dagný liggur nú í Siglufjarðarhöín með um 140 tonn af þorski og samkvæmt upplýsingum Sig- urðar Finnssonar er óvíst hvað verður um aflann þar sem allt er yfirfullt í fisk- vinnsluhúsum. Dagný fær að landa 25—30 tonnum n.k. mánudag, en Sigurður kvaðst búinn að reyna að koma Skattálagn- ingarseðlarn- ir sendir út eftirhelgina ALLAR likur benda nú til þess, að hægt verði að leggja fram skattskrána fyrir Reykjanesumdæmi n.k. fintmtudag, að sögn Sveins Þórðarsonar skattstjóra um- dæmisins. — Það kom einnig fram hjá Sveini að tölvu- vinnsla hefði gengið nokkru hægar fyrir sig en ráð haíði verið fyrir gert og því ekki verið hægt að leggja skrána fram fyrr eins og ætlað hafi verið. „Álagningarseðlar til skatt- greiðenda verða hins vegar sendir út strax eftir helgi. Það er fyrst og fremst gert til hagræðingar fyrir alla aðila," sagði Sveinn. — Annars myndi skapast hálfgert neyðarástand daginn sem skráin verður lögð fram, þegar allir vilja fá að vita um sinn skatt. I Reykjavík verður skatt- skráin lögð fram í lok vikunnar, en ekki er enn ákveðið hvaða dag, að sögn Halldórs Sigfús- sonar skattstjóra. — Álagning- arseðlar verða, eíns og í Reykjanesumdæmi, sendir skattgreiðendum eftir helgi. aflanum fyrir mjög víða, bæði í kring um „klettinn", í Færeyjum, Englandi og í Þýzkalandi. Kvað hann hugsanlegt að þeir gætu landað aflanum í Hafnarfirði til Bæjarútgerðarinnar þar n.k. miðvikudag. „Þetta er sérstakt ástand núna," sagði Sigurður, „og hefur aldrei verið svona fyrr, því það gengur ekkert að fá löndun úr Dagný. Bæði er að það er mikill afli og svo er aldrei unnið nema til kl. 6 hjá Þormóði ramma og ekkert á Iaugardögum og sunnudögum. Þetta er ástæðan fyrir því að það er svo víða tregða að taka á móti fiski og svo er aflinn mikill á stóru svæði, það má segja frá Sléttugrunnshorninu og vestur úr einnig fyrir austan land, og trillubátarnir á norður- og norðausturhorn- inu skila drjúgum afia þegar gefur." Myndina tók ólafur K. Magnússon í góða veðrinu í gær fyrir framan Aðalstræti 7 þar sem Húsmunaskálinn býður upp á sitthvað af notuðu og nýlegu. Konan gengur knálega á móti sólinni en fyrir innan gluggann má greina vangasvipinn á Steingrími Elíassyni kaupmanni. Bitna aðgerð- ir franskra flugumferð- arstjóra á íslendingum? „ÞAÐ á að fara vél frá okkur til Malaga seinnipart- inn á morgun og kann að vera að hún verði eitthvað vör við þetta, en við f engum eina vél heim í nótt frá Kanaríeyjum og aðra frá Mallorka og þær komu ótruflaðar," sagði starfs- maður Flugleiða sem Mbl. spurði í gær hvort seina- gangur franskra flugum- ferðarstjóra hefði eitthvað komið niður á íslenzkum Spánarförum, en í gær sáu menn fram á allt að sólar- hrings bið ferðamanna til og frá Spáni vegna aðgerða frönsku flugumferðarstjór- anna. Spænska flugfélagið Iberia af- lýsti í gær 23 áætlunarferðum sínum og farþegar í leiguflugi sáu fram á langa bið þar sem frönsku flugumferðarstjórarnir afgreiddu í gær aðeins eina eða tvær flugvélar á klukkustund um flugumsjónarsvæði sitt, en venju- Ieg umferð þar á þessum árstíma eru 20—25 flugvélar á klúkku- stund. Steingrímur Hermannsson um vinstri viðræðurnar: Bjartsýni að vera hóflega bjart- sýnn — er þó ekki svartsýnn Stefhum að því að línur skýrist síðdegis á morgun Skemmtiferða- skip til Hafnar Höfn, Hornafirði, 22. júlí. FYRSTA skemmtiferðaskipið, sem hingað kemur, er væntanlegt í fyrramálið. Skipið heitir World Explorer og er það væntanlegt við ósinn um f;ð'eytið í fyrramálið og áætlað " klukkan níu. Elías. I VIÐRÆÐUNEFNDIR Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks héldu sameig- inlegan fund í gærmorgun, en síðan fóru minni hópar að ræða saman um einstök málefni. Er fyrirhugað að rætt verði þannig um stjórnarmyndun í dag, en viðræðunefndirnar hittist si'ðan í fyrramálið, mánudag, og