Morgunblaðið - 23.07.1978, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.07.1978, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1978 m Vlh HVERJA VFIKFERD Heiti plötu: „City to city” Flytjendur: Gerry Rafferty í iillu því plötuflóði sem gcngið hefur yfir að undan- förnu getur verið erfitt fyrir lítt þekkta hljómlistarmenn að ná eyrum fjöldans án þess að hafa í frammi bellibrögð í auglýsingum eða vekja á einn eða annan hátt á sér athygii. Sú plata sem hér er til umfjöllun- ar hefur einmitt ekki hlotið þannÍK meðhöndlun — a.m.k. ekki hingað til — heldur hægt ok hitandi klórað sig upp á topp vinsældalistanna í Banda- rikjunum og víðar og á leið sinni þangað rutt úr vegi mörgu helzta kóngafólki poppsins. Gerry Rafferty er skoskur að uppruna og hefur á síðustu 10 árum stundað lagasmíðar og spilamennsku víða um Bret- landseyjar með sæmilegum ár- angri og vakti verulega athygli þegar lag hans „Stuck in the middle with you“ komst í fyrsta sæti vinsældalistans í Banda- ríkjunum fyrir 4 árum. Honum tókst ekki að fylgja eftir þeirri velgengni og hefur búið við rótleysi og flakkað víða síðan. Á sviði með poppstirninu Peter Frampton. Platan „City to city“ hefur hins vegar skotið honum aftur upp á stjörnuhimininn svo um munar. A henni er að finna ellefu lög, sem öll hafa einfalt og viðkunn- anlegt yfirbragð. Við fyrstu áheyrn lætur platan ekki mikið yfir sér en vex við hverja yfirferð. Lagasmíðar Gerrys þykja bera vott um áhrif frá Bítlunum, Bob Dylan og skoskri þjóðlagatónlist og má það til sanns vegar færa. Besta lag plötunnar er „Baker street" — sérstaklega vel unnið tæknilega fyrir utan ágætislag- línu og frábæra útsetningu. Sérstaklega er smekkleg notkun saxófónsins í viðlaginu. Það kæmi ekki á óvart, að lag þetta yrði meðal þeirra bestu á þesSu ári þegar að uppgjöri kemur í árslok. Annars er notkun blást- urshljóðfæra til fyrirmyndar í útsetningum og notkun fiðlunn- ar í sumum lögunum gefur þeim þjóðlegan blæ. Raulkenndur söngur fellur vel að laglínunum en það eru kannski textarnir sem minnst er spunnið í. Eftir að hafa hlýtt á fyrri plötur Gerrys (hann hefur áður gefið út 5 plötur bæði undir eigin nafni og með hljómsveitunum Stealers Wheel og Humble- bums) er ljóst, að með „City to city" hefur hann stigið stórt skref framávið í gæðalegu tilliti. Ekki skaðar að geta þess, að listmálarinn John Patrick Byrne sér um útlit umslags eins og á fyrri plötum Gerrys og gerir það vel þó ekki beri eins á furðulegum hugmyndum og áður. Eins og áður er getið eru lagasmíðar plötunnar einfaldar í sniðum en það er oft mestur vandi að gera einfalda hluti best og þeim vanda virðist Gerry Rafferty svo sannarlega vera vaxinn. Hér er á ferðinni ágætis poppplata. P.S. Þess má geta að Gerry Raffert.v og umboðsmenn hans hafa með bréfaskriftum látið í ljós áhuga á því að koma til Islands við hentugt tækifæri — það yrði fengur að því ef úr yrði. t.h.á. EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU — Við synum allt það bezta og nýjasta frá WESTNOFA r1 Allir eru velkomnir aðsja þessa glæsilegu norsku gæðavöru Sýningin er opin á þriðju hæð á verzlunartíma Húsgagnadeild ideild | Jón Loftsson hf. /A A A A A A ln ■ i I. ;. . .I P -j. 1 r";;;....- - - j Ui I?nj ) J j ! «J i JDU.*'’' Hringbraut 121 Sími 10600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.