síðan eru boðaðir þingflokk.sfundir hjá öllum þremur flokkunum. Bene- dikt Gröndal sagðist í gær gera sér vonir um að útiínur niður- staðna af viðræðunum lægju þá fyrir og Ijóst yrði á hvorn veginn viðræðurnar færu og línur skýr- ist strax eftir helgi. Steingrímur Hermannsson, rit- ari Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann teldi það bjartsýni hjá Benedikt Gröndal að vera hóflega bjartsýnn á viðræðurnar. Morgun- blaðið spurði þá Steingrím, hvort hann væri svartsýnn og kvað hann svo ekki vera. Hins vegar væru mörg atriði, sem enn ætti eftir að ræða, sem komið gætu í veg fyrir samkomulag. Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins kvað mestan tíma hafa farið í viðræður um efna- hagsmál og. utanríkismál. Morgun. blaðið spurði, hvort Alþýðubanda- lagið væri lipurt í varnarmálunum kureyri: Salta verður úr landbur ði af þorski ÞAÐ er slíkur landburður af þorski úr Akureyrartogurunum að Útgerðarfélag Akureyrar get- ur ekki unnið allan aflann í frystihúsi sínu og því verður að salta hluta aflans. Nú liggur Kaldbakur þar inni, en hann kom fyrir helgina með 300 tonn af þorski og er aðeins búið að landa 50 tonnum úr skipinu. Verður haldið áfram að landa eftir helgina, en n.k. miðvikudag á Svalbakur að landa og er ekki vitað hvort unnt verður að taka á móti aflanum þá, semkvæmt upplýsingum Gunnars Lórenzson- ar verkstjóra. Það hefur m.a. áhrif á vinnslu aflans að margt af fastastarfsmönnum ÚA er í sumarleyfi en til þess að reyna að bjarga fiskaflanum var sótt um undanþágu til verkalýðsfélgsins Einingar til þess að vinna helgar- vinnu, en þeirri beiðni var hafnað. og kvað Benedikt of snemmt að fullyrða nokkuð um það. Hann kvaðst gera ráð fyrir því að þegar flokkarnir færu að meta heildar- myndina af viðræðunum, þá muni hún hafa me'st áhrif á það, hvernig afstaða þeirra verði. Steingrímur kvað nú unnið að nánari skoðun á fjölmörgum þáttum efnahagsmála og utanrík- ismála í smærri hópum. Kvaðst hann eins og Benedikt gera sér vonir um að á mánudag yrðu línur farnar að skýrast og unnt yrði að leggja fyrir þingflokkana ein- hverjar niðurstöður. Hann kvaðst gjarnan vilja taka það fram, að frá hálfu framsóknarmanna væri það algjör forsenda að efnahagsdæmið gangi upp, bæði hjöðnun verð- bólgu, staða ríkissjóðs og við- skiptamálin. í þeim efnum kvað hann ekkert liggja fyrir enn, þótt menn væru farnir að skoða alla möguleika nánar í því sambandi. Morgunblaðið spurði Steingrím, hvort einhver glóra væri í efna- hagsmálunum og var í því sam- bandi vitnað í Tímann í gær, þar sem segir að „samningarnir í gildi" hefðu í för með sér 5% aukagengisfellingu og 60% verð- bólgu á árinu. Steingrímur kvaðst ekki vita hvaðan þessar upplýsing- ar væru komnar. Hann sagði að „samnin«*MÍr í gildi" væri náttúrulega sú krafa, sem hinir aðilarnir hafi sett fram í kosn- ingabaráttunni, en framsóknar- menn hafi tekið mjög skýrt fram, að þetta stóryki vandann og yrði þetta því að vera inni í heildar- dæminu um efnahagsvandann. Það dæmi kvað hann enn ekki útreiknað, þótt miklar skýrslur liggi fyrir. Steingrímur var spurður að því, hvort niðurfærsluleið væri ófær, en hann kvaö ekki unnt að segja slíkt. Hún, eins og Jón Sigurðsson hefði sagt, dygði ekki ein heldur allar þessar leiðir, gengisskráning, niðurfærsluleið og millifærsluleið. Það þyrfi að nota þær allar. Svo kvað hann það hina miklu spurn- Framhald á bl.s. 47 Hrönnkeypttil Siglufjarðar? VIÐRÆÐUR fara nú fram um kaup á skuttogaranum Hrönn RE 10 til Siglufiarðar og eru það hlutafélagið Isafoid og einstaki- ingar sem myndu kaupa skipið. Skúli Jónasson í Siglufirði sagði er Mbl. spurði hann um skipa- kaupin að hann gæti ekkert um málið sagt að svo stöddu, en línurnar myndu skýrast í næstu viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.